Heilbrigðisþjónusta fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og uppruna

Ingileif Jónsdóttir segir að mikilvægt sé að næsta ríkisstjórn haldi áfram uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og framkvæmd á heilbrigðisstefnunni. Hún treystir VG best til þess.

Auglýsing

Það kemur ekki á óvart að flestir Íslend­ingar telja heil­brigð­is­mál vera mik­il­væg­ustu mál­in, en 67,8% svar­enda í nýlegri könnun Mask­ínu nefndu heil­brigð­is­málin sem stærsta kosn­inga­málið fyrir kosn­ing­arnar 25. sept­em­ber nk. Gott sam­fé­lag á að tryggja öllum góða heil­brigð­is­þjón­ustu. Það er stefna Vinstri grænna. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra og rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hafa unnið að efl­ingu heil­brigð­is­þjón­ustu við alla lands­menn, á öllum svið­um, óháð efna­hag, búsetu og upp­runa.

Heild­stæð heil­brigð­is­stefna og fram­tíð­ar­sýn

Í fyrsta skipti hefur verið mörkuð heild­stæð stefna þar sem heil­brigð­is­yf­ir­völd og stofn­anir heil­brigð­is­kerf­is­ins munu skapa heild­rænt kerfi sem tryggir sjúk­lingum sam­fellda þjón­ustu á réttu þjón­ustu­stigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skil­virkni og hag­kvæmni.

Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir lagði fram heil­brigð­is­stefnu til 2030 með það að leið­ar­ljósi að almenn­ingur á Íslandi búi við örugga og hag­kvæma heil­brigð­is­þjón­ustu þar sem aðgengi allra lands­manna er tryggt með eft­ir­far­andi fram­tíð­ar­sýn fyrir íslenskt heil­brigð­is­kerfi:

 • Íslensk heil­brigð­is­þjón­usta er á heims­mæli­kvarða og lýð­heilsu­starf með áherslu á heilsu­efl­ingu og for­varnir er hluti af allri þjón­ustu, sér­stak­lega þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar.
 • Árangur heil­brigð­is­þjón­ust­unnar er met­inn með því að mæla gæði þjón­ust­unn­ar, öryggi henn­ar, hversu aðgengi­leg hún er og hvað hún kost­ar.

Heil­brigð­is­stefnan var sam­þykkt af Alþingi með miklum meiri­hluta atkvæða og mót­at­kvæða­laust í júni 2019.

Til að lýsa nánar fram­tíð­ar­sýn­inni eru í stefn­unni sett fram sjö lyk­il­við­fangs­efni:

 • For­ysta til ár­ang­urs
 • Rétt ­þjón­usta á rétt­u­m ­stað
 • Fólk­ið í ­for­grunni
 • Virkir not­endur
 • Skil­virk ­þjón­ustu­kaup
 • Gæð­i í ­fyr­ir­rúmi
 • Hugs­að til fram­tíðar

Í heil­brigð­is­stefn­unni er gerð grein fyrir þeim áskor­unum sem við stöndum frammi fyr­ir:

Ævi­lík­ur lands­manna hafa ­aukist ­mik­ið á ­síðust­u ára­tug­um og ­þjóð­in er að eld­ast. Þess­ari þróun fylgja ýmsar áskor­an­ir, meðal ann­ars fyrir vel­ferð­ar­kerfið þar sem þarf að mæta vax­andi þjón­ustu­þörf eftir því sem öldruðum fjölgar hlut­falls­lega. Vax­andi heil­brigð­is­vandi vegna lífs­stílstengdra og lang­vinnra sjúk­dóma valdið auknu álagi á heil­brigð­is­kerfið á síð­ustu ára­tug­um.

Um þess­ar helst­u á­skor­an­irnar er fjall­að ­nánar í stefn­unn­i: 

Heila­bilun er dæmi um lang­vinnan sjúk­dóm sem hrjáir einkum eldra fólk.

Lang­vinn­ir ­sjúk­dómar herj­a ekki ein­ung­is á eldri kyn­slóð­ina; hjarta- og æða­sjúk­dóm­ar, krabba­mein, lungna­sjúk­dóm­ar, syk­ur­sýki og geð­sjúk­dóm­ar. Þessir sjúk­dómar eru taldir valda um 70% dauðs­falla á heims­vísu árlega.

Offita er vax­andi vanda­mál á Íslandi, bæði hjá börnum og full­orðnum og getur haft alvar­legar heilsu­fars­legar og félags­legar afleið­ing­ar.

Mönnun heil­brigð­is­þjón­ustu er alþjóð­leg áskor­un, ekki hvað síst stöður hjúkr­un­ar­fræð­inga og lækna.

Ný lyf­ og lyfja­notkun. Ein ­mik­il­væg á­skor­un er að fram­boð ­nauð­syn­legra lyfja sé nægj­an­leg­t, og tryggja gæði þeirra og örugga notk­un. 

Kaup á heil­brigð­is­þjón­ustu er ein af á­skor­un­un­um framund­an. Útgjöld til­ heil­brigð­is­mála á Ís­land­i ­nema ríf­lega 200 millj­örðum króna á hverju ári, sem svarar til um 8,7% af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu lands­manna.

Marg­vís­leg tæki­færi ­felast í þeim á­skor­un­um ­sem heil­brigð­is­kerf­ið stend­ur frammi ­fyr­ir­ og mik­il­vægt að nýta þau:

Heilsu­efl­ing og bætt lýð­heilsa. Með því að leggja áherslu á að fyr­ir­byggja sjúk­dóma og auð­velda fólki að velja heil­brigðan lífs­stíl má draga úr líkum á því að það búi við slæma heilsu ­síð­ar­ á æv­inni eða seinka því að heils­unn­i hraki.

Góð ­geð­heilsa og and­leg­t heil­brigði stuðlar  að  því að ein­stak­ling­ar ­get­i ­tek­ið ­fullan þátt í ­sam­fé­lag­inu, notið hæfi­leika sinna og lagt sitt af mörk­um.

Gott að­geng­i að ör­ugg­um lyfj­u­m og ­skyn­sam­leg ­notk­un þeirra skiptir máli ­fyr­ir­ ­góðan árangur heil­brigð­is­þjón­ust­unnar og getur haft ­mikil áhrif á heilsu ­fólks og vellíð­an.

Tækninýj­ung­ar í heil­brigð­is­þjón­ust­unni og upp­bygg­ingu inn­viða í þágu m.a. í upp­lýs­inga­tækni geta nýst í heil­brigð­is­þjón­ustu og aukið gæð­i og skil­virkn­i henn­ar.

Efl­ing heilsu­gæsl­unnar sem ­fyrsta við­komu­stað­ar­ not­enda í heil­brigð­is­kerf­in­u er grund­völl­uð á lögum og um hana ríkir almenn sátt í sam­fé­lag­inu.

Komu­gjöld í heilsu­gæslu hafa ­mark­vis­st ver­ið ­lækk­uð og til­vís­ana­kerf­i hef­ur verið inn­leitt vegna þjón­ustu við ­börn, ­sem ­tryggir þeim hana án ­kostn­að­ar.

Land­spít­al­inn er horn­steinn íslenska heil­brigð­is­kerf­is­ins og staða hans mun styrkj­ast eftir því sem upp­bygg­ingu hans vindur fram, m.a. með nýjum með­ferð­ar­kjarna, rann­sókna­húsi og sjúkra­hót­eli. Unn­ið að því að efla dag‐ og göngu­deild­ar­starf­sem­i Land­spít­ala. 

Um fram­kvæmd heil­brigð­is­stefn­unnar segir m.a.:

 • Það mun krefj­ast skipu­legra vinnu­bragða og sam­eig­in­legs átaks allra hags­muna­að­ila ef takast á að koma heil­brigð­is­stefn­unni í fram­kvæmd fyrir lok árs­ins 2030. Heil­brigð­is­ráðu­neytið ber end­an­lega ábyrgð á því að hrinda þess­ari stefnu í fram­kvæmd.
 • Fjallað er um fyrsta, ann­ars og þriðja stigs þjón­ustu og vei­teindur heil­brigð­is­þjón­ustu á ólíkum stig­um.
 • Við alla þessa vinnu þurfum við að skapa menn­ingu sem stendur föstum fótum í sam­eig­in­legum gild­um, gildum sem ver­aða okkur leið­ar­ljós á þeirri veg­ferð að skapa þjón­ustu sem mið­ast við þarfir not­enda og tryggir þeim sam­fellda og örugga þjón­ustu.
 • Mik­il­vægt eins fljótt og auð­ið er að hefjast handa við end­ur­skoðun fjár­mögn­un­ar- og greiðslu­kerfa heil­brigð­is­kerf­is­ins og inn­leið­ing­u á ­gæða­á­ætl­un.

Hvað hafa Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra og rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur gert til að efla heil­brigð­is­þjón­ustu við alla lands­menn?

 • Aukið fram­lög til heil­brigð­is­mála á kjör­tíma­bil­inu um 73,8 millj­arða.
 • Lagt 26 millj­arða til bygg­ingar nýs Land­spít­ala, á ætlað er að nýtt þjóð­ar­sjúkra­hús verði tekið í notkun 2025-2026. Vinna við með­ferð­ar­kjarna hófst í árs­byrj­un, skóflustunga að nýju rann­sókna­húsi var tekin í byrjun sept­em­ber og bygg­ing á bíla­stæða- og tækni­húsi að hefj­ast. Þá er hönnun á 3.800 fer­metra bygg­ingu end­ur­hæf­ingar hús­næðis við Grens­ás­deild að hefj­ast.
 • Opnað sjúkra­hótel við Land­spít­ala, sem markar þátta­skil fyrir sjúk­linga af lands­byggð­inni og fjöl­skyldur og aðstand­endur sjúk­linga.
 • Ýtt af stað upp­bygg­ingu aðstöðu til lið­skipta­að­gerða á Heil­brigð­is­stofnun Vest­ur­lands á Akra­nesi og aðstöð til mót­töku sjúkra­bíla þar, ráð­gert að taka í notkun um ára­mót.
 • Aukið fram­lög til heilsu­gæsl­unnar um 25% til að tryggja að heilsu­gæslan verði raun­veru­legur fyrsti við­komu­stað­ur.
 • Lækkað greiðslu­þátt­töku sjúk­linga sem er nú komin á par við Norð­ur­lönd og lagt niður komu­gjöld fyrir aldr­aða og öryrkja. Einnig hefur kostn­aður aldr­aða og öryrkja við tann­lækn­ingar lækkað veru­lega, með lækkun gjald­skrár lækkuð og hækkkun hlut­falls Sjúkra­trygg­inga í kostn­að­in­um.
 • Aukið fram­lög til geð­heil­brigð­is­mála um 1 millj­arð, þar af um 800 millj­ónum til geð­heil­brigð­is­þjón­ustu innan heilsu­gæsl­unn­ar. Ráð­stafað 102 millj­ónum króna í þver­fag­leg átaks­verk­efni á vegum Land­spít­ala sem miða að því að efla geð­heil­brigð­is­þjón­ustu við börn og ungt fólk.
 • Fjölgað hjúkr­un­ar­rýmum um 140 á tíma­bil­inu, sem er hluti af stór­átaki í fjölgun hjúkr­un­ar­rýma. Sam­hliða fjölgun hjúkr­un­ar­rýma hefur verið unnið að því að efla dagdvöl, heima­þjón­ustu og heilsu­efl­ingu aldr­aðra, þannig að fólk sem það kýs geti búið heima sem lengst.
 • Stuðlað að auk­inni fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu og nýsköpun í tækni­lausnum á sviði heil­brigð­is­þjón­ustu, sem jafnar aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu um allt land og eykur verð­mæta­sköp­un.
 • Elft sjúkra­flutn­inga með end­ur­nýjun sjúkra­bíla­flot­ans með útboði á 25 nýj­um.
 • Lög­fest neyslu­rými sem byggja á hug­mynda­fræði skaða­minnk­un­ar, þ.e. að draga úr heilsu­fars­leg­um, félags­legum og efna­hags­legum afleið­ingum notk­unar ávana- og fíkni­efna. Í vik­unni gerðu svo Sjúkra­trygg­ingar Íslands, í sam­ræmi við ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra, 20 milljón króna samn­ing við Rauða kross­inn á Íslandi til skaða­minnk­un­ar­verk­efnis Frú Ragn­heiðar um skaða­minnk­andi þjón­ustu fyrir ein­stak­linga í vímu­efna­vanda árið 2021.
 • Lagt fram á Alþingi sl. vor frum­varp um afglæpa­væð­ingu fíkni­efna­neyslu, sem er mik­il­vægt skref til að vernda líf og heilsu ein­stak­linga sem lifa við alvar­legan fíkni­sjúk­dóm og stigið stórt skref í átt frá refsti­stefnu í fíkni­efna­málum þannig að litið sé á neyt­endur fremur sem sjúk­linga en afbrota­fólk.
 • Gert breyt­ingar varð­andi rétt­indi lang­veikra barna, en nú eiga eiga nú öll börn fædd með skarð í gómi rétt á 95% greiðslu­þátt­töku vegna nauð­syn­legra tann­rétt­inga­með­ferð­ar.

Mik­il­vægt er að næsta rík­is­stjórn haldi áfram upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins og fram­kvæmd á heil­brigð­is­stefn­unni, sem Alþingi sam­þykkti sam­hljóða. Þar treysti ég Vinstri grænum best.

Höf­undur er pró­fessor í ónæm­is­fræði við lækna­deild Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfða­grein­ingu. Hún er í 19. sæti á lista Vinstri grænna í Reykja­vík suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar