Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum

Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.

Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Auglýsing

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem liggur fyrir kirkju­þingi Þjóð­kirkj­unn­ar, sem hefst á laug­ar­dag, er lagt til að gripið verði til breyt­inga á fjölda stöðu­gilda sem sparað geti kirkj­unni um það bil 180 til 190 millj­ónir króna á árs­grund­velli.

Hag­ræð­ing­ar­til­lögur sem settar eru fram gera ráð fyrir því að stöðu­gildum í pró­fasts­dæmum á lands­byggð­unum fækki um 10, en á móti er lagt til að stöðu­gildum fjölgi um 3,5 í presta­köllum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í minn­is­blaði um hag­ræð­ingu í manna­haldi kirkj­unnar, sem unnið var af for­manni fjár­hags­nefndar kirkju­þings og skrif­stofu­stjóra bisk­ups­stofu, með umboði frá bisk­upi Íslands, er útli­stað hvaða breyt­ingar er lagt til að gerðar verði.

Eigi ekki að þurfa að koma til upp­sagna

Í minn­is­blað­inu segir að lagt sé til að stöðu­gild­unum verði fækkað á næstu tveimur árum og á því tíma­bili verði „heim­ildir til að færa fólk til í störfum nýttar eins vel og fram­ast er unnt auk þess sem samið verði um starfs­lok og/eða skert starfs­hlut­fall þar sem það geti átt við.“

Ef þessar leiðir verði mark­visst nýttar ætti ekki að þurfa að koma til upp­sagna nema í algjörum und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um, sam­kvæmt því segir í minn­is­blað­inu, en stefnt er að því að með þessum breyt­ingum fari stöðu­gildi presta niður í 134,7, sem sé fækkun um 10,5 stöðu­gildi, en auk breyt­inga í presta­köllum landið eru lagðar til breyt­ingar á stöðu­gildum sér­þjón­ustu­presta.

Í Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæmi vestra er lagt til að fjöldi stöðu­gilda verði óbreyttur og að þau verði 17 tals­ins. Í Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæmi eystra er lagt til að stöðu­gildi verði 24, sem er fjölgun um 1,5 stöðu­gildi. Í Kjal­ar­nes­pró­fasts­dæmi sem nær m.a. yfir Reykja­nes­ið, Garða­bæ, Hafn­ar­fjörð og Mos­fells­bæ, er lagt til að stöðu­gildum fjölgi um tvö þannig að þau verði 20 tals­ins. Alls myndu því 3,5 stöðu­gildi að bæt­ast við í pró­fasts­dæmum á suð­vest­ur­horn­inu.

Í Vest­ur­lands­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildi verði 10, sem er fækkun um eitt stöðu­gildi. Lagt er til að fækk­unin verði við sam­ein­ingu Ólafs­vík­ur- og Ingj­alds­hóls-, Set­bergs-, Staða­stað­ar- og Stykk­is­hólms­presta­kalla.

Í Vest­fjarða­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildi verði 5,5, sem er fækkun um tvö stöðu­gildi. Í Breiða­fjarð­ar- og Stranda­presta­kalli er lagt til að fækkað verði um eitt stöðu­gildi, sem ekki er setið í dag og í Ísa­fjarð­ar­presta­kalli er lagt til að fækkað verði um eitt stöðu­gildi.

Auglýsing

Í Húna­vatns- og Skaga­fjarð­ar­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildum fækki um tvö, þannig að þau verði sex tals­ins. Fækk­unin á sér stað við sam­ein­ingu Mel­stað­ar-, Hvamms­tanga-, Skaga­strand­ar- og Þing­eyr­ar­presta­kalla og við sam­ein­ingu Glaum­bæj­ar-, Hófs­ós-, og Hóla-, Mikla­bæj­ar- og Sauð­ár­króks­presta­kalla.

Í Eyja­fjarð­ar- og Þing­eyj­ar­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildum fækki um tvö og þau verði alls 14. Fækkað verður um eitt stöðu­gildi við sam­ein­ingu Ólafs­fjarð­ar-, Siglu­fjarð­ar- og Dal­vík­ur­presta­kalla og sömu­leiðis um eitt stöðu­gildi við sam­ein­ingu Húsa­vík­ur-, Grenja­stað­ar-, Skútu­staða- og Langa­nes og Skinna­stað­ar­presta­kalla.

Í Aust­ur­lands­pró­fasts­dæmi er lagt til að fækkað verði um tvö stöðu­gildi og að þau verði alls átta tals­ins. Fækk­unin er ráð­gerð í Aust­fjarða­presta­kalli, þar sem stöðu­gildum fækkar um eitt, auk þess sem lagt er til að stöðu­gildi hér­aðs­prests verði lagt nið­ur.

Í Suð­ur­pró­fasts­dæmi er lagt til að stöðu­gildum fækki um eitt og þau verði 16. Fækk­unin á sér stað við sam­ein­ingu Breiða­ból­stað­ar-, Fells­múla-, og Odda­presta­kalla.

Fækkað um fjögur stöðu­gildi í sér­þjón­ustu

Hvað sér­þjón­ustu varðar er lagt til að fækka stöðu­gildum um fjög­ur. Sér­þjón­ustu­prestar yrðu því tólf tals­ins í 11,2 stöðu­gild­um.

Svoköll­uðum samn­ings­prestum fækkar um þrjú stöðu­gildi, niður í eitt og hálft stöðu­gildi, prestur sátta verður aflagð­ur, sjúkra­hús­prestur sömu­leiðis og prestur kvenna­kirkju verður færður í hálft stöðu­gildi, sam­kvæmt til­lög­unni.

Á móti kemur verður stöðu­gildum far­presta fjölgað um eitt og hálft, upp í tvö.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent