Samkeppniseftirlitið samþykkir sölu á innviðum Sýnar

Sýn hefur nú fengið vilyrði frá Samkeppniseftirlitinu um sölu á fjarskiptainnviðum sínum til erlendra fjárfesta.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur gefið heim­ild fyrir sölu á fjar­skipta­innviðum sínum til Digi­tal Bridge Group Inc. sem er sjóður í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­sjóðs­ins Digi­tal Colony. Sýn greindi frá sam­þykk­inu með til­kynn­ingu á vef Kaup­hall­ar­innar í dag.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið ekki for­sendur til að aðhaf­ast meira í mál­inu, en Sýn hyggst ætla að leigja aftur inn­við­ina, sem inni­halda meðal ann­ars síma­möst­ur, frá kaup­end­un­um.

Rík­is­stjórnin fylgist með inn­viða­sölu

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá hefur þjóðar­ör­ygg­is­ráð fundað um sölu íslenskra fjar­skipta­fyr­ir­tækja á eigin innvið­um, en að mati ráðs­ins er full ástæða til að fylgj­ast með henni.

Auglýsing

Nefnd á vegum for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins vinnur nú að til­­lögum að heild­­stæðri lög­­­gjöf um fjár­­­fest­ingar í þýð­inga­­miklum sam­­fé­lags­innviðum og tengdri starf­­semi vegna þjóð­ar­­ör­ygg­­is. Þess háttar lög­gjöf hefur litið dags­ins ljós í Nor­egi, Dan­mörku og Finn­landi á síð­ustu árum, auk þess sem unnið er að svip­uðum til­lögum í Sví­þjóð. Búist er við því að nefndin skili til­­lögum sínum í jan­úar á næsta ári.

Sím­inn til franskra fjár­festa

Í síð­asta mán­uði til­kynnti Sím­inn frá því að franska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Ardian France SA hafi gert sam­komu­lag um einka­við­ræður og helstu skil­mála í tenglsum við mögu­lega sölu á dótt­ur­fé­lag­inu Mílu. Þessi sala verður einnig háð sam­þykki yfir­valda, en Sím­inn seg­ist standa í við­ræðum við hið opin­bera til að tryggja að rekstur inn­viða félags­ins sam­rým­ist þjóðar­ör­ygg­is­hags­munum hér eftir sem hingað til.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent