Allir nefndarmenn sammála um að „fyrri talning“ geti ekki gilt

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa slær möguleikann á því að láta „fyrri talninguna“ í Borgarnesi gilda út af borðinu í greinargerð sinni í dag. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata stendur ekki að greinargerðinni.

Birgir Ármannson þingmaður Sjálfstæðisflokksins leiðir kjörbréfanefndina.
Birgir Ármannson þingmaður Sjálfstæðisflokksins leiðir kjörbréfanefndina.
Auglýsing

Alþing­is­menn virð­ast flestir ætla að velja á milli tveggja kosta í stöð­unni síðar í vik­unni, sam­kvæmt grein­ar­gerð und­ir­bún­ings­nefndar fyrir rann­sókn kjör­bréfa, sem birt­ist á vef þings­ins síð­degis í dag. Lík­leg­ast er að annað hvort verði ákveðið að láta seinni taln­ingu atkvæða í Borg­ar­nesi gilda og stað­festa þar með kjör­bréf þau sem gefin voru út af lands­kjör­stjórn 1. októ­ber – eða boða til upp­kosn­ingar í kjör­dæm­in­u.

Mögu­leik­inn á að láta fyrri taln­ingu atkvæða gilda er nefni­lega sleg­inn út af borð­inu í grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar. Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata ákvað að standa ekki að grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar, en hann tekur þó líka undir þessa skoðun ann­arra nefnd­ar­manna.

Hin eig­in­lega kjör­bréfa­nefnd, sem kjörin var í dag og er skipuð sömu þing­mönnum og und­ir­bún­ings­nefnd­in, mun skila meiri­hluta- og minni­hluta­á­litum sem þing­menn munu taka afstöðu til við atkvæða­greiðslu á fimmtu­dag.

Segja úti­lokað að láta fyrri taln­ingu gilda

Bæði Karl Gauti Hjalta­son og Lenya Rún Taha Karim, sem voru við það að verða þing­menn sam­kvæmt fyrstu kynn­ingu loka­talna að morgni sunnu­dags­ins 26. sept­em­ber settu fram þá kröfu að sú nið­ur­staða ætti að fá að standa sem end­an­legar loka­töl­ur. Það fellir und­ir­bún­ings­nefndin sig þó ekki við, sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni.

Bent er á að lands­kjör­stjórn hafi talið sér skylt að byggja úthlutun þing­sæta á skýrslu yfir­kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi um úrslit kosn­ing­anna, sem fór eftir „seinni taln­ing­u“, en nokkur mis­munur var á atkvæða­fjölda flokka á milli fyrstu taln­ingar og þeirrar seinni.

Auglýsing

Það að láta fyrri taln­ing­una gilda, segir und­ir­bún­ings­nefnd­in, kæmi fyrst til greina ef litið væri svo á að slíkur ann­marki hefði verið á varð­veislu kjör­gagna á umræddum tíma að ætla mætti að hann hefði áhrif á úrslit kosn­ing­anna.

„Jafn­vel þó svo kom­ist væri að slíkri nið­ur­stöðu er ekki sjálf­gefið að þar með skuli nið­ur­stöður fyrri taln­ingar standa enda ómögu­legt að sann­reyna þær tölur út frá þeim kjör­gögnum sem fyrir liggja,“ segir í grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar, þar sem segir að úrlausn slíks álita­máls verði ekki jafnað til þess þegar Alþingi úrskurði um ein­staka vafa­at­kvæði sem geti haft áhrif á úthlutun þing­sæta.

Nefndin segir að það beri að „líta til þess að ann­marki af fram­an­greindum toga varðar gildi kosn­inga í heilu kjör­dæmi“ og að slík mál fari sam­kvæmt skýrum laga­fyr­ir­mæl­um:

„Úr­skurði Alþingi kosn­ing­una í Norð­vest­ur­kjör­dæmi ógilda skal upp­kosn­ing fara fram.[...] Ekki verður séð sam­kvæmt til­vitn­uðum ákvæðum eða öðrum laga­reglum að við slíkar aðstæður komi til álita að láta fyrri tölur standa,“ segir í grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent