Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar

Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að tveir íslenskir ráð­herr­ar, Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sæki lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26) sem fram fer í Glas­gow í byrjun nóv­em­ber. Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eftir Alþing­is­kosn­ingar eru enn í gangi og munu stefnu­mót­andi áherslur íslenskra ráða­manna á ráð­stefn­unni skýr­ast betur sam­hliða myndun rík­is­stjórn­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari for­sæt­is­ráðu­neytis og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Hvað er þetta COP?

COP er stytt­ing á enska heit­inu „Con­fer­ence of the Parties“ eða ráð­stefna aðild­ar­ríkja og er þar vísað til alþjóð­legra samn­inga, ann­ars vegar um lofts­lags­mál og hins vegar fjöl­breytni líf­rík­is­ins. Sam­ein­uðu þjóð­irnar skipu­leggja ráð­stefn­urnar en þátt­tak­endur eru hátt­settir full­trúar ríkja, stað­bund­inna sam­taka og frjálsra félaga­sam­taka. Lofts­lags­ráð­stefnan í París var sú 21. Í röð­inni og var því kölluð COP21 og sú sem bráð­lega hefst í Glas­gow er sú 26. Og kall­ast því til stytt­ingar og ein­föld­unar COP26.

Ábyrgð Íslands gagn­vart lofts­lags­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna liggur hjá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti.

Katrín flytur ávarp á leið­toga­ráð­stefnu COP26

Gert er ráð fyrir að for­sæt­is­ráð­herra sæki leið­toga­ráð­stefnu lofts­lags­samn­ings­ins sem haldin verður í upp­hafi COP26. Þar mun Katrín flytja ávarp og taka þátt í við­burð­um. Tveir full­trúar úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu verða í fylgd­ar­liði henn­ar.

Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra sækir seinni viku ráð­stefn­unn­ar. Með honum í för verður einn full­trúi úr ráðu­neyt­inu. Guð­mundur Ingi mun taka þátt í hlið­ar­við­burðum og tví­hliða­fund­um, m.a. um mik­il­vægi þess að end­ur­heimta vot­lendi, um súrnun sjávar og um sér­stakan samn­ing sem unnið er að um lofts­lags­mál, við­skipti og sjálf­bærni.

Starfs­menn ráðu­neyta og sér­fræð­ingar stofn­ana í sendi­nefnd

Þess utan munu þrír full­trúar umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins og tveir full­trúar frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu sækja fund­inn allan tím­ann. Í sendi­nefnd­inni verða einnig sér­fræð­ingar frá und­ir­stofn­unum umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sem vinna að lofts­lags­málum með ýmsum hætti. Þetta eru sér­fræð­ingar frá Umhverf­is­stofn­un, Veð­ur­stof­unni og Land­græðsl­unni. Jafn­framt verða full­trúar frá Lofts­lags­ráði og Orku­stofnun á fund­in­um.

Þá styrkir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið full­trúa ung­menna til þátt­töku á fund­in­um. Er þetta í fyrsta sinn sem full­trúi ung­menna er í hinni opin­beru sendi­nefnd.

Opið er fyrir skrán­ingu á COP26 til loka næstu viku. Fjöldi full­trúa íslenskra stjórn­valda á fund­inum mun því mögu­lega taka ein­hverjum breyt­ing­um, segir í svari ráðu­neyt­anna við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Taka nið­ur­stöður vís­inda­skýrslu IPCC alvar­lega

Þótt áherslur íslenskra ráða­manna á fund­inum eigi eftir að skýr­ast betur sam­hliða myndun rík­is­stjórnar segir í svari ráðu­neyt­anna að íslensk stjórn­völd taki alvar­lega nið­ur­stöður nýj­ustu vís­inda­skýrslu IPCC, sér­fræð­inga­hóps milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Einnig hafi Ísland á vett­vangi loft­lags­mála talað fyrir mik­il­vægi þess að auka hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku og orku­skipt­um, jafn­rétt­is­mál­um, mik­il­vægi sann­gjarnra umskipta og verndun sjáv­ar. Eins hafa aðstoð við þró­un­ar­löndin á sviði lofts­lags- og orku­mála fengið aukið vægi hjá íslenskum stjórn­völdum og skólar Sam­ein­uðu þjóð­anna á sviði jarð­hita, sjáv­ar­út­vegs, land­græðslu og jafn­rétt­is­mála leikið stórt hlut­verk í gegnum tíð­ina.

Ísland hefur jafn­framt lýst því yfir að fjár­magn til lofts­lagstengdrar þró­un­ar­að­stoðar verði aukið og segja ráðu­neytin í svari sínu að fjár­magn til alþjóð­legrar lofts­lagstengdra verk­efna hafi auk­ist um 70 pró­sent milli áranna 2019-2021.

Athygli vakin á loftslagsvánni fyrir utan Alþjóðabankann í London í vikunni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Skotlandi í nóvember. Mynd: EPA

Í júní skip­aði umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra starfs­hóp sem var falið það hlut­verk að und­ir­búa þátt­töku Íslands í aðilda­ríkja­fundi lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26). Í hópnum eiga sæti full­trúar frá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti, sem leiðir vinn­una, og frá for­sæt­is- og utan­rík­is­ráðu­neyti.

Sam­kvæmt Par­ís­ar­samn­ingnum skulu ríki senda inn hert mark­mið fyrir COP26 og hefur Ísland tekið undir hvatn­ingu til ríkja um að þau standi við það og sendi inn hert lands­mark­mið (NDC) fyrir fund­inn. Það gerðu íslensk stjórn­völd fyrr á þessu ári.

Stefnt að kolefn­is­hlut­leysi eigi síðar en 2040

Í Par­ís­ar­samn­ingum er einnig hvatn­ing til ríkj­anna að senda til samn­ings­ins lang­tíma­stefnu um kolefn­is­hlut­leysi fyrir COP26. Ísland mun senda inn slíkt skjal fyrir fund­inn, þar sem m.a. verður fjallað um mark­mið um að kolefn­is­hlut­leysi skuli náð á Íslandi eigi síðar en 2040, en mark­miðið var lög­fest á síð­asta lög­gjaf­ar­þingi.

Þau mál sem reiknað er með að verði efst á baugi í samn­inga­við­ræð­unum á COP26 varða hina svoköll­uðu reglu­bók Par­ís­ar­samn­ings­ins, þ.e. nán­ari útfærslu á fram­kvæmd samn­ings­ins. Sam­komu­lag náð­ist um flesta þætti reglu­bók­ar­innar á COP24 árið 2018, en ákveðin mik­il­væg atriði stóðu út af, sem enn á eftir að ná sam­komu­lagi um.

Þar ber hæst dag­skrár­liði varð­andi 6. grein samn­ings­ins um sam­starf og mark­aðs­kerfi með kolefn­is­ein­ingar (Mar­kets) og hins vegar um upp­lýs­inga- og skýrslu­gjöf (Tran­sparency).

Auk þess er mikil áhersla á að tryggja fjár­mögnun lofts­lagstengdra verk­efna, ekki hvað síst í þró­un­ar­lönd­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent