Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Auglýsing

Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögðu það til, á borg­ar­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag, að smá­hýsin sem sam­þykkt hefur verið að setja upp á auðu svæði á milli Engja­vegar og Suð­ur­lands­brautar í Laug­ar­dal yrðu ekki sett niður þar, heldur úti í Örfiris­ey.

Þetta lögðu borg­ar­full­trúar flokks­ins til undir umræðum um nýj­ustu fund­ar­gerðir borg­ar­ráðs, en borg­ar­ráð sam­þykkti þann 7. októ­ber síð­ast­lið­inn nýtt deiliskipu­lag sem heim­ilar að fimm smá­hýsum fyrir skjól­stæð­inga vel­ferð­ar­sviðs borg­ar­innar verði komið fyrir í Laug­ar­daln­um.

Til­laga sjálf­stæð­is­manna laut að því að það yrði skoðað að koma smá­hýs­unum heldur fyrir á svæði Faxa­flóa­hafna úti á Granda, nánar til­tekið þar sem hverf­is­bæki­stöð Vest­ur­bæjar stendur – og fjögur önnur smá­hýsi.

Auglýsing

„Með fjölgun smá­hýsanna í Örfirisey skap­ast grund­völlur til að samnýta starfs­mann til að hafa umsjón með hús­næð­inu og styðja við íbúa þeirra til sjálf­stæðs lífs,“ sagði í til­lögu borg­ar­full­trú­anna.

Þess­ari breyt­inga­til­lögu við fund­ar­gerð borg­ar­ráðs var vísað frá með 12 atkvæðum borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins, en borg­ar­full­trúar Sós­í­alista­flokks Íslands og Flokks fólks­ins sátu hjá við afgreiðslu máls­ins.

Umrædd smá­hýsi eru hluti af hug­mynda­fræð­inni „Hús­næði fyrst“ sem er á vegum vel­­ferð­­ar­sviðs borg­ar­innar og þau eru hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið í heim­il­is­­leysi og er með miklar þjón­ustu­þarf­ir.

Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi. Mynd: Reykjavíkurborg.

Fimm smá­hýsi af nákvæm­lega þess­ari gerð hafa þegar verið tekin í notkun í Gufu­nesi, en erf­ið­lega hefur gengið að koma þeim fyrir á öðrum stöðum í borg­inni, eins og rakið var í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins fyrr í vik­unni.

Þar sagði frá því að tíu hús af þess­ari gerð hafi staðið óhreyfð í Skerja­firði í eitt og hálft ár og haft var eftir Hólm­fríði Helgu Sig­urð­ars­dóttur upp­lýs­inga­full­trúa hjá Reykja­vík­ur­borg að erf­ið­lega hefði gengið að festa lóðir fyrir þau, þrátt fyrir að umhverf­is- og skipu­lags­svið hefði unnið að því í meira en tvö ár.

„Það hefur gengið hægar en vonir stóðu til um, meðal ann­ars vegna and­stöðu íbúa og fyr­ir­tækja í mörgum hverf­um,“ sagði Hólm­fríður Helga og Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs borg­ar­inn­ar, sagði að umræðan um smá­hýsin hefði „lit­ast af nokkrum for­dóm­um“ og það hefði haft áhrif á fram­gang verk­efn­is­ins.

And­staða – en líka stuðn­ingur

Í umsögnum ýmissa aðila um deiliskipu­lag vegna smá­hýsanna sem til stendur að setja niður í Laug­ar­dalnum var tekið fram að umsagn­ar­að­ila þætti verk­efnið mik­il­vægt, en gerðar voru athuga­semdir við stað­setn­ing­una. Meðal ann­ars var stungið upp á því að smá­hýsi yrðu sett niður í Geld­inga­­nesi, Graf­­ar­vogi, mið­­borg, Vest­­ur­bæ, Breið­holti og Sunda­hafn­­ar­­svæð­inu frekar en í Laug­ar­daln­um.

Svipað hefur verið uppi á ten­ingnum í tengslum við smá­hýsi af sömu gerð sem sam­þykkt hefur verið að setja upp á Stór­höfða og í Hlíða­hverfi. Fólk vill gjarnan sjá úrræði af þessu tagi sett upp af yfir­völdum – en bara helst ekki þar sem það sjálft býr eða er með rekst­ur.

Í umræðum á net­inu á meðal íbúa í Laug­ar­dalnum hefur þó ekki bara borið á gagn­rýni, heldur hefur að minnsta kosti hluti íbúa í hverf­inu lýst ánægju með áform­in. Íþrótta­fé­lögin í Laug­ar­dalnum hafa einnig fengið gagn­rýni fyrir að lýsa sig and­snúna stað­setn­ingu smá­hýsanna í umsögnum við deiliskipu­lag­ið.

Í Face­book-hópi íbúa í Laug­ar­nes­hverfi sögðu all­nokkrir íbúar og for­eldrar barna sem æfa hjá félög­unum að umsagnir íþrótta­fé­lag­anna væru þeim von­brigði.

„Því miður halda margir að fólk með fíkn­sjúk­dóma og/eða geð­sjúk­dóma sé ofbeld­is­fyllra en aðr­ir. Þarna gafst íþrótta­fé­lög­unum frá­bært tæki­færi til að eiga upp­byggi­legt sam­tal við bæði hverfa­sam­fé­lag­ið, börnin sem æfa hjá þeim og for­eldra þeirra um það hvernig við getum öll búið saman og hvernig hægt er að slá á ótta og for­dóma með fræðslu og sam­tali, en þau kjósa í stað­inn að halda sig við úreltar og skað­legar stað­al­myndir og for­dóma. Sem íbúa í hverf­inu eru mér það mikil von­brigði, þótt ég eigi ekki barn sem æfir hjá þessum félög­um,“ sagði einn íbúi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent