Vill afnema húsnæðisliðinn úr vísitölunni

Þingmaður Framsóknarflokksins segir að verðtrygging sé ekki óklífanlegt fjall. „Við getum nefnilega haft áhrif á gang mála. Það er nauðsynlegt að endurmeta forsendur og útreikninga verðbólgu og verðtryggingar,“ sagði hún að þingi í dag.

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.
Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

„Verð­trygg­ing er mann­anna verk, ekki nátt­úru­leg þótt hún virð­ist haga sér þannig.“ Þannig hóf Halla Signý Krist­jáns­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins mál sitt undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Halla Signý sagði að þegar verð­trygg­ing­unni var komið á hér á landi hefði verið um neyð­ar­á­stand að ræða.

„Það átti að tryggja sparifé lands­manna, lánsfé og laun. Vextir voru ekki frjálsir og vand­inn óx. En núna erum við á öðrum stað og á öðrum tíma. Verið er að gera því skóna að verð­bólgu­skotið núna sé stjórn­völdum að kenna. Það heyr­ist talað um óstjórn og ráða­leysi. Sam­fylk­ingin rýkur í fjöl­miðla með bundið fyrir augun án þess að líta til þess sem er að ger­ast í lönd­unum í kringum okk­ur, en kallar samt eftir aukn­ingu í rík­is­út­gjöld­um,“ sagði hún.

Auglýsing

Verð­trygg­ingin ekki óklíf­an­legt fjall

Halla Signý sagði enn fremur að verð­trygg­ing væri ekki óklíf­an­legt fjall. „Við getum nefni­lega haft áhrif á gang mála. Það er nauð­syn­legt að end­ur­meta for­sendur og útreikn­inga verð­bólgu og verð­trygg­ing­ar.

Fram­sókn hefur ítrekað kallað eftir því að stjórn­völd beiti sér fyrir því að vísi­tala neyslu­verðs til verð­trygg­ingar verði hér eftir reiknuð án hús­næð­islið­ar. Fast­eigna­verð er liður í neyslu­vísi­tölu hér á landi og af þeim sökum hafa stýri­vextir og höf­uð­stóll verð­tryggðra lána verið hærri en í nágranna­lönd­unum þar sem stuðst er við sam­ræmda vísi­tölu neyslu­verðs. Sá darrað­ar­dans sem hefur átt sér stað á hús­næð­is­mark­aði lands­manna hefur því miður skapað verð­bólgu og hún vex. Nágranna­lönd okkar nota aðrar for­sendur við útreikn­inga verð­bólgu og þar sem hús­næð­is­mark­að­ur­inn er lít­ill og auð­hreyfður verðum við í alvöru að skoða hvort ekki sé kom­inn tími til að horfa fram hjá hon­um.“

Að lokum sagði hún að nú þegar vorar yrði að líta til sól­ar. „Stjórn­völd hafa borið gæfu til að leggja fram efna­hags­legar mót­væg­is­að­gerðir til að minnka þau efna­hags­legu áhrif sem heims­far­ald­ur­inn hefur leitt af sér. Mót­væg­is­að­gerðir eru komnir á þriðja tug. Nú þurfum við að horfa enn frekar til fjöl­skyldna í land­inu. Afnemum hús­næð­islið­inn úr vísi­töl­unn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent