Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu

Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.

Þingvallakirkja.
Þingvallakirkja.
Auglýsing

Presta­fé­lag Íslands leggst harð­lega gegn til­lögu á kom­andi kirkju­þingi, sem felur í sér að stefnt verði að því að gjald­taka vegna svo­kall­aðra auka­verka presta verði afnum­in. Þá er átt við þau gjöld sem prestar hafa tekið fyrir að veita þjón­ustu á borð við að skíra börn, jarða látna og fræða ferm­ing­ar­börn.

Í umsögn Presta­fé­lags­ins um mál­ið, sem Ninna Sif Svav­ars­dóttir for­maður þess und­ir­ritar fyrir hönd stjórn­ar, segir að í nýlega und­ir­rit­uðum kjara­samn­ingi Presta­fé­lags­ins komi ótví­rætt fram heim­ild presta til að inn­heimta greiðslur vegna auka­verka.

„Það eru von­brigði að ein­ungis þremur mán­uðum seinna komi fram til­laga á kirkju­þingi þess efnis að ákvæði samn­ings­ins skuli felld úr gildi. PÍ lítur svo á að ef komi til þess sé allur kjara­samn­ing­ur­inn úr gildi fall­inn,“ segir í umsögn­inni um mál­ið, sem er ein af fimm slík­um, en þegar var Kjarn­inn búinn að segja frá ákafri gagn­rýni þriggja presta á til­lög­una.

Ósmekk­legt að „væna presta um skort á kristi­legum kær­leika“

Í umsögn Presta­fé­lags­ins segir einnig að það sé „í hæsta máta ósmekk­legt og ekki kirkju­þingi sæm­andi að væna presta um skort á kristi­legum kær­leika þegar þeir nýta sér skýrt grund­vall­aðan rétt sinn til þess að inn­heimta fyrir auka­verk,“ og að prestar gangi ekki hart fram í inn­heimtu vegna auka­verka gagn­vart efna­litlu fólki með umhyggju og kær­leik að leið­ar­ljósi.

Í grein­­ar­­gerð með til­­lög­unni sem liggur fyrir kirkju­þingi segir um þetta atriði að vígð þjón­usta kirkj­unnar eigi ávallt að vera grund­­völluð á krist­i­­legum kær­­leika og sem mest án hind­r­ana fyrir fólk. „Það er tíma­­skekkja og frá­­hrind­andi ásýnd kirkju­­legrar þjón­­ustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorg­­ar­­stundum sendi við­kom­andi síðan reikn­ing vegna þjón­­ustu sinn­­ar. Þetta dregur mjög úr trú­verð­ug­­leika kirkju­­legrar þjón­­ustu. Einkum er þetta slæm birt­ing­­ar­­mynd þegar um efna­­lítið fólk er að ræða,“ segir í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar.

Telja vegið að atvinnu­frelsi sínu

Í umsögn Presta­fé­lags­ins segir að ef kirkju­þing vilji leggja af inn­heimtu greiðslna fyrir auka­verk og taka sér það hlut­verk að setja gjald­skrá vegna þókn­unar presta fyrir til­tekin prest­verk, sé það skerð­ing á samn­ings- og atvinnu­frelsi presta sem starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði. Slíkar skerð­ingar verði að vera studdar með skýrum hætti í lög­um.

Segja að kirkjan yrði að taka upp vakta­kerfi og vinnu­tíma­stjórnun

Presta­fé­lagið lítur svo á að aðeins prestar sjálfir geti ákveðið að leggja af greiðslur fyrir auka­verk sín. Ef kirkju­þing vilji leggja af slíka inn­heimtu sé ljóst að til þurfi að koma upp­bót fyrir það tekju­tap sem af því hlýst – til dæmis með auknum yfir­vinnu­greiðslum þar sem mikið af vinnu­fram­lagi presta fari fram utan hefð­bund­ins dag­vinnu­tíma.

Auglýsing

Auk­inn kostn­aður við þetta muni leiða til þess að kirkjan þurfi að fækka stöðu­gildum presta, sem myndi koma niður á þjón­ustu sem Þjóð­kirkjan veit­ir.

„Nú er stefnt að 36 stunda vinnu­viku presta. Þjóð­kirkjan þyrfti að svara því hvernig skírn­ar­at­höfnum í heima­húsum yrði háttað því óvíst er að prestar önn­uð­ust þær nema í vinnu­tíma það er í helgi­haldi sunnu­dags­ins. Nái þessi til­laga fram að ganga yrði því um veru­lega þjón­ustu­skerð­ingu að ræða í íslensku þjóð­kirkj­unn­i,“ segir í umsögn Presta­fé­lags­ins og því bætt við að ekki sé hægt að „fella niður auka­verka­greiðslur til presta öðru vísi en að koma á víð­tæku vakta­kerfi og vinnu­tíma­stjórnun í Þjóð­kirkj­unni þar sem mönnun til athafna og prests­verka er tryggð og prestum bætt tekju­tap­ið.“

Sókn­ar­prestur í Foss­vogi sam­mála til­lög­unni

Þrátt fyrir þessi hörðu mót­mæli frá Presta­fé­lag­inu og það sem fram hafði komið í þremur fyrri umsögnum sem bár­ust um málið virð­ist ekki vera algjör ein­hugur um afstöðu til máls­ins í presta­stétt. Þor­valdur Víð­is­son sókn­ar­prestur í Foss­vogspresta­kalli lýsir sig jákvæðan í garð til­lög­unnar í sinni umsögn um hana.

„Í ljósi þeirra miklu skipu­lags­breyt­inga sem kirkjan er að ganga í gegnum um þessar mund­ir, myndi það skjóta skökku við, ef ekki yrði leitað nýrra leiða til að tryggja sann­gjarna umbun til presta fyrir þá mik­il­vægu þjón­ustu sem felst í athöfnum kirkj­unnar og fræðslu, skírn­um, ferm­ing­ar­fræðslu, hjóna­vígslum og útför­um. Það er að mínu mati tíma­skekkja að halda slíkri gjald­skrá til streitu og styð ég þá grunn­hugsun sem að baki þessu máli kirkju­þings býr, að vinna skuli að nýjum til­lögum í þessu sam­band­i,“ segir í umsögn Þor­valds.

Hann lætur þess þó getið að núgild­andi kjara­samn­ingur á milli Presta­fé­lags­ins og kirkj­unnar bygg­ist m.a. á því að í gildi sé gjald­skrá vegna prests­þjón­ustu.

„Með þess­ari til­lögu um afnám gjald­skrár­innar hlýtur það því að verða verk­efni samn­inga­nefndar kirkju­þings og samn­inga­nefndar Presta­fé­lags Íslands að semja um heild­ar­kjör, á þeim nýja grund­velli, þar sem umbun vegna prests­þjón­ustu verði í fram­tíð­inni hluti af kjörum og kjara­samn­ing­i,“ skrifar Þor­vald­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent