Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?

Leit eftir olíu og gasi á Drekasvæðinu gengur þvert á markmið Parísarsamningsins, skrifar formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Auglýsing

Athygli vakti að ein­ungis Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins svör­uðu þeirri spurn­ingu hvort banna ætti olíu­leit við Ísland neit­andi í kosn­inga­þætti RÚV þar sem full­trúar flokk­anna gátu ann­að­hvort svarað með já-i eða nei-i.

Svarið hefur staðið í sumum stjórn­mála­flokkum og í vor hafn­aði meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar Alþingis frum­varpi Andr­ésar Inga Jóns­sonar o.fl. sem fól í sér bann við leit og vinnslu olíu og gass innan 200 mílna efna­hags­lög­sögu lands­ins. For­maður nefnd­ar­innar og odd­viti meiri­hlut­ans, Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, sagði m.a. á Alþingi 12. júní:

„Meiri hlut­inn telur betur fara á því, ef vilji er til að setja bann við leit og vinnslu jarð­efna­elds­neyt­is, að málið verði skoðað heild­stætt ...“

Auglýsing

Skoðum málið heild­stætt

Á Par­ís­ar­ráð­stefn­unni 2015 var Ísland eitt þeirra ríkja sem studdu kröfu um að tak­marka yrði hækkun hita­stigs Jarðar við 1,5°C. Sú krafa nýtur nú stuðn­ings flestra aðild­ar­ríkja Par­ís­ar­samn­ings­ins. Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar var afdrátt­ar­laus í skýrslu sinni frá 2018 um að Jörðin verður fyrir óaft­ur­kræfum skaða ef hnatt­ræn hlýnun fer yfir 1,5°.

Allt frá því að Par­ís­ar­ráð­stefn­unni lauk hefur stefna Íslands verið að tak­marka beri hækkun hita­stigs við 1,5°. Leit eftir olíu og gasi á Dreka­svæð­inu gengur þvert á mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins.

Alþjóð­legur samn­ingur um bann við frek­ari leit og námu­vinnslu

Yfir 400 sam­tök styðja nú kröf­una um bann við frek­ari leit og nýt­ingu jarð­efna­elds­neyt­is, olíu, kola og gass, enda gengur þetta þvert á til­gang og mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins. Í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefnu sem haldin var að frum­kvæði Joes Bidens for­seta Banda­ríkj­anna í apríl gáfu yfir 100 Nóbels­verð­launa­hafar út yfir­lýs­ingu og skor­uðu á leið­toga heims að halda jarð­efna­elds­neyti neð­an­jarð­ar. Yfir­lýs­ingin var einnig und­ir­rituð af sam­tökum sem kalla sig Fossil Fuel Non-Proli­fer­ation Treaty. Upp­haf nafns­ins, „Non-proli­fer­ation …“ vísar til Samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við útbreiðslu kjarna­vopna, Treaty on the Non-Proli­fer­ation of Nuclear Wea­pons (NPT).

Þessi krafa fær einnig stuðn­ing í skýrslu Alþjóða­orku­mála-­stofn­un­ar­innar (IEA) sem segir að ekki megi fjár­festa frekar í nýj­um, olíu-, gas- eða kola­námum ef takast á að halda hækkun hita­stigs and­rúms­lofts­ins við 1,5°C.

Í frétta­til­kynn­ingu IEA, dags. 18. maí sl. 2021 segir að til að ná mark­miði Par­ís­ar­samn­ings­ins - að tak­marka hækkun hita­stigs við 1,5°C - verði strax að hætta við allar fjár­fest­ingar í meng­andi orku­gjöf­um, olíu, kolum og gasi.

Þetta má kalla heild­stætt mat

Að loknum kosn­ingum verður ný rík­is­stjórn að vinda bráðan bug að því að ganga til liðs við þau sam­tök sem vilja banna frek­ari leit eftir jarð­efna­elds­neyti, olíu, gasi eða kol­um.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar