Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?

Leit eftir olíu og gasi á Drekasvæðinu gengur þvert á markmið Parísarsamningsins, skrifar formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Auglýsing

Athygli vakti að ein­ungis Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins svör­uðu þeirri spurn­ingu hvort banna ætti olíu­leit við Ísland neit­andi í kosn­inga­þætti RÚV þar sem full­trúar flokk­anna gátu ann­að­hvort svarað með já-i eða nei-i.

Svarið hefur staðið í sumum stjórn­mála­flokkum og í vor hafn­aði meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar Alþingis frum­varpi Andr­ésar Inga Jóns­sonar o.fl. sem fól í sér bann við leit og vinnslu olíu og gass innan 200 mílna efna­hags­lög­sögu lands­ins. For­maður nefnd­ar­innar og odd­viti meiri­hlut­ans, Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, sagði m.a. á Alþingi 12. júní:

„Meiri hlut­inn telur betur fara á því, ef vilji er til að setja bann við leit og vinnslu jarð­efna­elds­neyt­is, að málið verði skoðað heild­stætt ...“

Auglýsing

Skoðum málið heild­stætt

Á Par­ís­ar­ráð­stefn­unni 2015 var Ísland eitt þeirra ríkja sem studdu kröfu um að tak­marka yrði hækkun hita­stigs Jarðar við 1,5°C. Sú krafa nýtur nú stuðn­ings flestra aðild­ar­ríkja Par­ís­ar­samn­ings­ins. Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar var afdrátt­ar­laus í skýrslu sinni frá 2018 um að Jörðin verður fyrir óaft­ur­kræfum skaða ef hnatt­ræn hlýnun fer yfir 1,5°.

Allt frá því að Par­ís­ar­ráð­stefn­unni lauk hefur stefna Íslands verið að tak­marka beri hækkun hita­stigs við 1,5°. Leit eftir olíu og gasi á Dreka­svæð­inu gengur þvert á mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins.

Alþjóð­legur samn­ingur um bann við frek­ari leit og námu­vinnslu

Yfir 400 sam­tök styðja nú kröf­una um bann við frek­ari leit og nýt­ingu jarð­efna­elds­neyt­is, olíu, kola og gass, enda gengur þetta þvert á til­gang og mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins. Í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefnu sem haldin var að frum­kvæði Joes Bidens for­seta Banda­ríkj­anna í apríl gáfu yfir 100 Nóbels­verð­launa­hafar út yfir­lýs­ingu og skor­uðu á leið­toga heims að halda jarð­efna­elds­neyti neð­an­jarð­ar. Yfir­lýs­ingin var einnig und­ir­rituð af sam­tökum sem kalla sig Fossil Fuel Non-Proli­fer­ation Treaty. Upp­haf nafns­ins, „Non-proli­fer­ation …“ vísar til Samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við útbreiðslu kjarna­vopna, Treaty on the Non-Proli­fer­ation of Nuclear Wea­pons (NPT).

Þessi krafa fær einnig stuðn­ing í skýrslu Alþjóða­orku­mála-­stofn­un­ar­innar (IEA) sem segir að ekki megi fjár­festa frekar í nýj­um, olíu-, gas- eða kola­námum ef takast á að halda hækkun hita­stigs and­rúms­lofts­ins við 1,5°C.

Í frétta­til­kynn­ingu IEA, dags. 18. maí sl. 2021 segir að til að ná mark­miði Par­ís­ar­samn­ings­ins - að tak­marka hækkun hita­stigs við 1,5°C - verði strax að hætta við allar fjár­fest­ingar í meng­andi orku­gjöf­um, olíu, kolum og gasi.

Þetta má kalla heild­stætt mat

Að loknum kosn­ingum verður ný rík­is­stjórn að vinda bráðan bug að því að ganga til liðs við þau sam­tök sem vilja banna frek­ari leit eftir jarð­efna­elds­neyti, olíu, gasi eða kol­um.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar