Borgarlínan stendur í frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Þau sem vilja tvö efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast öll vilja fara með borgarlínuverkefnið í aðrar áttir en núverandi meirihluti borgarstjórnar. Svokölluð „léttlína“ og mislæg gatnamót eru ofarlega í huga sumra frambjóðenda.

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins settu fram afstöðu sína til Borgarlínu og ýmislegs annars í skjali sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á dögunum.
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins settu fram afstöðu sína til Borgarlínu og ýmislegs annars í skjali sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á dögunum.
Auglýsing

Þátt­tak­endur sem stefna á efstu sætin í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, sem hófst í dag og lýkur á morg­un, eru nær allir nei­kvæðir í garð upp­bygg­ingar Borg­ar­línu sem hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerfis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í þeirri mynd sem unnið er að.

Þetta má lesa í skjali sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn birti nýlega með svörum fram­bjóð­enda í próf­kjör­inu við spurn­ingum sem kjós­endur sendu inn.

Þar var spurt hvort fram­bjóð­end­urnir væru „fylgj­andi Borg­ar­línu eins og núver­andi meiri­hluti borg­ar­stjórnar setur verk­efnið upp“ og einnig var spurn­ingin „Þessi nálgun að fjár­festa millj­örðum í strætó á sterum er 19 aldar lausn á 21 aldar vanda, er eitt­hvað sem veldur mér áhyggj­um, hver er sýn fram­bjóð­enda að leysa þennan sam­göngu­vanda?“ borin undir þátt­tak­endur í próf­kjör­inu.

Hildur segir borg­ar­stjóra þrengja að annarri umferð – Alda hall­ast að „létt­línu“

Þær Hildur Björns­dóttir og Ragn­hildur Alda M. Vil­hjálms­dóttir bít­ast um odd­vita­sætið hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í borg­inni. Hildur segir í svari sínu við fyrri spurn­ing­unni sem nefnd var hér að ofan að hún sé „ekki sam­mála útfærslum borg­ar­stjóra á Borg­ar­línu sem miða að því að þrengja að öðrum kostum í sam­göng­um“.

Um leið seg­ist hún þó vera sam­mála for­manni Sjálf­stæð­is­flokks, þing­flokki flokks­ins auk bæj­ar­stjóra sjálf­stæð­is­manna í öðrum sveit­ar­fé­lögum um að unnið verði að inn­leið­ingu sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem hún seg­ist styðja.

Hildur segir í svari við síð­ari spurn­ing­unni að fólk eigi að „hafa frjálst val um það hvort það fari leiðar sinnar gang­andi, akandi, hjólandi eða með almenn­ings­vögn­um“ og bætir við að sú hug­mynd að velja þurfi einn far­ar­máta til að not­ast við öllum stundum sé „hvorki raun­hæf né eft­ir­sókn­ar­verð.“

„Ég er jákvæð fyrir betri almenn­ings­sam­göngum sem miða að því að tryggja vagna í sér­rými, tíð­ari ferðir og betri bið­skýli. [...] Það er vel unnt að tryggja greiðar almenn­ings­sam­göngur án þess að þrengja að bíla­um­ferð,“ segir Hild­ur, sem hefur gagn­rýnt það að mögu­lega standi til að fækka akreinum fyrir almenna umferð á Suð­ur­lands­braut sam­hliða upp­bygg­ingu sér­rýmis Borg­ar­línu þar.

Ragn­hildur Alda seg­ist ekki fylgj­andi Borg­ar­línu eins og verk­efnið hafi verið sett upp, heldur seg­ist hún „hall­ast að Létt­línu útgáf­unn­i,“ og á þar við hug­myndir um útfærslu Borg­ar­línu þar sem sér­rými fyrir vagn­ana yrði ekki fyrir miðju heldur í jaðri vega.

Slíkar hug­myndir hafa verið settar fram af hópi sem kallar sig Áhuga­fólk um sam­göngur fyrir alla, sem einnig leggur til að minna fé verði sett í bættar almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en sam­göngusátt­mál­inn gerir ráð fyrir og þeim mun meira fé í bygg­ingu fjölda nýrra mis­lægra gatna­móta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Allir sem vilja annað sæti mót­fallnir Borg­ar­línu í núver­andi mynd

Fimm fram­bjóð­endur gefa kost á sér í annað sætið í próf­kjöri flokks­ins, þau Marta Guð­jóns­dótt­ir, Kjartan Magn­ús­son, Frið­jón R. Frið­jóns­son, Þor­kell Sig­ur­laugs­son og Birna Haf­stein. Ekk­ert þeirra er fylgj­andi Borg­ar­línu eins og hún hefur verið lögð upp.

Þau Frið­jón og Birna svara því til að þau séu ekki hlynnt Borg­ar­línu eins og núver­andi meiri­hluti hafi verið að vinna að verk­efn­inu, en Birna seg­ist í svari sínu „vísa í sam­göngusátt­mál­ann hvað þetta varð­ar“.

Marta, Þor­kell og Kjartan segj­ast öll vera and­víg Borg­ar­línu í þeirri mynd sem verk­efnið er lagt upp. Marta full­yrðir að Borg­ar­lína muni ekki leysa umferð­ar­vand­ann þar sem henni sé ætlað að taka akreinar af annarri umferð, auk þess sem hún sé hrein­lega „óraun­hæf og kostn­aður við hana him­in­hár“, auk þess sem allt sé á huldu um það hver muni greiða rekstr­ar­kostn­að.

Auglýsing

Marta segir enn­fremur að Borg­ar­línan sé „tíma­skekkja“ þegar haft sé í huga að „við stöndum á þrös­k­uldi bylt­inga í sam­göngum og í gerð far­ar­tækja“ auk þess sem Borg­ar­línan sé ekki ein­ungis sam­göngu­stefna heldur líka skipu­lags­stefna, sem hún sé alfarið mót­fall­in. Kallar hún það „að­för að lýð­heilsu borg­ar­búa“ að meg­in­upp­bygg­ing íbúð­ar­byggðar verði með­fram borg­ar­línu og stofn­braut­um.

Kjartan full­yrðir að það væri „auð­veld­ara, fljót­legra, ódýr­ara og árang­urs­rík­ara að bæta almenn­ings­sam­göngur í Reykja­vík með almennri efl­ingu á núver­andi kerfi“ og segir að svokölluð „létt borg­ar­lína“ geti verið mála­miðl­un. Einnig segir hann að í stað þess að festa sig í „19. aldar lausnum“ ætti Reykja­vík­ur­borg að horfa til nútíðar og fram­tíð­ar, á lausnir eins og snjall­stýr­ingu umferð­ar­ljósa, sjálfa­kandi öku­tæki og sjálfa­kandi almenn­ings­sam­göng­ur.

Þor­kell segir að það þurfi að end­ur­skoða sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem gerður var á milli Reykja­vík­ur­borg­ar, fimm sveit­ar­fé­laga þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur um stjórn­ar­taumana og rík­is­stjórnar þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fór og fer enn með fjár­mála­ráðu­neyt­ið, árið 2019.

Þor­kell segir borg­ar­stjóra enn­fremur vera að reyna að búa til kransæða­stíflu í vega­kerf­inu í borg­inni. „Dagur stefnir að því að halda áfram að búa hér til enn meiri kransæða­stíflu við hjarta höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem er í ca. 3 km. rad­íus í kringum Land­spít­al­ann. Borg­ar­lína leysir ekki þá þörf sem íbúar hafa til að leysa sínar dag­legu ferða­þarfir og hægt er að leggja svo­kall­aða Borg­ar­línu á fljót­legri, ódýr­ari og án mik­ils rasks á gatna­kerfi borg­ar­inn­ar.“

Mis­læg gatna­mót við Kringlu­mýr­ar­braut, Háa­leit­is­braut, Grens­ás­veg og Löngu­hlíð nefnd

Í svari við síð­ari spurn­ing­unni, um lausnir á sam­göngu­vand­an­um, talar Þor­kell fyrir því að sér­stökum akreinum fyrir Strætó verði fjölgað hægra megin á göt­unni, en talar einnig fyrir fleiri mis­lægum gatna­mótum í borg­inni.

„Setja upp nokkur mis­læg gatna­mót. Gera Miklu­braut að mestu ljós­lausa sem er auð­velt verk við Grens­ás­veg, Háa­leit­is­braut, Kringlu­mýr­ar­braut og við Löngu­hlíð. Þannig má fjölga tals­vert þeim sem nýta almenn­ings­sam­göngur en bif­reiðar til fólks og vöru­flutn­inga verða alltaf lang algeng­asta far­ar­tæk­ið. Annað er draum­sýn fyrir borg eins og Reykja­vík þótt ekki væri nema veðr­átt­unnar vegna,“ segir Þor­kell í svari sínu.

Í annarri spurn­ingu í sama skjali er spurt sér­stak­lega um mis­læg gatna­mót og hvort borg­ar­full­trúa­efnin vilji fjölga þeim. Þar seg­ist Kjartan í svari sínu sömu­leiðis vilja sjá mis­læg gatna­mót gerð þar sem Mikla­brautin mætir Kringlu­mýr­ar­braut, Grens­ás­vegi og Háa­leit­is­braut.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent