Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar

Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að tveir íslenskir ráð­herr­ar, Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sæki lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26) sem fram fer í Glas­gow í byrjun nóv­em­ber. Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eftir Alþing­is­kosn­ingar eru enn í gangi og munu stefnu­mót­andi áherslur íslenskra ráða­manna á ráð­stefn­unni skýr­ast betur sam­hliða myndun rík­is­stjórn­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari for­sæt­is­ráðu­neytis og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Hvað er þetta COP?

COP er stytt­ing á enska heit­inu „Con­fer­ence of the Parties“ eða ráð­stefna aðild­ar­ríkja og er þar vísað til alþjóð­legra samn­inga, ann­ars vegar um lofts­lags­mál og hins vegar fjöl­breytni líf­rík­is­ins. Sam­ein­uðu þjóð­irnar skipu­leggja ráð­stefn­urnar en þátt­tak­endur eru hátt­settir full­trúar ríkja, stað­bund­inna sam­taka og frjálsra félaga­sam­taka. Lofts­lags­ráð­stefnan í París var sú 21. Í röð­inni og var því kölluð COP21 og sú sem bráð­lega hefst í Glas­gow er sú 26. Og kall­ast því til stytt­ingar og ein­föld­unar COP26.

Ábyrgð Íslands gagn­vart lofts­lags­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna liggur hjá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti.

Katrín flytur ávarp á leið­toga­ráð­stefnu COP26

Gert er ráð fyrir að for­sæt­is­ráð­herra sæki leið­toga­ráð­stefnu lofts­lags­samn­ings­ins sem haldin verður í upp­hafi COP26. Þar mun Katrín flytja ávarp og taka þátt í við­burð­um. Tveir full­trúar úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu verða í fylgd­ar­liði henn­ar.

Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra sækir seinni viku ráð­stefn­unn­ar. Með honum í för verður einn full­trúi úr ráðu­neyt­inu. Guð­mundur Ingi mun taka þátt í hlið­ar­við­burðum og tví­hliða­fund­um, m.a. um mik­il­vægi þess að end­ur­heimta vot­lendi, um súrnun sjávar og um sér­stakan samn­ing sem unnið er að um lofts­lags­mál, við­skipti og sjálf­bærni.

Starfs­menn ráðu­neyta og sér­fræð­ingar stofn­ana í sendi­nefnd

Þess utan munu þrír full­trúar umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins og tveir full­trúar frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu sækja fund­inn allan tím­ann. Í sendi­nefnd­inni verða einnig sér­fræð­ingar frá und­ir­stofn­unum umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sem vinna að lofts­lags­málum með ýmsum hætti. Þetta eru sér­fræð­ingar frá Umhverf­is­stofn­un, Veð­ur­stof­unni og Land­græðsl­unni. Jafn­framt verða full­trúar frá Lofts­lags­ráði og Orku­stofnun á fund­in­um.

Þá styrkir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið full­trúa ung­menna til þátt­töku á fund­in­um. Er þetta í fyrsta sinn sem full­trúi ung­menna er í hinni opin­beru sendi­nefnd.

Opið er fyrir skrán­ingu á COP26 til loka næstu viku. Fjöldi full­trúa íslenskra stjórn­valda á fund­inum mun því mögu­lega taka ein­hverjum breyt­ing­um, segir í svari ráðu­neyt­anna við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Taka nið­ur­stöður vís­inda­skýrslu IPCC alvar­lega

Þótt áherslur íslenskra ráða­manna á fund­inum eigi eftir að skýr­ast betur sam­hliða myndun rík­is­stjórnar segir í svari ráðu­neyt­anna að íslensk stjórn­völd taki alvar­lega nið­ur­stöður nýj­ustu vís­inda­skýrslu IPCC, sér­fræð­inga­hóps milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Einnig hafi Ísland á vett­vangi loft­lags­mála talað fyrir mik­il­vægi þess að auka hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku og orku­skipt­um, jafn­rétt­is­mál­um, mik­il­vægi sann­gjarnra umskipta og verndun sjáv­ar. Eins hafa aðstoð við þró­un­ar­löndin á sviði lofts­lags- og orku­mála fengið aukið vægi hjá íslenskum stjórn­völdum og skólar Sam­ein­uðu þjóð­anna á sviði jarð­hita, sjáv­ar­út­vegs, land­græðslu og jafn­rétt­is­mála leikið stórt hlut­verk í gegnum tíð­ina.

Ísland hefur jafn­framt lýst því yfir að fjár­magn til lofts­lagstengdrar þró­un­ar­að­stoðar verði aukið og segja ráðu­neytin í svari sínu að fjár­magn til alþjóð­legrar lofts­lagstengdra verk­efna hafi auk­ist um 70 pró­sent milli áranna 2019-2021.

Athygli vakin á loftslagsvánni fyrir utan Alþjóðabankann í London í vikunni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Skotlandi í nóvember. Mynd: EPA

Í júní skip­aði umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra starfs­hóp sem var falið það hlut­verk að und­ir­búa þátt­töku Íslands í aðilda­ríkja­fundi lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26). Í hópnum eiga sæti full­trúar frá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti, sem leiðir vinn­una, og frá for­sæt­is- og utan­rík­is­ráðu­neyti.

Sam­kvæmt Par­ís­ar­samn­ingnum skulu ríki senda inn hert mark­mið fyrir COP26 og hefur Ísland tekið undir hvatn­ingu til ríkja um að þau standi við það og sendi inn hert lands­mark­mið (NDC) fyrir fund­inn. Það gerðu íslensk stjórn­völd fyrr á þessu ári.

Stefnt að kolefn­is­hlut­leysi eigi síðar en 2040

Í Par­ís­ar­samn­ingum er einnig hvatn­ing til ríkj­anna að senda til samn­ings­ins lang­tíma­stefnu um kolefn­is­hlut­leysi fyrir COP26. Ísland mun senda inn slíkt skjal fyrir fund­inn, þar sem m.a. verður fjallað um mark­mið um að kolefn­is­hlut­leysi skuli náð á Íslandi eigi síðar en 2040, en mark­miðið var lög­fest á síð­asta lög­gjaf­ar­þingi.

Þau mál sem reiknað er með að verði efst á baugi í samn­inga­við­ræð­unum á COP26 varða hina svoköll­uðu reglu­bók Par­ís­ar­samn­ings­ins, þ.e. nán­ari útfærslu á fram­kvæmd samn­ings­ins. Sam­komu­lag náð­ist um flesta þætti reglu­bók­ar­innar á COP24 árið 2018, en ákveðin mik­il­væg atriði stóðu út af, sem enn á eftir að ná sam­komu­lagi um.

Þar ber hæst dag­skrár­liði varð­andi 6. grein samn­ings­ins um sam­starf og mark­aðs­kerfi með kolefn­is­ein­ingar (Mar­kets) og hins vegar um upp­lýs­inga- og skýrslu­gjöf (Tran­sparency).

Auk þess er mikil áhersla á að tryggja fjár­mögnun lofts­lagstengdra verk­efna, ekki hvað síst í þró­un­ar­lönd­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent