Google Maps Brekkukambur Mynd: Google
Fjallið Brekkukambur í Hvalfirði er 647 metrar á hæð þar sem það er hæst. Vindmyllurnar yrðu um 250 metra háar.
Google Maps

„Eins og að krota inn á málverk eftir Kjarval“

Frá Skorradal til Skjaldbreiðar. Svínadal til Langjökuls. Frá Kjósinni og Akranesi til uppsveita Borgarfjarðar. Ef vindorkuver Zephyr Iceland fær að rísa á Brekkukambi, hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar, mun það blasa við úr öllum áttum – gnæfa yfir sveitir, frístundabyggðir, óbyggðir og útivistarsvæði. „Við viljum þetta ekki,“ segir einn íbúi og hundruð annarra taka undir. Nóg sé komið af „stórkarlalegri starfsemi“ í Hvalfirði.

Þetta má alls ekki ger­ast.“

Sara Matí Guð­munds­dóttir

„Hvernig dettur ein­hverjum slík della í hug?“

Ólafur Magn­ús­son og Katrín Val­ent­ín­us­dóttir

Fyr­ir­tækið Zephyr Iceland, sem er að stærstum hluta í eigu norska fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr AS, áformar að reisa 50 MW vind­orku­ver á Brekku­kambi í landi jarð­ar­innar Brekku í Hval­fjarð­ar­sveit. Þótt orðið „kambur“ láti ekki mikið yfir sér er þetta fjall, 647 metrar yfir sjáv­ar­máli þar sem það er hæst, það hæsta á allri Hval­fjarð­ar­strönd­inni. Á því vill Zephyr reisa 8-12 vind­myllur sem hver um sig yrði tæp­lega 250 metra há, sem jafn­ast á við rúm­lega þre­falda hæð Hall­gríms­kirkju­turns.

„Vind­myll­urnar myndu bera við himin í um 900 metra hæð yfir sjáv­ar­máli – ekk­ert mun skyggja á þær,“ benda eig­endur jarð­ar­innar Kala­staða á. „Þetta mun því valda sjón­mengun víða og til allra átta. Hvernig verða lífs­gæði allra sem sviptir verða þeim lífs­gæðum sem fel­ast í kyrrð og nátt­úru­hljóðum met­in?“

Sjón­meng­unin er stórt atriði í hugum þeirra tuga manna sem ýmist búa á svæð­inu eða dvelja þar í sum­ar­húsum sínum hluta úr ári og gerðu athuga­semdir við mats­á­ætlun Zephyr fyrir vind­orku­ver­ið. Yfir þús­und manns til við­bótar skrif­uðu svo undir mót­mæli vegna áfor­manna.

Ferða­þjón­ustan er orðin mjög mik­il­væg grein í Hval­fjarð­ar­sveit og nábýli við vind­orku­garð mun skaða hana, er m.a. ítrekað bent á. Vind­myll­urnar munu sjást frá mjög fjöl­sóttum ferða­manna­stöðum eins og foss­inum Glym, Síld­ar­mann­göt­um, Leggja­brjóti og Þing­völl­um. Þær munu einnig sjást úr Kjós, Skorra­dal, frá Akra­nesi og upp­sveitum Borg­ar­fjarð­ar. Frá Langjökli, Þór­isjökli og af Skjald­breið.

Sýnileiki vindorkuversins á Brekkukambi. Fjólublái liturinn er á þeim svæðum sem vindmyllurnar myndu sjást. Mynd: Úr matsáætlun

„Við þurfum þetta ekki og við viljum þetta ekki,“ segir einn íbúi í sinni umsögn. Þar með kjarnar hann inn­tak allra athuga­semd­anna sem sendar voru Skipu­lags­stofnun vegna mats­á­ætl­un­ar­inn­ar. Í þeim er vakin athygli á þekktum umhverf­is­á­hrifum vind­orku­vera, m.a. sjón- og hljóð­mengun sem og hætt­unni sem steðjar að fugl­um, en einnig á lítt þekkt­ari áhrifum á borð við örplast sem veðr­ast í tuga kílóa­vís af hverri vind­myllu á hverju ein­asta ári. Bent er á að plastið ber­ist um allt og ótt­ast að það mengi vatns­ból og ógni heilsu.

Laumað inn í sam­fé­lagið

Fólkið gagn­rýnir einnig algjört sam­ráðs­leysi fyr­ir­tæk­is­ins, hvort sem er við næstu nágranna jarð­ar­innar Brekku eða við aðra land­eig­end­ur, ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem eru mörg og fer fjölg­andi eða eig­endur sum­ar­húsa. Einnig er bent á að meira að segja sveit­ar­fé­lögin á svæð­inu hafi litlar eða engar upp­lýs­ingar fengið um hvað þarna stendur til. „Næstu nágrannar hafa ekk­ert heyrt um þessar fyr­ir­ætl­anir fyrr en mats­á­ætlun var aug­lýst á vef Skipu­lags­stofn­un­ar,“ segja íbúar á Hrafna­björgum í Hval­fjarð­ar­sveit. „Þessu er laumað inn í sam­fé­lagið og á að nást í gegn með því að vaða yfir íbú­a.“

Hulda Guð­munds­dótt­ir, sem býr að Fitjum í Skorra­dal, segir að því miður hafi fyr­ir­tækið Zephyr, sem seg­ist leggja mikið upp úr far­sælum sam­skiptum við hags­muna­að­ila og að sam­skipti við land­eig­endur og íbúa séu mik­il­vægust, ekki haft sam­band eða verið í nokkru sam­ráði við land­eig­endur á Fitjum eða sum­ar­húsa­eig­endur á svæð­inu. Þó sé bein sjón­lína frá bænum að Brekku­kambi.

Óvönduð vinnu­brögð

Bær­inn Bjart­eyj­ar­sandur er næsti byggði bær við Brekku og segja eig­endur hans algjör­lega óásætt­an­legt að fá vind­orku­ver – iðnað – í sitt næsta nágrenni. „Við mats­á­ætl­un­ina hefur á engum tíma verið leitað eftir sam­ráði við næstu nágranna sem verður að telj­ast til óvand­aðra vinnu­bragða,“ skrifa Kol­brún Eiríks­dóttir og Sig­ur­jón Guð­munds­son. „Nei takk. Við skorum á Skipu­lags­stofnun og sveit­ar­stjórn Hval­fjarð­ar­sveitar að ýta þessum áformum út af borð­inu áður en frekara tjón hlýst af.“

Staðsetning vindorkuversins í gulum lit.
Úr matsáætlun

Hval­fjarð­ar­svæðið er „því­líkt ger­semi“ í næsta nágrenni þétt­býlasta svæðis lands­ins, skrifar Hilmar Þór Björns­son arki­tekt. „Þar fer frí­stunda- og ferða­þjón­usta vax­andi og með vind­orku­veri yrði meiri hags­munum kastað á glæ fyrir minni og gríð­ar­leg tæki­færi til langrar fram­tíðar glat­ast.“

Hvar sem drepið er niður í áætl­un­inni eru rauð flögg, skrifar Ólafur Helgi Ólafs­son, sum­ar­húsa­eig­andi í Hval­fjarð­ar­sveit. „Það er í raun furðu­legt að ein­hverjum skuli hafa látið sér detta í hug að setja þarna upp vind­orku­garð,“ segir hann og bætir við: „Að halda áfram með þetta verk­efni væri eins og að krota inn á mál­verk eftir Kjar­val.“

Mót­mælt „af miklum þunga“

Félag sum­ar­búa­staða­eig­enda í Forna­stekk segir það lítt skilj­an­legt að fram­kvæmda­að­ila komi til hugar að ráð­gera upp­bygg­inu og starf­semi vind­orku­vers á Brekku­kambi „þar sem vind­myllur munu gnæfa yfir, í nálægð við mörg svæði sem skipu­lögð hafa verið sem frí­stunda­byggðir svo ekki sé talað um þá sem hafa fasta búsetu í Hval­firði og nágrenn­i“.

Sum­ar­húsa­fé­lagið í landi Kamb­hóls mót­mælir áformunum „af miklum þunga“ og „leggst heils­hug­ar“ gegn þeim.

Fossinn Glymur í Botnsdal í Hvalfirði er vinsæll áfangastaður útivistarfólks.
Wikipedia

Bæta þyrfti nýrri raf­línu við

Í skýrsl­unni er dregin upp sú mynd að það sé mik­il­vægt fyrir stað­ar­valið að Sult­ar­tanga­línur 1 og 3 séu við hið fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði. „Þetta er væg­ast sagt kjána­leg athuga­semd þar sem teng­ing 50 MW afls kæmi aldrei til greina inn á aðra hvora lín­una vegna þess kostn­aðar sem því yrði sam­fara,“ skrifar einn sum­ar­húsa­eig­andi. Teng­ingin myndi alltaf fel­ast í loft­línu eða jarð­streng inn að spenni­stöð í Brenni­mel. Svæðið beri hins vegar ein­fald­lega ekki eina háspennu­línu til við­bót­ar.

Eig­endur Kala­staða segja að um land þeirra liggi nú þegar þrjár stórar raf­lín­ur. „Við munum ekki sætta okkur við eina lín­una enn fyrir einka­fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eigu Norð­manna og okkur er full­kunn­ugt um að því er einnig þannig farið með nágranna okk­ar.“

Slóðar þola ekki þunga­flutn­inga

Annar bendir á að í áætl­un­inni sé gert ráð fyrir að fara eftir gömlum vinnu­slóða að fram­kvæmda­svæð­inu og „styrkja hann eftir þörf­um“ líkt og það er orðað í skýrslu Zephyr. „Þeir gríð­ar­legu þunga­flutn­ingar sem verk­efnið útheimtir þurfa minnst 5-6 metra breiðan veg sem þolir akst­urs­þunga tuga tonna öku­tækja,“ skrifar Elísa­bet Hall­dórs­dótt­ir. Fyr­ir­hug­aður vegur liggi í gegnum jörð­ina Þór­is­staði í Svína­dal og þar hafi ekk­ert verið rætt við land­eig­anda sem sé alfarið á móti fram­kvæmd­inni. „Sum­ar­húsa­eig­endur í landi Brekku telja sig svikna með fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmdum þar sem engin slík áform voru uppi þegar þeir keyptu lóðir sínar af sömu aðilum og standa nú fyrir áformum um vind­myllu­garð á Brekku­kambi.“

Vind­orku­verum á ekki að tylla á fjallatoppa

Jörðin Stóri-­Botn komst árið 1939 í eigu fjöl­skyldu sem á hana enn í dag. Innan jarð­ar­innar er meiri­hluti Botns­dals og foss­inn Glym­ur. Hefur fjöl­skyldan æ síðan staðið vörð um fram­tíð dals­ins sem nátt­úruperlu, segir í umsögn henn­ar. Hún segir fram­kvæmda­menn oft hafa litið svæðið hýru auga og gert áætl­anir um t.d. virkjun í Botnsá, lagn­ingu háspennu­línu um dal­inn og veg til Þing­valla. „Þessar fram­kvæmdir hefðu gjör­spillt dalnum sem nátt­úruperlu og úti­vistar­para­dís enda börð­ust eig­endur Stóra-­Botns hart gegn þeim,“ skrifar fjöl­skyld­an.

„Iðn­að­ar­svæðið á Grund­ar­tanga er nú þegar ærinn óskapn­aður á ásýnd lands­ins í Hval­firði og er frá­leitt að kór­óna þá ásýnd með vind­myllu­garði sem bæri við him­inn á Brekku­kambi og það í grennd við þétt­býlasta hluta lands­ins. Svona mann­virkjum á ekki að tylla á fjallatoppa. Myndi ein­hverjum detta í hug að byggja vind­orku­ver á Úlf­ars­felli, Mos­felli, Esju­brún eða Akra­fjall­i?“

Hvað með að setja verið í 101 Reykja­vík?

Því ekki að nýta Kol­beinsey til að reisa vind­myll­ur, leggur Björn Hall­dórs­son, sum­ar­húsa­eig­andi í Skorra­dal til, „eða finna stað þar sem þær blasa við öllum úr 101 Reykja­vík hvar skrif­stofa Zephyr Iceland er stað­sett. Þeim sem þannig er umhugað um vind­myllur geta þá dáðst að þeim í sínu nærum­hverf­i“.

Brekkukambur frá hringveginum.
Google Maps

Ekki brjóta ísinn

Útsýni er ein af nátt­úru­auð­lindum Íslands, skrifar Gunn­laugur A. Júl­í­us­son hag­fræð­ing­ur. „Mik­il­vægt er að spilla ekki yfir­bragði lands­ins meira en þegar hefur verið gert með lagn­ingu raf­magns­lína. Að byggja risa­vaxin vind­orku­ver uppi á hálsum og heiðum sem munu sjást í tuga eða hund­ruð kíló­metra fjar­lægð er veru­legt inn­grip í ásýnd og yfir­bragð lands­ins.“

Með því að hleypa af stað einni fram­kvæmd af þess­ari gerð, sem hefur áhrif á ásýnd lands­ins í tuga kíló­metra rad­íus væri „ís­inn brot­inn og upp­bygg­ing áþekkra mann­virkja væri hafin um allt land,“ skrifar hann.

Elísa­bet Hall­dórs­dóttir tekur undir þetta og þykir það ekki heilla­væn­leg þróun að fjár­sterkir, erlendir aðilar geti „ætt af stað og byggt upp vind­myllu­garða hvar sem þeir vilja“. Viss lík­indi séu með öllum þessum vind­orku­á­formunum og því þegar norskir aðilar hófu að byggja upp fisk­eldi áður en ríkið var búið að setja reglu­verk um slíka starf­semi við Íslands­strend­ur.

Einu hvat­arnir að græða

„Það hlýtur að vera eðli­leg og sann­gjörn krafa að stjórn­völd fari fyrst í að skoða og greina mögu­leg svæði sem gætu nýst fyrir orku­öflun með vind­myllum í stað þess að taka ein­stök verk­efni einka­að­ila fyrir sem hafa enga hvata aðra en að græða á umræddu verk­efni með sem minnstum til­kostn­að­i,“ segja Frið­rik Frið­riks­son og Bryn­dís María Leifs­dótt­ir, íbúar í Hval­fjarð­ar­sveit, í sinni umsögn.

„Ein megin ástæða þess að við fjár­festum á sínum tíma í sum­ar­húsi að Vatns­enda­hlíð var sú að eignin stóð á vatna­lóð og bauð upp á ein­stakt útsýni þar sem Skorra­dals­vatn og fjöllin í kring mynd­uðu ein­staka og óskerta nátt­úru­sýn,“ skrifar Sjöfn Everts­dótt­ir. „Ef af fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmdum verður er aug­ljóst að sú sýn mun ekki lengur vera til stað­ar.“

Munu engu skila fyrir nær­sam­fé­lagið

Hulda Guð­munds­dótt­ir, Fitj­um, hefur staðið fyrir göngu­ferðum skammt frá Brekku­kambi og víðar á svæð­inu. Einn aðalsjarmi svæð­is­ins eru hin ósnortnu víð­erni. „Engar mót­væg­is­að­gerðir munu nokkru sinni geta breytt þeirri stað­reynd að vind­myllur eru fram­andi og var­an­legt lýti á allri ásýnd lands­lags­ins. Þær munu blasa við frá stórum hluta Borg­ar­fjarð­ar.“

Heiðrún Jóns­dótt­ir, eig­andi jarð­ar­innar Dag­verð­ar­ness segir fram­kvæmd­ina engu skila í sam­fé­lagið „nema ömur­legri ásýnd og óaft­ur­kræfum skemmdum á umhverfi í Hval­fjarð­ar­sveit, Skorra­dal og nálægum sveit­u­m“.

Ábú­endur og ferða­þjón­ustu­bændur á Kala­stöðum telja að vand­fund­inn sé sá staður á land­inu þar sem vind­myllur eiga síður heima en einmitt á Brekku­kambi. „Fjalla­sýnin hér er ein­stök.“ Þeir segja að velta megi fyrir sér hvort Zephyr Iceland sé að setja fram óraun­hæfa áætlun vís­vit­andi til að geta bakk­að, ákveðið að setja upp lægri vind­myll­ur, og haldið því svo fram „að með því hafi verið komið til móts við íbúa og aðra sem and­mælt hafa fram­kvæmd­inn­i“.

Mats­á­ætlun Zephyr fyrir vind­orku­ver í landi Brekku var aug­lýst í sumar og skil­uðu líkt og að ofan er rakið tugir fólks umsögnum auk þess sem yfir 1.000 ein­stak­lingar skrif­uðu nafn sitt á skjal þar sem því er harð­lega mót­mælt að verið rísi.

Reikna með að umhverf­is­matið takið 2-3 ár

Mats­á­ætlun er eitt fyrsta skrefið sem fram­kvæmda­að­ilar taka í átt að mati á umhverf­is­á­hrif­um. Það næsta felst í því að yfir­fara inn­komnar athuga­semd­ir, bæði frá ein­stak­lingum og stofn­unum og svara þeim og senda Skipu­lags­stofnun sem mun svo gefa álit sitt á mats­á­ætl­un­inni.

Þá hefst síð­asta skref­ið, að skila umhverf­is­mats­skýrslu sem allir geta einnig skilað athuga­semdum við. Ferl­inu lýkur svo með áliti Skipu­lags­stofn­un­ar.

Í mats­á­ætl­un­inni, sem verk­fræði­stofan EFLA vann fyrir Zephyr Iceland, segir óvíst hvenær fram­kvæmdir við upp­setn­ingu vind­orku­garðs­ins gætu haf­ist. Fram kemur að umhverf­is­mats­ferlið geti tekið 2-3 ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar