Ísland tekið af gráa listanum

Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Auglýsing

FATF, alþjóð­legur fjár­­­mála­að­gerða­hópur ríkja um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögn­un hryðju­verka, hefur ákveðið að fjar­lægja Ísland af gráum lista sam­tak­anna vegna úrbóta sem gerðar hafa verið í vörnum gegn þeim mál­u­m. 

Mbl.is greinir fyrst frá þessu, þar sem vísað er í blaða­manna­fund sem Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir boð­aði til í dag. Í frétta­til­kynn­ingu segir að ákvörð­unin um að taka Ísland af gráa lista FATF hafi verið tekin í kjöl­far vett­vangs­at­hug­unar sem fram fór hér á landi í lok sept­em­ber, þar sem stað­fest væri af hálfu sér­fræð­inga á vegum FATF að lokið hefði verið með full­nægj­andi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að kom­ast af umræddum lista.

„Við sama til­efni var jafn­framt stað­reynt af hálfu umræddra sér­fæð­inga að til staðar væri ríkur póli­tískur vilji hjá íslenskum stjórn­völdum til að halda áfram vinnu við að styrkja varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka,“ segir einnig í til­kynn­ing­unni.'

Auglýsing

FATF setti Ísland á gráan lista sam­tak­anna í októ­ber árið 2019, meðal ann­ars vegna þess að þau töldu skort vera á upp­lýs­ingum um eign­ar­hald íslenskra félaga. Sam­tökin gáfu eft­ir­liti hér á landi með pen­inga­þvætti fall­einkun í kjöl­far úttektar sem þau gerðu á Íslandi, en sú nið­ur­staða lá fyrir vorið 2018. 

Í kjöl­far skrán­ingar Íslands á list­ann mættu bæði Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dótt­ir, dóms­­mála­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, fyrir efna­hags- og við­­skipta­­nefnd Alþing­­is. Þar kom fram að stjórn­­völd stefndu að því að kom­­ast af list­­anum á fundi sam­tak­anna í febr­­úar 2020.  Það gekk hins vegar ekki upp og ákváðu FATF að halda Íslandi á list­anum eftir febr­ú­ar­fund þeirra. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent