Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Auglýsing

Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögðu það til, á borg­ar­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag, að smá­hýsin sem sam­þykkt hefur verið að setja upp á auðu svæði á milli Engja­vegar og Suð­ur­lands­brautar í Laug­ar­dal yrðu ekki sett niður þar, heldur úti í Örfiris­ey.

Þetta lögðu borg­ar­full­trúar flokks­ins til undir umræðum um nýj­ustu fund­ar­gerðir borg­ar­ráðs, en borg­ar­ráð sam­þykkti þann 7. októ­ber síð­ast­lið­inn nýtt deiliskipu­lag sem heim­ilar að fimm smá­hýsum fyrir skjól­stæð­inga vel­ferð­ar­sviðs borg­ar­innar verði komið fyrir í Laug­ar­daln­um.

Til­laga sjálf­stæð­is­manna laut að því að það yrði skoðað að koma smá­hýs­unum heldur fyrir á svæði Faxa­flóa­hafna úti á Granda, nánar til­tekið þar sem hverf­is­bæki­stöð Vest­ur­bæjar stendur – og fjögur önnur smá­hýsi.

Auglýsing

„Með fjölgun smá­hýsanna í Örfirisey skap­ast grund­völlur til að samnýta starfs­mann til að hafa umsjón með hús­næð­inu og styðja við íbúa þeirra til sjálf­stæðs lífs,“ sagði í til­lögu borg­ar­full­trú­anna.

Þess­ari breyt­inga­til­lögu við fund­ar­gerð borg­ar­ráðs var vísað frá með 12 atkvæðum borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins, en borg­ar­full­trúar Sós­í­alista­flokks Íslands og Flokks fólks­ins sátu hjá við afgreiðslu máls­ins.

Umrædd smá­hýsi eru hluti af hug­mynda­fræð­inni „Hús­næði fyrst“ sem er á vegum vel­­ferð­­ar­sviðs borg­ar­innar og þau eru hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið í heim­il­is­­leysi og er með miklar þjón­ustu­þarf­ir.

Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi. Mynd: Reykjavíkurborg.

Fimm smá­hýsi af nákvæm­lega þess­ari gerð hafa þegar verið tekin í notkun í Gufu­nesi, en erf­ið­lega hefur gengið að koma þeim fyrir á öðrum stöðum í borg­inni, eins og rakið var í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins fyrr í vik­unni.

Þar sagði frá því að tíu hús af þess­ari gerð hafi staðið óhreyfð í Skerja­firði í eitt og hálft ár og haft var eftir Hólm­fríði Helgu Sig­urð­ars­dóttur upp­lýs­inga­full­trúa hjá Reykja­vík­ur­borg að erf­ið­lega hefði gengið að festa lóðir fyrir þau, þrátt fyrir að umhverf­is- og skipu­lags­svið hefði unnið að því í meira en tvö ár.

„Það hefur gengið hægar en vonir stóðu til um, meðal ann­ars vegna and­stöðu íbúa og fyr­ir­tækja í mörgum hverf­um,“ sagði Hólm­fríður Helga og Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs borg­ar­inn­ar, sagði að umræðan um smá­hýsin hefði „lit­ast af nokkrum for­dóm­um“ og það hefði haft áhrif á fram­gang verk­efn­is­ins.

And­staða – en líka stuðn­ingur

Í umsögnum ýmissa aðila um deiliskipu­lag vegna smá­hýsanna sem til stendur að setja niður í Laug­ar­dalnum var tekið fram að umsagn­ar­að­ila þætti verk­efnið mik­il­vægt, en gerðar voru athuga­semdir við stað­setn­ing­una. Meðal ann­ars var stungið upp á því að smá­hýsi yrðu sett niður í Geld­inga­­nesi, Graf­­ar­vogi, mið­­borg, Vest­­ur­bæ, Breið­holti og Sunda­hafn­­ar­­svæð­inu frekar en í Laug­ar­daln­um.

Svipað hefur verið uppi á ten­ingnum í tengslum við smá­hýsi af sömu gerð sem sam­þykkt hefur verið að setja upp á Stór­höfða og í Hlíða­hverfi. Fólk vill gjarnan sjá úrræði af þessu tagi sett upp af yfir­völdum – en bara helst ekki þar sem það sjálft býr eða er með rekst­ur.

Í umræðum á net­inu á meðal íbúa í Laug­ar­dalnum hefur þó ekki bara borið á gagn­rýni, heldur hefur að minnsta kosti hluti íbúa í hverf­inu lýst ánægju með áform­in. Íþrótta­fé­lögin í Laug­ar­dalnum hafa einnig fengið gagn­rýni fyrir að lýsa sig and­snúna stað­setn­ingu smá­hýsanna í umsögnum við deiliskipu­lag­ið.

Í Face­book-hópi íbúa í Laug­ar­nes­hverfi sögðu all­nokkrir íbúar og for­eldrar barna sem æfa hjá félög­unum að umsagnir íþrótta­fé­lag­anna væru þeim von­brigði.

„Því miður halda margir að fólk með fíkn­sjúk­dóma og/eða geð­sjúk­dóma sé ofbeld­is­fyllra en aðr­ir. Þarna gafst íþrótta­fé­lög­unum frá­bært tæki­færi til að eiga upp­byggi­legt sam­tal við bæði hverfa­sam­fé­lag­ið, börnin sem æfa hjá þeim og for­eldra þeirra um það hvernig við getum öll búið saman og hvernig hægt er að slá á ótta og for­dóma með fræðslu og sam­tali, en þau kjósa í stað­inn að halda sig við úreltar og skað­legar stað­al­myndir og for­dóma. Sem íbúa í hverf­inu eru mér það mikil von­brigði, þótt ég eigi ekki barn sem æfir hjá þessum félög­um,“ sagði einn íbúi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent