Að þykja vænt um kennitöluna sína

„Ísland er klárlega sannkölluð ævintýraeyja, vissulega land tækifæra, þó ekki allra landsmanna, en því er auðveldlega hægt að breyta eins og loksins er kominn vilji til,“ skrifar Svavar Guðmundsson.

Auglýsing

Þessa dag­ana glitrar og dafnar brauð­mola­kenn­ingin sem aldrei fyrr þar til hún visnar og deyr þann 26. sept­em­ber næst­kom­andi, dag­inn eftir að kosn­inga­úr­slit liggja fyr­ir. Það liggur í orð­anna hljóðan hvað brauð­mola­kenn­ingin er og sá sem ekki skilur hana hefur aldrei séð hina gefa önd­unum brauð niðri við Tjörn, bara hent sínum mat­ar­af­göngum fram af svölum sínum þar sem hann nennti ekki að fara til fugl­anna og færa þeim brauð­ið. Auð­velt er að tengja þetta mynd­rænt við kosn­ingar nú, kjós­endur eru end­urnar í tjörn­inni og fram­bjóð­endur standa á tjarn­ar­bakk­anum og kasta í þær útrunnu brauði. Alfrek­ustu end­urnar fá kannski kleinu­bita þótt útrunn­inn sé einnig, góm­sætur engu að síð­ur.

Af hverju segi ég að brauðið sem kastað er í okkur kjós­-end­urnar sé útrunn­ið? Jú, þetta eru alltaf sömu kosn­inga­lof­orðin frá því fyrir síð­ustu og þar-þar-þar-­síð­ustu kosn­ing­ar, útrunna brauðið er sem sagt útrunnið kosn­inga­lof­orð sem er end­ur­tekið nú aftur og ítrek­að. Brauð­skorpu­hag­fræðin er fjög­urra ára nám, sem sagt eitt kjör­tíma­bil.

En hvað með „gæj­ann“ á svöl­unum sem hendir sínum mat­ar­af­göngum bara sísona fram af þeim upp á von og óvon að ein­hver komi að sækja það sem hann vill ekki sjálfur þurfa að „éta ofan í sig“? Í grá­glettni hæversk­unnar er hin hliðin á brauð­mola­hag­fræði­kenn­ing­unni sú að gæinn á svöl­unum situr nú á þingi og langt í næstu kosn­ing­ar. Og þó að hann sé ekki óstað­settur í hús þá veit hann að all­flestir kjós­end­ur, sem eru jú alvöru­end­ur, þora ekki að banka upp á hjá honum og biðja um þetta litla sem lofað var fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, og það er ekki verið að biðja um neitt álegg með, bara brauð­sneið­ina eina og sér. Gæinn á svöl­unum gæti allt eins líka verið nútíma sófa­þing­mað­ur­inn sem rífur kjaft allan dag­inn á Fés­bók, gagn­rýnir alla flokka í kringum sig og leggur sjaldan eða aldrei gott né gagn­legt til mál­anna. Svona sól­stofu­pípur eru því miður orðnar drag­bítar á kjör­fylgi síns eigin flokks.

Auglýsing

Yfir­borðs­kennt oflof

Þegar ein­hver lofar mig í hástert og það ítrekað finnst mér það óþægi­legt og mér líður líka eins og verið sé að gera grín að mér í leið­inni. Og af því að í mínu til­felli er akkúrat engin inni­stæða fyrir því þá kalla ég það hræsni, já, allt oflof er í mínum huga hræsni. Nú mætti með sanni segja að fram­bjóð­endur séu að springa úr ást á kjós­end­um, gætum kallað það „of­love“ þar sem öllu er lofað inn­an­búðar og umbúða­laust. Skatta­hækk­un, skatta­lækk­un, meira að segja ein­greiðsla af helm­ings­af­gangi úr rík­is­sjóði, milli­fært á hvert manns­barn ár hvert þann 17. júní .

Fyrir sauð­drukkna til­viljun rakst ég í gær á vel búst­inn fram­bjóð­anda fyrir framan Bæj­ar­ins bestu, með remúlaði á báðum skón­um, hráan lauk á nef­broddi og alla vasa kjaft­fulla af lof­orða­pés­um. Hann reyndi að gera sig skilj­an­legan við mig og ég sagði honum þá að vera ekki að tala með kjaft­fullan munn, enga svona þvælu ef þú ætlar að kom­ast áfram í póli­tík, sagði ég ein­beitt­ur. Hey, splæsir þú ekki á mig einni með öllu, spurði ég fram­bjóð­and­ann, og gos með? Jú, ekki mál­ið, sagði hann aft­ur, kink­aði kolli því að aftur gat hann ekki talað um leið og hann þurrk­aði sér í framan með einum lof­orða­pé­s­an­um. Ég þakk­aði honum fyrir sníkj­una í mér og kvaddi hann. Svona rausn­ar­skapur hefði aldrei gerst á miðju kjör­tíma­bili, no way, José, bara í kosn­inga­að­drag­anda.

Spöl­korn frá sá ég síðan ráð­herra læða tugum þús­unda í vasa öryrkja sem hann hafði keyrt niður á raf­hjól­inu sínu, svo hann færi ekki með atvikið inn í ein­hvern öfga­hóp. Heyrði ég á frekara tal þeirra og þegar kom í ljós að öryrk­inn var líka eldri borg­ari, þá tvö­fald­aði ráð­herra upp­hæð­ina, að mér virt­ist. Eldri­ör­yrkja­borg­ar­inn þakk­aði ráð­herr­anum rausn­ar­skap­inn og þeir slógu í „fimmu“ og hann klykkti út með að hann myndi kaupa sér kerf­is­seðil í lottó­inu fyrir helm­ing­inn af hans höfð­ings­skap.

Hringrás­ar­hag­kerfið tíð­rædda, sem er orðið hið fín­asta orð í skort­hag­fræði stjórn­mál­anna, er hvergi eins skýrt og í lottó­spilun lands­manna, þar sem fátæk­asta vonin býr. Ástæðan er ofurein­föld, öryrkjar og flestir eldri borg­arar eru stærstu lottó­spil­arar lands­ins og stærsti þiggj­andi úr lottópott­inum er sjálft Öryrkja­banda­lag­ið. Því mætti segja með sanni að þarna hitti vonin ömmu sína.

Sam­mála í að vera ósátt

Hvernig hef ég eig­in­lega áunnið mér þau for­rétt­indi að fá að fæð­ast sem Íslend­ing­ur? spyr ég mig stundum og átta mig nú á að ég mætti spyrja mig þess æ oft­ar. Ég er ekki Instagram krútt­sprengja en ég er afsprengi allra for­feðra minna í sam­setn­ingu mann­eskj­unnar sem ég er. Og það stefnir í spreng­ingu flokka sem ætla sér að ná í þægi­legt vel­launað þing­sæti, búmm, bara sísona. Já, offram­boð á stjórn­mála­flokkum er ávísun á stjórn­leysi, ekki síst á stjórn­ar­krepp­ur.

Ísland er klár­lega sann­kölluð ævin­týra­eyja, vissu­lega land tæki­færa, þó ekki allra lands­manna, en því er auð­veld­lega hægt að breyta eins og loks­ins er kom­inn vilji til. Nú er tæki­færið að standa við öll lof­orðin og skortur á yfir­sýn kemur engum að gagni þegar vísa á réttu leið­ina til far­sældar og koma skatta­hækk­anir og upp­brot fyr­ir­tækja þjóð­ar­skút­unni síst til hafs úr höfn. Um næstu helgi eru kosn­ingar og ef þið sjáið remúlað­islettur á gylltum spari­skóm fyrir utan Vín­búð­ina í Kringl­unni þá er það „stór“ vinur minn, biðjið hann bara um hvað sem er, því það er ekki víst að það verði hægt í næstu viku.

Eftir að hafa hlustað á helstu fram­bjóð­endur und­an­farið og séð slag­orðin og upp­hróp­anir þeirra mætti halda og skilja að allt væri hér á ystu brún vesæld­ar, von­leysis og almenns pirr­ings þar sem hálf þjóðin færi hvern dag fram úr á krepptum hnef­anum þrátt fyrir stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Af athygli hef ég hlustað á flesta fram­bjóð­endur og ljóst er að mál­efnin eru mörg og um leið full­ljóst að flokkar til fram­boðs til Alþingis eru allt, allt of marg­ir. Þar liggur hin stærsta mein­semd skyn­sem­inn­ar. Það þarf eng­inn að segja okkur að það séu 10 ólíkar skoð­anir á flestum mik­il­væg­ustu mála­flokk­un­um. Svo er ekki. Marga af þessum flokkum væri hægð­ar­leikur að sam­eina, svo keim­lík er dag­skrár­gerð þeirra í flestum mál­um. Hægt væri að sam­eina fimm flokka í einn. Þrátt fyrir að hægt væri að sam­eina þessa fimm flokka í einn er ekki nokkur leið að for­menn þeirra gætu komið sér saman um hvernig veðrið er þá stund­ina þó þeir stæðu öll undir sömu regn­hlíf­inni sam­tím­is, þjóðin þarfn­ast ekki slíkrar regn­hlíf­arpóli­tík­ur. Ísland þarf ekki að vera rautt nema á gervi­tungla­mynd­um.

Að rugga sjó­hraustum bát

Kosn­inga­bar­átt­unni nú mætti líkja við hina full­komnu brauð­molapóli­tík og hversu auð­velt er að stíga fram á fjög­urra ára fresti eða sem nýr Sós­í­alisti og birt­ast sem yfir­borðs­kenndur töfra­maður með sprota sem maður veldur ekki. Mér finnst núver­andi rík­is­stjórn hafa staðið sig heilt yfir vel þótt alltaf megi gera bet­ur, en eng­inn borðar tvær mál­tíðir í einu. Und­an­farið höfum við heyrt ofsa­fengnar upp­hróp­anir um öfgar, fyr­ir­huguð skemmd­ar­verk á fyr­ir­tækjum og annað alls­konar upp­hlaup og kjaftæði, full­komið óraun­sæi sem lit­ast fyrst og fremst af beiskju og bit­urð fremur en nokkru sem gæti kall­ast póli­tík.

Að kjósa ofsa­fengnar öfgar og annað full­komið óraun­sæi mætti líkja við það að ýta mann­lausum bát úr vör, hann er fyrir vikið alger­lega stjórn­laus og rekur hratt á fjör­ur. Það sést best á fjölda flokka í fram­boði hvað margir vilja vera á fyrsta far­rými á skemmti­ferða­skip­inu sem aldrei lætur úr höfn því sífellt er verið að bæta við káetum og fjölga þil­för­um. Þetta bryggju­fastasta skemmti­ferða­skip gæti heitið Báknið og til þess að það kom­ist ein­hvern tím­ann til hafs þarf að fækka um borð því það er allt of þungt, auk þess eru far­þega­tak­mark­anir um borð í öllum nutíma far­þega­skip­um.

Til að ljúka þessu þá getum við verið sam­mála um margt og allt er hægt að laga og ein­falda, það þarf ekki mörg ólík kosn­inga­próf til þess. Og í einu mesta vel­ferð­ar­ríki á byggðu bóli á heil­brigð­is­kerfi þess aldrei að vera kosn­inga­mál, það er barna­skapur og sein­þroska­merki. Það þarf að stokka upp í því smá­kónga­kerfi sem heil­brigð­is­kerfið er, læknar eiga að lækna og láta annað eiga sig, þá verður kannski hætt að ríf­ast um þessa tvo millj­arða sem hefur „vant­að“ í kerfið svo árum skipt­ir. Og nú er for­gangur að ljúka einu lang­lífasta og þras­gjarn­asta máli þjóð­ar­inn­ar, sem er núver­andi kerfi um stöðu eldri borg­ara og öryrkja þar sem allir tapa og það er ekki síður heil­brigð­is­vanda­mál, því það er þjóð­ar­mein.

Sköpum störf, án nýrra starfa fækkar vinn­andi hönd­um, minnkum gráðu­væð­ingu þjóð­ar­inn­ar, við þurfum ekki alla þessa menntun ef við fjölgum ekki störf­um. Og ef við snúum ekki af þeirri braut verður hver sál­fræð­ingur orð­inn ígildi heim­il­is­lækn­is, hver fjöl­skylda verður þá komin með sinn sam­eig­in­lega heim­il­is­sál­fræð­ing. Ekki vildi ég vera með sama sál­fræð­ing og systir mín, því fylgir engin blessun því við segjum hvort öðru allt sem skiptir ekki máli. Við skulum einnig hafa það hug­fast að við getum stór­lega þakkað öllum þeim fjölda útlend­inga sem hér starfa fyrir hluta af þeirri hag­þróun sem hefur verið hér und­an­farin ár

Já, mál­efnin eru mörg en það eru ekki 10 ólíkar ástæður til þess að ríf­ast um þau. Og ef eitt­hvað er þá skemmir þessi fjöldi fyrir heild­ar­hags­munum þjóð­ar­innar þar sem áhugi á að mæta á kjör­stað fer minnk­andi sökum rugl­ings­legs raun­sæ­is, rang­færslna og oftúlk­ana. Kjós­endur eru ekki bján­ar, þeir eru hipp og kúl og ef þessi fjölda­flokka­vit­leysa hættir ekki, þá þarf senni­lega að hafa for­kosn­ingar um hversu margir flokkar megi bjóða fram og svo að kjósa um þá sem kosið var um. Vit­leysan má ekki ítrekað verða ofan á.

Þegar lista­bók­stafir stjórn­mála­flokka lít­illar örþjóðar eru orðnir 1/3 af staf­rófi hennar má auð­veld­lega álykta að ein­hver ætli sér að kom­ast sem laumu­far­þegi um borð í þjóð­ar­skút­una í stað þess að ýta henni til hafs úr höfn.

Kennitala þín er mik­il­væg á kjör­dag, mættu með hana upp á vas­ann og mundu tveggja metra regl­una við ágenga fram­bjóð­end­ur.

Höf­undur er fjöl­yrki og stjórn­ar­maður í Hlut­leys­is­flokkn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar