Tillaga að innviðafrumvarpi væntanleg í janúar

Búist er við því að tillögur að frumvarpi um rýni í fjárfestingar á mikilvægum innviðum vegna þjóðaröryggis verði tilbúnar í janúar á næsta ári. Sambærilegar lagabreytingar hafa átt sér stað í Noregi, Danmörku og Finnlandi á síðustu árum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing

Nefnd á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins vinnur nú að til­lögum að heild­stæðri lög­gjöf um fjár­fest­ingar í þýð­inga­miklum sam­fé­lags­innviðum og tengdri starf­semi vegna þjóðar­ör­ygg­is. Búist er við því að nefndin skili til­lögum sínum í jan­úar á næsta ári. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fyr­ir­hug­aða sölu íslenskra fjar­skipta­fyr­ir­tækja á innvið­um, en bæði Sýn og Sím­inn hafa til­kynnt sölu á innviðum sínum til erlendra fjár­festa. Kaup­endur á innviðum Sýnar er banda­ríski fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Digi­tal Colony, en franska sjóðs­stýr­ing­ar­fyri­tækið Ardian France SA hyggst kaupa Mílu, inn­viða­hluta Sím­ans. Hvorug við­skiptin hafa þó enn átt sér stað, þar sem enn er beðið eftir sam­þykki frá yfir­völd­um.

Morg­un­blaðið greindi frá því fyrir tveimur vikum síðan að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra væri með lög­gjöf í und­ir­bún­ingi sem feli í sér rýni á erlendum fjár­fest­ingum í mik­il­vægum innviðum lands­ins. Þar sagði hún frum­varpið byggja á reynslu ann­arra Norð­ur­landa­þjóða.

Auglýsing

Sam­kvæmt svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er unnið að til­lögu að slíku frum­varpi innan sér­stakrar nefndar innan ráðu­neyt­is­ins núna. Búast megi við að þessar til­lögur verði til­búnar í jan­úar á næsta ári og að ákvörðun um fram­hald máls­ins verði tekin í kjöl­far­ið.

Fyrir tveimur árum síðan tók í gildi breyt­ing á norsku örygg­is­lög­unum sem heim­ilar rýni á allri fjár­fest­ingu, inn­lendri sem erlendri, á meiri en þriðj­ungs­hlut í þjóð­hags­lega mik­il­vægum innvið­um. Í Dan­mörku tóku sömu­leiðis gildi ný lög um rýni á erlendri fjár­fest­ingu á ákveðnum sviðum í júlí, en þau taka til­lit til allra erlendra fjár­fest­inga í sér­lega við­kvæmum greinum sem skil­greind eru í lög­un­um.

Í Sví­þjóð eru ekki til staðar heild­ar­lög um fjár­fest­ingarýni en unnið er að til­lögum til slíkra heild­ar­laga sem liggja munu fyrir ann­að­hvort síðar á þessu ári eða því næsta. Í Finn­landi hafa um langt skeið verið í gildi reglur um rýni erlendrar fjár­fest­ingar í ákveðnum mik­il­vægum geirum, auk þess sem árið 2019 settu Finnar sér­stök lög sem fela í sér að fast­eigna­kaup aðila í ríkjum utan EES-­svæð­is­ins eru háð leyfi og um leið rýni ráðu­neytis varn­ar­mála.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent