Tillaga að innviðafrumvarpi væntanleg í janúar

Búist er við því að tillögur að frumvarpi um rýni í fjárfestingar á mikilvægum innviðum vegna þjóðaröryggis verði tilbúnar í janúar á næsta ári. Sambærilegar lagabreytingar hafa átt sér stað í Noregi, Danmörku og Finnlandi á síðustu árum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing

Nefnd á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins vinnur nú að til­lögum að heild­stæðri lög­gjöf um fjár­fest­ingar í þýð­inga­miklum sam­fé­lags­innviðum og tengdri starf­semi vegna þjóðar­ör­ygg­is. Búist er við því að nefndin skili til­lögum sínum í jan­úar á næsta ári. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fyr­ir­hug­aða sölu íslenskra fjar­skipta­fyr­ir­tækja á innvið­um, en bæði Sýn og Sím­inn hafa til­kynnt sölu á innviðum sínum til erlendra fjár­festa. Kaup­endur á innviðum Sýnar er banda­ríski fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Digi­tal Colony, en franska sjóðs­stýr­ing­ar­fyri­tækið Ardian France SA hyggst kaupa Mílu, inn­viða­hluta Sím­ans. Hvorug við­skiptin hafa þó enn átt sér stað, þar sem enn er beðið eftir sam­þykki frá yfir­völd­um.

Morg­un­blaðið greindi frá því fyrir tveimur vikum síðan að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra væri með lög­gjöf í und­ir­bún­ingi sem feli í sér rýni á erlendum fjár­fest­ingum í mik­il­vægum innviðum lands­ins. Þar sagði hún frum­varpið byggja á reynslu ann­arra Norð­ur­landa­þjóða.

Auglýsing

Sam­kvæmt svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er unnið að til­lögu að slíku frum­varpi innan sér­stakrar nefndar innan ráðu­neyt­is­ins núna. Búast megi við að þessar til­lögur verði til­búnar í jan­úar á næsta ári og að ákvörðun um fram­hald máls­ins verði tekin í kjöl­far­ið.

Fyrir tveimur árum síðan tók í gildi breyt­ing á norsku örygg­is­lög­unum sem heim­ilar rýni á allri fjár­fest­ingu, inn­lendri sem erlendri, á meiri en þriðj­ungs­hlut í þjóð­hags­lega mik­il­vægum innvið­um. Í Dan­mörku tóku sömu­leiðis gildi ný lög um rýni á erlendri fjár­fest­ingu á ákveðnum sviðum í júlí, en þau taka til­lit til allra erlendra fjár­fest­inga í sér­lega við­kvæmum greinum sem skil­greind eru í lög­un­um.

Í Sví­þjóð eru ekki til staðar heild­ar­lög um fjár­fest­ingarýni en unnið er að til­lögum til slíkra heild­ar­laga sem liggja munu fyrir ann­að­hvort síðar á þessu ári eða því næsta. Í Finn­landi hafa um langt skeið verið í gildi reglur um rýni erlendrar fjár­fest­ingar í ákveðnum mik­il­vægum geirum, auk þess sem árið 2019 settu Finnar sér­stök lög sem fela í sér að fast­eigna­kaup aðila í ríkjum utan EES-­svæð­is­ins eru háð leyfi og um leið rýni ráðu­neytis varn­ar­mála.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent