Stefnt á sölubann á nýjum bensín- og dísilbílum

Ef stjórnvöld í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum samþykkja að banna sölu á nýjum bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti þykir líklegt að fleiri ríki muni fylgja í kjölfarið.

Bílaeign er hvergi meiri í Bandaríkjunum miðað við íbúafjölda en í Kaliforníu
Bílaeign er hvergi meiri í Bandaríkjunum miðað við íbúafjölda en í Kaliforníu
Auglýsing

Í dag, fimmtu­dag, gætu stjórn­völd í Kali­forn­íu­ríki tekið sögu­lega ákvörð­un: Að banna sölu á nýjum bílum sem ganga fyrir bens­íni eða dísilol­íu. Fari kosn­ing um málið á þann veg mun algjört bann á sölu slíkra bíla taka gildi árið 2035. Gavin Newsom rík­is­stjóri hefur kallað aðgerð­ina „upp­hafið að enda­lok­um“ bruna­hreyf­ils­ins. „Þetta er eitt stærsta skrefið sem tekið verður á þeirri veg­ferð að útrýma púströr­inu eins og við þekkjum það.“

Auglýsing

Kali­fornía er sann­kallað himna­ríki einka­bíls­ins. Hvergi er að finna fleiri bíla miðað við höfða­tölu í gjörvöllum Banda­ríkj­un­um. En líkt og fram kemur í ítar­legri frétta­skýr­ingu New York Times, sýnir sagan að önnur ríki fylgja oft for­dæmi Kali­forníu og lík­legt þykir að það ger­ist einnig í þessu máli.

„Þetta er risa­stórt skref,“ hefur New York Times eftir Margo Oge, sér­fræð­ingi í raf­bílum sem leiddi lofts­lags­verk­efni Umhverf­is­stofn­unar Banda­ríkj­anna í for­seta­tíð Baracks Obama, Bills Clinton og George W. Bush.

Tekið í skrefum

Loft­gæða­ráð Kali­forníu (Cali­fornia Air Reso­urces Board) leggur til­lög­una fram og verði hún sam­þykkt verða engir bílar sem brenna jarð­efna­elds­neyti seldir í rík­inu frá og með árinu 2035. Í til­lög­unni eru einnig sett mark­mið um að draga úr fjölda slíkra far­ar­tækja þar til algjört bann tæki við. Stefnt er að því að árið 2026, eftir aðeins fjögur ár, muni aðrir elds­neyt­is­gjafar en þeir sem losa koldí­oxíð knýja 35 pró­sent allra nýrra far­ar­tækja ætluð fyrir far­þega­flutn­inga. Tak­markið er að hlut­fallið verði komið upp í 68 pró­sent árið 2030.

Sam­göngur eru helsti los­un­ar­valdur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í Banda­ríkj­un­um. En er of bratt að banna bruna­bíla fyrir árið 2035?

John Bozzella, for­seti banda­ríska bíl­greina­sam­bands­ins, segir að vissu­lega vilji bíla­fram­leið­endur taka þátt í því að koma fleiri raf­magns­bílum á göt­urnar en að ná mark­miði Kali­forn­íu­ríkis yrði „gríð­ar­lega krefj­and­i“. Margir þættir spili þar inn í, s.s. aðgengi að hleðslu­stöðvum og ekki síður fram­leiðsla bíl­anna sjálfra. Hann bendir einnig á að afla þurfi nauð­syn­legra og fágætra jarð­efna og tryggja þurfi nægt fram­boð á þeim. Fram­leiðslu­keðjur hafi allar laskast í COVID-far­aldr­inum og séu enn ekki komnar á rétt ról.

Samgöngur eru helsti losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Mynd: EPA

Kali­forn­íu­ríki hefur lengi viljað setja sínar eigin reglur um meng­andi bíla en ljónið Don­ald Trump stóð í veg­inum áður. Enn leggj­ast repúblikanar gegn því að ríki geti sett slíkar reglur óháð alrík­inu.

Margir þeirra sem gagn­rýna reglu­gerðir um fyrir hvers konar elds­neyti bílar verða að ganga hafa bent á að verð á raf­bílum er enn mun hærra en verð á sam­bæri­legum bruna­bílum í Banda­ríkj­un­um. Þá hafa sér­fræð­ingar í orku­geir­anum bent á að stór­aukin raf­bíla­eign á skömmum tíma muni valda miklu álagi á raf­orku­kerf­ið, kerfi sem er veik­byggt á mörgum stöðum í land­inu. „Hvaðan á aukið raf­magn að kom­a?“ spyr Ann Bluntz­er, sem fer fyrir orku­stofnun innan háskóla í Texas. „Úr jarð­efna­elds­neyti? Vindi? Sól­ar­orku? Vatns­orku?“

Biden boðar breyt­ingar

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti stað­festi í síð­ustu viku ný lofts­lags­lög. Sam­kvæmt þeim á að veita 370 millj­örðum dala í íviln­anir fyrir verk­efni sem miða að auk­inni notkun „grænnar orku“.

Það eitt og sér mun ekki bjarga heim­in­um. Og ekki verða til þess að mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi náist. Þess vegna hafa emb­ætt­is­menn Hvíta húss­ins heitið því að til frek­ari aðgerða verði gripið og segja má að mögu­legt bann við nýjum bruna­bílum í Kali­forníu sé meðal slíkra aðgerða. Biden hefur ólíkt for­vera sínum Trump hvatt ríki lands­ins til að taka sjálf­stæðar og metn­að­ar­fullar ákvarð­anir í lofts­lags­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent