Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði

Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.

Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Auglýsing

Zephyr Iceland fyr­ir­hugar að reisa vind­myllu­garð á Mos­fells­heiði innan sveit­ar­fé­lag­anna Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepps og Ölf­uss. Landið er þjóð­lenda í eigu rík­is­ins. Um 30 vind­myll­ur, 150-20 metrar á hæð, yrðu reistar og heild­ar­afl garðs­ins, sem gerður yrði í áföng­um, gæti orðið um 200 MW.Í til­lögu að mats­á­ætlun vegna verk­efn­is­ins, sem lögð var nýverið fram til kynn­ing­ar, segir að með vind­orku­garði á Mos­fells­heiði sé „m.a. verið að bregð­ast við auk­inni raf­orku­þörf á Ísland­i“. Hin fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd er af þeirri stærð­argráðu að hún þarf lögum sam­kvæmt að fara í gegnum mat á umhverf­is­á­hrifum og er til­lagan sem nú er í kynn­ingu hluti af því ferli. Fram­kvæmda­að­ili telur hins vegar óljóst hvort að verk­efnið þurfi að fara í gegnum ferli ramma­á­ætl­unar þar sem skiptar skoð­anir séu um hvort að vind­orka falli undir lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un. Engu að síður hafi Zephyr skilað hug­mynd að fram­kvæmd­inni til Orku­stofn­unar og að óbreyttu fer hún til umfjöll­unar hjá verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Fjöl­margar hug­myndir að vind­orku­verum um allt land hafa borist verk­efn­is­stjórn­inni.

Í til­lögu Zephyr að mats­á­ætlun segir að Mos­fells­heiði sé „talin vera til­val­inn staður fyrir vind­orku­garð“. Á svæð­inu séu hag­stæð vind­skil­yrði, til­tölu­lega ein­falt sé að tengj­ast raf­orku­flutn­ings­kerf­inu, aðgengi að svæð­inu sé með besta móti og tekið fram að svæðið ein­kenn­ist nú þegar af orku­mann­virkjum í formi hita­veitu­lagnar og háspennu­lína. Þá séu nokkrar stærstu jarð­varma­virkj­anir lands­ins í næsta nágrenni.

Auglýsing

Hið fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði er í 300 metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Vinda­far hefur verið metið út frá sögu­legum gögnum frá næstu veð­ur­stöðvum Veð­ur­stof­unnar en til að stað­festa áætl­aðan vind verða gerðar stað­bundnar mæl­ingar og hafa leyfi feng­ist fyrir upp­setn­ingu mastra með mæli­tækjum á svæð­inu.

Land­notkun á svæð­inu er skil­greind sem „óbyggt svæði“ og því er ljóst að ef setja á þar upp vind­myllu­garð þyrfti að breyta á skipu­lags­á­ætl­un­unum beggja sveit­ar­fé­laga í þá veru að afmarka fyr­ir­hugað virkj­un­ar­svæði sem „iðn­að­ar­svæð­i“.

Vind­myll­urnar myndu hafa bein áhrif á svæðin sem fara undir myll­urnar sjálf­ar, á vegi, jarð­strengi, athafna­svæði verk­taka og safn­stöð raf­orku innan svæð­is. Leggja þyrfti mal­ar­veg að hverri myllu og jarð­streng eða loft­línu um tíu kíló­metra leið.

Vindorkugarðurinn yrði beggja vegna Nesjavallavegar á tiltölulega sléttu landi sem er vaxið mosa og grösum að mestu leyti. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Í full­byggðum garði yrðu um 30 vind­myll­ur, hver 150-200 metrar á hæð. Nokkur fjöll sjást frá fram­kvæmda­svæð­inu og telur fram­kvæmda­að­ili að þau kæmu til með að tak­marka sýn inn á svæðið frá byggð. Er þar helst að nefna Hengil í suð­austri og Esju í norð­vestri. Einnig myndi Grímmans­fell í Mos­fellsbæ skyggja á vind­myll­urn­ar. Engu að síður myndi hluti af vind­myll­unum sjást úr fjar­lægð, bæði frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu og frá þjóð­garð­inum á Þing­völl­um.

Meðal þess sem fram­kvæmda­að­ili hyggst gera er að fá fugla­fræð­ing til að ann­ast athug­anir á fugla­lífi á svæð­inu. Í til­lögu að mats­á­ætlun stendur að svæðið sé í dag ekki flokkað sem mik­il­vægt fugla­svæði af Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands og því sé ekki gert ráð fyrir rat­sjár­mæl­ingum til að kort­leggja fugla­líf­ið. Komi hins vegar í ljós að um svæðið fari margir far­fuglar með hátt vernd­ar­gildi kunni þetta að verða end­ur­skoð­að.

Með kynn­ingu á til­lögu að mats­á­ætlun er verið að kalla eftir ábend­ingum um hvað fjalla skuli um í mati á umhverf­is­á­hrifum verk­efn­is­ins. Til­lagan var til almennrar kynn­ingar í tvær vikur og rann frestur til athuga­semda út um miðjan októ­ber. Þegar brugð­ist hefur verið við athuga­semdum sem bár­ust verður end­an­leg til­laga að mats­á­ætlun send Skipu­lags­stofnun til ákvörð­un­ar.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent