Vilja reisa 40-50 vindmyllur í nágrenni Stuðlagils

Um 40-50 vindmyllur munu rísa í landi Klaustursels í Jökuldal gangi áform Zephyr Iceland eftir. Vindorkuverið yrði í nálægð við Kárahnjúkavirkjun og þar með flutningsnet raforku en einnig í grennd við hinn geysivinsæla ferðamannastað, Stuðlagil.

Vindmyllur eru sífellt að hækka. Þær nýjustu eru um 200 metra háar.
Vindmyllur eru sífellt að hækka. Þær nýjustu eru um 200 metra háar.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Zephyr Iceland áformar að reisa í áföngum vind­orku­ver í landi Klaust­ursels í Jök­ul­dal og mun 1. áfangi verða 40-50 MW en loka­stærð vers­ins gæti orðið allt að 250 MW. Þá yrðu 40-50 vind­myllur reistar á svæð­inu, hver um 200 metrar á hæð. Stuðla­gil, einn vin­sæl­asti ferða­manna­staður Íslands síð­ustu árin, er næsta nágrenni hins fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæð­is.

Auglýsing

Í lok jan­úar var hald­inn for­sam­ráðs­fundur full­trúa Zephyr, Múla­þings og Skipu­lags­stofn­unar um áform­in. Á þeim fundi vakti Sig­urður Jóns­son, skipu­lags­full­trúi Múla­þings, athygli á nálægð­inni við Stuðla­gil sem ekki var getið í skýrslu þeirri um Klaust­ursels­virkjun sem Zephyr lét útbúa fyrir Orku­stofnun er sóst var eftir að kost­inum yrði skilað inn til með­ferðar hjá verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Sagði Sig­urður mik­il­vægt að athuga með sýni­leika vind­myll­anna frá hinum geysi­vin­sæla ferða­manna­stað.

Allir geta komið að athuga­semdum um fram­kvæmdir í for­sam­ráði og skal fram­kvæmda­að­ili gera grein fyrir slíkum athuga­semdum í mats­á­ætlun um fram­kvæmd­ina sem er eitt fyrsta skefið í átt að mati á umhverf­is­á­hrif­um.

Kortið sýnir staðsetningu fyrirhugaðrar Klausturselsvirkjunar á Fljótsdalsheiði. Mynd: Mannvit

Zephyr Iceland vinnur að und­ir­bún­ingi, rann­sóknum og þróun nokk­urra vind­orku­verk­efna á Íslandi. Fyr­ir­tækið er að meiri­hluta í eigu norska Zephyr, sem er umfangs­mikið vind­orku­fyr­ir­tæki þar í landi. Alls er Zephyr nú með rúm­lega 500 MW af vindafli í rekstri í Nor­egi og er að auki að reisa um 200 MW í við­bót.

Meðal verk­efna Zephyr til þessa eru t.a.m. vind­orku­verið Tellenes (um 160 MW) sem reis sum­arið 2017 og selur raf­ork­una til Google og vind­orku­ver á Guleslettene (um 200 MW) sem reis sum­arið 2020 og selur raf­ork­una til Alcoa.

Íslenska fyr­ir­tækið Hreyfi­afl er einnig hlut­hafi í Zephyr Iceland. Hreyfi­afl er í eigu Ket­ils Sig­ur­jóns­son­ar, sem jafn­framt er fram­kvæmda­stjóri Zephyr Iceland.

Framkvæmdasvæðið er á Fljótsdalsheiði, innan jarðarinnar Klaustursels. Mynd: Úr skýrslu Zephyr Iceland

Svæðið þar sem Klaust­ursels­virkjun er fyr­ir­huguð liggur innan jarð­ar­innar Klaust­ursels í sveit­ar­fé­lag­inu Fljóts­dals­hér­aði. Fram­kvæmda­svæðið yrði á Fljóts­dals­heiði vest­an­verðri.

Um svæðið liggur háspennu­lína Lands­nets en auk þess er nú verið að reisa öfl­ugri háspennu­línu, Kröflu­línu 3, sam­hliða hinni eldri. Báðar lín­urnar tengj­ast tengi­virki við Kára­hnjúka­virkj­un.

Helstu stórnot­endur raf­orku í nágrenni Fljóts­dals eru álverið á Reyð­ar­firði og fiski­mjöls­verk­smiðj­ur, en einnig er t.a.m. Eyja­fjarð­ar­svæðið og kís­il­verk­smiðjan á Bakka tengd flutn­ings­kerf­inu. Vegna nálægðar við Kára­hnjúka­virkjun og hafn­ar­innar á Reyð­ar­firði eru góðir inn­viðir til und­ir­bún­ings og upp­bygg­ingu vind­orku­vers­ins til staðar að mati fram­kvæmda­að­ila. „Á und­ir­bún­ings­tíma virkj­un­ar­innar verður afar lítið rask á heið­inni því unnt er að nýta fyr­ir­liggj­andi veg­slóða sem þar eru,“ sagði m.a. í gögnum sem skilað var inn vegna virkj­ana­kosts­ins til mats í ramma­á­ætl­un. Þegar kæmi að því að reisa vind­myll­urnar yrði sá veg­slóði styrktur eða byggður nýr vegur á heið­inni.

Stuðlagil kom undan vatni Jöklu er Kárahnjúkavirkjun tók til starfa.

Fljóts­dals­heiði er víð­feðmt heið­ar­land milli Jök­ul­dals og Fljóts­dals. Jörðin Klaust­ur­sel liggur í og upp af Jök­ul­dal og jörð­inni til­heyrir víð­áttu­mikið land uppi á heið­inni. Sá hluti Fljóts­dals­heiðar þar sem virkj­unin er fyr­ir­huguð er nokkuð inn­ar­lega á heið­inni. „Með því eru sjón­ræn áhrif virkj­un­ar­innar frá byggð lág­mörkuð og um leið má gera ráð fyrir að dragi úr ísingu eftir því sem kemur innar á heið­ina, en þar er víð­áttu­mikið fremur flat­lent svæð­i,“ segir í gögnum Zephyr Iceland.

­Virkj­un­ar­svæðið er í einka­eigu hluta­fé­lags sem er í end­an­legri eigu ábú­anda jarð­ar­innar Klaust­ursels. „Engin frið­lýst svæði, nátt­úru­vernd­ar­svæði né vatns­vernd­ar­svæði munu vera innan virkj­un­ar­svæð­is­ins,“ segir enn­fremur í gögn­unum en hvergi er þar getið um nálægð­ina við Stuðla­gil.

Til norð­urs nokkuð fjarri fram­kvæmda­svæð­inu liggur Háls­lón og önnur miðl­un­ar­lón Kára­hnjúka­virkj­unar og því eru til upp­lýs­ingar um nátt­úru­far á hluta af nágranna­svæðum Klaust­ursels. Við mat á umhverf­is­á­hrifum verk­efn­is­ins verður skoðað hvort ein­hverjar jarð­mynd­anir eða vist­gerðir þar njóti sér­stakrar verndar sam­kvæmt lögum og þá hvernig unnt verði að lág­marka rask á þeim, ásamt því sem þá munu eiga sér stað aðrar við­eig­andi rann­sóknir á líf­ríki svæð­is­ins.

Unnið að heild­ar­grein­ingu á vind­orku­kostum

Stefán Bogi Sveins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Múla­þingi og vara­for­seti sveit­ar­stjórn­ar, sagði á for­sam­ráðs­fund­inum með fram­kvæmda­að­ila og Skipu­lags­stofnun í lok jan­úar að heild­ar­grein­ing á vind­orku­kostum í Múla­þingi stæði yfir. Von­ast sé til að þeirri vinnu ljúki fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í vor. Í kjöl­farið muni sveit­ar­fé­lagið taka afstöðu til kosta og þá m.a. hvort gert verði ráð fyrir fyr­ir­hug­uðum áformum að Klaust­ur­seli í aðal­skipu­lagi Múla­þings.

Vinna við nýtt aðal­skipu­lag hins nýja sveit­ar­fé­lags hefj­ist að öllum lík­indum ekki fyrr en eftir kosn­ing­arnar en eðli máls­ins sam­kvæmt taki það langan tíma að ljúka slíkri vinnu.

Í skýrslu Zephyr er birt mynd sem sögð er gefa vísbendingu um sýnileika vindmyllanna. Á myndina bætti Kjarninn við staðsetningu Stuðlagils með rauðri stjörnu..

Sig­urður skipu­lags­full­trúi benti á að ljóst væri að grein­ing á vind­orku­kostum væri umfangs­mikil þar sem um mjög stórt sveit­ar­fé­lag væri að ræða. Þá væri líka ljóst að það gæti tekið 3-4 ár að vinna nýtt aðal­skipu­lag fyrir Múla­þing en sagði enn­fremur að það væri kostur að breyta núgild­andi aðal­skipu­lagi Fljóts­dals­hér­aðs ef nið­ur­staða grein­ingar væri sú að vind­orku­ver að Klaust­ur­seli væri kostur

Haukur Ein­ars­son, full­trúi verk­fræði­stof­unnar Mann­vits, sem vinnur að und­ir­bún­ingi umhverf­is­mats fram­kvæmd­ar­innar fyrir Zephyr Iceland sagð­ist á fund­inum telja þá leið æski­legri en að bíða eftir nýju aðal­skipu­lagi.

Ket­ill Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Zephyr Ísland, sagði í við­tali við RÚV vegna Klaust­ursels­virkj­unar um mitt árið 2020 að jörðin Klaust­ur­sel væri mjög land­mikil og því væri þar „fræði­lega séð“ pláss fyrir „geysi­lega stóran vind­myllu­garð. Í raun­inni enn þá stærri en þann sem við höfum til­kynnt inn“.

Ætla að setja sér­stök lög um nýt­ingu vind­orku

Verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar lauk störfum í apríl í fyrra. Hún fékk 34 vind­orku­kosti til umfjöll­unar en tók aðeins örfáa þeirra til mats þar sem hún taldi fyr­ir­liggj­andi gögn þeirra flestra ekki nægj­an­leg. Klaust­ursels­virkjun var ekki tekin til mats. Virkj­ana­kostir sem eru 10 MW að afli eða meira fara til mats í ramma­á­ætlun þar sem tekið er til­lit til ýmissa sjón­ar­miða, s.s. umhverf­is­legra. Fyrr­ver­andi orku­mála­stjóri var ósam­mála þeirri afstöðu umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins að vind­orku­ver þyrftu öll sem eitt að fara í gegnum tíma­frekt ferli ramma­á­ætl­unar væru þau 10 MW eða stærri.

Rík­is­stjórnin áformar að setja sér­stök lög um nýt­ingu vind­orku með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera. Áhersla verði lögð á að vind­orku­ver bygg­ist upp á afmörk­uðum svæðum nærri tengi­virkjum og flutn­ings­línum þar sem unnt verði að tryggja afhend­ingar­ör­yggi og lág­marka umhverf­is­á­hrif.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent