Rammann vantar því annars yrði byrjað „að drita þessu niður út um allt“

Fjölmörg sveitarfélög hafa misserum saman verið að fá á sín borð fyrirspurnir og beiðnir um byggingu vindorkuvera. Loks hillir undir að ríkið setji ramma um nýtingu vinds sem forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir sárlega vanta.

Ekkert vindorkuver er risið á Íslandi þótt nokkrar tilraunamyllur hafi verið reistar.
Ekkert vindorkuver er risið á Íslandi þótt nokkrar tilraunamyllur hafi verið reistar.
Auglýsing

Guð­veig Eygló­ar­dótt­ir, for­seti sveit­ar­stjórnar Borg­ar­byggð­ar, seg­ist hafa fullan skiln­ing á því að fólk í Norð­ur­ár­dal gagn­rýni harð­lega áform Qair Iceland um að reisa þar vind­orku­ver. Eng­inn vilji stórar fram­kvæmdir í sínu næsta nágrenni, hvorki vind­myllur né ann­að. Ekki standi hins vegar til að fara í skipu­lags­breyt­ingar vegna þessa vind­orku­vers né ann­arra, að minnsta kosti á næst­unni. „Við og vænt­an­lega önnur sveit­ar­fé­lög bíðum eftir því að ríkið móti ein­hverja ramma­á­ætlun um nýt­ingu vind­orku,“ segir hún við Kjarn­ann. „Frá okkar bæj­ar­dyrum séð er það grund­vall­ar­for­senda áður en við förum að ræða þessi mál eitt­hvað frek­ar.“

Auglýsing

Vind­orku­ver í landi bæj­ar­ins Hvamms í Norð­ur­ár­dal er aðeins eitt margra slíkra sem fyr­ir­tækið Qair Iceland áform­ar. Nokkuð er síðan hug­mynd­in, sem kennd er við Múla, var viðruð fyrst og sendi Orku­stofnun hana inn til umfjöll­unar í 4. áfanga ramma­á­ætl­unar árið 2020. Verk­efn­is­stjórnin tók þennan til­tekna kost hins vegar ekki til umfjöll­unar þar sem hún taldi ekki nægj­an­leg gögn liggja fyr­ir.

Mat á umhverf­is­á­hrifum vind­orku­vers í Múla hófst fyrr á þessu ári er Skipu­lags­stofnun birti mats­á­ætlun Qair um fram­kvæmd­ina. Stofn­unin gaf svo í síð­ustu viku út álit sitt á áætl­un­inni. Næsta skref í mats­ferl­inu eru skil umhverf­is­mats­skýrslu, sem Skipu­lags­stofnun mun aug­lýsa og óska eftir athuga­semdum og umsögnum við áður en hún gefur út end­an­legt álit sitt á fram­kvæmd­inni.

­Yfir sex­tíu manns sem búa eða eru með tengsl við Norð­ur­ár­dal skil­uðu athuga­semdum við mats­á­ætl­un­ina, líkt og Kjarn­inn rakti ítar­lega í frétta­skýr­ingu um helg­ina. Allir eru á einu máli: Orku­ver sem þetta eigi ekki heima í sveit­inni. Um yrði að ræða tröll­vaxið iðn­að­ar­svæði sem myndi spilla tign­ar­legri fjalla­sýn í frið­sælli sveit. Áformin væru til marks um dóm­greind­ar­leysi og gróða­fíkn fárra á kostnað ein­stakrar nátt­úru og mann­lífs. Dal­bú­arnir lýsa yfir undr­un, von­brigðum og óhugn­aði. Tala um yfir­gang og ásælni. Segja stór­slys vera í upp­sigl­ingu.

Þor­steinn Narfa­son, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigð­is­eft­ir­lits Vest­ur­lands, skrif­aði í umsögn eft­ir­lits­ins að það komi á óvart hvað verk­efnið virð­ist vera langt komið í ljósi þess að ekki liggi fyrir hvort fram­kvæmdin verði heim­il­uð.

Guðveig Eyglóardóttir.

Guð­veig segir í sam­tali við Kjarn­ann að sér finn­ist umræðan um vind­orku­ver komin langt fram úr sér og að erfitt sé fyrir sveit­ar­fé­lög að taka þátt í henni á meðan ríkið hafi ekki mótað stefnu.

Umræðan í fjöl­miðlum er hins vegar vel skilj­an­leg þar sem fjöldi fyr­ir­tækja hefur sett fram á ýmsum vett­vangi áform sín um bygg­ingu slíkra vera. Tvö eru t.d. þegar komin inn á aðal­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins Dala­byggðar og hug­myndir að 34 voru sendar til umfjöll­unar í 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Vind­orku­fyr­ir­tækin hafa sum hver haldið íbúa­fundi til að kynna áform sín. Hafa hafið mat á umhverf­is­á­hrifum þeirra.

Guð­veig seg­ist skilja að vissu leyti að fyr­ir­tækin séu farin af stað í þessa vinnu. Gera þurfi margar og tíma­frekar rann­sóknir þegar stórar fram­kvæmdir séu ann­ars veg­ar. „Kannski eru þessir fjár­festar eins og aðrir að freista þess að nota tím­ann til að vinna sér í hag­inn.“

Ríkið verði að skapa rammann. Rík­is­stjórnin hefur ákveðið að mörkuð skuli stefna um upp­bygg­ingu vind­orku­vera á afmörk­uðum svæðum og nýskip­aður starfs­hópur á að fara ofan í kjöl­inn á þeim áætl­unum og koma með til­lög­ur. Ann­ars myndi beiðnum um vind­orku­ver rigna yfir sveit­ar­fé­lög, segir Guð­veig, „og þetta yrði eins og villta vestrið og það væri byrjað að drita þessu niður út um allt“.

Þjóðin þarf að ræða málin

Áform um að minnsta kosti tvö önnur vind­orku­ver í Borg­ar­byggð hafa verið kynnt og eru þá líkt og áformin í Múla á ís hjá Borg­ar­byggð.

Guð­veig seg­ist hins vegar taka undir með rík­is­stjórn­inni að fara þurfi í frek­ari orku­öflun ef stefna eigi að orku­skipt­um. „En við sem þjóð þurfum að taka umræð­una um með hvaða hætti við ætlum að gera það.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent