Enga meiri eftirgjöf í fjármögnun heilbrigðismála í næstu ríkisstjórn

Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar um hjúkrunarheimili og fjármögnun þeirra í aðsendri grein.

Auglýsing

Eft­ir­gjöf Sjálf­stæð­is­flokks­ins í garð fjár­mögn­unar heil­brigð­is­kerf­is­ins lætur reglu­lega á sér kræla. Á mið­viku­dag var mér sagt upp sem starfs­manni einka­rek­ins hjúkr­un­ar­heim­il­is, þar sem ég hef sinnt starfi mínu af ein­stakri alúð og áhuga und­an­farna 2 mán­uði eftir langvar­andi atvinnu­leysi. Ég sakast ekki við hjúkr­un­ar­fræð­ing­ana tvo sem starfa sem deild­ar­stjórar á minni deild og fengu mig á fund á mið­viku­dag, þeir fá skip­anir að ofan og vildu jafn­framt gefa mér með­mæli fyrir starfi á Land­spít­al­anum á kom­andi vetri. Ég er þakk­látur fyrir slíkt fram­tak. En ég sé á eftir heim­il­is­fólk­inu sem ég hef sinnt aðhlynn­ingu og fengið til að brosa og líða vel síðan ég hóf störf. Það hefur reitt sig á mig í tvo mán­uði en nú verð ég frá að hverfa, gegn mínum vilja. Það er ekk­ert víst í því heldur að öruggt sé að ég fái starf á Land­spít­al­an­um.

Síðan ég hóf störf á hjúkr­un­ar­heim­il­inu hef ég orðið var við að starfs­fólkið er leitt á skerð­ing­unum á þjón­ustu hjúkr­un­ar­heim­ila og í eitt skipti var til dæmis sagt í gríni að verið væri að spara í mjólk­urinn­kaupum þegar mat­ar­inn­kaup mistók­ust. Hér þarf að auka umræðu í sam­fé­lag­inu um þjón­ustu hjúkr­un­ar­heim­ila og gera kröfu um að byrjað verði að setja hags­muni heim­il­is­fólks og starfs­fólks í for­gang ofar henti­semi örfárra stjórn­enda í rekstri og rík­is­stjórnar Íslands. Slíkt væri t.d. hægt að fram­kvæma með því að breyta lögum og reglum í rekstri hjúkr­un­ar­heim­ila þannig að heim­il­is­fólk og starfs­fólk þurfi að vera með í ráðum varð­andi rekstur heim­il­anna sem það á heima á eða vinnur á. Það þætti mér bara mjög eðli­leg og rétt breyt­ing. Við þurfum að hefja sam­talið um þetta.

Það kom mér þó ekk­ert sér­lega á óvart að fá um brott­rekstur minn að vita á mið­viku­dag því áður en ég réð mig inn á hjúkr­un­ar­heim­ilið í sumar hafði ég verið að skoða mál­efni einka­rek­inna hjúkr­un­ar­heim­ila á Íslandi og eft­ir­gjöf rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fjár­mögnun heil­brigð­is­mála, í gegnum stjórn­mála­þátt­töku mína und­an­farin ár. Ég setti mig meðal ann­ars í sam­band við bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­innar á Akur­eyri í vor vegna fjölda­upp­sagna einka­rek­ins hjúkr­un­ar­heim­ilis þar á þessu ári þar sem tugir starfs­fólks misstu vinnu sína vegna skerð­ing­ar­stefnu fjár­mála­ráðu­neytis Sjálf­stæð­is­flokks­ins á þessu kjör­tíma­bili þings­ins í garð heil­brigð­is­mála, stefnu sem hefur haft stór og nei­kvæð áhrif á fjár­mál sveit­ar­fé­laga lands­ins. Ég bjóst fast­lega við því að það að ráða mig á einka­rekið hjúkr­un­ar­heim­ili myndi þýða núll starfs­ör­yggi, ekk­ert lýð­ræði á vinnu­stað og að mér gæti verið sparkað hvenær sem er, líkt og starfs­fólk á einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­inu Hlíð á Akur­eyri fékk að kynn­ast í vor þegar því var sagt upp í massa­vís, líka hinum fast­ráðnu og reynslu­hoknu þar. Þjón­usta hjúkr­un­ar­heim­il­anna fer því hrak­andi undir fjár­mála­stjórn og einka­væð­ingu núver­andi rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Annað sem fær á mig í þessu er að ég þekki það feiki­vel að búa á stofn­un, ólst sjálfur upp á slíkri og þekki einnig hvernig eft­ir­gjöf í fjár­mögnun þjón­ustu sem varðar barna­vernd eða heil­brigð­is­þjón­ustu, þegar ein­stak­lingur býr á stofnun og reiðir sig á þjón­ustu, hefur skað­leg áhrif á íbúa stofn­an­anna. Einmitt vegna reynslu minnar af slíkum fjár­mögn­un­ar­skorti yfir­valda í barna­vernd­ar­kerf­inu í æsku hef ég í mörg ár barist fyrir því að fá sjálfur sann­girn­is­bætur og breyta lögum um sann­girn­is­bætur vegna þess skaða sem ég varð fyrir sem barn vegna kröfu yfir­valda Reykja­vík­ur­borgar þá um aðhald í rekstri á fóst­ur­heim­ilum í Reykja­vík. Vegna reynslu minnar í þessum efnum hóf ég þátt­töku í stjórn­mál­um, en stjórn­málum hafði ég ann­ars lít­inn áhuga á. Áhugi stjórn­valda á rétt­indum fólks í þessum efnum er eng­inn, stór­aukin aðkoma og vald­efl­ing fólks­ins þarf að verða til til þess að mót­mæla þeim skemmd­ar­verkum sem hönn­uðir kerf­is­ins úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, flokknum sem hefur farið með stjórn rík­is­fjár­mála í 26 ár af síð­ustu 30, bera ábyrgð á.

Ég tók strax þá ákvörðun á mið­viku­dag að greina sam­starfs­fólki mínu og sér­stak­lega heim­il­is­fólki frá því að ég hefði verið rek­inn. Því að ég veit af eigin reynslu hvað það er að vera upp á ein­hvern um þjón­ustu kom­inn, leggja traust í garð vissra aðila og vera skil­inn eftir til að vita ekki um stöðu mála vegna henti­semi ann­arra. Þannig var mín reynsla á fóst­ur­heim­ili í Reykja­vík sem ég ólst upp á sem barn og hef alla tíð síðan mót­mælt, í fjöl­miðlum og í gegnum stjórn­mál. Þess vegna get ég ekki með nokkru móti haldið þessu leyndu frá fólk­inu sem ég starfa með eða sinni umönn­un. Og við­brögðin við þessum fréttum voru sann­ar­lega og skilj­an­lega ekki góð hjá þeim heim­il­is­mönnum sem ég ræddi við. Við sem notum þjón­ustu á ein­hvern hátt erum nefni­lega undir henti­semi ann­arra kom­in, fáum ekk­ert um málin að segja og það er vanda­mál, því stundum verðum við óheppin og verðum oft undir ýmsu þess vegna. Þessu mætti breyta með því að haga reglum og lögum þannig að heim­il­is­fólk og starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila verði að fá að taka beinan þátt í ákvörð­unum um rekstur þeirra.

Ég mun aldrei sætta mig við svona fram­komu þeirra sem fara með stjórn rík­is­fjár­mála eða einka­rek­inna fyr­ir­tækja í hjúkr­un­ar­rekstri og gera kröfur um sparnað á kostnað þjón­ustu sem við reiðum okkur á. Skömm sé þeim sem stjórna þessum málum á Íslandi í dag og í guð­anna bænum kjósið ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Enga meiri eft­ir­gjöf í fjár­mögnun heil­brigð­is­þjón­ustu lands­manna í næstu rík­is­stjórn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar