Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir

Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.

Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Auglýsing

Úthlutun jöfn­un­ar­þing­sæta á nýju þingi mun, nema Alþingi kom­ist að ein­hverri annarri nið­ur­stöðu, verða í sam­ræmi við nið­ur­stöður end­ur­taln­ingar atkvæða í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sem setti mikla jöfn­un­ar­manna­hringekju af stað á sunnu­dag­inn.

Þetta má ráða af orðum Krist­ínar Edwald, for­manns lands­kjör­stjórn­ar, sem segir að lands­kjör­stjórn hafi enga heim­ild til þess að óska eftir end­ur­taln­ingu atkvæða í ein­staka kjör­dæm­um. „Við getum ekki tekið þá ákvörð­un,“ segir Kristín og bætir við við að ákvarð­anir um slíkt séu alfarið á ábyrgð yfir­kjör­stjórna.

Hún stað­festir að í morgun hafi lands­kjör­stjórn sent yfir­kjör­stjórnum í öllum kjör­dæmum lista yfir þá þing­menn sem eru inni í hverju kjör­dæmi á grunni þess­ara nið­ur­staðna. Nú fara yfir­kjör­stjórn­irnar yfir listana og færa inn breytt atkvæði – útstrik­anir – og athuga hvort þær hafi ein­hver áhrif.

Lands­kjör­stjórn fundar í dag

Stefnt er á að lands­kjör­stjórn fundi kl. 16:30 í dag, en þá ætti kjör­stjórnin að vera búin að fá í hendur grein­ar­gerðir yfir­kjör­stjórna vegna taln­ingar atkvæða í bæði Suð­ur­kjör­dæmi og Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sem réð­ust bæði í end­ur­taln­ingu atkvæða.

Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Laufey Helga Guð­munds­dótt­ir, rit­stjóri og rit­ari lands­kjör­stjórn­ar, að búist sé við báðum skýrslum síðar í dag.

Auglýsing

Öll atkvæði voru talin á ný í Suð­ur­kjör­dæmi í gær­kvöldi og þar kom nið­ur­staðan heim og saman við þær loka­tölur sem gefnar voru út til fjöl­miðla á sunnu­dags­morg­un. Engu skeik­að­i.

Eins og frægt hefur orðið átti hið sama ekki við í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, en þar voru skekkjur í fjölda atkvæða hvers ein­asta flokks og einnig hvað auða og ógilda seðla varð­ar, á milli talna sem voru kynntar fjöl­miðlum ann­ars vegar á sunnu­dags­morgun og hins vegar síð­degis þann sama dag, eftir að ákveðið hafði verið að telja á ný. Fram hefur komið að með­ferð kjör­gagna á taln­ing­ar­stað þeirra í Borg­ar­nesi var ekki í sam­ræmi við lög.

Skýrslu­skilin í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hafa dreg­ist, en yfir­kjör­stjórnin í kjör­dæm­inu fékk frest til að skila vegna per­sónu­legra ástæðna for­mann yfir­kjör­stjórn­ar­inn­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var hann við jarð­ar­för í gær og gat yfir­kjör­stjórnin því ekki komið saman til fundar fyrr en í gær­kvöldi til þess að ljúka við grein­ar­gerð sína.

Kærur til lög­reglu og Alþingis

Tveir fram­­bjóð­endur til Alþingis hafa þegar boðað að fram­­kvæmdin í Norð­vest­ur­kjör­dæmi verði kærð.

Karl Gauti Hjalta­­son fram­­bjóð­andi Mið­­flokks­ins í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi sagð­ist í gær ætla að beina kæru til lög­­­reglu til að fá rann­sókn á með­ferð kjör­gagna í kjör­dæm­inu og Magnús Davíð Norð­dahl fram­­bjóð­andi Pírata í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi seg­ist ætla sér að leggja fram kæru til kjör­bréfa­­nefndar Alþing­is, sem er eini aðil­inn sem getur ógilt þær nið­ur­stöður sem yfir­kjör­stjórn Norð­vest­ur­kjör­dæmis hefur sett fram.

Fimm inn – fimm út

Þær manna­breyt­ingar sem urðu þegar skekkjan í taln­ing­unni í Borg­ar­nesi kom í ljós á sunnu­dag­inn snerta jöfn­un­ar­þing­menn fimm flokka.

Hjá Við­reisn verður Guð­mundur Gunn­ars­son ekki þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is, heldur verður Guð­brandur Ein­ars­son þing­maður Suð­ur­kjör­dæm­is. Mið­flokks­mað­ur­inn Karl Gauti Hjalta­son verður ekki þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis og í stað hans kemur Berg­þór Óla­son inn sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar fer ekki inn á þing fyrir Reykja­vík suð­ur, heldur verður Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­ur. Hjá Pírötum verður Lenya Rún Taha Karim ekki þing­maður í Reykja­vík norð­ur, heldur verður Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Hjá Vinstri grænum verður Orri Páll Jóhanns­son síðan þing­maður Reykja­víkur norð­ur, en Hólm­fríður Árna­dóttir odd­viti flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi fer ekki inn á þing.

Fréttin hefur verið upp­færð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent