Öræfaástin og eignarhaldið

„Enn um stund þurfum við að ákalla norðanélin og verja hverja einustu þúfu því náttúran er nú sem aldrei fyrr borin fram sem auðmeltur skyndiréttur og jafnvel sem neyðarframlag til loftslagsvandans á heimsvísu,“ skrifar Kristín Helga Gunnarsdóttir.

Auglýsing

Ég bið ykkur að hverfa með mér rétt sem snöggvast aftur til árs­ins 1953. Sjö­tíu ár aftur í tím­ann. Þá stóð til að nota Horn­bjarg og Hæla­vík­ur­bjarg sem skot­mörk á her­æf­ingu NATO. Já, ég end­ur­tek, NATO fékk leyfi til að tæta í sig björgin á skotæf­ing­um.

Jak­obína Sig­urð­ar­dóttir skáld­kona var frá Hæla­vík. Hún greip til þeirra vopna sem henni voru töm­ust og orti krafta­kvæði eða áhrín­is­ljóð sem er senni­lega eitt magn­að­asta kvæði sem ort hefur verið til varnar íslenskri nátt­úru.

Og trúi fólk á galdra þá er morg­un­ljóst að áhrín­is­orðin virk­uðu því enn standa björgin ósnort­in.

Auglýsing

Jak­obína orti svo til varnar sínum hamra­borgum og ávarp­aði þar nátt­úr­una sjálfa og sínar æsku­stöðv­ar:

Láttu, fóstra, nap­urt um þá næða – norð­an­élin þín,

fjöru­drauga og fornar vofur hræða. Feigum villtu sýn!

þeim, sem vilja virkjum morðs­ins níða vamm­laust brjóstið þitt.

Sýni þeim hver örlög böð­uls bíða- bernsku­ríkið mitt.

Krafta­kvæðið varð lengra, en skemmst er frá að segja að her­skipin urðu frá að hverfa vegna aftaka­veð­urs við Horn­strandir svo ekk­ert varð af skotárásinni miklu á björg­in.

Og þá orti Jak­obína á eftir byss­un­um:

Válega ýfr­uðu vind­ar, veif­aði Núp­ur­inn élj­um,

öskr­aði brim­rót við björg­in, boð­andi vík­ingum feigð.

Hljóm­aði hátt yfir storm­inn:

Hér skal hver ein­asta þúfa var­in!

og aldrei um eilífð,

ykkur til skot­marks leigð.

Já, hún var varin með göldrum nátt­úran á Horn­ströndum þarna fyrir nær sjö­tíu árum. Friðland Horn­stranda, um 600 fer­kíló­metrar að stærð, var svo stofnað 1975, ríf­lega tutt­ugu árum eftir þessa atburði.

Mikið væri ein­falt og ágætt ef við gætum gripið til galdra til að vernda hálendið – til að gæta öræf­anna allra. En gald­ur­inn felst senni­lega mestur og bestur í sam­stöðu, úthaldi og tærri sýn á mark­mið­ið.

Hagavatn sunnan Langjökuls. Áformað er að reisa virkjun við vatnið.

Við, fólkið í land­inu, erum land­verð­ir. Og við brettum aftur og aftur upp ermar og berj­umst fyrir heiða­landi, öræfum og víð­ern­um.

Við sláum skjald­borg um sanda, vötn og fossa. Það er okkar hlut­verk. Okkur fjölgar líka mjög hratt eftir því sem fram­tíð­ar­fólkið full­orðn­ast. Og þá fækkar von­andi orr­ust­un­um. Okkur fjölgar, okkur sem finnum fyrir hlut­verk­inu í og með nátt­úr­unni, finnum fyrir kær­leik­anum og öræfa­ást­inni, finnum fyrir umburð­ar­lyndi fyrir því sem vex og and­ann dregur og finnum í okkur víð­sýni til fram­tíðar – sýn sem nær svo langt út fyrir okkar augna­blik í til­vist­inni.

Varn­ar­gald­ur­inn felst í tæru sýn­inni, að halda fók­us, og hann felst líka í fjölda­sam­stöð­unni. Við vitum hvað við þurfum að varð­veita og við vitum hverju við þurfum að skila áfram til næstu kyn­slóða. Við vitum að mann­eskjan þarf að taka minna pláss í til­vist­inni og ganga inn í fram­tíð­ina af virð­ingu og lotn­ingu fyrir nátt­úru og ótrufl­uðu víð­ern­um.

Auglýsing

Því það er alltaf næsta kyn­slóð sem er lög­giltur eig­andi lands og nátt­úru – ekki kyn­slóðin sem er alltaf á för­um. Hún er aðeins gömul gæslu­sveit, hverju sinni, yfir eigum afkom­end­anna.

Samt er það nú svo að þau sem nú lifa telja sig mörg hver eiga rétt á að sólunda auð­æfum afkom­end­anna strax, brjóta allt land sem þau eiga ekki og brjóta svo meira, hrifsa og gleypa, um leið og allar sam­fé­lags­legar ákvarð­anir ættu að ganga út á að ganga ekki á.

Það er krafa fram­tíð­ar­innar til þeirra sem nú lifa litla stund.

Und­rið ein­staka

Á þar­síð­ustu öld, í villtasta vestr­inu, stofn­uðu Banda­ríkja­menn sinn fyrsta þjóð­garð, Yell­ow­sto­ne, árið 1872. Og það var eng­inn smá­ræðis þjóð­garð­ur: Níu­þús­und fer­kíló­metrar af fjal­lendi, giljum og gljúfrum – stór­fljót­um, ám og vötnum og háhita­svæð­um. Í dag eru í Banda­ríkj­unum 420 þjóð­garðar og þar af 63 þjóð­garðar sem Banda­ríkja­þing hefur skil­greint sem algjör­lega ein­stök nátt­úru­und­ur. Þessi ein­stöku undur skil­greind af þing­inu þar þekja sam­tals 209 þús­und fer­kíló­metra – eða rúm­lega tvö Íslönd.

Kýlingar austan Landmannalauga. Mynd: Snorri Baldursson

Um svipað leyti og okkur tókst að frið­lýsa Horn­strand­irnar hérna heima, árið 1974, var svo stofn­aður stærsti þjóð­garður í heimi. Það var rétt hjá okk­ur, á norð­austur Græn­landi, 972 þús­und fer­kíló­metrar af þjóð­garði. Sá þjóð­garður er næstum tíusinnum stærri en allt Ísland.

Hálendi Íslands er um fjör­tíu þús­und fer­kíló­metr­ar. Það er ein­stakt nátt­úru-undur á ver­ald­ar­vísu sem þarf nauð­syn­lega kom­ast sem fyrst inn í hálend­is­þjóð­garð. Það er land sem okkur ber skylda til að varð­veita sem síð­ustu stóru, sam­felldu og óskemmdu víð­erni Evr­ópu.

Hér eru nokkrir drauma­staði á óska­list­anum fyrir hálend­is­þjóð­garð­inn. Við skulum fljúga í hug­anum inn á hálendið sem vet­ur­inn er að taka í fangið þessi dæg­ur. Nefnum stað­ina upp­hátt með ást í rödd­inni: Kerl­inga­fjöll, Þjórs­ár­ver, Friðland að Fjalla­baki, Hvera­vell­ir, Guð­laugstung­ur, Lang­jök­ull, Ald­eyja­foss, Dynkur, Skjálf­anda­fljót, Hrefnu­búð­ir, Þjófa­dal­ir, Haga­vatn.

Það er lík­lega komin héla í mosa­þemburnar við Jök­ul­gil og Löð­mundur kom­inn með gráan koll þegar þetta er skrif­að.

Eign­ar­haldið

Enn um stund þurfum við að ákalla norð­an­é­l­in, villa feigum sýn og verja hverja ein­ustu þúfu því nátt­úran er nú sem aldrei fyrr borin fram sem auð­meltur skyndi­réttur og jafn­vel sem neyð­ar­fram­lag til lofts­lags­vand­ans á heims­vísu. Það er nýjasta afsök­unin fyrir nátt­úru­fórn­unum sem þarf að færa núna strax.

En! Við höfum skýra sýn. Við vitum hvað við þurfum að varð­veita. Við þekkjum okkar hlut­verk.

Héraðsvötn í Skagafirði. Áformað er að reisa virkjanir í farvegi jökulána ofan þeirra. Mynd: Skagafjordur.is

Það er þannig að hver ein­asta kyn­slóð, sem lifir og heldur um völd, á ekki land­ið, á ekki nátt­úr­una, á ekki víð­ernin til að ráð­stafa. Öræfin til­heyra ekki orku­fyr­ir­tækj­um, hags­muna­sam­tökum og virkj­ana­stofn­unum heldur fram­tíð­ar­fólk­inu.

Í augum barna okkar spegl­ast hálend­ið, víð­ern­in, kyrrðin og auðn­in, bústnar þúf­ur, mýrar og lækir sem hjala.

Dýja­mosi og eyr­ar­rós á sandi.

Börnin og börnin þeirra og svo aftur börnin þeirra verða að fá að til­heyra þessu landi svo nátt­úran lifi okkur af. Þau eiga fossa og fjöll og foss­arnir eiga þau. Að til­heyra ósnortnum víð­ernum er grunn­stef og það dýr­mætasta sem við getum alltaf gefið næstu kyn­slóð. Fram­tíð­ar­fólkið á hálendið og hálendið á þau.

Þetta gagn­kvæma eign­ar­hald er heil­agt nátt­úru­lög­mál. Því er ætlað að við­halda lífi og veita fram­tíð­ar­von.

Orku­skiptin miklu

Samt hafa kyn­slóðir lið­inna ára­tuga hagað sér eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn, eins og að eng­inn komi á eftir okk­ur. Líkt og að við höfum fundið öll svör og verðum að keyra vél­arnar á fullri ferð, brjóta allt land og klára alla sjóði nátt­úr­unn­ar. Þetta er alltaf sama sagan þótt við finnum henni nýjan titil í hvert sinn sem gefið er í botn. Nú heitir sagan Orku­skiptin miklu.

Við erum öll land­verð­ir. Sumir sofa að vísu á verð­inum og ein­hverjir skima eftir pen­ingum eða völdum til að hrifsa til sín á vakt­inni. Það er manns­ins saga.

Áform eru uppi um að virkja Geitdalsá á svonefndu Hraunasvæði á austurhluta hálendis Íslands.

En það rennur hratt upp fyrir okkur öllum að við erum líka land­verðir fyrir heims­byggð­ina. Hálendi Íslands er ein­stakt á ver­ald­ar­vísu og geymir stærstu ósnortnu víð­erni Evr­ópu eftir stó­fellda land­nýt­ingu lið­innar aldar um alla álfu og víða ver­öld.

Þannig berum við ekki aðeins ábyrgð gagn­vart kom­andi kyn­slóðum hér­lend­is, heldur gagn­vart allri heims­byggð­inni.

Um leið standa öll spjót á hálend­inu. Orku­skipti verða að vera nátt­úru­skipti á þessum skipti­mark­aði og hvergi er minnst á neyslu­skipti sem eru kannski nauð­syn­leg­ustu bíttin en um leið þau erf­ið­ustu.

Einn fremsti nátt­úrupóli­tíkus á plánet­unni, Sir David Atten­borough, sagði: „Sann­leik­ur­inn er sá að nátt­úran breyt­ist nú hratt. Og um leið erum við algjör­lega háð henni. Hún færir okkur mat, vatn og loft. Hún er það dýr­mætasta sem við eigum og við verðum að verja hana.“

Öræfa­ástin

Allt snýst þetta svo um ást­ina. Ást á landi, ást á hvert öðru, ást á fram­tíð­inni, ást á því sem nær­ist og and­ann dreg­ur. Fjór­menn­ingar frá Liver­pool sungu mön­tr­una góðu: Ást er allt sem þarf.

Við sem berum öræfa­ást í brjósti vitum að þetta er lang­hlaup. Við vitum að við þurfum að taka slag­inn aftur og aft­ur. En hér gefst eng­inn upp.

Auglýsing

Við vinnum með nátt­úr­unni en ekki á móti henni og nærumst í hennar skjóli, eins og segir í bæn­inni hans Fitz úr Fjalla­verk­smiðju Íslands:

Móðir jörð. Þú sem ert í vanda,

Til komi þinn kraft­ur, til sjáv­ar, lofts og landa.

Verði þinn vilji svo nærumst í þínu skjóli.

Gef oss að ganga með þér á réttu róli.

Og fyr­ir­gefðu gamlar synd­ir.

Gefðu þeim sýn sem eru blind­ir.

Leið þú oss í lífs­ins ábyrgð

því að þitt er ríkið

nátt­úran og dýrðin

að eilífu, ást­in.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar