Gyldendal í vanda

Það er ekki allt í lukkunnar velstandi hjá hinu gamalgróna danska bókaforlagi Gyldendal. Fjölmargir þekktir höfundar hafa yfirgefið forlagið á síðustu árum og útgáfan dregist saman. Forstjórinn hefur verið rekinn.

Árið 1787 keypti Søren Gyldendal hús við Klareboderne í Kaupmannahöfn og þar er forlagið Gyldendal enn til húsa.
Árið 1787 keypti Søren Gyldendal hús við Klareboderne í Kaupmannahöfn og þar er forlagið Gyldendal enn til húsa.
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 25. ágúst, var haldin hin árlega haust­mót­taka hjá bóka­for­lag­inu Gyld­en­dal í húsa­kynnum for­lags­ins í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar. Löng hefð er fyrir þessum við­burði hjá for­lag­inu og þangað er boð­ið, auk starfs­fólks for­lags­ins, höf­und­um, gagn­rýnendum og ýmsum öðrum sem tengj­ast útgáf­unni með einum eða öðrum hætti.

Skömmu áður en mót­takan hófst hafði dönsku kaup­höll­inni, Bør­sen, verið til­kynnt að fram­kvæmda­stjóri for­lags­ins, Morten Hesseldahl myndi hætta störfum 1. sept­em­ber. Gest­irnir sem mættir voru í teitið höfðu því nóg um að tala. Morten Hesseldahl tók við fram­kvæmda­stjóra­starf­inu árið 2018.

Elsta starf­andi bóka­for­lag Dan­merkur

Gyld­en­dal á sér langa sögu, stofnað árið 1770. Stofn­and­inn Søren Gyld­en­dal leit­aði ekki langt yfir skammt eftir nafn­inu á fyr­ir­tæk­inu, en á þessum tíma var algengt að fyr­ir­tæki bæru nafn stofn­and­ans. Søren Gyld­en­dal var fæddur á Jót­landi árið 1742, skírn­ar­nafnið var Søren Jen­sen. Faðir hans hafði tekið sér nafnið Gyld­en­dal og þegar Søren stofn­aði útgáfu­fyr­ir­tæki sitt ákvað hann að það skyldi heita Gyld­endalske Bog­hand­el. Það nafn bar fyr­ir­tækið allt til árs­ins 2010, en var þá breytt í Gyld­endal, enda hafði fyr­ir­tækið alla tíð gengið undir því nafni.

Auglýsing

Að loknu prófi frá Lat­ínu­skól­anum í Ála­borg flutti Søren til Kaup­manna­hafnar og lauk prófi í sál­fræði frá Hafn­ar­há­skóla árið 1767. Hann fékk ungur áhuga fyrir bókum og við­skiptum og fæstum sem til þekktu kom á óvart að hann skyldi hasla sér völl sem bóka­út­gef­andi. Árið 1787 keypti Søren Gyld­en­dal hús við Klareboderne í Kaup­manna­höfn og þar er for­lagið Gyld­en­dal enn til húsa. Søren Gyld­en­dal lést árið 1802 en þá hafði hann gert Gyld­en­dal að stór­veldi í danskri bóka­út­gáfu. Þann sess hefur fyr­ir­tækið lengst af skip­að.

Hver var gald­ur­inn?

Þessa spurn­ingu lagði danskur blaða­maður fyrir rit­höf­und­inn Klaus Rif­bjerg sem um sjö ára skeið var útgáfu­stjóri Gyld­en­dal. Klaus Rif­bjerg svar­aði því til að að Gyld­en­dal for­lagið hefði lagt áherslu á fjöl­breytta útgáfu: skáld­sög­ur, ævi­sög­ur, fræði­rit, orða­bæk­ur, kennslu­bækur og fleira og fleira. „Eitt­hvað fyrir alla“ sagði Klaus Rif­bjerg. Hann nefndi einnig að Gyld­en­dal hefði tek­ist að skapa sér sess sem útgef­and­inn sem allir höf­undar sótt­ust eftir að fá útgáfu­samn­ing við. „Gyld­en­dal var gæða­stimp­ill“ sagði Klaus Rif­bjerg. Dönsk bóka­út­gáfa hefur ætíð verið áhættu­söm, margir hafa fetað þann veg, í upp­hafi með bjart­sýn­ina að leið­ar­ljósi. Gyld­endal, í krafti sterkrar stöðu sinn­ar, keypti mörg slík fyr­ir­tæki og rak þau ýmist áfram undir upp­runa­legu heiti sem dótt­ur­fé­lög, eða sam­ein­aði þau Gyld­en­dal.

Ekki eru allir vissir um að hægt sé að skella skuldinni á Morten Hesseldahl framkvæmdastjóra, en hann hættir störfum hjá Gyldendal 1. september næstkomandi. Ljósmynd: Mogens Engelund

Vin­sælir höf­undar hafa leitað annað

Á allra síð­ustu árum hefur hallað undan fæti hjá Gyld­en­dal. Margir þekktir höf­undar hafa leitað til ann­arra útgef­enda, það á einkum við hina svo­nefndu glæpa­sagna­höf­unda, krimi­for­fatt­ere. Á sama tíma hafa mörg önnur bóka­for­lög sótt mjög í sig veðrið á þessum mark­aði, þar má til dæmis nefna Lind­hardt & Ring­hof og Politi­kens for­lag. Glæpa­sögur njóta mik­illa vin­sælda meðal danskra les­enda, og nær alltaf efstar á svoköll­uðum bestseller list­um. Sú stað­reynd að Gyld­en­dal hefur mátt sjá á bak mörgum vin­sælum höf­undum kemur fram í sölu- og afkomu­tölum útgáf­unn­ar. Í áður­nefndri til­kynn­ingu Gyld­en­dal til kaup­hall­ar­innar kom fram að fyrri áætl­anir um hagnað og veltu myndu ekki stand­ast. Í ávarpi sínu við upp­haf haust­fagn­að­ar­ins sl. fimmtu­dag sagði Poul Erik Tøjner stjórn­ar­for­maður nauð­syn­legt að bregð­ast við og upp­sögn Morten Hesseldahl væri liður í því að skipta um kúrs, eins og stjórn­ar­for­mað­ur­inn komst að orði.

Bak­ari fyrir smið

Ekki eru allir jafn vissir um að Morten Hesseldahl sé um að kenna hvernig staðan hjá Gyld­en­dal er. Lars Ole Korn­um, sem er einn stærsti ein­staki hlut­hafi í fyr­ir­tæk­inu segir það mikla ein­földun að skella skuld­inni á Morten Hesseldahl. Lars Ole Korn­um, sem er umsvifa­mik­ill í dönsku við­skipta­lífi sagði nýlega í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að frá því að Poul Erik Tøjner (sem er fram­kvæmda­stjóri lista­safns­ins Lou­isi­ana) tók við stjórn­ar­for­mennsk­unni árið 2011 hefði leiðin því miður legið niður á við. Lars Ole Kornum sagði nauð­syn­legt að skipta um stjórn­ar­for­mann hjá Gyld­endal, en tók fram að hann sækt­ist ekki eftir starf­inu. Gagn­rýni Lars Ole Kornum á stjórn­ar­for­mann­inn er ekki ný af nál­inni. Hann hefur áður margoft gagn­rýnt stefnu Poul Erik Tøjner og stjórn­ar­inn­ar. Á síð­ustu árum, áður en Morten Hesseldahl varð fram­kvæmda­stjóri, hafi áhersla stjórnar Gyld­en­dal verið á svo­kall­aðar fínni bók­menntir (orðalag Lars Ole Korn­um) en minni á afþrey­ing­ar­bók­mennt­ir, sem gefa mestu tekj­urn­ar. Á síð­asta ári sendi Gyld­en­dal frá sér 350 bækur en fyrir nokkrum árum voru bæk­urnar um það bil 750 sem út komu á ári hverju. Morten Hesseldahl vildi leggja aukna áherslu á útgáfu afþrey­ing­ar­bók­mennta en svo virð­ist sem margir danskir rit­höf­undar sem skrifa slíkar bækur hafi ekki haft trú á að það gengi eftir og hafa þess vegna leitað til ann­arra útgef­enda.

Of seinir að mæta breyttum aðstæðum

Þegar Morten Hesseldahl hóf störf hjá Gyld­en­dal lýsti hann því yfir að undir sinni stjórn yrði áhersla lögð á að mæta nýjum veru­leika, eins og hann komst að orði. Gyld­en­dal hefði verið alltof lengi að bregð­ast við breyt­ingum á mark­aðn­um, hljóð­bókum og net­út­gáfu. Árið 2020 stofn­aði Gyld­endal, ásamt fleiri útgef­end­um, net- og hljóð­bóka­fyr­ir­tækið Chapt­er. Þegar fyr­ir­tækið hafði starfað í eitt ár drógu sam­starfs­fyr­ir­tæki Gyld­en­dal sig út úr rekstr­in­um. Það kostar mikið fé að koma net- og hljóð­bóka­fyr­ir­tæki á lagg­irnar og Chapter hefur enn sem komið er verið rekið með tapi. Chapter var hug­ar­fóstur Morten Hesseldahl en stjórnin deildi ekki skoð­unum hans varð­andi fyr­ir­tæk­ið. Í áður­nefndri til­kynn­ingu til kaup­hall­ar­innar kom fram að Gyld­en­dal myndi nú leggja meg­in­á­herslu á kjarna­starf­semi, án þess að það væri útskýrt nán­ar. Í áður­nefndu við­tali við Berl­ingske sagði Lars Ole Kornum að Morten Hesseldahl hefði ætlað sér of mik­ið, hann hefði haft ákveðnar skoð­anir á hvað þyrfti að gera en „haft fleiri bolta á lofti en fyr­ir­tækið réði við“.

Gyld­en­dal ekki á leið í gröf­ina

Danskir fjöl­miðlar hafa fjallað tals­vert um Gylen­dal og stöðu fyr­ir­tæk­is­ins síðan frétt­irnar af upp­sögn Morten Hesseldahl bár­ust. Allir virð­ast á einu máli um að Gyld­en­dal sé ekki að kom­ast í þrot. Fyr­ir­tækið sé mjög stórt og öfl­ugt og geti staðið af sér tíma­bundna erf­ið­leika. Það sem við blasi sé að rétta kúr­s­inn og það sé ærið verk­efni. Hanne Sal­omon­sen tekur tíma­bundið við sem fram­kvæmda­stjóri Gyld­en­dal. Hún hefur um ára­bil verið yfir­maður þeirrar deildar Gyld­en­dal sem ann­ast útgáfu náms­efnis

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar