Rammann vantar því annars yrði byrjað „að drita þessu niður út um allt“

Fjölmörg sveitarfélög hafa misserum saman verið að fá á sín borð fyrirspurnir og beiðnir um byggingu vindorkuvera. Loks hillir undir að ríkið setji ramma um nýtingu vinds sem forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir sárlega vanta.

Ekkert vindorkuver er risið á Íslandi þótt nokkrar tilraunamyllur hafi verið reistar.
Ekkert vindorkuver er risið á Íslandi þótt nokkrar tilraunamyllur hafi verið reistar.
Auglýsing

Guð­veig Eygló­ar­dótt­ir, for­seti sveit­ar­stjórnar Borg­ar­byggð­ar, seg­ist hafa fullan skiln­ing á því að fólk í Norð­ur­ár­dal gagn­rýni harð­lega áform Qair Iceland um að reisa þar vind­orku­ver. Eng­inn vilji stórar fram­kvæmdir í sínu næsta nágrenni, hvorki vind­myllur né ann­að. Ekki standi hins vegar til að fara í skipu­lags­breyt­ingar vegna þessa vind­orku­vers né ann­arra, að minnsta kosti á næst­unni. „Við og vænt­an­lega önnur sveit­ar­fé­lög bíðum eftir því að ríkið móti ein­hverja ramma­á­ætlun um nýt­ingu vind­orku,“ segir hún við Kjarn­ann. „Frá okkar bæj­ar­dyrum séð er það grund­vall­ar­for­senda áður en við förum að ræða þessi mál eitt­hvað frek­ar.“

Auglýsing

Vind­orku­ver í landi bæj­ar­ins Hvamms í Norð­ur­ár­dal er aðeins eitt margra slíkra sem fyr­ir­tækið Qair Iceland áform­ar. Nokkuð er síðan hug­mynd­in, sem kennd er við Múla, var viðruð fyrst og sendi Orku­stofnun hana inn til umfjöll­unar í 4. áfanga ramma­á­ætl­unar árið 2020. Verk­efn­is­stjórnin tók þennan til­tekna kost hins vegar ekki til umfjöll­unar þar sem hún taldi ekki nægj­an­leg gögn liggja fyr­ir.

Mat á umhverf­is­á­hrifum vind­orku­vers í Múla hófst fyrr á þessu ári er Skipu­lags­stofnun birti mats­á­ætlun Qair um fram­kvæmd­ina. Stofn­unin gaf svo í síð­ustu viku út álit sitt á áætl­un­inni. Næsta skref í mats­ferl­inu eru skil umhverf­is­mats­skýrslu, sem Skipu­lags­stofnun mun aug­lýsa og óska eftir athuga­semdum og umsögnum við áður en hún gefur út end­an­legt álit sitt á fram­kvæmd­inni.

­Yfir sex­tíu manns sem búa eða eru með tengsl við Norð­ur­ár­dal skil­uðu athuga­semdum við mats­á­ætl­un­ina, líkt og Kjarn­inn rakti ítar­lega í frétta­skýr­ingu um helg­ina. Allir eru á einu máli: Orku­ver sem þetta eigi ekki heima í sveit­inni. Um yrði að ræða tröll­vaxið iðn­að­ar­svæði sem myndi spilla tign­ar­legri fjalla­sýn í frið­sælli sveit. Áformin væru til marks um dóm­greind­ar­leysi og gróða­fíkn fárra á kostnað ein­stakrar nátt­úru og mann­lífs. Dal­bú­arnir lýsa yfir undr­un, von­brigðum og óhugn­aði. Tala um yfir­gang og ásælni. Segja stór­slys vera í upp­sigl­ingu.

Þor­steinn Narfa­son, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigð­is­eft­ir­lits Vest­ur­lands, skrif­aði í umsögn eft­ir­lits­ins að það komi á óvart hvað verk­efnið virð­ist vera langt komið í ljósi þess að ekki liggi fyrir hvort fram­kvæmdin verði heim­il­uð.

Guðveig Eyglóardóttir.

Guð­veig segir í sam­tali við Kjarn­ann að sér finn­ist umræðan um vind­orku­ver komin langt fram úr sér og að erfitt sé fyrir sveit­ar­fé­lög að taka þátt í henni á meðan ríkið hafi ekki mótað stefnu.

Umræðan í fjöl­miðlum er hins vegar vel skilj­an­leg þar sem fjöldi fyr­ir­tækja hefur sett fram á ýmsum vett­vangi áform sín um bygg­ingu slíkra vera. Tvö eru t.d. þegar komin inn á aðal­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins Dala­byggðar og hug­myndir að 34 voru sendar til umfjöll­unar í 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Vind­orku­fyr­ir­tækin hafa sum hver haldið íbúa­fundi til að kynna áform sín. Hafa hafið mat á umhverf­is­á­hrifum þeirra.

Guð­veig seg­ist skilja að vissu leyti að fyr­ir­tækin séu farin af stað í þessa vinnu. Gera þurfi margar og tíma­frekar rann­sóknir þegar stórar fram­kvæmdir séu ann­ars veg­ar. „Kannski eru þessir fjár­festar eins og aðrir að freista þess að nota tím­ann til að vinna sér í hag­inn.“

Ríkið verði að skapa rammann. Rík­is­stjórnin hefur ákveðið að mörkuð skuli stefna um upp­bygg­ingu vind­orku­vera á afmörk­uðum svæðum og nýskip­aður starfs­hópur á að fara ofan í kjöl­inn á þeim áætl­unum og koma með til­lög­ur. Ann­ars myndi beiðnum um vind­orku­ver rigna yfir sveit­ar­fé­lög, segir Guð­veig, „og þetta yrði eins og villta vestrið og það væri byrjað að drita þessu niður út um allt“.

Þjóðin þarf að ræða málin

Áform um að minnsta kosti tvö önnur vind­orku­ver í Borg­ar­byggð hafa verið kynnt og eru þá líkt og áformin í Múla á ís hjá Borg­ar­byggð.

Guð­veig seg­ist hins vegar taka undir með rík­is­stjórn­inni að fara þurfi í frek­ari orku­öflun ef stefna eigi að orku­skipt­um. „En við sem þjóð þurfum að taka umræð­una um með hvaða hætti við ætlum að gera það.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent