Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis

Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.

Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Auglýsing

Ljóst er að vind­orku­ver sem Zephyr Iceland áformar á Brekku­kambi í Hval­fjarð­ar­sveit hefði mikil áhrif á ásýnd svæð­is­ins enda Hval­fjörður svæði sem er þekkt fyrir fjöl­breytt og fal­legt lands­lag .Að mati Nátt­úru­fræði­stofn­unar er mjög vanda­samt að skipu­leggja svo stórt inn­grip í lands­lag á svæði af slíkum toga. Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands telur það mikla áskorun að ná sátt um bygg­ingu vind­orku­vers í svo lít­illi fjar­lægð frá sum­ar­húsum og lög­býlum og Umhverf­is­stofnun telur að frekar ætti að stað­setja vind­myllur á núver­andi orku­vinnslu­svæðum þar sem allir inn­viðir til flutn­ings raf­orku og vegir eru til staðar og á landi hefur þegar verið rask­að.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögnum stofn­ana við mats­á­ætlun Zephyr Iceland á fyr­ir­hug­uðu vind­orku­veri í Hval­fjarð­ar­sveit. Verið yrði 50 MW að afli og ráð­gert er að það rísi á um 300 hekt­ara svæði á Brekku­kambi, í landi Brekku. Reistar yrðu 8-12 vind­myllur sem hver um sig yrðu 250 metrar á hæð. Brekku­kambur er 647 metra hátt fjall í norð­an­verðum Hval­firði.

Auglýsing

Til fram­kvæmd­ar­innar þyrfti m.a. að steypa grunn undir hverja vind­myllu og gera vinnuplan fyrir þær all­ar. Reisa á safn­stöð á fram­kvæmda­svæð­inu og bygg­ingar fyrir skrif­stof­ur, snyrt­ingu, eld­hús, geymslu og fleira tengt rekstri vind­orku­vers­ins. Innan fram­kvæmda­svæð­is­ins á svo að leggja nýja mal­ar­slóða, alls 12 kíló­metra á lengd og 6 metra á breidd. Gert er ráð fyrir að lagðir verði um 36 kíló­metrar af jarð­strengjum á milli vind­mylla og að safn­stöð og alls 12 km af loft­línum frá til­teknum vind­myllum að safn­stöð. Þá er gert ráð fyrir að loft­lína frá safn­stöð að tengi­virki Lands­nets verði um 10 kíló­metr­ar. Loks er gert ráð fyrir að nýr slóði verði lagður frá Draga­vegi að fram­kvæmda­svæð­inu.

Tugir athuga­semda frá fólki sem býr í Hval­firði og næsta nágrenni mót­mæla bygg­ingu vers­ins líkt og Kjarn­inn fjall­aði nýverið um. Sjón­meng­un, hávaða­mengun og áhrif á fugla­líf eru þeim ofar­lega í huga. Vind­myll­urnar myndu gnæfa yfir stórt svæði og sjást í tuga kíló­metra fjar­lægð.

Mjög nálægt mik­il­vægu fugla­svæði

Nátt­úru­fræði­stofnun hefur skil­greint Hval­fjörð sem mik­il­vægt fugla­svæði og er það til­nefnt á B-hluta nátt­úru­minja­skrár. Um fjörð­inn liggja m.a. far­leiðir margæsa, rauð­bryst­inga og fleiri far­fugla og þar verpa ýmsar teg­und­ir. Hafernir heim­sækja fjörð­inn, íbúar segja þá hafa átt sér varp­stað þar í ára­tugi.

„Þótt fram­kvæmda­svæðið skarist ekki við mörk fugla­svæð­is­ins er það mjög nálægt því og afar mik­il­vægt er að meta hvort far­leiðir t.d. margæsa liggi þar um,“ segir í umsögn stofn­un­ar­inn­ar. „Sér­kenni­legt og óheppi­legt“ sé að ekki sé stefnt að því að fram­kvæma rat­sjár­mæl­ingar við fugla­rann­sókn­irnar sem eru að mati stofn­un­ar­innar nauð­syn­leg við­bót við sjón­ar­hóls­mæl­ingar til að meta far fugla um svæð­ið.

Ljóst er að áhrif fram­kvæmd­ar­innar á lands­lag og ásýnd svæð­is­ins verða mikil og í umhverf­is­mat­inu þurfi því að taka til­lit til margra ásýnd­ar­sjón­ar­horna til að fá heild­stæða sýn yfir lands­lags­á­hrif­in. Nátt­úru­fræði­stofnun telur ástæðu til að bæta við all­mörgum mynda­töku­stöðum t.d. við­komu­stöðum ferða­fólks eins og á útsýn­is­staðnum ofan við Hval­fjarð­ar­eyri vestan Kjós­ar, Hvamms­vík og Hvíta­nes í inn­an­verðum Hval­firði, af Þyr­ils­nesi, af göngu­leið á Leggja­brjóti, af göngu­leiðum í Skorra­dal og af útsýn­is­stöðum á göngu­leiðum upp á Akra­fjall, Esju, Móskarðs­hnúkum og Skarðs­heiði.

Þá bendir Nátt­úru­fræði­stofnun á að í mats­á­ætl­un­inni sé ekki fjallað um mögu­lega plast­mengun frá vind­myllu­spöðum en í nýlegu áliti Skipu­lags­stofn­unar um mats­á­ætlun fyrir áformað vind­orku­ver í Múla í Norð­ur­ár­dal var gerð krafa um að í umhverf­is­mat­inu væri lagt mat á losnun örplasts.

Gera þarf nákvæma forn­leifa­út­tekt

Vindmyllur versins myndu sjást mjög víða að. Mynd: Úr matsáætlun

Minja­stofnun telur ekki nóg að styðj­ast við forn­leifa­skrán­ingu af svæð­inu sem gera á í tengslum við nýtt aðal­skipu­lag Hval­fjarð­ar­sveitar líkt og fram­kvæmda­að­ili hugð­ist gera. Stofn­unin bendir á í umsögn sinni að forn­leifa­skrán­ing sem fram fari í tengslum við aðal­skipu­lags­vinnu sé oft óná­kvæm­ari en skrán­ing sem unnin er t.d. vegna deiliskipu­lags þar sem verið er að ákveða end­an­lega nýt­ingu lands. Þá sé mjög ólík­legt að við skrán­ingu forn­leifa vegna aðal­skipu­lags sé lögð áhersla á skrán­ingu svæða fjarri þétt­býli og „ör­uggt að það svæði sem hér er til umfjöll­unar hefur ekki verið gengið í leit að forn­leif­um,“ segir í umsögn Minja­stofn­un­ar. Því telur stofn­unin að fá þurfi forn­leifa­fræð­ing til að skrá allt það svæði sem áætlað er að fari undir vind­orku­verið sem og svæði sem annað jarð­rask er fyr­ir­hugað vegna fram­kvæmd­anna, s.s. vegna vega­gerð­ar, end­ur­gerðar vega eða lagn­ingu raf­strengja.

Veð­ur­stofan fer ekki mörgum orðum um mats­á­ætl­un­ina í sinni umsögn en bendir þó skýrt á að þar sem Brekku­kambur sé í yfir 600 metra hæð sé lík­legt að þar sé tölu­verð ísing að vetr­ar­lagi, bæði slyddu­ís­ing og skýja­ís­ing.

Lands­net ítrekar í sinni umsögn mik­il­vægi þess að sam­ráð verði haft við fyr­ir­tækið um tengi­mögu­leika. Brýnt sé að huga sér­stak­lega að því að þeir falli að fram­tíð­ar­hug­myndum Lands­nets um upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins á svæð­inu. Enn fremur þurfi að kanna sér­stak­lega hvort mögu­legar jarð­strengslagnir frá vind­orku­ver­inu að tengi­punkti við flutn­ings­kerfið hafi áhrif á afhend­ing­ar­gæði raf­orku.

Lands­net bendir á að háspennu­línur fyr­ir­tæk­is­ins myndu þvera vegi sem Zephyr áætlar að flytja vind­myll­urnar um frá höfn­inni á Grund­ar­tanga að fram­kvæmda­svæð­inu. Vinna þurfi áhættu­mat vegna þessa.

Að vera í þögn og vera ekki lengur í þögn

Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands segir margt enn vera óljóst hvað varðar hina fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmd, s.s. hvar vega­gerð að svæð­inu mun liggja. Bendir Þor­steinn Narfa­son, fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­innar á að áhrif af bygg­ingu vega þurfi að vera inni­falið í mats­á­ætl­un. Það stækki fram­kvæmda­svæðið til muna.

Hvalfjörður er skilgreindur sem mikilvægt fuglasvæði. Vindorkuverið er efst til hægri, sýnt með punktalínu og gulum punktum. Mynd: Úr matsáætlun

Heil­brigð­is­eft­ir­litið telur að þó svo að unnt yrði að halda hljóð­vist innan við reglu­gerð­ar­mörk s.s. í nálægri byggð þá geti hávaði eða hljóð frá vind­myllum valdið ónæði. Fram kemur að fjar­lægð vind­mylla frá manna­bú­stöðum yrði að lág­marki 500 metrar sem sé ekki endi­lega nægi­leg fjar­lægð til að koma í veg fyrir ónæði. „Þannig getur stöð­ugur niður sem mælist innan við með­al­tals­mörk fyrir heilan sól­ar­hring haft nei­kvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Fyrir íbúa og gesti getur þetta munað því að vera í þögn og vera ekki lengur í þögn,“ skrifar Þor­steinn. Heil­brigð­is­eft­ir­litið telur að það geti verið mikil áskorun að ná sátt um þessi mál í svo lít­illi fjar­lægð frá sum­ar­húsum og lög­býl­um.

Óbyggð víð­erni eru svæði sem eru að verða æ sjald­gæfari í heim­inum og má reikna með að virði slíkra svæða muni aukast mikið í fram­tíð­inni. Í umhverf­is­mats­skýrslu ætti að fjalla um verð­mæti víð­erna með til­liti til þess að mann­gera þau, segir í umsögn­inni.

Getur haft áhrif á verð fast­eigna

Þor­steinn telur ekki úti­lokað að vind­myllur geti haft nei­kvæð áhrif á virði nálægs lands og fast­eigna vegna sjón­rænna áhrifa og vegna breyt­inga á hljóð­stigi. Kanna ætti í umhverf­is­mati við­horf íbúa á svæð­inu og ferða­þjón­ustu­að­ila til vind­orku­vers á þessum stað.

Að mati Umhverf­is­stofn­unar er ljóst að fram­kvæmdin mun hafa veru­leg áhrif á ásýnd svæð­is­ins og vera ein­kenn­andi í lands­lagi. Vind­myll­urnar yrðu sýni­legar á stóru svæði.

Auglýsing

„Á Íslandi er að finna stóran hluta allra óbyggðra víð­erna í Evr­ópu og því mik­il­vægt að stuðla að verndun þeirra,“ segir í umsögn stofn­un­ar­inn­ar. „Þar sem vind­myll­urnar verða lík­lega sýni­legar og þar af leið­andi ráð­andi í lands­lagi á svæðum sem gætu flokk­ast sem óbyggð víð­erni telur Umhverf­is­stofnun að í umhverf­is­mats­skýrslu ætti að fjalla sér­stak­lega um áhrif fram­kvæmdar á upp­lif­un­ar­gildi víð­erna.“

Umhverf­is­stofnun telur að gera skuli grein fyrir háspennu­línum sem reisa þyrfti vegna vind­orku­vers­ins ef í ljós kæmi að jarð­strengur að næsta tengi­virki henti ekki rekstr­ar­for­sendum Lands­nets. Stofn­unin telur að í stað þess að stað­setja vind­orku­ver á svæðum þar sem inn­viðir eru ekki til staðar og nauð­syn­legt yrði að leggja nýjar háspennu­línur sem séu „ekki sér­lega vin­sæl mann­virki um þessar mund­ir“ ætti frekar að stað­setja vind­myllur á núver­andi orku­vinnslu­svæðum þar sem allir inn­viðir til flutn­ings raf­orku og vegir eru til staðar og í landi hefur þegar hafi verið rask­að.

Reikna með að umhverf­is­matið takið 2-3 ár

Mats­á­ætlun er eitt fyrsta skrefið sem fram­kvæmda­að­ilar taka í átt að mati á umhverf­is­á­hrif­um. Það næsta felst í því að yfir­fara inn­komnar athuga­semd­ir, bæði frá ein­stak­lingum og stofn­unum og svara þeim og senda Skipu­lags­stofnun sem mun svo gefa álit sitt á mats­á­ætl­un­inni.

Þá hefst síð­asta skref­ið, að skila umhverf­is­mats­skýrslu sem allir geta einnig skilað athuga­semdum við. Ferl­inu lýkur svo með áliti Skipu­lags­stofn­un­ar.

Í mats­á­ætl­un­inni, sem verk­fræði­stofan EFLA vann fyrir Zephyr Iceland, segir óvíst hvenær fram­kvæmdir við upp­setn­ingu vind­orku­garðs­ins gætu haf­ist. Fram kemur að umhverf­is­mats­ferlið geti tekið 2-3 ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent