Samkeppniseftirlitið samþykkir sölu á innviðum Sýnar

Sýn hefur nú fengið vilyrði frá Samkeppniseftirlitinu um sölu á fjarskiptainnviðum sínum til erlendra fjárfesta.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur gefið heim­ild fyrir sölu á fjar­skipta­innviðum sínum til Digi­tal Bridge Group Inc. sem er sjóður í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­sjóðs­ins Digi­tal Colony. Sýn greindi frá sam­þykk­inu með til­kynn­ingu á vef Kaup­hall­ar­innar í dag.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið ekki for­sendur til að aðhaf­ast meira í mál­inu, en Sýn hyggst ætla að leigja aftur inn­við­ina, sem inni­halda meðal ann­ars síma­möst­ur, frá kaup­end­un­um.

Rík­is­stjórnin fylgist með inn­viða­sölu

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá hefur þjóðar­ör­ygg­is­ráð fundað um sölu íslenskra fjar­skipta­fyr­ir­tækja á eigin innvið­um, en að mati ráðs­ins er full ástæða til að fylgj­ast með henni.

Auglýsing

Nefnd á vegum for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins vinnur nú að til­­lögum að heild­­stæðri lög­­­gjöf um fjár­­­fest­ingar í þýð­inga­­miklum sam­­fé­lags­innviðum og tengdri starf­­semi vegna þjóð­ar­­ör­ygg­­is. Þess háttar lög­gjöf hefur litið dags­ins ljós í Nor­egi, Dan­mörku og Finn­landi á síð­ustu árum, auk þess sem unnið er að svip­uðum til­lögum í Sví­þjóð. Búist er við því að nefndin skili til­­lögum sínum í jan­úar á næsta ári.

Sím­inn til franskra fjár­festa

Í síð­asta mán­uði til­kynnti Sím­inn frá því að franska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Ardian France SA hafi gert sam­komu­lag um einka­við­ræður og helstu skil­mála í tenglsum við mögu­lega sölu á dótt­ur­fé­lag­inu Mílu. Þessi sala verður einnig háð sam­þykki yfir­valda, en Sím­inn seg­ist standa í við­ræðum við hið opin­bera til að tryggja að rekstur inn­viða félags­ins sam­rým­ist þjóðar­ör­ygg­is­hags­munum hér eftir sem hingað til.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent