Allir nefndarmenn sammála um að „fyrri talning“ geti ekki gilt

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa slær möguleikann á því að láta „fyrri talninguna“ í Borgarnesi gilda út af borðinu í greinargerð sinni í dag. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata stendur ekki að greinargerðinni.

Birgir Ármannson þingmaður Sjálfstæðisflokksins leiðir kjörbréfanefndina.
Birgir Ármannson þingmaður Sjálfstæðisflokksins leiðir kjörbréfanefndina.
Auglýsing

Alþing­is­menn virð­ast flestir ætla að velja á milli tveggja kosta í stöð­unni síðar í vik­unni, sam­kvæmt grein­ar­gerð und­ir­bún­ings­nefndar fyrir rann­sókn kjör­bréfa, sem birt­ist á vef þings­ins síð­degis í dag. Lík­leg­ast er að annað hvort verði ákveðið að láta seinni taln­ingu atkvæða í Borg­ar­nesi gilda og stað­festa þar með kjör­bréf þau sem gefin voru út af lands­kjör­stjórn 1. októ­ber – eða boða til upp­kosn­ingar í kjör­dæm­in­u.

Mögu­leik­inn á að láta fyrri taln­ingu atkvæða gilda er nefni­lega sleg­inn út af borð­inu í grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar. Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata ákvað að standa ekki að grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar, en hann tekur þó líka undir þessa skoðun ann­arra nefnd­ar­manna.

Hin eig­in­lega kjör­bréfa­nefnd, sem kjörin var í dag og er skipuð sömu þing­mönnum og und­ir­bún­ings­nefnd­in, mun skila meiri­hluta- og minni­hluta­á­litum sem þing­menn munu taka afstöðu til við atkvæða­greiðslu á fimmtu­dag.

Segja úti­lokað að láta fyrri taln­ingu gilda

Bæði Karl Gauti Hjalta­son og Lenya Rún Taha Karim, sem voru við það að verða þing­menn sam­kvæmt fyrstu kynn­ingu loka­talna að morgni sunnu­dags­ins 26. sept­em­ber settu fram þá kröfu að sú nið­ur­staða ætti að fá að standa sem end­an­legar loka­töl­ur. Það fellir und­ir­bún­ings­nefndin sig þó ekki við, sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni.

Bent er á að lands­kjör­stjórn hafi talið sér skylt að byggja úthlutun þing­sæta á skýrslu yfir­kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi um úrslit kosn­ing­anna, sem fór eftir „seinni taln­ing­u“, en nokkur mis­munur var á atkvæða­fjölda flokka á milli fyrstu taln­ingar og þeirrar seinni.

Auglýsing

Það að láta fyrri taln­ing­una gilda, segir und­ir­bún­ings­nefnd­in, kæmi fyrst til greina ef litið væri svo á að slíkur ann­marki hefði verið á varð­veislu kjör­gagna á umræddum tíma að ætla mætti að hann hefði áhrif á úrslit kosn­ing­anna.

„Jafn­vel þó svo kom­ist væri að slíkri nið­ur­stöðu er ekki sjálf­gefið að þar með skuli nið­ur­stöður fyrri taln­ingar standa enda ómögu­legt að sann­reyna þær tölur út frá þeim kjör­gögnum sem fyrir liggja,“ segir í grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar, þar sem segir að úrlausn slíks álita­máls verði ekki jafnað til þess þegar Alþingi úrskurði um ein­staka vafa­at­kvæði sem geti haft áhrif á úthlutun þing­sæta.

Nefndin segir að það beri að „líta til þess að ann­marki af fram­an­greindum toga varðar gildi kosn­inga í heilu kjör­dæmi“ og að slík mál fari sam­kvæmt skýrum laga­fyr­ir­mæl­um:

„Úr­skurði Alþingi kosn­ing­una í Norð­vest­ur­kjör­dæmi ógilda skal upp­kosn­ing fara fram.[...] Ekki verður séð sam­kvæmt til­vitn­uðum ákvæðum eða öðrum laga­reglum að við slíkar aðstæður komi til álita að láta fyrri tölur standa,“ segir í grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent