Hvert er erindi Framsóknarflokksins í Reykjavík?

Gauti Kristmannsson spyr hvers vegna ekki megi grafa göng fyrir Reykvíkinga í stað „hraðbrúar“ yfir Sundin. Göng í Sundabraut virðist „eitur í beinum“ samgönguráðherra, skrifar hann.

Auglýsing

Opin­ber störf

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn heyr kosn­inga­bar­áttu sína með retor­ískri spurn­ingu sem verður að telja nokkuð frum­legt. Mig langar að spyrja ann­arrar spurn­ingar út frá örfáum stað­reyndum sem varða Reyk­vík­inga að meira eða minna leyti.

Í Reykja­vík norður hefur Ásmundur Einar Daða­son boðið sig fram í odd­vita­sætið sem er gott og bless­að. En maður spyr sig, hvaða erindi á maður við Reyk­vík­inga sem segir það afstöðu sína að flytja beri störf frá Reykja­vík út á land? Þetta mun vera opin­ber afstaða flokks­ins í heild, enda eru all­mörg dæmi um það að fólk í opin­berum störfum hér í borg, mjög hæft fólk, hafi þurft að hætta eða fara í önnur störf vegna flutn­ings stofn­ana út á land. Það hefur ekki þótt neitt til­töku­mál að fara fram á að fólk rífi upp fjöl­skyldur sínar og flytji á stað sem það hefur kannski enga teng­ingu við. Nú er ekk­ert að því að stofn­anir séu starf­ræktar víðar en í höf­uð­staðnum og mörg dæmi eru um það ann­ars stað­ar, til að mynda í Þýska­landi, þar sem ýmsar lyk­il­stofn­anir eru ekki í höf­uð­borg­inni eins og til dæmis stjórn­laga­dóm­stóll­inn í Karls­ru­he. Mun­ur­inn er aðeins sá að þessum stofn­unum var komið á fót þar og ekki fluttar hreppa­flutn­ingum eftir á.

Auglýsing

Ríkið er sí og æ að stofna ein­hver app­aröt og gildir einu hver er við stjórn­völ­inn. (Það er reyndar oft­ast „báknið burt“ flokk­ur­inn sem er þar). Allt of sjaldan er hugsað til þess að þar sé tæki­færi til að stað­setja stofn­anir úti á landi. Það hefði verið tæki­færi að hafa Lands­rétt á Akur­eyri, ekki satt?

Sunda­braut

Annað mál sem snertir mig sem íbúa í Reykja­vík eru áform sam­göngu­ráð­herr­ans, Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, að byggja hrað­braut­ar­brú inn í hverfið þar sem ég bý, Laug­ar­dals­hverfi eins og það heitir núna. Sunda­braut er vissu­lega sam­göngu­bót sem margir bíða eft­ir, en það eru 13 ár síðan íbúar og borg­ar­stjórn öll (sem þá inni­hélt meira að segja full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins) sam­þykktu að hún kæmi í göngum til þess að lífs­gæðum íbú­anna yrði ekki spillt meira en þörf krefði með gíf­ur­legri bíla­um­ferð í gegnum hverf­ið. Ein­hverra hluta vegna virð­ist það vera eitur í beinum Vega­gerð­ar­innar og sam­göngu­ráð­herra og það á að knýja fram brú­ar­gerð hvað sem það kost­ar. Ann­ars staðar á land­inu er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að grafa göng og mikið gert af því. Það er hið besta mál, en hvers vegna má ekki grafa göng fyrir Reyk­vík­inga? Það yrðu einu göngin á land­inu sem myndu afskrif­ast til­tölu­lega fljótt eins og dæmið með Hval­fjarð­ar­göngum sann­ar. En, nei, það á að troða brú upp í kokið á íbúum hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

Með ofan­greint í huga finnst mér svarið við spurn­ing­unni hér efst vera: Ekk­ert. Og svarið við spurn­ingu Fram­sókn­ar­flokks­ins: Nei.

Höf­undur er pró­­­fessor í þýð­ing­­ar­fræð­i við Haskóla Ís­lands og kjósandi í Reykja­vík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar