Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði

Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.

Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Auglýsing

Zephyr Iceland fyrirhugar að reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði innan sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps og Ölfuss. Landið er þjóðlenda í eigu ríkisins. Um 30 vindmyllur, 150-20 metrar á hæð, yrðu reistar og heildarafl garðsins, sem gerður yrði í áföngum, gæti orðið um 200 MW.


Í tillögu að matsáætlun vegna verkefnisins, sem lögð var nýverið fram til kynningar, segir að með vindorkugarði á Mosfellsheiði sé „m.a. verið að bregðast við aukinni raforkuþörf á Íslandi“. Hin fyrirhugaða framkvæmd er af þeirri stærðargráðu að hún þarf lögum samkvæmt að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum og er tillagan sem nú er í kynningu hluti af því ferli. Framkvæmdaaðili telur hins vegar óljóst hvort að verkefnið þurfi að fara í gegnum ferli rammaáætlunar þar sem skiptar skoðanir séu um hvort að vindorka falli undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Engu að síður hafi Zephyr skilað hugmynd að framkvæmdinni til Orkustofnunar og að óbreyttu fer hún til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum um allt land hafa borist verkefnisstjórninni.

Í tillögu Zephyr að matsáætlun segir að Mosfellsheiði sé „talin vera tilvalinn staður fyrir vindorkugarð“. Á svæðinu séu hagstæð vindskilyrði, tiltölulega einfalt sé að tengjast raforkuflutningskerfinu, aðgengi að svæðinu sé með besta móti og tekið fram að svæðið einkennist nú þegar af orkumannvirkjum í formi hitaveitulagnar og háspennulína. Þá séu nokkrar stærstu jarðvarmavirkjanir landsins í næsta nágrenni.

Auglýsing

Hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði er í 300 metra hæð yfir sjávarmáli. Vindafar hefur verið metið út frá sögulegum gögnum frá næstu veðurstöðvum Veðurstofunnar en til að staðfesta áætlaðan vind verða gerðar staðbundnar mælingar og hafa leyfi fengist fyrir uppsetningu mastra með mælitækjum á svæðinu.

Landnotkun á svæðinu er skilgreind sem „óbyggt svæði“ og því er ljóst að ef setja á þar upp vindmyllugarð þyrfti að breyta á skipulagsáætlununum beggja sveitarfélaga í þá veru að afmarka fyrirhugað virkjunarsvæði sem „iðnaðarsvæði“.

Vindmyllurnar myndu hafa bein áhrif á svæðin sem fara undir myllurnar sjálfar, á vegi, jarðstrengi, athafnasvæði verktaka og safnstöð raforku innan svæðis. Leggja þyrfti malarveg að hverri myllu og jarðstreng eða loftlínu um tíu kílómetra leið.

Vindorkugarðurinn yrði beggja vegna Nesjavallavegar á tiltölulega sléttu landi sem er vaxið mosa og grösum að mestu leyti. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Í fullbyggðum garði yrðu um 30 vindmyllur, hver 150-200 metrar á hæð. Nokkur fjöll sjást frá framkvæmdasvæðinu og telur framkvæmdaaðili að þau kæmu til með að takmarka sýn inn á svæðið frá byggð. Er þar helst að nefna Hengil í suðaustri og Esju í norðvestri. Einnig myndi Grímmansfell í Mosfellsbæ skyggja á vindmyllurnar. Engu að síður myndi hluti af vindmyllunum sjást úr fjarlægð, bæði frá höfuðborgarsvæðinu og frá þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Meðal þess sem framkvæmdaaðili hyggst gera er að fá fuglafræðing til að annast athuganir á fuglalífi á svæðinu. Í tillögu að matsáætlun stendur að svæðið sé í dag ekki flokkað sem mikilvægt fuglasvæði af Náttúrufræðistofnun Íslands og því sé ekki gert ráð fyrir ratsjármælingum til að kortleggja fuglalífið. Komi hins vegar í ljós að um svæðið fari margir farfuglar með hátt verndargildi kunni þetta að verða endurskoðað.

Með kynningu á tillögu að matsáætlun er verið að kalla eftir ábendingum um hvað fjalla skuli um í mati á umhverfisáhrifum verkefnisins. Tillagan var til almennrar kynningar í tvær vikur og rann frestur til athugasemda út um miðjan október. Þegar brugðist hefur verið við athugasemdum sem bárust verður endanleg tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til ákvörðunar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent