„Mannréttindi útlendinga ættu ekki að vera minni en mannréttindi sakborninga á Íslandi“

Stjórnir Læknafélags Íslands og Félags læknanema telja breytingu sem boðuð er á útlendingalögum ekki samræmast siðareglum lækna.

Heilbrigðisstarfsmenn
Auglýsing

Stjórn Lækna­fé­lags Íslands og stjórn Félags lækna­nema gerir alvar­legar athuga­semdir við þann hluta frum­varps um breyt­ingu á lögum um útlend­inga er varðar heil­brigð­is­skoð­anir og lækn­is­rann­sókn­ir. Sam­bæri­lega gagn­rýni hafa ein­stakir læknar og hjúkr­un­ar­fræð­ingar gert. Frum­varps­drögin voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda 28. jan­úar og rann umsagna­frestur út 11. febr­ú­ar. 22 umsagnir bár­ust.

Það er 19. grein frum­varps­ins sem félögin tvö gera sér­stakar athuga­semdir við. Sam­kvæmt henni yrði lög­reglu gert heim­ilt „að skylda útlend­ing til að gang­ast undir heil­brigð­is­skoðun og lækn­is­rann­sókn ef nauð­syn­legt þykir til að tryggja fram­kvæmd“.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er sér­stak­lega fjallað um að þetta taki m.a. til heil­brigð­is­skoð­ana til að tryggja að ein­stak­lingur „sé nægi­lega hraustur til að geta ferð­ast (e. fit-to-fly)“.

„Við teljum þetta ekki sam­ræm­ast þeim siða­reglum sem læknar starfa eft­ir,“ segir í umsögn Lækna­fé­lags­ins og Félags lækna­nema og benda þau á að í 3. grein Helsinki-­yf­ir­lýs­ing­ar­innar séu siða­reglur lækna í þessu sam­hengi vel teknar sam­an: „Gen­far­yf­ir­lýs­ing Alþjóða­fé­lags lækna bindur lækn­inn með orð­un­um: „Ég mun hafa heilsu sjúk­linga minna að leið­ar­ljósi framar öllu öðru“ og í Alþjóða­siða­reglum lækna er því lýst yfir að „læknir skal aðeins gera það sem er sjúk­lingnum fyrir bestu, þegar hann veitir lækn­is­þjón­ust­u“.

Sé útlend­ingur sem vísa á úr landi til­neyddur til að sæta slíkri skoð­un, „má gefa sér að við­kom­andi sé and­vígur því að vera vísað úr land­i,“ segja félög­in. „Oft hafa ein­stak­lingar í slíkri stöðu flókin vanda­mál, gjarnan á grunni áfallastreitu, og verið er að vísa þeim aftur í aðstæður þar sem þau telja lífi sínu og heilsu ógn­að. Með því að gera ofan­greint vott­orð þyrfti læknir að telja að slík brott­vísun úr landi sé við­kom­andi fyrir bestu, sbr. ofan­greindar siða­regl­ur. Virð­ing fyrir mann­eskj­unni og gagn­kvæmt traust er grund­völlur lækn­is­starfs­ins. Fram­kvæmd sem þessi vinnur gegn hags­munum og mann­rétt­indum sjúk­linga, og teljum við hana stang­ast á við Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sam­ein­uðu þjóð­anna.“

Í öðru lagi gera félögin alvar­legar athuga­semdir við að ekki sé kraf­ist dóms­úr­skurðar áður en útlend­ingur er neyddur til að sæta heil­brigð­is­skoðun og lækn­is­rann­sókn. Til sam­an­burðar nefna þau 2. mgr. 78. gr. saka­mála­laga, þar sem seg­ir: „Lík­ams­rann­sókn eða geð­rann­sókn skv. 77. gr. skal ákveðin með úrskurði dóm­ara nema fyrir liggi ótví­rætt sam­þykki þess sem í hlut á.“

Lög­reglu heim­ilt að skylda fólk í lík­ams­rann­sókn

Í til­felli sak­born­inga í saka­málum þurfi þannig dóms­úr­skurð til að gera lík­ams­rann­sókn á við­kom­andi. Í nýju frum­varps­drög­unum hafi lög­regla hins vegar „ein­fald­lega heim­ild til að skylda við­kom­andi til þess. Neiti útlend­ingur að und­ir­gang­ast slíka rann­sókn er lög­reglu heim­ilt, skv. frum­varpi, að sækja dóms­úr­skurð til þess.

Að okkar mati ætti þessu að vera öfugt snú­ið, að í öllum til­fellum þurfi að afla dóms­úr­skurðar nema fyrir liggi ótví­rætt sam­þykki þess sem í hlut á. Mann­rétt­indi útlend­inga ættu að ekki vera minni en mann­rétt­indi sak­born­inga á Ísland­i.“

Auglýsing

Þá benda félögin í umsögn sinni á að í frum­varp­inu sé margt óljóst um fram­kvæmd heil­brigð­is­skoð­ana og lækn­is­rann­sókna. „Hvaða læknar eiga að sinna þeim skoð­unum og til­heyr­andi útgáfu vott­orða? Þarf í ákveðnum til­fellum að leita álits sér­fræði­lækn­is? Hvað ef læknir telur við­kom­andi ekki vera hæfan til að vera fluttur úr landi? Hvað ef tveir læknar eru ósam­mála um slíkt, sbr. brott­vísun þung­aðrar konu árið 2019? Hvaða ábyrgð ber læknir sem ritar slík vott­orð?“

Heim­ild til að brjóta gegn mann­rétt­indum

Stjórnir LÍ og FL telja að margir ágallar séu á 19. grein frum­varps­ins, en allra mik­il­væg­ast sé þó að fram­kvæmd á henni af hálfu lækna „er ekki í sam­ræmi við siða­reglur sem læknar eru skuld­bundnir til að starfa sam­kvæmt“.

Jafn­framt sé með frum­varp­inu boðuð heim­ild til að „brjóta gegn mann­rétt­indum fólks í mjög við­kvæmri stöð­u“.

Stjórnir LÍ og FL hvetja dóms­mála­ráð­herra til að gera veru­legar breyt­ingar á þess­ari laga­grein áður en frum­varpið er lagt fram. „Hér er um flókin sið­fræði­leg álita­mál að ræða og hvetjum við ráð­herra til að leita ráð­gjafa frá sér­fræð­ingum á sviði sið­fræði í heil­brigð­is­þjón­ustu við end­ur­skoðun 19. gr. frum­varps­ins.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent