Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?

Leit eftir olíu og gasi á Drekasvæðinu gengur þvert á markmið Parísarsamningsins, skrifar formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Auglýsing

Athygli vakti að ein­ungis Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins svör­uðu þeirri spurn­ingu hvort banna ætti olíu­leit við Ísland neit­andi í kosn­inga­þætti RÚV þar sem full­trúar flokk­anna gátu ann­að­hvort svarað með já-i eða nei-i.

Svarið hefur staðið í sumum stjórn­mála­flokkum og í vor hafn­aði meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar Alþingis frum­varpi Andr­ésar Inga Jóns­sonar o.fl. sem fól í sér bann við leit og vinnslu olíu og gass innan 200 mílna efna­hags­lög­sögu lands­ins. For­maður nefnd­ar­innar og odd­viti meiri­hlut­ans, Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, sagði m.a. á Alþingi 12. júní:

„Meiri hlut­inn telur betur fara á því, ef vilji er til að setja bann við leit og vinnslu jarð­efna­elds­neyt­is, að málið verði skoðað heild­stætt ...“

Auglýsing

Skoðum málið heild­stætt

Á Par­ís­ar­ráð­stefn­unni 2015 var Ísland eitt þeirra ríkja sem studdu kröfu um að tak­marka yrði hækkun hita­stigs Jarðar við 1,5°C. Sú krafa nýtur nú stuðn­ings flestra aðild­ar­ríkja Par­ís­ar­samn­ings­ins. Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar var afdrátt­ar­laus í skýrslu sinni frá 2018 um að Jörðin verður fyrir óaft­ur­kræfum skaða ef hnatt­ræn hlýnun fer yfir 1,5°.

Allt frá því að Par­ís­ar­ráð­stefn­unni lauk hefur stefna Íslands verið að tak­marka beri hækkun hita­stigs við 1,5°. Leit eftir olíu og gasi á Dreka­svæð­inu gengur þvert á mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins.

Alþjóð­legur samn­ingur um bann við frek­ari leit og námu­vinnslu

Yfir 400 sam­tök styðja nú kröf­una um bann við frek­ari leit og nýt­ingu jarð­efna­elds­neyt­is, olíu, kola og gass, enda gengur þetta þvert á til­gang og mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins. Í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefnu sem haldin var að frum­kvæði Joes Bidens for­seta Banda­ríkj­anna í apríl gáfu yfir 100 Nóbels­verð­launa­hafar út yfir­lýs­ingu og skor­uðu á leið­toga heims að halda jarð­efna­elds­neyti neð­an­jarð­ar. Yfir­lýs­ingin var einnig und­ir­rituð af sam­tökum sem kalla sig Fossil Fuel Non-Proli­fer­ation Treaty. Upp­haf nafns­ins, „Non-proli­fer­ation …“ vísar til Samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við útbreiðslu kjarna­vopna, Treaty on the Non-Proli­fer­ation of Nuclear Wea­pons (NPT).

Þessi krafa fær einnig stuðn­ing í skýrslu Alþjóða­orku­mála-­stofn­un­ar­innar (IEA) sem segir að ekki megi fjár­festa frekar í nýj­um, olíu-, gas- eða kola­námum ef takast á að halda hækkun hita­stigs and­rúms­lofts­ins við 1,5°C.

Í frétta­til­kynn­ingu IEA, dags. 18. maí sl. 2021 segir að til að ná mark­miði Par­ís­ar­samn­ings­ins - að tak­marka hækkun hita­stigs við 1,5°C - verði strax að hætta við allar fjár­fest­ingar í meng­andi orku­gjöf­um, olíu, kolum og gasi.

Þetta má kalla heild­stætt mat

Að loknum kosn­ingum verður ný rík­is­stjórn að vinda bráðan bug að því að ganga til liðs við þau sam­tök sem vilja banna frek­ari leit eftir jarð­efna­elds­neyti, olíu, gasi eða kol­um.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar