Afhentu sveitarstjórn 1.709 undirskriftir gegn vindorkuveri

Hvalfjarðarsveit gerir fjölmargar athugasemdir við matsáætlun Zephyr Iceland á áformuðu vindorkuveri á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar. Hún samþykkti í vikunni einróma umsögn við matsáætlun fyrirtækisins.

Zephyr Iceland vill reisa 8-12 vindmyllur, sem yrðu líklega 250 metra háar eða hærri, á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit.
Zephyr Iceland vill reisa 8-12 vindmyllur, sem yrðu líklega 250 metra háar eða hærri, á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit.
Auglýsing

Odd­viti og sveit­ar­stjóri Hval­fjarð­ar­sveitar fengu afhent í gær mót­mæla­skjal gegn vind­orku­veri á Brekku­kambi, und­ir­ritað af 1.709 íbú­um, sum­ar­húsa­eig­endum og öðrum velunn­urum sveitar og nátt­úru. Arn­finnur Jón­as­son, einn þeirra sem staðið hefur að und­ir­skrifta­söfn­un­inni síð­ustu vik­ur, afhenti und­ir­skrift­irnar og bentu odd­viti og sveit­ar­stjóri við það tæki­færi á að umsögn nefndar umhverf­is-, skipu­lags-, nátt­úru­vernd­ar- og land­bún­aðar hefði verið ein­róma sam­þykkt á fundi sveit­ar­stjórnar nú í vik­unni.

Í umsögn­inni, sem er mjög ítar­leg, eru fjöl­margar athuga­semdir gerðar við mats­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland ehf. um vind­orku­ver sem áformað er í landi Brekku, uppi á hæsta fjalli Hval­fjarð­ar­strand­ar­inn­ar. Verið myndi telja 8-12 risa­stórar vind­myllur sem mögu­lega yrðu 250 metrar eða hærri, skammt frá bæjum og sum­ar­húsa­byggðum en vegna þess í hversu mik­illi hæð stefnt er á að byggja orku­verið og hversu háar myll­urnar yrðu myndi það sjást mjög víða að; úr nær­liggj­andi döl­um, frá Þing­völlum og Langjökli, svo nokkur dæmi séu tek­in.

Auglýsing

Sveit­ar­stjórnin vill mun nákvæm­ari gögn af ýmsum toga um fyr­ir­ætl­an­irn­ar, telur fjöl­margt vanta upp á, t.d. hvað varðar rann­sóknir á fugla­lífi og veð­ur­fari og mögu­lega ásýnd orku­vers­ins frá mörgum sjón­ar­horn­um.

Tugir athuga­semda bár­ust Skipu­lags­stofnun við mats­á­ætl­un­ina í sumar frá fólki sem býr á svæð­inu, ýmist á bújörð­um, ferða­þjón­ustu­bæjum eða í frí­stunda­húsum hluta úr ári. Þær eru allar á einn veg: Slá ætti áformin út af borð­inu.

Zephyr Iceland hefur ekki verið í neinum beinum sam­skiptum við sveit­ar­stjórn vegna máls­ins og sagði sveit­ar­stjóri í sam­tali við Kjarn­ann nýverið að áformin stöng­uð­ust á við gild­andi aðal­skipu­lag, að nýtt aðal­skipu­lag, sem er í vinnslu, gerði ekki ráð fyrir orku­veri á þessum stað og benti enn­fremur á að rík­is­stjórnin yrði að setja ramma um virkjun vinds­ins áður en að ákvarð­anir yrðu teknar um fram­hald­ið. Sú vinna er í gangi, starfs­hópur hefur verið skip­að­ur, og á hann að skila til­lögum til stjórn­valda í febr­úar á næsta ári.

Í mats­á­ætlun greinir fram­kvæmda­að­ili frá því hvernig hann ætli sér að haga mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar. Í umsögn sveit­ar­fé­laga við mats­á­ætlun skulu koma fram athuga­semdir um hvernig fram­kvæmda­að­ili hyggst vinna að umhverf­is­mat­inu, svo sem um skil­grein­ingu val­kosta, gagna­öflun og úrvinnslu gagna. Einnig, ef á skort­ir, hvaða atriðum sveit­ar­fé­lagið telur að gera þurfi frek­ari skil eða hafa þurfi sér­stak­lega í huga við umhverf­is­mat fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Í umsögn sveit­ar­fé­lags­ins er farið ræki­lega ofan í mörg atriði og ljóst að ætl­ast er til mun ítar­legri grein­inga og gagna í næsta skrefi umhverf­is­mats en mats­á­ætlun Zephyr gerir ráð fyr­ir.

Vindmyllur versins myndu sjást mjög víða að. Mynd: Úr matsáætlun

Hval­fjarð­ar­sveit áréttar í fyrsta lagi stefnu sveit­ar­fé­lags­ins í aðal­skipu­lagi, þar sem ekki er gert ráð fyrir vind­orku­ver­inu og bendir svo á að í nýju aðal­skipu­lagi sem gilda á til árs­ins 2032 segi m.a.: Utan þétt­býlis verður almennt haldið í dreif­býl­is­yf­ir­bragð byggð­ar, s.s. eins og að bygg­ingar verði ekki áber­andi í landi vegna stærðar eða hæð­ar. Enn­fremur komi fram að virkj­anir skulu að öllu jöfnu vera á skil­greindu iðn­að­ar­svæði. Í við­auka eru auk þess sýnd frið­lýst svæði þar sem vind­myllur skulu ekki vera stað­settar og svæði sem þarf að skoða sér­stak­lega, þ.e.a.s. mik­il­væg fugla­svæði og óbyggð víð­erni. „Ekki er gert ráð fyrir iðn­að­ar­svæði á Brekku­kambi,“ segir sveit­ar­fé­lag­ið. „Svæðið er auk þess í nágrenni við skipu­lagða frí­stunda­byggð, land­bún­að­ar­svæði, hverf­is­vernd­ar­svæði og svæði á B-hluta nátt­úru­minja­skrár. Það er því ljóst að hug­mynd­irnar sem kynntar eru í mats­áætlun­inni myndu kalla á breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Hval­fjarð­ar­sveit­ar.“

Gögn af Mos­fells­heiði ekki nóg

Sveit­ar­stjórnin gerir svo marg­hátt­aðar athuga­semdir við hvernig Zephyr hygg­ist standa að umhverf­is­mat­inu. Í mats­á­ætlun kemur fram að frum­at­hug­anir á veð­ur­fari á Mos­fells­heiði gefi „góðar vís­bend­ing­ar“ um aðstæður á hinu fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði á Brekku­kambi og því haldið fram, líkt og sveit­ar­stjórnin bendir á umsögn sinni, að góðar líkur séu á því að svip­aðar vind­að­stæður séu á hálend­inu innan Brekku. „Hval­fjarð­ar­sveit telur afar mik­il­vægt að safna raun­gögnum á umræddu fram­kvæmda­svæði, ekki sé full­nægj­andi að styðj­ast við gögn ann­ars staðar frá. Bent er á veð­ur­stöð í landi Þyr­ils, en þar getur orðið gríð­ar­lega hvasst og vind­hraði þar oft með því mesta á land­inu. Ekki kemur fram í gögnum hvort slíkar aðstæður séu ákjós­an­legar þegar velja skal stað fyrir vind­myll­ur.“

Myndin sýnir 260 metra háa vindmyllu og ýmsar þekktar byggingar til samanburðar.

Einnig kemur fram í mats­á­ætlun að nú þegar liggi veg­slóðar að fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda­svæði. Óskar Hvalj­arð­ar­sveit eftir upp­lýs­ingum um hvort sam­þykkis land­eig­enda hefur verið afl­að. Varð­andi vernd­ar­svæði, vist­kerfi, vot­lendi og vist­gerðir sem hafa mjög hátt vernd­ar­gildi, er ekki ásætt­an­legt að mati Hval­fjarð­ar­sveitar að vísa til þess að nú þegar liggi veg­slóðar um vot­lend­ið. „Fram­kvæmd­irnar sem fyr­ir­hug­aðar eru í mats­á­ætl­un­inni, eru af þeirri stærð­argráðu að huga þarf vel að verndun við­kvæmra og mik­il­vægra vist­gerða, vist­kerfa og ekki síður dýra­lífs, eins og fugla, en Hval­fjörður er afar mik­il­vægt búsvæði fyrir fugla.“

Þá er minnt á að Ísland sé aðili að Bern­ar­samn­ingnum um verndun villtra plantna og dýra og líf­s­væða í Evr­ópu. Til við­bótar nefnir sveit­ar­stjórnin í umsögn sinni að í stefnu­mót­un­ar- og leið­bein­ing­ar­riti Land­verndar um virkjun vind­orku á Íslandi sé lagst gegn því að vind­orku­ver verði reist innan svæða á nátt­úru­minja­skrá.

Auglýsing

Sveit­ar­stjórnin gagn­rýnir enn­fremur að Zephyr ætli sér ekki að gera rat­sjár­mæl­ingar á fugla­lífi þar sem svæðið sem reisa á vind­orku­verið á sé ekki flokkað sem mik­il­vægt fugla­svæði. Engu að síður er fjallað um þá stað­reynd í mats­á­ætl­un­inni að Hval­fjörð­ur­inn sjálfur sé vissu­lega mik­il­vægt fugla­svæði.

„Þetta stang­ast á, fuglar eru fær­an­legir og því er nauð­syn­legt m.a. vegna nálægðar við mik­il­vægt fugla­svæði að þessar rat­sjár­mæl­ingar fari fram,“ segir í umsögn sveit­ar­fé­lags­ins.

Sjón­rænu áhrif vers­ins eru svo sér­stak­lega tekin fyrir í umsögn­inni. Bent er á að fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði á Brekku­kambi standi í 647 metra hæð og að vind­myll­urnar geti orðið allt að 274 metr­ar. Því telur sveit­ar­fé­lagið „afar brýnt“ að þessum þáttum séu gerð góð skil við umhverf­is­mat­ið. Mik­il­vægt sé að lögð séu til grund­vallar góð gögn sem auð­veldi fólki að átta sig á umfangi fram­kvæmd­ar­innar út frá þessum sjón­rænu þátt­um, en ljóst er að sjón­rænna áhrifa mun gæta langt út fyrir fram­kvæmda­svæð­ið.

Hafernir búa og fljúga um Hvalfjörðinn. Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Varð­andi sam­ráð og sam­tal við almenn­ing, stað­kunn­uga og hags­muna­að­ila vegna áætl­aðra mynda­töku­staða, leggur sveit­ar­fé­lagið ríka áherslu á slíkt sam­ráð. „Fljótt á litið virð­ist þurfa að fjölga mynda­töku­stöðum vegna sýni­leika­grein­ing­ar, þar sem sýni­leiki vind­myll­anna er mjög mik­ill vegna hæðar þeirra og hversu hátt fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði ligg­ur.“

Í mats­á­ætlun komi fram að taka eigi myndir til að varpa ljósi á sýni­leik­ann frá sum­ar­húsa­byggð í næsta nágrenni en sveit­ar­stjórnin vill ganga mun lengra og bendir á önnur skipu­lögð frí­stunda­svæði í sveit­ar­fé­lag­inu þar sem áhrifa vind­myllu­garðs­ins gæt­ir, svo sem í Svína­dal og jafn­vel víð­ar. „Áhrif á þessi svæði þarf einnig að meta.“ Að sama skapi þurfi að meta áhrif skuggaflökts á stærra svæði en fram komi í mats­á­ætl­un­inni.

Brekkukambur er hæsta fjallið á Hvalfjarðarströndinni. Mynd: Google

Í kafla um hljóð­vist er talað um að fram­kvæmda­svæðið sé óbyggt. „Það er vissu­lega rétt,“ bendir sveita­fé­lagið á í umsögn sinni, „en áhrif­anna mun gæta í byggð, enda föst búseta og frí­stunda­byggðir í mik­illi nálægð við fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði, eða í um 2 km fjar­lægð. Hval­fjarð­ar­sveit óskar eftir nán­ari upp­lýs­ingum um hljóð­vist á þessu stigi máls og rökum fyrir því að ein­ungis skuli rann­saka hljóð­vist á 1-2 vikna tíma­bil­i.“

Þá telur sveit­ar­fé­lagið rétt að fast­eigna­eig­endur í nágrenni við fram­kvæmda­svæðið verði skil­greindir sem hags­muna­að­il­ar, þótt þeir séu ekki með lög­heim­ili í sveit­ar­fé­lag­inu. Eigi þetta við um sum­ar­húsa­eig­endur og mögu­lega aðra fast­eigna­eig­end­ur, rekstr­ar­að­ila og fyr­ir­tæki þar sem áhrifa vind­orku­vers­ins myndi gæta.

Skipu­lags­stofnun mun, er allar umsagnir liggja fyr­ir, gefa álit sitt á mats­á­ætlun Zephyr Iceland um vind­orku­ver á toppi Brekku­kambs, að fengnum við­brögðum fyr­ir­tæk­is­ins við athuga­semd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent