Samfylkingin ekki mynduð til að vera „hatrammasti stjórnarandstöðuflokkurinn“

Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir að honum hafi leiðst átökin í stjórnmálunum og leikirnir kringum þau – enda alltaf verið sáttfús. Kannski of. „Ég var hins vegar reynslulítill og gerði mistök sem kostuðu mig starfið, býst ég við.“

Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir að árið 2021 hafi verið við­burða­rýrt ár. „Það ein­kennd­ist af von­brigðum og ósigrum sem við þurfum að læra af í mínum flokki; en megum ekki fest­ast í eins og íslenskum vinstri­mönnum hættir til að gera. Sam­fylk­ingin var ekki mynduð til að vera hat­rammasti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn með ósveigj­an­leg­ustu kröf­urn­ar. Hún var mynduð til að stjórna. Og semja. Og laða sam­an. Og skapa.“

Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book. Guð­mundur Andri var í öðru sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir Sam­fylk­ing­una en komst ekki inn á þing í síð­ustu kosn­ing­um. Hann vék sæti fyrir Þór­unni Svein­bjarn­ar­dóttur sem nú er komin inn á þing.

Greinir hann frá því að dag­inn eftir að hann datt út af þingi hafi dauðan hval rekið á fjör­una í grennd við hann á Álfta­nesi. „Ein­hver reyndi að telja mér trú um að þetta væri góðs viti en sú tíð er löngu liðin að dauður hvalur tákni annað en dauðan hval – sem þarf að losna við. Í mínum augum var þetta tákn um stöðu mína í póli­tík­inni – ég var strand­aður – og áminn­ing um að ég þyrfti að svip­ast um eftir öðru að ger­a.“

Auglýsing

Gerði mis­tök sem kost­uðu hann starfið

Guð­mundur Andri segir að honum hafi fund­ist gaman í póli­tík­inni. „Fé­lags­veran í mér naut sam­skipt­anna við fólk, mér fannst gaman að setja mig inn í mál og vinna þau í nefndum og mér fannst gaman halda ræður og skrifa greinar og vera tals­maður sjón­ar­miða sem ég trúi ein­læg­lega á, mér fannst gaman að skoða mann­eskj­urnar í þessum heimi, horfa í návígi hvernig völd og áhrif virka, hvernig fólk beitir þeim – og beitir þeim ekki.

Ég naut sam­starfs­ins við aðra, þvert á flokka, en mér leidd­ust átökin og leik­irnir kringum þau, enda alltaf verið sátt­fús. Kannski of. Ég var hins vegar reynslu­lít­ill og gerði mis­tök sem kost­uðu mig starf­ið, býst ég við. Þannig gengur það,“ skrifar hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent