Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum

Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.

Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Auglýsing

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem liggur fyrir kirkju­þingi Þjóð­kirkj­unn­ar, sem hefst á laug­ar­dag, er lagt til að gripið verði til breyt­inga á fjölda stöðu­gilda sem sparað geti kirkj­unni um það bil 180 til 190 millj­ónir króna á árs­grund­velli.

Hag­ræð­ing­ar­til­lögur sem settar eru fram gera ráð fyrir því að stöðu­gildum í pró­fasts­dæmum á lands­byggð­unum fækki um 10, en á móti er lagt til að stöðu­gildum fjölgi um 3,5 í presta­köllum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í minn­is­blaði um hag­ræð­ingu í manna­haldi kirkj­unnar, sem unnið var af for­manni fjár­hags­nefndar kirkju­þings og skrif­stofu­stjóra bisk­ups­stofu, með umboði frá bisk­upi Íslands, er útli­stað hvaða breyt­ingar er lagt til að gerðar verði.

Eigi ekki að þurfa að koma til upp­sagna

Í minn­is­blað­inu segir að lagt sé til að stöðu­gild­unum verði fækkað á næstu tveimur árum og á því tíma­bili verði „heim­ildir til að færa fólk til í störfum nýttar eins vel og fram­ast er unnt auk þess sem samið verði um starfs­lok og/eða skert starfs­hlut­fall þar sem það geti átt við.“

Ef þessar leiðir verði mark­visst nýttar ætti ekki að þurfa að koma til upp­sagna nema í algjörum und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um, sam­kvæmt því segir í minn­is­blað­inu, en stefnt er að því að með þessum breyt­ingum fari stöðu­gildi presta niður í 134,7, sem sé fækkun um 10,5 stöðu­gildi, en auk breyt­inga í presta­köllum landið eru lagðar til breyt­ingar á stöðu­gildum sér­þjón­ustu­presta.

Í Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæmi vestra er lagt til að fjöldi stöðu­gilda verði óbreyttur og að þau verði 17 tals­ins. Í Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæmi eystra er lagt til að stöðu­gildi verði 24, sem er fjölgun um 1,5 stöðu­gildi. Í Kjal­ar­nes­pró­fasts­dæmi sem nær m.a. yfir Reykja­nes­ið, Garða­bæ, Hafn­ar­fjörð og Mos­fells­bæ, er lagt til að stöðu­gildum fjölgi um tvö þannig að þau verði 20 tals­ins. Alls myndu því 3,5 stöðu­gildi að bæt­ast við í pró­fasts­dæmum á suð­vest­ur­horn­inu.

Í Vest­ur­lands­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildi verði 10, sem er fækkun um eitt stöðu­gildi. Lagt er til að fækk­unin verði við sam­ein­ingu Ólafs­vík­ur- og Ingj­alds­hóls-, Set­bergs-, Staða­stað­ar- og Stykk­is­hólms­presta­kalla.

Í Vest­fjarða­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildi verði 5,5, sem er fækkun um tvö stöðu­gildi. Í Breiða­fjarð­ar- og Stranda­presta­kalli er lagt til að fækkað verði um eitt stöðu­gildi, sem ekki er setið í dag og í Ísa­fjarð­ar­presta­kalli er lagt til að fækkað verði um eitt stöðu­gildi.

Auglýsing

Í Húna­vatns- og Skaga­fjarð­ar­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildum fækki um tvö, þannig að þau verði sex tals­ins. Fækk­unin á sér stað við sam­ein­ingu Mel­stað­ar-, Hvamms­tanga-, Skaga­strand­ar- og Þing­eyr­ar­presta­kalla og við sam­ein­ingu Glaum­bæj­ar-, Hófs­ós-, og Hóla-, Mikla­bæj­ar- og Sauð­ár­króks­presta­kalla.

Í Eyja­fjarð­ar- og Þing­eyj­ar­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildum fækki um tvö og þau verði alls 14. Fækkað verður um eitt stöðu­gildi við sam­ein­ingu Ólafs­fjarð­ar-, Siglu­fjarð­ar- og Dal­vík­ur­presta­kalla og sömu­leiðis um eitt stöðu­gildi við sam­ein­ingu Húsa­vík­ur-, Grenja­stað­ar-, Skútu­staða- og Langa­nes og Skinna­stað­ar­presta­kalla.

Í Aust­ur­lands­pró­fasts­dæmi er lagt til að fækkað verði um tvö stöðu­gildi og að þau verði alls átta tals­ins. Fækk­unin er ráð­gerð í Aust­fjarða­presta­kalli, þar sem stöðu­gildum fækkar um eitt, auk þess sem lagt er til að stöðu­gildi hér­aðs­prests verði lagt nið­ur.

Í Suð­ur­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildum fækki um eitt og þau verði 16. Fækk­unin á sér stað við sam­ein­ingu Breiða­ból­stað­ar-, Fells­múla-, og Odda­presta­kalla.

Fækkað um fjögur stöðu­gildi í sér­þjón­ustu

Hvað sér­þjón­ustu varðar er lagt til að fækka stöðu­gildum um fjög­ur. Sér­þjón­ustu­prestar yrðu því tólf tals­ins í 11,2 stöðu­gild­um.

Svoköll­uðum samn­ings­prestum fækkar um þrjú stöðu­gildi, niður í eitt og hálft stöðu­gildi, prestur sátta verður aflagð­ur, sjúkra­hús­prestur sömu­leiðis og prestur kvenna­kirkju verður færður í hálft stöðu­gildi, sam­kvæmt til­lög­unni.

Á móti kemur verður stöðu­gildum far­presta fjölgað um eitt og hálft, upp í tvö.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent