„Útvegsbændur“ virki saman skóg

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að nú sé tilvalið tækifæri fyrir tímamótasamvinnu útgerðar og bænda.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins gerði kaup Síld­ar­vinnsl­unnar á jörð­inni Fann­ar­dal í Norð­firði að umtals­efni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hann benti á að áformað væri að nýta jörð­ina til skóg­ræktar til að binda kolefni móti kolefn­islosun sem starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins veld­ur.

„Stefnan er að hin fyr­ir­hug­aða skóg­rækt í landi Fann­ar­dals verði fram­kvæmd í sam­vinnu við Skóg­rækt rík­is­ins. Verk­efnið á að full­nægja öllum kröfum lofts­lags­ráðs um vottun og á rækt­unin að vera hæf til skrán­ingar í Lofts­lags­skrá Íslands sam­kvæmt vef fyr­ir­tæk­is­ins. Það er ánægju­legt að fyr­ir­tækið hugi mark­visst að verk­efnum á sviði umhverf­is­mála,“ sagði hann.

Auglýsing

Ásmundur bætti því hins vegar við að hér væri tæki­færi útgerð­ar­innar að styðja við bakið á land­bún­aði í land­inu með því að fela bændum að taka að sér skóg­rækt fyrir útgerð­ina í stað þess að útgerðin færi að stunda land­búnað í formi skóg­rækt­ar.

„Fer ekki vel á því að útgerðin geri það sem hún er best í, að veiða fisk, og bændur sjái um land­bún­að­inn og skóg­rækt­ina sem þeir eru betri í en útgerð­in? Sam­starf um smá­virkj­anir gæti líka gagn­ast báðum aðil­um. Ég sé þarna til­valið tæki­færi fyrir tíma­móta­sam­vinnu útgerðar og bænda og að gam­alt orð fái nýja merk­ingu; útvegs­bændur virkja saman skóg.“

Ætti að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í „að­gerða­leysi á upp­bygg­ingu flutn­ings­kerfis raf­orku“

Að end­ingu benti þing­mað­ur­inn á að Síld­ar­vinnslan og fleiri fyr­ir­tæki hefðu farið í raf­væð­ingu fiski­mjöls­verk­smiðja og sett upp raf­land­tengi­búnað fyrir fiski­skip sem væru spar­neytn­ari en áður og minnk­uðu olíu­notk­un.

„En öll þessi við­leitni til að nýta raf­orku og bera ábyrgð á lofts­lags­málum er stöðvuð af Alþingi sem kemur í veg fyrir end­ur­nýjun flutn­ings­kerfis raf­orku og raf­orku­skortur eykur aðeins á olíu­notk­un. Nú er svo komið að allur ávinn­ingur af millj­arða fram­lögum rík­is­ins til að raf­væða bíla­flot­ann hverfur þessa dag­ana út í and­rúms­loftið með olíu­reykn­um,“ sagði hann.

Spurði hann jafn­framt hvort ekki væri kom­inn tími til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í aðgerða­leysi á upp­bygg­ingu flutn­ings­kerfis raf­orku og mæta orku­skiptum með meiri fram­leiðslu raf­orku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent