Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir

Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.

Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Auglýsing

Úthlutun jöfn­un­ar­þing­sæta á nýju þingi mun, nema Alþingi kom­ist að ein­hverri annarri nið­ur­stöðu, verða í sam­ræmi við nið­ur­stöður end­ur­taln­ingar atkvæða í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sem setti mikla jöfn­un­ar­manna­hringekju af stað á sunnu­dag­inn.

Þetta má ráða af orðum Krist­ínar Edwald, for­manns lands­kjör­stjórn­ar, sem segir að lands­kjör­stjórn hafi enga heim­ild til þess að óska eftir end­ur­taln­ingu atkvæða í ein­staka kjör­dæm­um. „Við getum ekki tekið þá ákvörð­un,“ segir Kristín og bætir við við að ákvarð­anir um slíkt séu alfarið á ábyrgð yfir­kjör­stjórna.

Hún stað­festir að í morgun hafi lands­kjör­stjórn sent yfir­kjör­stjórnum í öllum kjör­dæmum lista yfir þá þing­menn sem eru inni í hverju kjör­dæmi á grunni þess­ara nið­ur­staðna. Nú fara yfir­kjör­stjórn­irnar yfir listana og færa inn breytt atkvæði – útstrik­anir – og athuga hvort þær hafi ein­hver áhrif.

Lands­kjör­stjórn fundar í dag

Stefnt er á að lands­kjör­stjórn fundi kl. 16:30 í dag, en þá ætti kjör­stjórnin að vera búin að fá í hendur grein­ar­gerðir yfir­kjör­stjórna vegna taln­ingar atkvæða í bæði Suð­ur­kjör­dæmi og Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sem réð­ust bæði í end­ur­taln­ingu atkvæða.

Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Laufey Helga Guð­munds­dótt­ir, rit­stjóri og rit­ari lands­kjör­stjórn­ar, að búist sé við báðum skýrslum síðar í dag.

Auglýsing

Öll atkvæði voru talin á ný í Suð­ur­kjör­dæmi í gær­kvöldi og þar kom nið­ur­staðan heim og saman við þær loka­tölur sem gefnar voru út til fjöl­miðla á sunnu­dags­morg­un. Engu skeik­að­i.

Eins og frægt hefur orðið átti hið sama ekki við í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, en þar voru skekkjur í fjölda atkvæða hvers ein­asta flokks og einnig hvað auða og ógilda seðla varð­ar, á milli talna sem voru kynntar fjöl­miðlum ann­ars vegar á sunnu­dags­morgun og hins vegar síð­degis þann sama dag, eftir að ákveðið hafði verið að telja á ný. Fram hefur komið að með­ferð kjör­gagna á taln­ing­ar­stað þeirra í Borg­ar­nesi var ekki í sam­ræmi við lög.

Skýrslu­skilin í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hafa dreg­ist, en yfir­kjör­stjórnin í kjör­dæm­inu fékk frest til að skila vegna per­sónu­legra ástæðna for­mann yfir­kjör­stjórn­ar­inn­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var hann við jarð­ar­för í gær og gat yfir­kjör­stjórnin því ekki komið saman til fundar fyrr en í gær­kvöldi til þess að ljúka við grein­ar­gerð sína.

Kærur til lög­reglu og Alþingis

Tveir fram­­bjóð­endur til Alþingis hafa þegar boðað að fram­­kvæmdin í Norð­vest­ur­kjör­dæmi verði kærð.

Karl Gauti Hjalta­­son fram­­bjóð­andi Mið­­flokks­ins í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi sagð­ist í gær ætla að beina kæru til lög­­­reglu til að fá rann­sókn á með­ferð kjör­gagna í kjör­dæm­inu og Magnús Davíð Norð­dahl fram­­bjóð­andi Pírata í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi seg­ist ætla sér að leggja fram kæru til kjör­bréfa­­nefndar Alþing­is, sem er eini aðil­inn sem getur ógilt þær nið­ur­stöður sem yfir­kjör­stjórn Norð­vest­ur­kjör­dæmis hefur sett fram.

Fimm inn – fimm út

Þær manna­breyt­ingar sem urðu þegar skekkjan í taln­ing­unni í Borg­ar­nesi kom í ljós á sunnu­dag­inn snerta jöfn­un­ar­þing­menn fimm flokka.

Hjá Við­reisn verður Guð­mundur Gunn­ars­son ekki þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is, heldur verður Guð­brandur Ein­ars­son þing­maður Suð­ur­kjör­dæm­is. Mið­flokks­mað­ur­inn Karl Gauti Hjalta­son verður ekki þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis og í stað hans kemur Berg­þór Óla­son inn sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar fer ekki inn á þing fyrir Reykja­vík suð­ur, heldur verður Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­ur. Hjá Pírötum verður Lenya Rún Taha Karim ekki þing­maður í Reykja­vík norð­ur, heldur verður Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Hjá Vinstri grænum verður Orri Páll Jóhanns­son síðan þing­maður Reykja­víkur norð­ur, en Hólm­fríður Árna­dóttir odd­viti flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi fer ekki inn á þing.

Fréttin hefur verið upp­færð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent