Pexels

„Það er stórslys í uppsiglingu“

Tugir fólks sem ýmist býr í Norðurárdal og nágrenni hans eða á þangað reglulega erindi mótmæla harðlega hugmyndum um vindorkuver í dalnum. Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir allt í biðstöðu þar til ríkið gefi tóninn fyrir nýtingu vindsins.

Tröll­vaxið iðn­að­ar­svæði sem mun spilla tign­ar­legri fjalla­sýn í frið­sælli sveit. Til marks um dóm­greind­ar­leysi og gróða­fíkn fárra á kostnað ein­stakrar nátt­úru og mann­lífs. Undr­un, von­brigði og óhugn­að­ur. Yfir­gangur og ásælni. Stór­slys er í upp­sigl­ingu.

Þetta eru aðeins örfá dæmi um það sem fólkið sem býr í Norð­ur­ár­dal í Borg­ar­firði eða leitar þar athvarfs hluta úr ári hefur að segja um þau áform fyr­ir­tæk­is­ins Qair Iceland að reisa vind­orku­ver á 3.500 hekt­ara landi bæj­ar­ins Hvamms. Orku­ver­ið, sem fyr­ir­tækið kallar Múla, myndi telja 13-17 vind­myllur sem hver yrði um 200 metrar á hæð. Fyrstu skref í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­innar hafa verið tekin en virkj­un­ar­hug­myndin er hvorki komin inn á skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins né hefur hún fengið umfjöllun í ramma­á­ætl­un.

„Að lesa þennan texta er eins og að bíta í álp­app­ír,“ skrifar arki­tekt sem ólst upp á bænum Hvammi og þekkir þar því hverja þúfu og hvern hól. Erlend stór­fyr­ir­tæki vaða nú yfir landið „eins og logi yfir akur í leit að tæki­færum til að hagn­ast á auð­lindum lands­ins,“ segir eig­andi frí­stunda­húss í daln­um.

Yfir sex­tíu manns sem hafa náin tengsl við Norð­ur­ár­dal sendu inn athuga­semdir við mats­á­ætlun Qair er hún var aug­lýst í vet­ur. Þar er lýst ein­dreg­inni and­stöðu og jafn­vel andúð á áformun­um. Fólkið segir að verið myndi spilla útsýni, m.a. við fjallið Baulu, sem og kyrrð­inni sem ríkt hefur í ald­ir. Það hefur auk þess miklar áhyggjur af áhrifum fram­kvæmd­ar­innar á líf­rík­ið, ekki síst á fugla og Norð­urá – „drottn­ingu íslenskra lax­veiði­á­a“. Orku­verið yrði í „æp­andi mót­sögn“ við ímynd Norð­ur­ár­dals­ins sem ein­stakrar íslenskrar nátt­úruperlu.

Vindmyllur vindorkuversins fyrirhugaða eru gulir punktar og liturinn í kring verður fjólublárri eftir því sem sýnileiki myllanna er meiri. Mynd: Úr matsáætlun

Bent er á rann­sóknir sem sýni að gríð­ar­legt magn af örplasti feyk­ist af spöðum vind­mylla vegna veðr­unar og að hund­ruð lítra af olíu þurfi til að reka þær ár hvert. Þá sé vand­kvæðum bundið að farga þeim líkt og dæmi erlendis frá sýni. „Við eyði­legg­ingu á landi og sam­fé­lagi ætti að hverfa frá notkun hug­taks­ins „sjálf­bærn­i“, annað er hvorki sið­ferði­lega rétt né heið­ar­leg­t,“ bendir kona sem unnir dalnum á.

„Hvernig passar risa­stórt mann­virki sem sést mjög víða að við ferða­þjón­ustu á sama svæð­i?“ spyr Anja Mager á Dýra­stöðum sem er næsti bær við Hvamm.

„Hæð vind­myll­anna sam­svarar 2,7 Hall­gríms­kirkju­turnum ofan á hver öðrum,“ segir Hrafn­hildur Sverr­is­dótt­ir, arkítekt og fyrrum heima­sæta í Hvammi. Vind­myll­urnar myndu ekki aðeins valda sjón­mengun í öllum Norð­ur­ár­dal heldur sjást ofan af hálendi, frá mörgum þekkt­ari ferða­manna­stöðum lands­ins.

„Ég og fjöl­skylda mín höfum frá árinu 1989 átt okkar annað heim­ili að Háreks­stöðum en þar hefur verið búið frá land­námi óslit­ið,“ segir Birgir Þór Borg­þórs­son. Ef hug­mynd­irnar ná fram að ganga myndi það hafa veru­leg áhrif á hagi hans og fjöl­skyld­unn­ar, fjár­hags­lega en ekki síður til­finn­inga­lega. „Það er stór­slys í upp­sigl­ingu nái skamm­tíma gróða­sjón­ar­mið kaup­héðna fram að ganga í daln­um.“

Hvammsmúli er hæðin fyrir miðju. Þar stendur til að reisa 13-17 vindmyllur.
Kristín Helga Gunnarsdóttir

Dag­mar Guð­rún Gunn­ars­dótt­ir, Króki, seg­ist vera í hópi þeirra fjöl­mörgu sem hafi um langan tíma tengst Norð­ur­ár­dalnum tryggð­ar- og til­finn­inga­böndum og eigi því erfitt með að skilja það dóm­greind­ar­leysi að vilja dreifa um hann vind­myll­um. „Ég vona að okkur sem unnum dalnum beri gæfa til að afstýra þessu umhverf­isslysi og hafa betur í bar­áttu við útsend­ara gróða­afl­anna.“

Hafna teng­ingu um land sitt

Eig­endur jarð­anna Sveina­tungu og Gests­staða, næstu bæja við Hvamm, benda á að í mats­á­ætl­un­inni sé lítið fjallað um teng­ingar vers­ins við raf­orku­kerf­ið. Hins vegar komust þeir að því við skoðun á enskri útgáfu lýs­ingar Qair á fram­kvæmd­inni að lögð sé til teng­ing um land Sveina­tugu, áleiðis að tengi­virki í Hrúta­tungu. „Um þetta hefur ekki verið haft neitt sam­ráð við eig­anda Sveina­tungu og rétt er að taka fram að teng­ingar fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmdar við dreifi­kerfi um land Sveina­tungu og Gest­staða munu ekki verða heim­il­að­ar.“

Þeir vekja einnig athygli á því að frí­stunda­byggð í landi Sveina­tungu sé í um 1-1,3 kíló­metra fjar­lægð frá til­lögu að syðstu vind­myll­un­um. Allar yrðu þær í innan við sex km fjar­lægð frá byggð­inni. Því megi öruggt telja að stað­setn­ingin upp­fylli ekki skil­yrði reglu­gerðar um leyfi­legan hávaða frá atvinnu­starf­semi nærri frí­stunda­byggð.

Undir þetta taka marg­ir. Vind­myll­urnar myndu trufla þann frið sem verið hefur hér í ald­ir, skrifa ábú­endur og eig­endur Glit­staða og Svarta­gils.

Eng­inn heil­vita maður kaupir hús við vind­orku­ver

Eig­endur Braut­ar­lækj­ar, frí­stunda­húss í landi Króks í Norð­ur­ár­dal, segja að ef öll þau fram­kvæmda­á­form gangi eftir sem viðruð hafi verið „erum við nán­ast orðin umkringd vind­myll­u­m.“ Vísa þeir þar til þess að þrjú vind­orku­ver séu áformuð á þessum slóð­um: Á Grjót­hálsi ofan Haf­þórs­staða, við Sýr­dals­borgir í landi Króks auk vers­ins fyr­ir­hug­aða í landi Hvamms. „Megin aðdrátt­ar­afl húss­ins okkar er ein­stak­lega fal­leg sýn til Baulu­fjall­anna, inn Sand­dal og áfram upp á heiði þar sem Snjó­fjöllin og Trölla­kirkjan gleðja augað í fjarsk­an­um. Frá hús­inu okkar munu vind­myll­urnar verða yfir­gnæf­andi í lands­lag­inu og senni­lega verða þær allar með tölu sýni­legar út um stofu­glugg­ann hjá okk­ur.“

Ef orku­verið verður reist muni það verð­fella eign þeirra. „Eng­inn heil­vita maður kaupir frí­stunda­hús á land­spildu þar sem það helsta sem grípur augað í lands­lag­inu eru 200 metra háar vind­myll­ur.“

Eins og flug­vél sé að nálg­ast

Það þekkja allir sem hafa komið í nálægð við vind­orku­ver erlendis að það er stöð­ugur hvinur frá þeim, jafn­vel í margra kíló­metra fjar­lægð, „eins og flug­vél sé að nálgast,“ skrifa Magnús Leó­polds­son, fast­eigna- og jarða­sali til ára­tuga og Árný Sig­rún Helga­dótt­ir, ábú­endur að Hvassa­felli II. Þau segja þetta hljóð ef til vill ekki hávært mælt í desí­belum en „ákaf­lega hvim­leitt“, sér­stak­lega á stöðum þar sem nátt­úru­kyrrð rík­ir.

Vegna þess­ara „stór­tæku áforma“ sé eigna­verð á svæð­inu þegar farið að lækka og eft­ir­spurn að minnka. Skað­inn sé þegar skeð­ur. „Það verður ekki gott að búa í Norð­ur­ár­dal ef af þessu verð­ur. Til þess þarf að stöðva allar vind­orku­fram­kvæmda­hug­myndir í upp­sveitum Borg­ar­fjarðar og víðar á sam­bæri­legum svæð­u­m.“

Vindmyllurnar í Múla yrðu 200 metrar á hæð. Spaðarnir yrðu 85 metrar á lengd.

Skemmd­ar­verk á umhverf­inu

Eig­endur Króks segja það vekja mesta undrun og mestum von­brigðum „að til skuli vera fólk, sem kemur í þessa dali, sem eru víð­frægir fyrir feg­urð, og virð­ist albúið til þess að fremja skemmd­ar­verk á umhverf­in­u“.

Í dalnum er vissu­lega mikil orka, skrifar Gunnar Óli Dag­mar­ar­son, sem einnig hefur tengsl við Krók. „Fólk hefur sótt í þessa orku í árhund­ruð, orku sem ein­kenn­ist af friði, feg­urð og veð­ur­sæld.“ Hann segir áform Qair „víð­áttu heimsku­leg“. Um sé að ræða „ófyr­ir­leitna og ógeð­fellda græðgi einka­að­ila“.

Feg­urðin dælir blóði um hug og hjarta

Lyk­il­orð skýrsl­unnar eru: Vind­myll­ur, vind­orku­garð­ur, Qair, mats­á­ætl­un, mat á umhverf­is­á­hrif­um, skrifar Gunnar Her­sveinn, heim­spek­ing­ur. „Lyk­il­orð mín eru önn­ur. Það sem vegur marg­falt þyngra til lengri tíma er sú feg­urð­ar­reynsla og upp­lifun sem svæðið veit­ir. Ég býst ekki við að þið skiljið það en: Feg­urðin sem hverfur dælir nú blóði um hug og hjarta, hún snar­vekur ímynd­un­ar­aflið sem bræðir okkur sam­an, okkur sjálf, sam­fé­lagið og nátt­úr­una. Norð­ur­ár­dalur er ekki virkj­ana­völl­ur, hann er lands­lag sem við viljum eiga eins og það er nún­a.“

„Það ætti að vera hverjum manni ljóst að það er fjar­stæðu­kennd hug­mynd að reisa orku­ver af nokkru tagi á þessu svæð­i,“ skrifar Jón Hjörtur Brjáns­son, skóg­rækt­ar­maður á Króki. Hann veltir fyrir sér hvernig hægt sé að koma á fram­færi and­mælum við „þessa firru“ þannig að for­svars­menn Qair, land­eig­andi í Hvammi og aðrir sem telji hug­mynd­ina góða skilji „að þetta er glæpur gegn nátt­úr­unni“ og fólk­inu sem um hana fer.

Bjó að Hvammi í 65 ár

Þeir sem best þekkja til í Hvammi, feðginin Hrafn­hildur Sverr­is­dóttir og Sverrir Guð­munds­son segja fugla­lífið á jörð­inni ein­stak­lega fjöl­skrúð­ugt. Þar hafi, auk algeng­ari teg­unda á borð við ýmsa mófugla, gæsir og end­ur, við­komu ugl­ur, fálkar og ern­ir. Sverrir bjó að Hvammi í 65 ár. Á jörð­inni sé að finna aldagamlan birki­skóg. Um hann þyrfti að leggja vegi. „Á Íslandi er kapps­mál að koma upp skógum og end­ur­heimta vot­lend­i,“ skrifar Sverr­ir. „Í Múla og víða um jörð­ina Hvamm er nátt­úru­legur skógur og vot­lendi hefur ekki verið fram­ræst. Það ætti að leggja sér­staka áherslu á að varð­veita þessi fyr­ir­bæri vegna lofts­lags­mála“.

Hann segir svo, líkt og margir aðrir Dal­bú­ar, að fram­kvæmd upp á 13-17 stykki af 200 metra háum vind­myllum eigi ekki „að kalla jafn huggu­legu nafni og garð­ur“.

Fossinn Glanni í Norðurá. Veiðifélagið hefur miklar áhyggjur af hljóð- og sjónmengun sem muni spilla fyrir veiðimönnum.
Veiðifélag Norðurár

Vit­laust gefið

Sveit­ar­stjórn­ar­yf­ir­völd hafa aldrei kannað hug íbúa og land­eig­enda í Norð­ur­ár­dal til fram­kvæmd­anna, skrifa Kristín Helga Gunn­ars­dótt­ir, Erla Guðný Helga­dóttir og Soffía Sóley Helga­dótt­ir, Króki. „Aldrei hafa þessi sömu yfir­völd kannað drauma, vonir og þrár þeirra sem hafa staðið vörð um dal­inn um ára­tuga skeið.“

Þær segja „lukku­ridd­ara“ hafa fengið að kanna virkj­ana­kosti í Króks­landi, en land­eig­endur höfn­uðu þeim virkj­ana­hug­myndum alfar­ið. „Skýrslan [um vind­orku­ver að Króki] fer samt áfram og er lögð fram sem raun­hæf hug­mynd að virkj­ana­kosti á vef Orku­stofn­unar sem til­laga í ramma­á­ætl­un.“

Í þessu end­ur­speglist lýð­ræð­is­halli. Ein­stak­lingar þurfi að taka sig saman og „verj­ast einka­fyr­ir­tækjum í inn­rás með verk­fræði­stofur og stjórn­vald [Orku­stofn­un] í vinn­u.“

Fólk í Norð­ur­ár­dal verði þrá­falt fyrir „yf­ir­gangi og ásælni“ sem reynt sé að verj­ast af mis­miklu þreki. „Stjórn­valdið í formi Orku­stofn­unar og sveit­ar­stjórnar vinna með einka­fyr­ir­tækjum og fram­kvæmda­valdi. Þarna er vit­laust gef­ið.“

Hund­ruð lítra af olíu

Ef áætlun um það magn steypu sem þarf í grunn­ana undir vind­myll­urnar sten­st, um 14.000 m3, munu 1900 steypu­bílar aka fram og aftur frá Akra­nesi að fram­kvæmda­svæð­inu, 78 kíló­metra leið, benda Mál­fríður Krist­jáns­dóttir arki­tekt og jarð­eig­andi í Norð­ur­ár­dal á.

Þá komi fram í mats­á­ætlun Qair að 100 lítra af olíu á ári þurfi fyrir hverja vind­myllu eða fyrir 13 vind­myllur eru það 1.300 lítrar á ári. Fyrir sautján 1.700 lítr­ar.

Þögnin rofin

Þær opin­beru stofn­anir sem gefa umsögn við mats­á­ætlun Qair taka undir margt það sem fólkið í Norð­ur­ár­dal bendir á.

Þor­steinn Narfa­son, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands, skrifar t.d. þó svo að unnt verði að halda hljóð­vist innan við regu­gerð­ar­mörk þá geti hávaði eða hljóð frá vind­myllum valdið ónæði. „Þannig getur stöð­ugur niður sem mælist innan við með­al­tals­mörk fyrir heilan sól­ar­hring haft nei­kvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Fyrir íbúa og gesti getur þetta munað því að vera í þögn og að vera ekki lengur í þögn.“

Hann segir einnig ekki úti­lokað að vind­myllur geti haft nei­kvæð áhrif á virði nálægs lands og fast­eigna vegna sjón­rænna áhrifa og vegna breyt­inga á hljóð­stigi.

Margir Dalbúar lýsa fjölskrúðugu fuglalífi og nefna m.a. haförninn.
Jóhann Óli Hilmarsson

Nátt­úru­fræði­stofnun segir að vegna eðlis og umfangs mun áætluð fram­kvæmd fela í sér mikla breyt­ingu á notkun og ásýnd svæð­is­ins og tölu­verðu raski á lítt snort­inni nátt­úru. „Mik­il­vægt er að taka fram að ásýnd og nán­asta umhverfi stórra jarð­myndana eins og Baulu hefur einnig áhrif á vernd­ar­gildi hennar og taka þarf tilllit til þess í umhverf­is­mati þótt ekki sé hætta á eig­in­legu jarð­raski.“

Þá hafi athug­anir sýnt að umferð hafarna um Norð­ur­ár­dal sé tölu­verð og að rán­fuglar séu sér­stak­lega við­kvæmir fyrir áflugi á vind­myll­ur.

Umhverf­is­stofnun bendir á að fram­kvæmd Qair yrði á vot­lendi sem njóti verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Það sama eigi við um gamla birki­skóga. Þá sé fram­kvæmda­svæðið í námunda við óbyggð víð­erni.

Við segjum nei takk

Svona virkj­un­ar­á­form varða alla lands­menn, skrifa ábú­endur og eig­endur Glit­staða og Svarta­gils. „Til þess að svona starf­semi verði sam­þykkt þarf að taka sam­talið við íbú­ana og þjóð­ina. Við þurfum ekki annað umhverf­isslys í boði erlends fjár­magns. Við segjum nei takk.“

Svæðið þar sem vindorkuverið á að rísa.
Kristín Helga Gunnarsdóttir

Ríkið þarf að setja rammann

Guð­veig Eygló­ar­dótt­ir, for­seti sveit­ar­stjórnar Borg­ar­byggð­ar, seg­ist hafa fullan skiln­ing á því að fólkið í Norð­ur­ár­dal gagn­rýni áformin harð­lega. Eng­inn vilji stórar fram­kvæmdir í sínu næsta nágrenni, hvorki vind­myllur né ann­að. Ekki standi hins vegar til að fara í skipu­lags­breyt­ingar vegna þessa vind­orku­vers né ann­arra, að minnsta kosti á næst­unni. „Við og vænt­an­lega önnur sveit­ar­fé­lög bíðum eftir því að ríkið móti ein­hverja ramma­á­ætlun um nýt­ingu vind­orku,“ segir hún við Kjarn­ann. „Frá okkar bæj­ar­dyrum séð er það grund­vall­ar­for­senda áður en við förum að ræða þessi mál eitt­hvað frek­ar.“

Guðveig Eyglóardóttir.

Henni finnst umræðan um vind­orku­ver komin langt fram úr sér og að erfitt sé fyrir sveit­ar­fé­lög að taka þátt í henni á meðan ríkið hafi ekki mótað stefnu.

Umræðan í fjöl­miðlum er hins vegar vel skilj­an­leg þar sem fjöldi fyr­ir­tækja hefur sett fram á ýmsum vett­vangi áform sín um bygg­ingu slíkra vera. Tvö eru t.d. þegar komin inn á aðal­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins Dala­byggðar og hug­myndir að 34 voru sendar til umfjöll­unar í 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Guð­veig seg­ist skilja að vissu leyti að fyr­ir­tækin séu farin af stað í þessa vinnu. Gera þurfi margar og tíma­frekar rann­sókn­ir. „Kannski eru þessir fjár­festar eins og aðrir að freista þess að nota tím­ann til að vinna sér í hag­inn.“

Ríkið verði að skapa rammann og rík­is­stjórnin hefur ákveðið að mörkuð skuli stefna um upp­bygg­ingu vind­orku­vera á afmörk­uðum svæð­um. Nýskip­aður starfs­hópur á að fara ofan í kjöl­inn á þeim áætl­unum og koma með til­lög­ur. Ann­ars myndi beiðnum um vind­orku­ver rigna yfir sveit­ar­fé­lög „og þetta yrði eins og villta vestrið og það væri byrjað að drita þessu niður út um allt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar