Vanda til verka þegar aðstoð er veitt

Eldri kona leitaði svara um hvað fælist í því að fá heimilisþrif hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og segir hér frá niðurstöðum könnunar sinnar, í aðsendri grein.

Auglýsing

Kæru fram­bjóð­endur til alþing­is­kosn­inga 25. sept­em­ber næst­kom­andi.

Allir stjórn­mála­flokkar tala lof­sam­lega um hvað þarf að gera fyrir okkur eldra fólk svo við getum búið sem lengst heima.

Er það ánægju­legt að hlusta á þær umræð­ur, en oft vekur það furðu mína hvað fólk, sem fjallar um þessi mál­efni er lítið inn í þessum mála­flokk­um.

Ég gerði könnun á hvað fælist í að fá heim­il­is­þrif og ætla því að fjalla um þann mála­flokk í þess­ari grein minni.

Reykja­vík­ur­borg

Hringdi ég í þá sem eru yfir flokknum heim­il­is­þrif, þ.e. í eft­ir­talda þjón­ustu­kjarna hjá Reykja­vík­ur­borg; Efri byggð, Mið­byggð og Vest­ur­byggð. Fyrir svörum voru þær, Anna Lilja Sig­urð­ar­dóttir í Efri byggð, Björk í Mið­byggð og Guð­rún Jóna í Vest­ur­byggð.

Hjá þessum þjón­ustu­kjörnum fékk ég eft­ir­talin svör við spurn­ingum mín­um, sem voru sam­hljóða og eru þau aðeins rakin hér.

 1. Spurn­ing mín: Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn um heim­il­is­þrif?
 2. Svar: Lækn­is­vott­orð.
 3. Spurn­ing mín: Þegar umsókn hefur borist ásamt lækn­is­vott­orði, hvert er þá næsta þrep í ferl­inu?
 4. Svar: Deild­ar­fundur þar sem Teym­is­stjórar Reykja­víkur þ.e. Efri byggð­ar, Mið­byggðar og Vest­ur­byggðar fara yfir gögn, síðan kemur Teym­is­stjóri í heim­sókn og tekur út hús­næð­ið, hjá þeim sem óskar eftir umræddri þjón­ustu. Ef sá sem biður um þjón­ust­una á maka, er einnig athugað hvað mak­inn getur gert til að létta undir heim­il­is­þrif­um.
 5. Spurn­ing mín: Hvað felst í heim­il­is­þrif­um?
 6. Svar: Almennt, þrif á gólfum og bað­her­bergi.
 7. Spurn­ing mín: En hvað um að þurrka af hús­gögnum og skipta á rúm­föt­um?
 8. Svar: Það er hægt að biðja um það sér­stak­lega.
 9. Spurn­ing mín: Hvað tekur langan tíma, frá að umsókn berst þar til þjón­usta er veitt?
 10. Svar: Sjö til tíu dagar almennt, gæti farið upp í þrjá­tíu daga.
 11. Spurn­ing mín: Er skortur á starfs­fólki í heim­il­is­þrif?
 12. Svar: Það kemur fyr­ir, þó helst þegar sum­ar­frí eru.
 13. Spurn­ing mín: Er hægt að sækja um nið­ur­fell­ingu á gjald­skrá, ef við­kom­andi þjón­ustu­neyt­endur eru ein­göngu með laun frá Trygg­inga­stofn­un?
 14. Svar: Það er tekið til athug­un­ar.
 15. Spurn­ing mín: Hver gefur út gjald­skrána?
 16. Svar: Ekki viss, en ætli það sé ekki Reykja­vík­ur­borg.

Kópa­vogs­bær

Síðan hringdi ég í Kópa­vogsbæ og lagði fyrir þjón­ustu­stjóra þar í bæ eft­ir­far­andi spurn­ing­ar. Sú sem svar­aði spurn­ingum mínum hjá Kópa­vogsbæ heitir Katrín Knud­sen.

 1. Spurn­ing mín: Hvert er fyrsta skref þess sem óskar eftir heim­il­is­þrif­um?
 2. Svar: Leggja inn umsókn sem hægt er að gera raf­rænt, einnig þarf að leggja inn lækn­is­vott­orð og upp­lýs­ingar um tekj­ur, sjá skatta­fram­tal.
 3. Spurn­ing mín: Hvers vegna þarf að leggja fram skatta­fram­tal?
 4. Svar: Það fer eftir tekjum hvað greitt er per: klst.
 5. Spurn­ing mín: Hvernig hljóðar gjald­skrá ykk­ar?
 6. Svar: Ein­stak­lingur sem er með mán­að­ar­tekjur kr. 337.700 – eða lægri tekj­ur, getur sótt um að fá þjón­ust­una frítt.
 7. Spurn­ing mín: En ef það eru hjón?
 8. Svar: Hjón sem eru með sam­an­lagðar mán­að­ar­tekjur kr. 548.863 – eða lægri mán­aðar tekj­ur, geta sótt um að fá þjón­ust­una frítt. Hjón með hærri mán­að­ar­tekj­ur, en samt lægri en kr. 658.635 – greiða kr. 541 – per: klst. En ef sam­an­lagðar mán­að­ar­tekjur hjóna eru hærri, greiða þau kr.1.092 – per klst.

Þegar ég spurði hvað tæki langan tíma frá að útfyllt umsókn bær­ist, þar til þjón­usta væri veitt, tók það 4-6 vik­ur. Umsókn færi í ferli og Teym­is­stjóri kæmi í heim­sókn og tæki út þörf og ef um hjón væri að ræða, væri ath. hvað maki gæti tekið að sér til að létta undir í þrif­um. Þegar ég spurði hvað fælist í heim­il­is­þrif­um, var það þrif á gólfum og bað­her­bergi, nema beðið væri um meiri þrif, en það væri þá oft­ast að þurrka af og skipta um rúm­föt.

Hafn­ar­fjarð­ar­bær

Her­dís Hjör­leifs­dóttir svar­aði spurn­ingum mínum fyrir Hafn­ar­fjarð­ar­bæ.

Spurn­ingar mínar voru sam­hljóða þeim spurn­ing­um, sem ég leit­aði svara við í fram­an­töldum þjón­ustu­kjörn­um. Þó var ekki minnst á það að metið væri hvað maki, ef hann væri til stað­ar, gæti gert til að létta undir þrif­in.

Bætti þó við nokkrum spurn­ing­um, þar sem Her­dís var ljúf og jákvæð við að svara spurn­ingum mín­um. Hún svar­aði mér að hjá Hafna­fjarða­bæ, leit­að­ist alltaf við að mæta öllum þörfum þess sem á heim­il­is­hjálp þyrfti að halda, t.d. væri hægt að óska eftir að fá dag­lega aðstoð við að þvo upp leir­tau, eða setja í upp­þvotta­vél.

Auglýsing

Við spurn­ingu minni, hvað tæki langan tíma frá umsókn þar til umbeðin þjón­usta væri veitt, var svar hennar sjö til tíu dag­ar.

Einnig að gjald­skrá væri tekju­tengd.

Mos­fells­bær

Ég hringdi í Mos­fells­bæ, Sig­ur­laug Hrafn­kels­dóttir gaf mér eft­ir­far­andi svör við spurn­ingum mín­um, sem voru sömu og áður hafa komið fram.

Lækn­is­vott­orð og útfyllt umsókn þarf að ber­ast, hægt að útfylla raf­rænt. Fjöl­skyldu­svið fer yfir gögnin á fundi, síðan er hringt í umsækj­and­ann og fund­inn tími sem hent­ar, til að full­trúi frá Fjöl­skyldu­sviði geti komið heim til umsækj­anda og metið hvaða þrif skuli veita. Þjón­ustan hefst eftir þrjá­tíu daga, en getur þó tekið lengri tíma, fer eftir hvað margir eru á biðlista. Fyrst er samn­ingur gerður í sex mán­uði, að þeim tíma liðnum er samn­ingur end­ur­skoð­aður og umsækj­andi þarf þá að end­ur­nýja umsókn. Heim­il­is­þrif eru að öllu jöfnu veitt í tvær klst. á hálfs mán­aðar fresti.

Heim­il­is­þrif inni­halda: Öll gólf innan íbúðar þrif­in, bað­her­bergi þrif­ið, rusl fjar­lægt, ryk þurrk­að, skipt á rúm­fötum og óhrein rúm­föt sett í þvotta­vél. Reynt að mæta þörfum umsækj­anda eftir fremsta megni. Ef maki er til staðar þarf hann ekki að taka þátt í þrif­um, nema hann óski þess. Greiðsla fyrir heim­il­is­þrif er ekki tekju­tengd í Mos­fells­bæ, er kr. 794.- per: klukku­stund.

Sel­tjarn­ar­nes­bær

Ég ákvað að hringja í Sel­tjarn­ar­nesbæ og fá svar við sömu spurn­ingum og eru hér framar í þess­ari grein. Anna Kristín Guð­mars­dóttir deild­ar­stjóri, svar­aði spurn­ingum mínum af mik­illi alúð.

Gjald­skrá þeirra er launa og afkomu­tengd. Öll almenn þrif á heim­ilum eru veitt í gegnum heim­il­is­þrif. Brugð­ist við strax eftir þörf þeirra, sem þurfa á heim­il­is­þrifum að halda hverju sinni. Ekki skortur á starfs­fólki, allir tala og skilja Íslensku sem vinna við heim­il­is­þrif hjá Sel­tjarna­nes­bæ. Sjaldan manna­skipti í stétt­inni, en ef nýr aðili kemur inn þá fer vanur starfs­maður með honum í eina viku til að koma honum inn í starf­ið.

Þvegin eru gólf, þurrkað af hús­gögn­um, mynd­um, skipt á rúm­föt­um, sett í þvotta­vél, þvegin mat­ar­í­lát eða sett í upp­þvotta­vél, glugga­tjöld tekin niður ef þarf og farið með í þvotta­hús og sótt. Fyrir jól er aukin þjón­usta, hjálpað við allt sem hægt er eins og vera ber á hverju heim­ili. Starfs­menn eru vak­andi yfir hvað betur megi fara og láta deilda­stjóra vita, sem bregst þá við og bætir úr.

Þegar ég spurði hvort væri ætl­ast til að maki tæki þátt í heim­il­is­þrif­um, svar­aði Anna mér að ef maki vildi halda færni sinni við á því sviði, væri það hans frjálsa val, en ef hann vildi t.d. fara í sturtu eða skreppa út meðan starfs­mað­ur­inn væri á staðnum gerði maki það. Maki er frjáls ein­stak­lingur sem nýtir tíma sinn eins og hann kýs að gera, meðan starfs­maður heim­il­is­þrifa er á staðn­um.

Þakka ég öllum svar­endum mínum áður­nefnd­um, fyrir svör þeirra, allir svör­uðu af kurt­eisi, að einum und­an­skild­um, sem sagð­ist ekki þurfa að gefa mér svör við þessum spurn­ing­um.

Hvernig líkar not­endum þjón­ust­an?

Þegar þessi svör lágu fyr­ir, spurði ég nokkra ein­stak­linga sem ég er mál­kunnug og hitti nokkuð reglu­lega í minni félags­mið­stöð, hvort þeir væru með heim­il­is­að­stoð og hvernig þeim lík­aði þrif­in?

Svörin voru mis­jöfn eins og við var að búast, sumir bara nokkuð sáttir en aðrir ekki.

Ein kona komin yfir nírætt, sagði mér að það væri karl­maður sem kæmi til þeirra hjóna og allt í lagi, nema hann tal­aði og skildi Íslensku mjög tak­markað og væri auð­sjá­an­lega ekki vanur svona störf­um. Hún væri ávallt búin að taka baðmott­una af gólf­inu þegar hann mætti, en einu sinni hefði hún þó gleymt því og hann strauk þá bara af gólf­inu í kringum mott­una. Önnur kona sagði mér að þegar hún var fót­brotin og gat ekki farið út með ruslið, bað hún heim­il­is­að­stoð sína að taka ruslið og fara með það í ruslagám­inn við hús­ið, en svarið sem hún fékk var að það væri ekki í hennar verk­lýs­ingu að fara út með rusl.

Þriðja konan sem ég ræddi við sagði að eitt sinn hefði ein gard­ína runnið að hluta af gard­ínu­braut­inni hjá sér. Hún væri ekki með gott jafn­vægi og býr ein og hefði því beðið eftir að heim­il­is­hjálpin mætti ef hún gæti hjálpað sér við að koma gard­ín­unni upp. Heim­il­is­hjálpin sagð­ist ekki geta hjálpað nema að styðja við tröpp­una meðan konan setti sjálf upp gard­ín­una. (Spurn­ing hvort ekki sé trygg­ing fyrir heim­il­is­hjálp, ef slys bæri að höndum við þessar aðstæð­ur.)

Eru þetta góð þrif, eða hvað? Það er ekki nóg að senda ein­hvern í þrif­in, sá hinn sami þarf að vera verki sínu vax­inn. Ef eldra fólk á að búa lengur heima, skal vanda til verka þegar aðstoð er veitt.

Kæru fram­bjóð­endur til alþing­is­kosn­inga 25. sept­em­ber næst­kom­andi, von­andi lesið þið þessa grein og skoðið hvað er hægt að bæta t.d. í heim­il­is­þrifum ykkar kjós­anda.

Ég hef reynt að fylgj­ast með umræðum ykkar um að eldra fólki sé gert kleift að búa sem lengst heima, en aðeins séð einn af núver­andi flokkum á Alþingi þar sem verkin hafa tal­að.

Þakka ég Flokki Fólks­ins fyrir að hafa komið í gegn tveimur veiga­miklum mál­efn­um, sem snertir allt eldra fólk.:

 1. Í júlí 2019 vann flokkur fólks­ins dóms­mál fyrir hönd eldra fólks, þar sem Lands­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu að ríkið hefði brotið gegn eldra fólki með að skerða greiðslur með aft­ur­virkri og íþyngj­andi lög­gjöf.
 2. Á síð­asta þing­fundi kjör­tíma­bils­ins (2021) var til­laga Flokk Fólks­ins um að stofna emb­ætti hags­muna­full­trúa aldr­aða sam­þykkt og á að koma til fram­kvæmda á næsta þingi.

Bind ég sem eldri kona, miklar vænt­ingar við emb­ætti hags­muna­full­trúa.

Vona að það verði fljótt og giftu­sam­lega afgreitt frá Alþingi á næsta ári.

Höf­undur er eldri kona sem situr í 11. sæti á fram­boðs­lista Flokks fólks­ins í Reykja­vík suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar