Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi

Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.

7DM_9726_raw_1765.JPG
Auglýsing

Yfir­kjör­stjórn­ar­fólk í Norð­vest­ur­kjör­dæmi tjáði sig um taln­ingu í kjör­dæm­inu við yfir­heyrslu hjá lög­reglu eftir kosn­ing­arnar en málið hefur valdið miklum titr­ingi hjá stjórn­mála­mönnum og almenn­ingi. Alþingi hefur nú birt svar­bréf lög­reglu­stjór­ans á Vest­ur­landi til und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefndar en það hefur verið birt á vef Alþing­is.

Nefnd­ar­menn eru ekki nafn­greindir í bréf­inu en í nefnd­inni sitja Ingi Tryggva­son, sem er for­mað­ur, Bragi Rúnar Axels­son, Ingi­björg Inga Guð­munds­dótt­ir, Katrín Páls­dóttir og Krist­ján Jóhanns­son.

Fram kemur í bréf­inu að einn yfir­kjör­stjórn­ar­mað­ur­inn hafi sagt að flokkun atkvæða hefði verið skoðuð og fund­ist hefðu nokkur atkvæði rang­lega flokkuð og þá haft á orði að það væri ekki spurn­ing um að það þyrfti að telja aft­ur.

Auglýsing

Annar sagði að ekk­ert sér­stak­lega hefði verið rætt um það innan yfir­kjör­stjórnar hvort þyrfti að end­ur­telja. Sá þriðji sagði að skila­boð og ábend­ing frá lands­kjör­stjórn hefði verið rædd og að eftir skoðun á atkvæða­bunka eins fram­boðs­ins, þar sem fund­ust rang­lega flokkuð atkvæði, hefði þeim fund­ist sem ekki kæmi annað til greina en að telja aft­ur.

Sá fjórði sagði enga umræðu hafa verið um end­ur­taln­ingu innan yfir­kjör­stjórnar en að þetta hefði verið ákvörðun for­manns, lík­lega með lands­kjör­stjórn. Hinn fimmti sagði að til­mæli hefðu komið frá lands­kjör­stjórn um hvort rétt væri að skoða end­ur­taln­ingu og þegar skoðað hefði verið í atkvæði eins fram­boðs­ins þá hefði ekki verið annað hægt en að end­ur­telja.

„Nei, engin til­­­mæli og ekki neitt“

Kjarn­inn greindi frá því 27. sept­em­ber að lands­­kjör­­stjórn hefði látið yfir­­­kjör­­stjórn­­ir í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og Suð­ur­kjör­dæmi vita af því að fá atkvæði gætu breytt þing­­manna­­skip­­an. Kristín Edwald for­­maður lands­­kjör­­stjórnar sagði í sam­tali við Kjarn­ann að í þeim ábend­ingum hefði ekki falist nein til­­­mæli um að rýna sér­­stak­­lega í taln­ing­una að nýju.

„Nei, engin til­­­mæli og ekki neitt, enda höfum við ekk­ert um það að segja. Hins vegar sáum við á þeim nið­­ur­­stöðum sem yfir­­­kjör­­stjórnir höfðu gefið fjöl­miðlum upp að það mun­aði mjög litlu, það mun­aði tveimur atkvæð­u­m,“ sagði Krist­ín.

Hún bætti því við að yfir­­­kjör­­stjórn­­­irnar hefðu verið látnar vita, meðal ann­­ars til að hægt væri að upp­­lýsa umboðs­­menn stjórn­­­mála­­flokk­anna um stöð­una, svo þeir gætu tekið ákvarð­­anir með full­nægj­andi upp­­lýs­ingar undir hönd­­um. Umboðs­­menn gætu til dæmis viljað óska eftir end­­ur­taln­ingu í ljósi þess hve fá atkvæði þyrftu að hnikast til svo úrslit breytt­ust.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent