Kosningar, ekki spilavíti, takk!

Jean-Rémi Chareyre skrifar um kosningakerfið í aðsendri grein en það er að hans mati bilað og stendur í vegi fyrir því að sumir kjósendur geti kosið samkvæmt sannfæringu sinni.

Auglýsing

Ég vildi að ég gæti hvatt fólk til að kjósa eftir sann­fær­ingu sinni á laug­ar­dag­inn. Við eigum jú að velja þá stefnu sem við finnum sam­hljóm með og taka undir hana með atkvæði okk­ar. En því miður er það ekki svo ein­falt. Við erum komin í þá stöðu að stefna flokka fyrir kosn­ingar er orðin ein­hver sýnd­ar­veru­leiki sem er nán­ast úr öllum tengslum við raun­veru­leik­ann eftir kosn­ing­ar. Og þá er ég ekki að vísa í óheið­ar­lega stjórn­mála­menn sem lofa upp í erm­ina á sér, þó þeir séu vissu­lega til. Það er kerfið sem er óheið­ar­legt.

Ég er að tala um kosn­inga­kerfið okk­ar, sem er að bregð­ast okk­ur. Kerfið er bil­að, og hér er bil­ana­grein­ingin á því:

1- Fjölgun flokka á síð­ustu árum hefur mikið verið rædd. Sumir vilja meina að meira úrval sé af hinu góða. Það eru þó tak­mörk fyrir því. Í þessu landi eru um það bil 300.000 mis­mun­andi skoð­an­ir, en sem betur fer eru ekki jafn margir flokk­ar. Hlut­verk flokka­kerf­is­ins er meðal ann­ars að ein­falda valið sem kjós­endur standa frammi fyr­ir. Þegar stefnu­skrár eru margar og fram­bjóð­endur enn fleiri er hætt við að sumir kjós­endur nenni ein­fald­lega ekki að setja sig inn í mál­in. Það hafa nefni­lega ekki allir brenn­andi áhuga á stjórn­mál­um, sem er bara hið besta mál. Við þurfum helst fáa, en skýra og ólíka kosti, en fáum einmitt hið gagn­stæða: marga, óskýra og að mörgu leyti sam­bæri­lega kosti. Við erum ekki bara beðin um að velja á milli 10 mis­mun­andi flokka, heldur á milli 50 mis­mun­andi stjórn­ar­mynstra með 50 mis­mun­andi stefnu­skrám sem eng­inn veit hvernig líta út. Það mætti alveg eins koma með tvo ten­inga í kjör­klef­ann og kjósa eftir þeim. Sem betur fer hafa nokkrir flokkar úti­lokað sam­starf við suma aðra flokka, og þannig hefur mögu­leikum fækk­að. Þeir eru samt margir eft­ir.

2- Fjölgun flokka verður líka til þess að fleiri þeirra eiga á hættu að ná ekki 5% lág­marki sem er nauð­syn­legt til að kom­ast inn á þing. Það gæti hæg­lega gerst til dæmis að tveir flokkar fengju hvor 4,5% fylgi, sem þýðir að atkvæði hjá 9% kjós­enda myndu falla dauð. Þessir kjós­endur þurfa nú að fara í ein­hverja flókna útreikn­inga til að átta sig á því hvort það borgi sig frekar að kjósa flokk­inn sem þeir telji vera besta kost­inn, eða þann næst­besta, eða jafn­vel þann þriðja besta. Ekki einu sinni gam­al­reyndir stjórn­mála­skýrendur geta skorið úr um það.

Auglýsing

3- Eitt mik­il­væg­asta hlut­verk kosn­inga er að veita sitj­andi rík­is­stjórn aðhald, sem felst meðal ann­ars í því að dæma um hvort hún hafi staðið við lof­orðin sem hún setti fram í stefnu­skrá sinni. En þegar margir flokkar eru í stjórn sam­tímis er óhjá­kvæmi­legt að stór hluti lof­orð­anna fari í vaskinn. Þá er ill­mögu­legt að meta frammi­stöðu flokk­anna hvað það varð­ar. Kjós­and­inn getur ekki sinnt aðhaldi ef hann stendur í myrkr­inu. Um leið hvetur þetta kerfi til lof­orða­verð­bólgu þar sem flokk­arnir vita að þeir verða hvort sem er aldrei í meiri­hluta, og þar með aldrei í stöðu til að hrinda stefnu­skrá sinni í fram­kvæmd óbreyttri.

4- Og þá erum við komin að kjarna máls­ins sem er þessi: lýð­ræði snýst ekki bara um kosn­ing­ar, það snýst um gagn­sæi. Til þess að gagn­sæi sé til staðar þurfa mála­miðl­anir að eiga sér stað fyrir kosn­ingar í gegnum flokks­starf­ið, því þannig geta allir sem það vilja tekið þátt í þeim, fylgst með og reynt að hafa áhrif á stefnu­mótun flokks­ins. Fjöl­miðlar geta sagt frá mála­miðl­unum og túlkað þær. En nú fer sífellt stærri hluti þess­ara mála­miðl­ana fram eftir kosn­ing­ar, á milli örfárra manna í reyk­fylltum bak­her­bergj­um, og eng­inn veit neitt. Sem dæmi má nefna að nú 4 árum eftir síð­ustu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eru stjórn­mála­menn enn að tala um að það hafi „slitnað upp úr“ við­ræðum flokka frá miðju til vinstri eftir síð­ustu kosn­ing­ar. Á hvaða mál­efni strönd­uðu við­ræð­urn­ar? Hver var það var sem dró lapp­irn­ar? Hver ákvað að það skyldi hætta við samn­inga? Hvað gerð­ist? Eng­inn veit nema örfá­ir, og þeir neita að segja frá því. Það er nákvæm­lega ekk­ert gegn­sætt eða lýð­ræð­is­legt við slíkar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur, en samt er nið­ur­staða þess­ara við­ræðna hin raun­veru­lega stefnu­skrá flokk­ana. Hinar eru til skrauts.

Við hljótum að geta fundið leiðir til að bæta þetta kerfi þannig að það lík­ist meira lýð­ræði og minna lott­erí. Blokka­myndun er ein leið og flokkar ættu að hug­leiða það alvar­lega fyrir næstu kosn­ingar að fara í miklu nán­ara sam­starf sín á milli, sam­ein­ast um fáar en öruggar umbætur og bjóða þannig kjós­endum upp á skýra val­kosti. Ef flokk­arnir eru ekki færir um þetta er ef til vill engin önnur lausn en að hækka þrösk­uld­inn til að kom­ast inn á þing og þvinga þá þannig til sam­ein­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar