7 færslur fundust merktar „zephyr“

Brekkukambur er hæsta fjall Hvalfjarðarstrandarinnar. Á toppi þess hyggst Zephyr Iceland reisa 250 metra háar vindmyllur.
Zephyr frestar kynningarfundi á vindorkuveri í Hvalfirði
Ekkert verður af kynningarfundi á áformuðu vindorkuveri í Hvalfjarðarsveit í kvöld. Zephyr segir frestun skýrast af of stuttum fyrirvara en samtökin Mótvindur-Ísland segja nær að bíða með kynningar þar til rammi stjórnvalda liggi fyrir.
9. janúar 2023
Í orkuverinu yrðu á bilinu 70-100 vindmyllur, sem eru 200 metra háar aflstöðvar hver fyrir sig. Myndin er frá vindorkuveri í Svíþjóð
Áforma að reisa 70-100 vindmyllur í grennd við Stuðlagil
Ef fyrirætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 70-100 vindmyllur rísa á Fljótsdalsheiði, í um 4-5 kílómetra fjarlægð frá Stuðlagili. Svæðið er í dag óbyggt en Zephyr segir það tilvalið undir vindorkuver enda vindafar ákjósanlegt og stutt í háspennulínur.
8. desember 2022
Zephyr Iceland vill reisa 8-12 vindmyllur, sem yrðu líklega 250 metra háar eða hærri, á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit.
Afhentu sveitarstjórn 1.709 undirskriftir gegn vindorkuveri
Hvalfjarðarsveit gerir fjölmargar athugasemdir við matsáætlun Zephyr Iceland á áformuðu vindorkuveri á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar. Hún samþykkti í vikunni einróma umsögn við matsáætlun fyrirtækisins.
26. ágúst 2022
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir sveitarstjórna ekki hafa tekið afstöðu til byggingar vindorkuvers á Brekkukambi.
Taka ekki afstöðu til vindorkuversins fyrr en stefna stjórnvalda liggur fyrir
Fulltrúar vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland hafa ekki verið í beinum samskiptum við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Engu að síður hefur fyrirtækið auglýst matsáætlun fyrir vindorkuver á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandar.
20. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
16. ágúst 2022
Fjallið Brekkukambur í Hvalfirði er 647 metrar á hæð þar sem það er hæst. Vindmyllurnar yrðu um 250 metra háar.
„Eins og að krota inn á málverk eftir Kjarval“
Ef vindorkuver Zephyr Iceland fær að rísa á Brekkukambi, hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar, mun það blasa við úr öllum áttum – gnæfa yfir sveitir, frístundabyggðir og útivistarsvæði. Íbúar segja nóg komið af „stórkarlalegri starfsemi“ í Hvalfirði.
11. ágúst 2022
Vindmyllur eru sífellt að hækka. Þær nýjustu eru um 200 metra háar.
Vilja reisa 40-50 vindmyllur í nágrenni Stuðlagils
Um 40-50 vindmyllur munu rísa í landi Klaustursels í Jökuldal gangi áform Zephyr Iceland eftir. Vindorkuverið yrði í nálægð við Kárahnjúkavirkjun og þar með flutningsnet raforku en einnig í grennd við hinn geysivinsæla ferðamannastað, Stuðlagil.
26. febrúar 2022