Keppinautar vilja RÚV af auglýsingamarkaði en þeir sem framleiða auglýsingar alls ekki

Alþingi er þessa dagana með endurflutt frumvarp sjálfstæðismanna um auglýsingalaust RÚV til meðferðar. Keppinautar telja sumir að þjóðin fái mun betri ríkisfjölmiðil ef hann selji ekki auglýsingar, en framleiðendur auglýsinga óttast um störf í geiranum.

Ráðherra fjölmiðlamála stefnir á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.
Ráðherra fjölmiðlamála stefnir á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.
Auglýsing

Fjöl­miðla­fyr­ir­tækin Torg, Sím­inn og Sýn styðja heils­hugar að Rík­is­út­varpið verði tekið af aug­lýs­inga­mark­aði, eins og lagt er til í frum­varpi Óla Björns Kára­son­ar, þing­flokks­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem er nú í með­förum Alþingis eftir að hafa verið end­ur­flutt í upp­hafi árs.

Sam­band íslenskra aug­lýs­inga­stofa er mjög á móti frum­varp­inu og telur að það muni spilla fyrir sinni starfs­grein. Blaða­manna­fé­lag Íslands er svo á þeirri skoðun að RÚV skuli hverfa af aug­lýs­inga­mark­aði, en leggur áherslu á að rík­is­fjöl­mið­ill­inn fái aukin rekstr­ar­fram­lög til að mæta tekju­tapi.

Umræður um aug­lýs­inga­sölu RÚV eru búnar að vera í deigl­unni um langa hríð án þess að nokkrar breyt­ingar séu gerð­ar, en Lilja Dögg Alfreðs­dóttir ráð­herra fjöl­miðla­mála ítrek­aði nýlega að hún vildi sjá RÚV hverfa af aug­lýs­inga­mark­aði. Hún hefur þó ekki kynnt frum­varp úr sínum eigin ranni um þau mál til þessa.

Aug­lýs­inga­laust RÚV í tveimur skrefum

Frum­varpið sem nú liggur fyrir þing­inu, sem nokkrir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru skrif­aðir fyrir auk Óla Björns, felur í sér að RÚV hætti alfarið sam­keppn­is­rekstri á aug­lýs­inga­mark­aði 1. jan­úar 2024 og að það verði gert í tveimur skref­um.

Lagt er til að til að á aðlög­un­ar­tíma sem hefj­ist 1. jan­úar 2023 hætti RÚV að stunda beina sölu á aug­lýs­ing­um, kostun í útsendu efni RÚV verði bönn­uð, hlut­fall aug­lýs­inga megi ekki fara yfir fimm mín­útur á hvern klukku­tíma í útsend­ing­ar­tíma, auk þess sem óheim­ilt verði að slíta í sundur dag­skrár­liði með aug­lýs­ing­um.

„Ofrausn“ að ætla tvö ár til aðlög­unar

Í umsögn Torgs, útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins, Hring­brautar og DV, segir að taka ætti RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði fyrr en áætlað er í frum­varp­inu. Þar segir að það sé „ofrausn“ að ætla RÚV svo rúman tíma til þess að gera breyt­ingar og bent á að á síð­ustu árum hafi einka­reknir fjöl­miðlar þurft að „laga sig að gjör­breyttu rekstr­ar­um­hverfi eins og hendi sé veif­að.“

Þeir Sig­mundur Ernir Rún­ars­son aðal­rit­stjóri Torgs og Jón Þór­is­son for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins skrifa undir umsögn fyr­ir­tæk­is­ins og segja í henni að RÚV hafi almennt fært sig upp á skaftið í aug­lýs­inga­sölu á und­an­förnum árum og sé orðið „óvægn­ara í sölu­að­ferðum sínum en löngum áður“. Sjálft rík­is­sjón­varpið hafi yfir­boðið annað aug­lýs­inga­sölu­fólk á mark­aðnum til að freista þess að fá stærri sneið af aug­lýs­ingafé fyr­ir­tækja, félaga og stofn­ana.

Þurfi að hugsa um annað en hag einka­rek­inna fjöl­miðla

Sam­band íslenskra aug­lýs­inga­stofa (SÍA) segir að skoða þurfi þá ákvörðun að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði í stærra sam­hengi en ein­ungis með til­liti til einka­rek­inna fjöl­miðla.

Í umsögn sinni segir SÍA að það myndi hafa veru­legar afleið­ingar á sjón­varps­aug­lýs­ingar og neyt­endur myndu verða af mik­il­vægum upp­lýs­ingum um vörur og þjón­ustu. Aðrar sjón­varps­stöðvar hafi ekki það áhorf sem þurfi til að standa undir kostn­aði við fram­leiðslu og birt­ing­ar.

Auglýsing

„Sjón­varps­aug­lýs­ingar gegna mik­il­vægu hlut­verki í vöru­merkja- og ímynd­ar­upp­bygg­ingu fyr­ir­tækja. Það yrði erf­ið­ara og dýr­ara fyrir þau að byggja upp virði vöru­merkja sinna þegar þau ná ekki augum og eyrum jafn margra. Brott­hvarf RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði myndi leiða til verri nýt­ingar á birt­ingafé fyr­ir­tækja, hærri kostn­aðar og þar af leið­andi hærra vöru­verðs,“ segir í umsögn SÍA, sem jafn­framt full­yrðir að sú ákvörðun að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði muni ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjón­varps­stöðv­ar.

„Það þýðir að það fjár­magn sem nú fer í aug­lýs­ingar á RÚV fær­ist ekki yfir á hinar sjón­varps­stöðv­arn­ar. Lík­leg­asta nið­ur­staðan er að fjár­magn sem nú fer til birt­inga á sjón­varps­aug­lýs­ingum minnki því fram­leiðsla á íslenskum sjón­varps­aug­lýs­ingum mun dragast­sam­an. Það mun hafa áhrif á aug­lýs­inga­stofur og aðrar greinar en fjöldi fólks í mörgum skap­andi greinum kemur að fram­leiðslu íslenskra sjón­varps­aug­lýs­inga, s.s. kvik­mynda­gerð­ar­fólk, leik­ar­ar, stílist­ar, tón­list­ar­fólk og starfs­fólk í eft­ir­vinnslu svo ein­hver séu nefnd. Það er því Ijóst að ákvörðun um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði mun hafa mikil áhrif á fjölda fyr­ir­tækja og starfa,“ segir í umsögn SÍA.

Sýn og Sím­inn telja það til bóta fyrir RÚV að fara af aug­lýs­inga­mark­aði

Bæði Sím­inn og Sýn lýsa sig mjög fylgj­andi því að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­mark­aði. Í umsögn Sím­ans segir að það sé raun­hæft að stefna að því að gera það í skrefum á fimm árum, án þess að bæta RÚV upp krónu af því fé sem ekki lengur muni streyma inn frá aug­lýsend­um. Rík­is­út­varpið hafi nægt svig­rúm til að hag­ræða í sínum rekstri.

Að auki segir í umsögn Sím­ans, sem Magnús Ragn­ars­son fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins er skrif­aður fyr­ir, að „ánægju­leg afleið­ing“ þess að hið opin­bera fari af sam­keppn­is­mark­aði verði „miklu betra rík­is­út­varp“.

„Rík­is­út­varp þar sem dag­skrár­á­kvarð­anir verða loks teknar af dag­skrár­stjóra en ekki aug­lýs­inga­deild. Rík­is­út­varp sem leggur rækt við íslenska tungu, menn­ingu, sögu þjóð­ar­innar og menn­ing­ar­arf­leifð í stað þess að gefa pizzur í beinum útsend­ingum frá versl­un­ar­klös­um. Rík­is­út­varp sem ekki slítur Krakka­fréttir frá aðal­fréttum vegna útdráttar í fjár­hættu­spil­um. Þannig rík­is­út­varp gæti orðið RUV allra lands­manna,“ segir í umsögn Sím­ans.

Í umsögnum frá Sýn um mál­efni fjöl­miðla hefur áður verið talað með þeim hætti að brott­hvarf RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði verði RÚV til góða. Í einni umsögn, sem Sýn lætur fylgja snagg­ara­legri umsögn sinni um þetta frum­varp Óla Björns, segir að staða RÚV muni „að lík­indum styrkj­ast þegar ákvarð­anir um dag­skrá mið­ast ekki við áhorfs­mæl­ingar og aug­lýs­inga­tekjur heldur efn­is­tök og gæð­i.“

RÚV fái meira fé úr rík­is­sjóði og fyr­ir­sjá­an­leika til rekstrar

Í umsögn Blaða­manna­fé­lags­ins er vísað til fyrri umsagnar félags­ins um frum­varp­ið, en þar var því fagnað að umræða færi fram á Alþingi um brott­hvarf Rík­is­út­varps­ins af aug­lýs­inga­mark­aði.

Höf­uð­á­hersla Blaða­manna­fé­lags­ins er þó sú „að tryggja beri rekstur RÚV með auknum fjár­veit­ingum úr rík­is­sjóði sem vega muni upp á móti tekju­tapi þegar aug­lýs­inga­sölu verður hætt“. Blaða­manna­fé­lagið segir sömu­leiðis nauð­syn­legt að tryggja RÚV fjár­veit­ingu til lengri tíma, til dæmis 8-10 ára í senn og ákvæði þess efnis verði sett inn í þjón­ustu­samn­ing.

„Enn­fremur þarf að tryggja sjálf­stæði frétta­stofu RÚV innan stofn­un­ar­inn­ar, til að mynda með því að girða fyrir það að starf­semi frétta­stofu RÚV verði skorin nið­ur, fari svo að fjár­veit­ingar til stofn­un­ar­innar verði skert­ar,“ sagði einnig í umsögn Blaða­manna­fé­lags­ins frá því í fyrra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent