Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík

Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.

Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Auglýsing

Lars Løkke er tví­mæla­laust meðal þekkt­ustu stjórn­mála­manna í Dan­mörku á síð­ari árum. Hann er 57 ára og hefur setið á þingi í 26 ár. Hann tók við sem for­sæt­is­ráð­herra og for­maður í Ven­stre árið 2009, þá voru tvö ár eftir af kjör­tíma­bil­inu en eftir kosn­ingar 2011 tók stjórn undir for­ystu Helle Thorn­ing- Schmidt við völd­um.

Lökke, eins og hann er oft­ast kall­aður til aðgrein­ingar frá tveimur for­verum sínum á stóli for­sæt­is­ráð­herra, sett­ist aftur í for­sæt­is­ráðu­neytið eftir kosn­ingar árið 2015 og sat fram að kosn­ingum 2019. Fylg­is­hrun Danska Þjóð­ar­flokks­ins, sem stutt hafði stjórn Ven­stre, olli því að Lars Løkke missti lykla­völdin í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu til Mette Frederik­sen og jafn­að­ar­manna.

Viðr­aði nýjar hug­myndir

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2019 nefndi Lars Løkke í við­tölum að kannski væri kom­inn tími til að hugsa dönsk stjórn­mál upp á nýtt. Brjóta upp blokka­skipt­ing­una svo­nefndu. Danska þing­ið, Fol­ket­inget skipt­ist í tvær blokkir, bláa og rauða. Þeirri bláu til­heyra hægri flokk­arnir svo­nefndu en vinstri flokk­arnir þeirri rauðu. Utan þess­ara blokka hefur Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn staðið en hann hafði lengi stutt rík­is­stjórnir bláu blokk­ar­inn­ar.

Auglýsing

Hug­myndir Lars Løkke um brjóta upp blokka­skipt­ing­una, vinna yfir miðj­una eins og hann komst að orði, féllu í grýttan jarð­veg hjá mörgum flokks­mönnum Ven­stre. Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske 7. ágúst 2019 vís­aði Krist­ian Jen­sen vara­for­maður Ven­stre hug­myndum Lars Løkke á bug. Danskir stjórn­mála­skýrendur sögðu aug­ljóst að ein­hvers­konar upp­gjör væri í vændum í Ven­stre. Þeir reynd­ust sann­spá­ir.

Átaka­fund­ur, afsögn for­manns og vara­for­manns

Á miklum átaka­fundi Ven­stre í lok ágúst 2019 var ákveðið að boða til lands­fundar þrem vikum síð­ar, 21. sept­em­ber, og þar yrði eitt mál á dag­skrá: kosn­ing for­manns og vara­for­manns. Lars Løkke fór fram á að flytja lands­fund­inum skýrslu um for­manns­störf sín, en þeirri kröfu var hafn­að. Lars Løkke fann að allur vindur var úr for­manns­seglum hans, til­kynnti afsögn sína, gekk á dyr bak­dyra­meg­in, og var á bak og burt áður en fund­ar­menn höfðu áttað sig. Nokkrum mín­útum síðar til­kynnti Krist­ian Jen­sen vara­for­maður um afsögn sína, með grát­staf­inn í kverk­un­um.

Lands­fundur Ven­stre fór fram 21. sept­em­ber 2019, eins og ákveðið hafði ver­ið, þar var Jakob Ellem­ann-J­en­sen kos­inn for­maður og Inger Støjberg vara­for­mað­ur. Hún er mjög umdeild og sagði síðar af sér vara­for­mennsku og enn síðar skilið við Ven­stre. Það gerð­ist eftir að þing­menn sam­þykktu að henni skyldi stefnt fyrir Lands­dóm vegna ákvarð­ana og fyr­ir­skip­ana hennar í mál­efnum inn­flytj­enda, meðan hún gegndi emb­ætti ráð­herra inn­flytj­enda­mála. Þau mála­ferli standa nú yfir en ekki verður nánar um þau fjallað hér.

Ætl­aði sér greini­lega að halda áfram í stjórn­málum

Um mán­aða­mótin ágúst sept­em­ber 2020 sendi Lars Løkke frá sér bók­ina „Om de fleste og det meste“. Þar fór hann yfir atburða­rás­ina sem leiddi til afsagnar hans sem for­manns Ven­stre en gagn­rýnendur sögðu frá­sögn­ina nokkuð ein­hliða og höf­und sleppa mörgu um eigin „kaf­báta­hern­að“ eins og einn orð­aði það.

Í bók­inni gefur Lars Løkke til kynna, án þess þó að segja berum orð­um, að hann velti fyrir sér að snúa aftur í fram­línu stjórn­mál­anna. Þegar bókin kom út var Lars Løkke enn þing­maður Ven­stre en í byrjun þessa árs sagði hann skilið við flokk­inn, varð þing­maður utan flokka, løs­gæn­ger. Hann til­kynnti við það tæki­færi stofnun nýrrar stjórn­mála­hreyf­ingar „Det politiske møde­sted“. Dönsku fjöl­miðl­arnir köll­uðu það bið­leik, Lars Løkke væri að kanna jarð­veg­inn fyrir nýjan flokk. Sem reynd­ist rétt.

Modera­terne

Í apríl til­kynnti Lars Løkke að hann hefði stofnað nýjan flokk, Modera­ter­ne. Til­kynn­ingin um stofnun flokks­ins birt­ist fyrst í inn­sendri grein í dag­blað­inu B.T. Í grein­inni sagði Lars Løkke að nýi flokk­ur­inn myndi stað­setja sig á miðju stjórn­mál­anna, sama hug­myndin og hann hafði áður lýst. Í grein­inni nefndi hann nokkur helstu áherslu­at­riði nýja flokks­ins þar á meðal lægri skatta á atvinnu­líf­ið, breyt­ingar á náms­styrkja­kerf­inu, aukna styrki til vís­inda­rann­sókna. „Skyn­semi og kreddu­leysi mun ein­kenna okkar störf,“ sagði Lars Løkke.

Stjórn­mála­skýrendur dönsku fjöl­miðl­anna sögðu flokks­stofn­un­ina tíð­indi í dönskum stjórn­málum og töldu lít­inn vafa á að klækja­ref­ur­inn Lars Løkke (orða­lag Politi­ken) myndi draga að sér fylgi. Eng­inn vafi léki á að hann ætti sér fjöl­marga fylg­is­menn. Jafn­framt bentu stjórn­mála­skýrendur á að Ven­stre, gamli flokkur Lars Løkke ætti í miklum erf­ið­leik­um, fylgið hafði hrunið og Jakob Ellem­ann-J­en­sen ætti erfitt með að finna takt­inn, eins og það var orð­að.

Í nýrri Gallup könnun meðal danskra kjós­enda myndu Modera­terne fá 3,5% atkvæða og sex þing­menn ef kosið væri í dag. Mynd: EPA

Margt Ven­strefolk undr­andi

Árlegur lands­fundur Ven­stre fór fram helg­ina 9-10. sept­em­ber sl. For­mað­ur­inn Jakob Ellem­ann-J­en­sen fór yfir stöð­una í flokknum og sagði brýnt að félagar í flokknum standi sam­an, erf­ið­leika­tíma­bil, bæði í flokknum og lands­mál­unum væri að baki og horfa yrði fram á við. Þótt mál­efni Lars Løkke og nýja flokks­ins væru ekki á dag­skrá fund­ar­ins voru þau mál heil­mikið rædd, utan dag­skrár. Meðal þeirra sem hafa lýst mik­illi undrun og óánægju með þá ákvörðun Lars Løkke að snúa baki við flokknum er And­ers Fogh Rasmus­sen fyrr­ver­andi for­maður Ven­stre og for­sæt­is­ráð­herra. Sagð­ist hann telja að það hefði þjónað flokkn­um, og Lars Løkke, best að hann hefði verið áfram í flokkn­um. Ber­tel Haarder fyrr­ver­andi ráð­herra og áhrifa­maður í Ven­stre í ára­tugi hefur talað á sömu nótum og enn­fremur Claus Hjort Frederiksen, sem var ráð­herra í stjórn Lars Løkke og hans helsti ráð­gjafi.

Ný skoð­ana­könnun er byr í seglin hjá Modera­terne

Í nýrri Gallup könnun meðal danskra kjós­enda myndu Modera­terne fá 3,5% atkvæða og sex þing­menn ef kosið væri í dag. Það sem vakti sér­staka athygli stjórn­mála­skýrenda var sú stað­reynd að tæpur helm­ingur þeirra sem studdu Modera­terne í þess­ari könnun var fólk sem studdi Ven­stre í kosn­ing­unum 2019. Þetta segja stjórn­mála­skýrendur ekki góð skila­boð til for­ystu Ven­stre. Kasper Møller Han­sen pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Hafn­ar­há­skóla segir könn­un­ina vís­bend­ingu um að það verði atkvæðin á miðj­unni sem ráði úrslitum í næstu kosn­ing­um. „Klækja­ref­ur­inn Lars Løkke gæti því hugs­an­lega ráðið því hver verði næsti for­sæt­is­ráð­herra Dana. Sú til­hugsun veldur gæsa­húð hjá Ven­stre fólki.“

Rétt er að geta þess varð­andi könnun Gallup að sam­kvæmt henni hefur rík­is­stjórn Mette Frederiksen, og stuðn­ings­flokkar henn­ar, tryggan meiri­hluta á þing­inu. Næstu þing­kosn­ingar í Dan­mörku fara fram árið 2023.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar