Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu

Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.

Þingvallakirkja.
Þingvallakirkja.
Auglýsing

Presta­fé­lag Íslands leggst harð­lega gegn til­lögu á kom­andi kirkju­þingi, sem felur í sér að stefnt verði að því að gjald­taka vegna svo­kall­aðra auka­verka presta verði afnum­in. Þá er átt við þau gjöld sem prestar hafa tekið fyrir að veita þjón­ustu á borð við að skíra börn, jarða látna og fræða ferm­ing­ar­börn.

Í umsögn Presta­fé­lags­ins um mál­ið, sem Ninna Sif Svav­ars­dóttir for­maður þess und­ir­ritar fyrir hönd stjórn­ar, segir að í nýlega und­ir­rit­uðum kjara­samn­ingi Presta­fé­lags­ins komi ótví­rætt fram heim­ild presta til að inn­heimta greiðslur vegna auka­verka.

„Það eru von­brigði að ein­ungis þremur mán­uðum seinna komi fram til­laga á kirkju­þingi þess efnis að ákvæði samn­ings­ins skuli felld úr gildi. PÍ lítur svo á að ef komi til þess sé allur kjara­samn­ing­ur­inn úr gildi fall­inn,“ segir í umsögn­inni um mál­ið, sem er ein af fimm slík­um, en þegar var Kjarn­inn búinn að segja frá ákafri gagn­rýni þriggja presta á til­lög­una.

Ósmekk­legt að „væna presta um skort á kristi­legum kær­leika“

Í umsögn Presta­fé­lags­ins segir einnig að það sé „í hæsta máta ósmekk­legt og ekki kirkju­þingi sæm­andi að væna presta um skort á kristi­legum kær­leika þegar þeir nýta sér skýrt grund­vall­aðan rétt sinn til þess að inn­heimta fyrir auka­verk,“ og að prestar gangi ekki hart fram í inn­heimtu vegna auka­verka gagn­vart efna­litlu fólki með umhyggju og kær­leik að leið­ar­ljósi.

Í grein­­ar­­gerð með til­­lög­unni sem liggur fyrir kirkju­þingi segir um þetta atriði að vígð þjón­usta kirkj­unnar eigi ávallt að vera grund­­völluð á krist­i­­legum kær­­leika og sem mest án hind­r­ana fyrir fólk. „Það er tíma­­skekkja og frá­­hrind­andi ásýnd kirkju­­legrar þjón­­ustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorg­­ar­­stundum sendi við­kom­andi síðan reikn­ing vegna þjón­­ustu sinn­­ar. Þetta dregur mjög úr trú­verð­ug­­leika kirkju­­legrar þjón­­ustu. Einkum er þetta slæm birt­ing­­ar­­mynd þegar um efna­­lítið fólk er að ræða,“ segir í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar.

Telja vegið að atvinnu­frelsi sínu

Í umsögn Presta­fé­lags­ins segir að ef kirkju­þing vilji leggja af inn­heimtu greiðslna fyrir auka­verk og taka sér það hlut­verk að setja gjald­skrá vegna þókn­unar presta fyrir til­tekin prest­verk, sé það skerð­ing á samn­ings- og atvinnu­frelsi presta sem starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði. Slíkar skerð­ingar verði að vera studdar með skýrum hætti í lög­um.

Segja að kirkjan yrði að taka upp vakta­kerfi og vinnu­tíma­stjórnun

Presta­fé­lagið lítur svo á að aðeins prestar sjálfir geti ákveðið að leggja af greiðslur fyrir auka­verk sín. Ef kirkju­þing vilji leggja af slíka inn­heimtu sé ljóst að til þurfi að koma upp­bót fyrir það tekju­tap sem af því hlýst – til dæmis með auknum yfir­vinnu­greiðslum þar sem mikið af vinnu­fram­lagi presta fari fram utan hefð­bund­ins dag­vinnu­tíma.

Auglýsing

Auk­inn kostn­aður við þetta muni leiða til þess að kirkjan þurfi að fækka stöðu­gildum presta, sem myndi koma niður á þjón­ustu sem Þjóð­kirkjan veit­ir.

„Nú er stefnt að 36 stunda vinnu­viku presta. Þjóð­kirkjan þyrfti að svara því hvernig skírn­ar­at­höfnum í heima­húsum yrði háttað því óvíst er að prestar önn­uð­ust þær nema í vinnu­tíma það er í helgi­haldi sunnu­dags­ins. Nái þessi til­laga fram að ganga yrði því um veru­lega þjón­ustu­skerð­ingu að ræða í íslensku þjóð­kirkj­unn­i,“ segir í umsögn Presta­fé­lags­ins og því bætt við að ekki sé hægt að „fella niður auka­verka­greiðslur til presta öðru vísi en að koma á víð­tæku vakta­kerfi og vinnu­tíma­stjórnun í Þjóð­kirkj­unni þar sem mönnun til athafna og prests­verka er tryggð og prestum bætt tekju­tap­ið.“

Sókn­ar­prestur í Foss­vogi sam­mála til­lög­unni

Þrátt fyrir þessi hörðu mót­mæli frá Presta­fé­lag­inu og það sem fram hafði komið í þremur fyrri umsögnum sem bár­ust um málið virð­ist ekki vera algjör ein­hugur um afstöðu til máls­ins í presta­stétt. Þor­valdur Víð­is­son sókn­ar­prestur í Foss­vogspresta­kalli lýsir sig jákvæðan í garð til­lög­unnar í sinni umsögn um hana.

„Í ljósi þeirra miklu skipu­lags­breyt­inga sem kirkjan er að ganga í gegnum um þessar mund­ir, myndi það skjóta skökku við, ef ekki yrði leitað nýrra leiða til að tryggja sann­gjarna umbun til presta fyrir þá mik­il­vægu þjón­ustu sem felst í athöfnum kirkj­unnar og fræðslu, skírn­um, ferm­ing­ar­fræðslu, hjóna­vígslum og útför­um. Það er að mínu mati tíma­skekkja að halda slíkri gjald­skrá til streitu og styð ég þá grunn­hugsun sem að baki þessu máli kirkju­þings býr, að vinna skuli að nýjum til­lögum í þessu sam­band­i,“ segir í umsögn Þor­valds.

Hann lætur þess þó getið að núgild­andi kjara­samn­ingur á milli Presta­fé­lags­ins og kirkj­unnar bygg­ist m.a. á því að í gildi sé gjald­skrá vegna prests­þjón­ustu.

„Með þess­ari til­lögu um afnám gjald­skrár­innar hlýtur það því að verða verk­efni samn­inga­nefndar kirkju­þings og samn­inga­nefndar Presta­fé­lags Íslands að semja um heild­ar­kjör, á þeim nýja grund­velli, þar sem umbun vegna prests­þjón­ustu verði í fram­tíð­inni hluti af kjörum og kjara­samn­ing­i,“ skrifar Þor­vald­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent