Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson mynd: Sjálfstæðisflokkurinn
Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Lýðræðisveislan var ekki ókeypis

Kostnaður frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins fyrr á árinu var á sjöunda tug milljóna. Mestu fé var varið í prófkjörin á höfuðborgarsvæðinu, en yfir 20 þúsund manns tóku þátt í því að stilla upp D-listum á landsvísu.

Sam­an­lagður kostn­aður þeirra fram­bjóð­enda sem spreyttu sig í próf­kjörum Sjálf­stæð­is­flokks­ins um landið allt fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar nam alls að minnsta kosti 58 millj­ónum króna, sam­kvæmt því sem lesa má út úr upp­gjörum fram­bjóð­enda á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar og svörum fram­bjóð­enda til Kjarn­ans.

Þá er ein­ungis horft til þeirra fram­bjóð­enda sem vörðu yfir 500 þús­und krónum í sína fram­boðs­bar­áttu, en gera má ráð fyrir að þeir fram­bjóð­endur sem skil­uðu inn yfir­lýs­ingu um að þeir hafi varið minna en 500 þús­und krónum til fram­boðs­ins hafi varið ein­hverjum tugum eða hund­ruðum þús­unda í að koma sér á fram­færi.

Lík­lega var því heild­ar­kostn­aður fram­bjóð­enda vegna próf­kjörs­bar­áttu flokks­ins á lands­vísu eitt­hvað inn á sjö­unda tug millj­óna – en nær allt féð sem fram­bjóð­endur höfðu úr að moða fékkst með fram­lögum ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem standa fram­bjóð­end­unum nærri.

Sjálfstæðisflokkurinn kallaði prófkjör sín fyrr á árinu lýðræðisveislu. Yfir 20 þúsund manns tóku þátt. Mynd: SJálfstæðisflokkurinn.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hélt próf­kjör í öllum kjör­dæmum og alls tóku 20.771 kjós­endur þátt í að velja fólkið sem síðan skip­aði listana sem boðnir voru fram 25. sept­em­ber.

Það má því nærri láta að fyrir hvert ein­asta atkvæði sem greitt var í próf­kjörum flokks­ins hafi fram­bjóð­endur kostað til um 3.000 krón­um, ef útgjöld fram­bjóð­enda til bar­átt­unnar eru talin sam­an.

Guð­laugur Þór og Áslaug Arna í sér­flokki

Próf­kjör flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum var að venju helsti vett­vangur bar­átt­unnar og sá þar sem fram­bjóð­endur vörðu mestu til. Þar voru þátt­tak­endur í próf­kjör­inu flestir og bar­átta á milli ólíkra arma innan flokks­ins hvergi sýni­legri. Í ár greiddu 7.493 manns atkvæði í próf­kjör­inu í Reykja­vík, en þátt­tak­endur voru ein­ungis 3.430 tals­ins árið 2016, er síð­ast var haldið próf­kjör í borg­inni.

Áber­andi bar­átta Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur og Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar er senni­lega á meðal ástæðna fyrir stór­auk­inni þátt­töku frá síð­asta próf­kjöri. Þau ætl­uðu sér bæði fyrsta sætið í próf­kjör­inu og þegar atkvæði höfðu verið talin hafði Guð­laugur Þór unnið góðan sig­ur.

Þeir sem studdu Áslaugu Örnu og reyndu að koma í veg fyrir sigur Guð­laugs hins veg­ar, „þeir töp­uð­u“, eins og utan­rík­is­ráð­herr­ann sagði sjálfur eft­ir­minni­lega, hálf radd­laus, er hann fagn­aði sigri í próf­kjör­inu með stuðn­ings­mönnum sín­um.

Mest púður fór í próf­kjörs­bar­áttu þeirra tveggja, en Guð­laugur Þór setti 11,1 milljón í slag­inn (þar af yfir 4 millj­ónir úr eigin vasa) og Áslaug Arna 8,7 millj­ón­ir. Aðrir fram­bjóð­endur í Reykja­vík­ur­próf­kjör­inu stóðu þeim all­nokkuð að baki.

Áslaug Arna og Guðlaugur Þór leiddu sitt hvorn lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Samsett

Diljá Mist Ein­ars­dóttir og Hildur Sverr­is­dótt­ir, sem höfn­uðu í þriðja og fjórða sæti í próf­kjöri flokks­ins og voru kjörnar örugg­lega inn á þing í kosn­ing­unum þann 25. sept­em­ber, vörðu 4,5 og 3,3 millj­ónum króna í sína slagi.

Fleiri sótt­ust eftir sæt­unum sem þær stöllur hrepptu og vörðu til þess all­nokkru fé, án þess að upp­skera eins og stefnt var að.

Frið­jón R. Frið­jóns­son, sem hafn­aði í 8. sæti í próf­kjör­inu, varði um 4,2 millj­ónum króna í sína bar­áttu og Kjartan Magn­ús­son, sem hafn­aði í sjö­unda sæti í setti 2,3 millj­ónir í slag­inn. Í fimmta og sjötta sæti í próf­kjör­inu höfn­uðu svo þeir Brynjar Níels­son og Birgir Ármanns­son, en hvor­ugur þeirra varði yfir 500 þús­und krónum í próf­kjörs­bar­átt­una. Það gerði Sig­ríður Á. And­er­sen fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra heldur ekki, en hún hlaut ekki braut­ar­gengi í próf­kjör­inu – náði ekki inn

Brynjar Níelsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Jón Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen á fundi í Valhöll fyrir nokkrum árum.

Brynjar, sem upp­haf­lega lýsti því yfir að hann ætl­aði ekki að taka sæti á lista sökum nið­ur­stöðu sinnar í próf­kjör­inu, gerði það þó á endum en féll út af þingi á meðan að Birgir Ármanns­son hélst inni, sem þriðji þing­maður flokks­ins í Reykja­vík suð­ur.

Vil­hjálmur seg­ist hafa varið um fimm millj­ónum í slag við Guð­rúnu

Annar áber­andi kosn­inga­slagur var í próf­kjör­inu í Suð­ur­kjör­dæmi, en þar kom inn nýlið­inn Guð­rún Haf­steins­dóttir og sótt­ist eftir fyrsta sæt­inu á lista, sem Páll Magn­ús­son skip­aði í kosn­ing­unum 2017. Það gerði Vil­hjálmur Árna­son þing­maður einnig.

Vil­hjálmur hefur ekki enn skilað inn yfir­liti til Rík­is­end­ur­skoð­unar um upp­gjör próf­kjörs síns, en hann segir Kjarn­anum að hann telji sig hafa varið um 5 millj­ónum króna í próf­kjör­ið. Guð­rún sjálf setti rúmar 2 millj­ónir króna í próf­kjörs­bar­átt­una og hafði betur á end­anum á meðan Vil­hjálmur var að gera sér annað sætið að góðu.

Haraldur Benediktsson og Vilhjálmur Árnason.
Bára Huld Beck

Sá sem hafn­aði í þriðja sæti í próf­kjör­inu í Suð­ur­kjör­dæmi, Ásmundur Frið­riks­son, varði 3,2 millj­ónum í bar­áttu sinni, en aðrir fram­bjóð­endur í kjör­dæm­inu vörðu ýmist minna eða hafa ekki skilað inn upp­gjöri til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

Vert er að taka fram að fjórði og nýjasti þing­maður flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, Birgir Þór­ar­ins­son­ar, tók ekki þátt í neinu próf­kjöri, enda var honum stillt upp í efsta sæti á lista Mið­flokks­ins í kjör­dæm­inu. Svo færði hann sig yfir í annað þing­flokks­her­bergi ein­ungis tveimur vikum eftir kosn­ing­ar.

Arnar Þór og Jón Gunn­ars­son kost­uðu mestu til í Krag­anum

Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, kjör­dæmi for­manns­ins Bjarna Bene­dikts­son­ar, var bar­átta um 2.-4. sætið á lista flokks­ins, sem mátti gefa sér að yrðu svo gott sem örugg þing­sæti. Arnar Þór Jóns­son hér­aðs­dóm­ari varði mestu til í þess­ari bar­áttu, eða 4,7 millj­ónum króna. Hann náði ekki þeim árangri sem hann ætl­aði sér í próf­kjör­inu og varð að láta sér fimmta sætið á list­anum lynda, sem síðan fleytti honum ekki inn á þing.

Jón Gunn­ars­son varði næst­mestu í sína bar­áttu, 4,5 millj­ónum króna og náði öðru sæti í próf­kjör­inu eins og hann stefndi að. Bryn­dís Har­alds­dóttir hafn­aði í þriðja sæti, en hún varði 1,9 millj­ónum króna í sína bar­áttu – eða nokkru meira en Óli Björn Kára­son sem setti rúmar 1,3 millj­ónir króna í slag­inn.

For­mað­ur­inn Bjarni og aðrir fram­bjóð­endur í kjör­dæm­inu hafa skilað inn yfir­lýs­ingum til Rík­is­end­ur­skoð­unar um að bar­átta þeirra hafi kostað minna en 500 þús­und krón­ur.

Minnstur til­kostn­aður í Norð­vestur og Norð­austur

Þrátt fyrir að bit­ist hafi verið um odd­vita­sætin í bæði Norð­vest­ur- og Norð­aust­ur­kjör­dæmum í próf­kjör­unum sem þar fóru fram snemma í sumar voru fjár­út­lát fram­bjóð­anda þar mun tölu­vert minni en í kjör­dæm­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í Suð­ur­kjör­dæmi.

Teitur Björn Einarsson náði ekki inn á þing. En reyndar er ekki loku fyrir það skotið að kosið verði á ný í Norðvesturkjördæmi.

Teitur Björn Ein­ars­son, sem hafn­aði í þriðja sæti í próf­kjör­inu í NV-­kjör­dæmi varði mestu til, eða rúm­lega 1,7 millj­ónum króna á meðan að Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, sem hreppti odd­vita­sæt­ið, þrátt fyrir að Har­aldur Bene­dikts­son hafi ekki ætlað sér að láta það af hendi, varði rúmum 1,4 millj­ónum króna í sína bar­áttu. Sjálfur kost­aði Har­aldur til 670 þús­und krón­um, í sinni próf­kjörs­bar­áttu.

Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi varði eng­inn fram­bjóð­andi yfir 500 þús­und krónum í sína bar­áttu, sam­kvæmt því sem fram kemur á vef Rík­is­send­ur­skoð­unar en reyndar hefur ekk­ert yfir­lit borist þangað frá Berg­lindi Ósk Guð­munds­dótt­ur, sem hafn­aði í öðru sæti í próf­kjör­inu.

Þeir Njáll Trausti Frið­berts­son og Gauti Jóhann­es­son sem sótt­ust eftir odd­vita­sæt­inu hafa báðir skilað inn yfir­lýs­ingum um að kostn­aður vegna fram­boða þeirra hafi verið undir hálfri millj­ón.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar