Hvert er Play eiginlega að fara að fljúga?

Fæstir nema hörðustu flugnördar höfðu heyrt um flugvöllinn New York Stewart International er Play tilkynnti á þriðjudag að þangað ætlaði félagið að fljúga til að tengja New York við leiðakerfi sitt. Þaðan fljúga einungis tvö flugfélög í dag.

Flugfélagið Play ætlar að hefja sig á loft til Stewart-flugvallar, sem er um hundrað kílómetrum frá Manhattan, í sumar og fram á haust.
Flugfélagið Play ætlar að hefja sig á loft til Stewart-flugvallar, sem er um hundrað kílómetrum frá Manhattan, í sumar og fram á haust.
Auglýsing

New York Stewart International. Fæstir nema harðsvíruð­ustu flugnördar hér á landi höfðu heyrt þennan flug­völl nefndan er flug­fé­lagið Play til­kynnti fyrr í vik­unni að til stæði að hefja dag­legt áætl­un­ar­flug þangað frá Kefla­vík.

Um er að ræða lít­inn fyrr­ver­andi her­flug­völl við bakka Hud­son-ár­inn­ar, tæpum hund­rað kíló­metrum frá Man­hatt­an, sem þjónar í dag ekki einu ein­asta milli­landa­flugi, en var á meðal áfanga­staða norska lággjalda­flug­fé­lag­ins Norweg­ian áður en félagið tók Boeing MAX-­vélar sínar úr notk­un.

Ein­ungis tvö flug­fé­lög halda uppi áætl­un­ar­flugi í gegnum völl­inn í dag. Frontier Air­lines flýgur þaðan til Orlando í Flór­ída fjórum sinnum í viku og þrisvar í viku til borg­anna Tampa og Fort Lauder­dale. Flug­fé­lagið Alleg­i­ant flýgur svo þaðan til fimm áfanga­staða í Flór­ída, Georgíu og Suð­ur­-Kar­ólínu.

Play sagði frá því í til­kynn­ingu sinni um þessa nýju flug­leið að lend­ing­ar­gjöld á Stewart-flug­velli væru um 80 pró­sentum lægri, sem geri það að verkum að félagið geti boðið upp á lægstu far­gjöldin á milli New York og Evr­ópu.

New York Stewart International-flugvöllurinn í New York hét einungis Stewart-flugvöllur fyrir nokkrum árum, er völlurinn fékk samþykki yfirvalda til að setja bæði New York og International inn í nafnið.

Í til­kynn­ingu Play sagði að Stewart-flug­völlur væri í um 75 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Times Squ­are á Man­hatt­an. Það sten­st, ef engar umferð­ar­tafir eru á þjóð­veg­un­um, sam­kvæmt útreikn­ingum á ferða­tíma í Google Maps. Þar má þó einnig sjá að búast má við því að ferðin á milli flug­vallar og borgar taki nokkuð lengri tíma á álags­tím­um.

Flug­vélar Play munu fara frá Stewart-flug­velli áleiðis til Kefla­víkur kl. 18:45. Ef fólk ætlar sér að vera komið á flug­völl­inn tveimur tímum fyrir flug, eða kl. 16:45, segir Google að reikna megi með því að ferðin frá Man­hattan taki mögu­lega allt að tveimur tím­um.

Sam­kvæmt áætlun Play munu flug­vélar félags­ins lenda á Stewart-flug­velli kl. 17:35. Ef gert er ráð fyrir því að hægt sé að halda af stað frá flug­vell­inum kl. 18:30 mun ferða­lagið til Times Squ­are taka á bil­inu 75-120 mín­út­ur, sam­kvæmt útreikn­ingum Google.

Sér­stök rútu­þjón­usta kemur til með að ferja far­þega Play á milli flug­vall­ar­ins og New York og munu mið­arnir kosta 20 Banda­ríkja­dali fyrir full­orðna. Sam­kvæmt til­kynn­ingu Play verður það ódýrasta leiðin til þess að fara á milli borg­ar­innar og flug­vall­ar­ins, en einnig er bent á að hægt sé að taka bíl á leigu og finna leigu­bíla og lest sem fer til borg­ar­inn­ar.

Til sam­an­burðar tekur það rétt innan við klukku­stund að kom­ast frá bæði Newark-flug­velli og JFK að Times Squ­are í New York með almenn­ings­sam­göngum frá þeim flug­völl­um. Í til­kynn­ingu Play er þess þó getið að á þeim flug­völlum sé afgreiðslu­tími í vega­bréfa­skoðun og tösku­af­hend­ingu lengri en á Stewart-flug­velli.

Play reiknar með mestri umferð til Dublin

Fjallað var um vænt­an­lega komu Play til Stewart-flug­vallar í stað­ar­miðl­inum Spect­rum News á þriðju­dag­inn. Í frétt mið­ils­ins segir frá því að eig­endur flug­vall­ar­ins, sem eru hafn­ar­yf­ir­völd í New York, séu að reyna að koma flug­vell­inum aftur af stað eftir tíma­bil lág­deyðu. Þar er nýlega búið að byggja sér­staka flug­stöð fyrir alþjóða­flug.

Auglýsing

Spect­rum News ræddi við nokkuð mæddan rútu­bíl­stjóra á gal­tómum flug­vell­inum sem virð­ist von­góður um að Play færi honum aukin við­skipti, en fram kemur í frétt­inni að vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hafi bæði Amer­ican og Jet­Blue hætt flugi til Stewart-flug­vall­ar.

Í frétt­inni er einnig haft eftir Birgi Jóns­syni for­stjóra Play að félagið búist við því að frá Stewart-flug­velli verði teng­ing þaðan áfram til Dublin á Írlandi vin­sælasta flug­leið­in. Flug Norweg­ian um völl­inn var einmitt beint til Dublin.

Ferða­mála­stjóri Orange County seg­ist svo í frétt­inni sér­stak­lega spennt yfir því að koma Play gæti fjölgað gestum sem heim­sækja Legol­and, sem er stað­sett í bænum Gos­hen, nærri flug­vell­in­um.

Norskt flug­fé­lag skoðar líka flug til Stewart

Ekki er víst að Play verði lengi eina flug­fé­lagið sem ætlar að nýta sér Stewart-flug­völl sem tengi­stöð við New York fyrir flug yfir Atl­ants­haf­ið.

Nýtt norskt lággjalda­flug­fé­lag, Norse Atl­antic Airwa­ys, hefur einnig verið að skoða það að fljúga til Stewart-flug­vall­ar, beint frá Ósló.

Í áður­nefndri frétt Spect­rum News kom fram að það væri þó ekki búið að klára neina samn­inga við norska flug­fé­lag­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent