Umhverfismat vindorkuvers austan Baulu hafið

Fyrirtækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa 13-17 vindmyllur í Norðurárdal, austan við fjallið Baulu. Fyrstu skref í umhverfismati orkuversins hafa verið tekin.

Qair Iceland áformar nokkur vindorkuver á Íslandi.
Qair Iceland áformar nokkur vindorkuver á Íslandi.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa um 78-95 MW vind­orku­ver innan 3.528 hekt­ara svæðis að Hvammi í Borg­ar­byggð á Vest­ur­landi. Verk­efnið kall­ast Múli og liggur Þjóð­vegur 1 með­fram jaðri hins fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæð­is. Nokkur bónda­býli og sum­ar­hús eru einnig í jaðri þess, og fáein býli eru innan þess. Næsti þétt­býl­is­staður er Borg­ar­nes, í um 39 kíló­metra fjar­lægð til suð­vest­urs og Háskól­inn á Bif­röst er 10,5 kíló­metra til vest­urs af þró­un­ar­svæð­inu.

­Gert er ráð fyrir að reistar verði í kringum 13-17 vind­myllur í einum áfanga. Í mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­inn­ar, sem lögð hefur verið fram til Skipu­lags­stofn­un­ar, kemur fram að vind­myll­urnar verði um 200 metra háar. Hæst nær fram­kvæmda­svæðið upp í um 750 metra hæð yfir sjáv­ar­máli en lægst er það í 150 metra hæð. Í mats­á­ætl­un­inni, sem er eitt fyrsta skrefið í umhverf­is­mati fram­kvæmda, kemur fram að fjar­lægð vind­mylla frá manna­bú­stöðum verði að lág­marki 500 metr­ar.

Ekk­ert vind­orku­ver hefur verið reist á Íslandi ef frá eru taldar tvær vind­myllur sem reistar voru í Þykkvabæ árið 2014. Þær skemmd­ust báðar í eldi nýver­ið. Þá reisti Lands­virkjun tvær vind­myllur í Haf­inu, hraun­sléttu norðan við Búr­fell, í rann­sókn­ar­skyni árið 2013.

Auglýsing

Fjöl­mörg vind­orku­verk­efni eru á teikni­borð­inu um allt land en ágrein­ingur hefur verið um hvort að þau eigi að fara í ferli ramma­á­ætl­unar eður ei. Verk­efn­is­stjórn 4. áfanga áætl­un­ar­innar bár­ust 34 vind­orku­kostir til mats og var verk­efnið Múli í Borg­ar­byggð eitt þeirra. Stjórnin taldi hins vegar nægj­an­leg gögn aðeins hafa fylgt fimm þeirra og Múli var ekki þar á með­al.

Vindorkuverið Múli. Staðsetning fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Uppröðun og staðsetning vindmylla hefur ekki verið ákveðin.

„Þótt vind­ur­inn sé óþrjót­andi er land undir vind­orku­ver það ekki,“ skrif­aði Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, for­maður verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, í inn­gangi skýrslu stjórn­ar­innar síð­asta vor. „Landið er hin tak­mark­aða auð­lind í þessu til­felli. Vind­myllur eru nú um 150 m háar og fara hækk­andi. Þær eru því afar áber­andi í lands­lagi og sjást víða að. Vind­orku­ver munu valda miklum breyt­ingum á ásýnd lands­ins ef ekki verður var­lega far­ið.“

Verk­efn­is­stjórnin taldi brýnt að sett yrði heild­ar­stefna um virkjun vind­orku og að ígrunduð ákvörðun yrði tekin um hvort afmarka eigi fá skil­greind svæði fyrir vind­myllur eða setja því litlar skorður hvar vind­orku­ver fái að rísa. „Nú er ein­stakt tæki­færi að setja slíka stefnu áður en fram­kvæmdir hefj­ast víða um land,” skrif­aði Guð­rún.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks kemur fram að setja eigi sér­stök lög um nýt­ingu vind­orku með það að mark­miði að „ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera til fram­leiðslu á grænni orku“. Leggja á áherslu á að vind­orku­ver bygg­ist upp á afmörk­uðum svæðum nærri tengi­virkjum og flutn­ings­línum þar sem unnt verði að tryggja afhend­ingar­ör­yggi. „Mik­il­vægt er að breið sátt ríki um upp­bygg­ingu slíkra vind­orku­vera og til­lit sé tekið til sjón­rænna áhrifa, dýra­lífs og nátt­úru. Í því sam­hengi verður tekin afstaða til gjald­töku fyrir slíka nýt­ingu. Stefna verður mótuð um vind­orku­ver á hafi.“

Frumathugun á fræðilegum sýnileika vindmyllanna í 45 km fjarlægð m.t.t. bráðabirgðastaðsetningar vindmylla innan framkvæmdasvæðis vindorkuversins Múla. Gert er ráð fyrir að hámarkshæð spaðaenda í efstu stöðu sé 200 metrar fyrir ofan jörðu.

Í mats­á­ætlun Qair um vind­orku­verið Múla segir að við val á stað­setn­ingu hafi ekki ein­ungis verið horft til þátta er varða rekstur vind­orku­garðs, s.s. nægs vinds, nálægðar við flutn­ings­kerfi og góðs aðgengis að svæð­inu, heldur var einnig áhersla lögð á þætti eins og fjar­lægðir frá mik­il­vægum nátt­úru- og menn­ing­arminj­um, fjar­lægðir frá þétt­býlum og mik­il­vægum við­komu­stöðum tengdum ferða­þjón­ustu. „Múli er tal­inn upp­fylla þessi skil­yrði, en fyr­ir­hug­aður vind­orku­garður þykir vera í hæfi­legri fjar­lægð frá þétt­býli og eft­ir­tekt­ar­verðum áning­ar­stöðum en á sama tíma hæfi­lega nálægt tengi­virki Lands­nets sem stað­sett er í bæði Hrúta­tungu og Vatns­hömr­um.“ Þá kemur fram að gott aðgengi sé að svæð­inu sem sé mik­ill kostur á rann­sókn­ar-, fram­kvæmd­ar- og rekstr­ar­tíma.

Í gild­andi aðal­skipu­lag Borg­ar­byggðar 2010-2022 er ekki gert grein fyrir fram­kvæmdum við vind­orku­garð­inn Múla. Þró­un­ar­svæðið er að stærstum hluta skil­greint sem land­bún­að­ar­svæði en einnig að hluta til sem frí­stunda­byggð og óbyggt land. Á svæð­inu er einnig skóg­lendi í eigu og umsjón Skóg­ræktar rík­is­ins.

Ekk­ert deiliskipu­lag er í gildi fyrir fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði og vinna við slíkt þarf því að fara fram þar sem gerð yrði grein fyrir vind­myllum og öðrum mann­virkj­um, svo sem vegum og teng­ingum við flutn­ings­kerfi.

Óvíst hvenær fram­kvæmdir myndu hefj­ast

Áætlað er að umhverf­is­mats­skýrsla verði send til athug­unar Skipu­lags­stofn­unar í lok árs 2023 og að álit Skipu­lags­stofn­unar geti legið fyrir á vor­mán­uðum 2024. Á þessu stigi er óvíst hvenær fram­kvæmdir myndu hefj­ast. Hins vegar má gera ráð fyrir að fram­kvæmda­tími verði um 12 mán­uðir sem lík­lega muni dreifast yfir tveggja ára tíma­bil. Að því loknu er áætlað að rekstur vind­orku­garðs­ins geti haf­ist og standi yfir í að minnsta kosti 25 ár. Eftir þann tíma verður rekstri ann­að­hvort haldið áfram eða hætt og vind­orku­garð­ur­inn þá tek­inn nið­ur, vind­myll­urnar teknar í sundur og fluttar á brott.

Auglýsing

Almenn­ingur getur skilað inn athuga­semdum við mats­á­ætl­un­ina og sam­hliða kynn­ing­unni mun Skipu­lags­stofnun einnig leita umsagna ýmissa stofn­anna. Fram­kvæmd­ar­að­ili mun kynna fram­kvæmd­ina á opnum streym­is­fundi 10. febr­úar kl. 20:00. Vef­slóðin á fund­inn er: www.efla.is/­streymi.

Qair Iceland ehf (áður Quadran Iceland Develop­ment ehf.) er dótt­ur­fé­lag franska fyr­ir­tæk­is­ins Qair SA sem sér­hæfir sig í þró­un, fjár­mögn­un, bygg­ingu og rekstri raf­orku­vera um heim all­an. Qair SA er með aðstöðu í 16 löndum og er um þessar mundir að þróa eða byggja orku­ver í Suð­ur­-Am­er­íku, Aust­ur-­Evr­ópu, Norð­ur­-­Evr­ópu, Afr­íku og Aust­ur-Asíu.

Eins og er stendur Qair Iceland ehf. að þróun nokk­urra vind­orku­garða á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent