Forsetinn segir þingið þurfa að ræða hvort betra væri að kjósa að vori næst

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagðist í ræðu sinni við þingsetningu vonast til að þingið gæti rætt stjórnarskrárbreytingar í vetur, nokkuð sem ekki náðist að taka efnislega umræðu um á síðasta þingi.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands ávarp­aði Alþingi við þing­setn­ingu sem fram fór í dag og velti því meðal ann­ars upp við þing­menn hvort mögu­lega væri gáfu­legra að kjósa að vori næst þegar kosið yrði til Alþing­is.

„Þrjú skipti í röð höfum við gengið til þing­kosn­inga að hausti. Það kjör­tíma­bil, sem nú er haf­ið, getur staðið til seinni hluta sept­em­ber að fjórum árum liðn­um. Ræða þarf kosti þess og galla að hafa kjör­dag að hausti en ekki að vori eins og venja hefur ver­ið, ekki síst hvaða áhrif það hefur á störf Alþing­is, þunga­miðju hins póli­tíska valds,“ sagði Guðni í ræðu sinni, en Alþingi hefur ekki komið saman síðan 6. júlí.

Von­ast eftir umræðu í þing­inu um stjórn­ar­skrár­mál

„Margt brennur meira á íslenskri þjóð en end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar,“ sagði for­set­inn í ræðu sinni, en hann ákvað þó að leyfa sér að nefna að við þing­setn­ingu fyrir tæpu ári hefði hann lýst þeirri von að „unnt yrði að taka hóf­samar til­lögur að breyt­ingum á stjórn­ar­skrá til efn­is­legrar afgreiðslu og leiða umræður til lykta í þessum sal.“

Auglýsing

„Svo fór ekki,“ bætti hann við, og sagði að þess í stað hefðu örlög stjórn­ar­skrár­frum­varps ráð­ist í nefnd­ar­her­bergi handan Aust­ur­vall­ar.

„Von­andi gengur betur á þessu kjör­tíma­bili að ræða og ráð­ast í skyn­sam­legar umbætur á stjórn­ar­skrá Íslands, rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tím­ans straumi. Má þá sem fyrr horfa til ákvæða um umhverfi, auð­lindir og íslenska tungu, auk breyt­inga á þjóð­höfð­ingjakafla stjórn­ar­skrár­inn­ar. Verk­efni hér næstu daga benda líka til þess að í fleira megi rýna í þessum efn­um,“ sagði for­set­inn og vís­aði þarna í síð­ustu mál­grein til þess að þings­ins bíður að skera úr um hvort kjör­bréf skuli talin lög­leg eður ei.

„Eft­ir­mál urðu í einu kjör­dæmi og sam­kvæmt stjórn­ar­skrá okkar er það í höndum Alþingis að skera úr um hvort þing­menn þess séu lög­lega kosn­ir. Mikil er því ábyrgð alþing­is­manna, nú sem endranær,“ sagði for­set­inn um það mál í ræðu sinni.

Kjör­bréfa­nefnd var kjörin á þessum fyrsta þing­fundi vetr­arsins. Hún er skipuð sömu þing­mönnum og hafa setið í und­ir­bún­ings­nefnd fyrir rann­sókn kjör­bréfa und­an­farnar vik­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent