Brim komið yfir lögbundið kvótaþak og heldur á 13,2 prósent úthlutaðs kvóta

Samkvæmt lögum má engin útgerð á Íslandi halda á meira en tólf prósent af verðmæti úthlutaðra aflaheimilda hverju sinni. Brim, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er nú komið yfir þau mörk.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim heldur sem stendur á 13,2 pró­sent af heild­ar­verð­mæti úthlut­aðra afla­heim­ilda hér­lend­is, sam­kvæmt nýjum útreikn­ingum Fiski­stofu sem birtir voru í dag. Það er yfir lög­bundnu hámarki á fisk­veiði­kvóta sem einn útgerð má halda á sam­kvæmt lög­um, en það er tólf pró­sent.

Þar munar mestu um að Brim er fékk 18 pró­sent af nýlega úthlut­uðum loðnu­kvóta, sem var stór­auk­inn milli ára. Fyrir vikið hefur heild­ar­hlut­deild sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins í öllum teg­undum farið úr því að vera 10,41 pró­sent 1. sept­em­ber í fyrra í áður­nefnda tölu, 13,2 pró­sent, nú. 

Ef afla­hlut­deild fiski­skipa í eigu ein­stakra aðila eða tengdra aðila fer umfram tólf pró­sent mörkin skal Fiski­stofa, sam­kvæmt lögum um stjórn fisk­veiða, til­kynna við­kom­andi aðila um það og veita honum sex mán­aða frest til að „gera ráð­staf­anir til að koma afla­hlut­deild­inni niður fyrir mörk­in“. Ef Brim veitir ekki Fiski­stofu upp­lýs­ingar um að full­nægj­andi ráð­staf­anir hafi verið gerðar fyrir lok frests­ins fellur umframa­fla­hlut­deildin nið­ur. Í lög­unum segir að þá muni afla­hlut­deild fiski­skipa í eigu við­kom­andi skerð­ast „hlut­falls­lega miðað við ein­stakar teg­und­ir“.

Blokk sem heldur rúm­lega 16 pró­sent afla­heim­ilda

Brim hefur verið skráð í Kaup­höll Íslands frá árinu 2014.  Langstærsti eig­andi þess er Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­ur­­­fé­lag sitt RE-13 ehf.

Auglýsing
Útgerðarfélag Reykja­víkur hefur fengið úthlutað 2,23 pró­­­sent af öllum afla­heim­ild­­um, en það er að upp­­i­­­­stöðu í eigu Guð­­­mundar Krist­jáns­­­son­­­ar, for­­­stjóra Brims.

Til við­­­bótar heldur útgerð­­­ar­­­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 0,76 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög halda því á 16,19 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta.

Fáir halda á mestu

Mikil sam­­þjöppun hefur átt sér stað í sjá­v­­­ar­út­­­vegi á Íslandi á und­an­­förnum ára­tug­um, eftir að fram­­sal kvóta var gefið frjálst og sér­­stak­­lega eftir að heim­ilt var að veð­­setja afla­heim­ildir fyrir banka­lán­um, þótt útgerð­­ar­­fyr­ir­tækin eigi þær ekki í raun heldur þjóð­in. Slík heim­ild var veitt árið 1997. 

Sam­hliða hefur eft­ir­lit með fram­­fylgd laga um stjórn fisk­veiða lengi verið í lama­­sessi. Það var til að mynda stað­­fest í kol­­svartri skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar sem birt var í byrjun árs 2019. Þar gerði hún meðal ann­­ars veru­­­legar athuga­­­semdir við að Fiski­­­stofa kann­aði ekki hvort yfir­­­ráð tengdra aðila í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi yfir afla­hlut­­­deild­um, eða kvóta, væru í sam­ræmi við lög. Eft­ir­lits­að­il­inn sinnti ekki eft­ir­lit­in­u. 

Sam­­kvæmt lögum má hver blokk halda á tólf pró­­sent af úthlut­uðum kvóta en í gild­andi lögum má eiga allt upp að helm­ingi í annarri útgerð án þess að kvóti sem hún heldur á telj­ist með. Þessi lög eiga að koma í veg fyrir mikla sam­­þjöppun í sjá­v­­­ar­út­­­vegi á meðal þeirra fyr­ir­tæki sem fá að vera vörslu­að­ili fiski­mið­anna.

Svæft í nefnd

Nokkrar til­­raunir hafa verið gerðar á und­an­­förnum árum til að taka á þeirri stöðu sem komin er upp í sjá­v­­­ar­út­­­vegi á Íslandi og brjóta upp hringa­­mynd­­anir í geir­an­­um. Slíkar hug­­myndir fengu byr í seglin eftir að Sam­herj­­a­­málið var opin­berað í nóv­­em­ber 2019. 

Þorri þeirra til­­rauna hefur verið kæfð­­ur. Nið­­ur­­staðan eru engar sýn­i­­legar breyt­ingar á kerf­in­u. 

Í des­em­ber 2019 lögðu þing­­menn úr þremur stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­um: Við­reisn, Sam­­fylk­ingu og Píröt­um, fram frum­varp sem fól í sér kúvend­ingu á því kerfi sem er við lýði vegna nýt­ing­­ar­réttar á fisk­veið­i­­auð­lind­inn­i. 

Auglýsing
Í frum­varp­inu fólust þrjár megin breyt­ing­­ar. Í fyrsta lagi yrðu þeir aðilar skil­­greindir sem tengdir sem eiga að minnsta kosti tíu pró­­sent hluta­fjár í öðrum sem heldur á meira en eitt pró­­sent kvóta. Sama átti að gilda um kröfur sem gerðu það að verkum að ætla megi að eig­andi þeirra hafi áhrif á rekstur aðila sem ræður yfir eitt pró­­sent hluta­fjár eða meira. Sam­­kvæmt gild­andi lögum þarf sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki að eiga meiri­hluta í annarri útgerð til að hún telj­ist tengd, en eft­ir­lit með því hvað telj­ist tengdir aðilar hefur auk þess verið í lama­­sessi. 

Í öðru lagi gerði frum­varpið ráð fyrir að allir þeir sem ráða yfir eitt pró­­sent heild­­ar­afla­hlut­­deildar þurfi að stofna hluta­­fé­lag um rekst­­ur­inn og skrá félagið á mark­að. Það myndi þýða, að óbreyttu, að 21 sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki þyrftu að skrá sig á markað til við­­bótar við Brim, sem er eina fyr­ir­tækið sem heldur á kvóta sem er skráð í dag. 

Í þriðja lagi lagði frum­varpið til að settar yrðu tak­­mark­­anir við hluta­fjár­­­eign eða atkvæð­is­rétt ein­stakra hlut­hafa og tengdra aðila í útgerðum sem fara með átta til tólf pró­­sent af kvóta. Í frum­varp­inu sagði að í slíkum útgerð­­ar­­fyr­ir­tækjum ætti eng­inn aðili, ein­stak­l­ing­­ur, lög­­að­ili eða tengdir aðil­­ar, að eiga „meira en tíu pró­­sent af hluta­­fé, stofnfé eða atkvæð­is­rétti í við­kom­andi aðila. Þessu ákvæði er ætlað að koma í veg fyrir frek­­ari sam­­þjöppun eign­­ar­að­ildar í allra stærstu útgerð­­ar­­fyr­ir­tækj­un­­um.“

Frum­varp­ið, sem unnið var af þing­­mönnum Við­reisnar sem fengu svo stuðn­­ing úr hinum flokk­unum tveim­­ur, fékk að ganga til atvinn­u­­vega­­nefndar þar sem það var svæft.

Hjón yrðu talin tengdir aðilar

Eftir að áður­­­nefnd svört skýrsla Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var birt skap­að­ist nokkur þrýst­ingur á úrbæt­­ur. Skipuð var verk­efna­­stjórn sem fékk það hlut­verk að leggja þær til. Vinnu hennar var flýtt eftir að Sam­herj­­a­­málið kom upp. 

Í febr­­­úar 2020 kynnti Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, drög að frum­varpi um breyttar skil­­­grein­ingar á því hvað telj­ist tengdir aðil­ar sem byggði á vinnu verk­efna­­stjórn­­­ar­inn­­ar.

Í þeim drögum kom fram að þeir sem laga­breyt­ingin hefur áhrif á munu hafa fram á fisk­veið­i­­árið 2025/2026 til að koma sér undir lög­­­bundið kvóta­­­þak, eða sex ár. 

Í til­­­­lög­un­um, sem voru fimm tals­ins, fólst að skil­­­­grein­ing á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sam­­­­búð­­­­ar­­­­fólks og barna eða fóst­­­ur­­­barna þeirra, að ákveðin stjórn­­­­un­­­­ar­­­­leg tengsl milli fyr­ir­tækja leiði til þess að fyr­ir­tækin eru talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagn­­­­stæða, að skil­­­­greint verði hvað felst í raun­veru­­­­legum yfir­­­­ráðum, að aðilar sem ráða meira en sex pró­­­­sent af afla­hlut­­­­deild eða 2,5 pró­­­­sent af krókafla­hlut­­­­deild skulu til­­­­kynna til Fiski­­­­stofu áætl­­­­aðan sam­runa, eða kaup í félagi sem ræður yfir hlut­­­­deild eða kaup á hlut­­­­deild og koma kaupin ekki til fram­­­­kvæmda nema sam­­­­þykki Fiski­­­­stofu liggi fyrir og að Fiski­­­­stofu verði veittar auknar heim­ildir til afla gagna.

Í til­­­­lög­unum var hvorki tekin afstaða til reglna um hámarks­­afla­hlut­­deild né kröfu um hlut­­­­fall meiri­hluta­­­­eignar í tengdum aðil­­­­um. 

Meiri­hluti nefndar varði kvóta­­þakið

Þegar loka­­skýrsla verk­efna­­stjórn­­­ar­innar var birt í fyrra­sumar kom í ljós að hún gerði engar til­­­lögur að breyt­ingum á kvóta­­­þaki eða kröfu um hlut­­­­fall meiri­hluta­­­­eignar í tengdum aðil­um í nýrri skýrslu verk­efna­­­stjórnar um bætt eft­ir­lit með fisk­veið­i­­auð­lind­inn­i. 

Oddný Harð­­ar­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­innar sem sat í nefnd­inni, gerði fyr­ir­vara við nið­­ur­­stöð­una og vildi að ákvæði laga um hámarks­­afla­hlut­­deild yrði breytt í sam­ræmi við þau ákvæði sem er að finna í lögum um skrán­ingu raun­veru­­­­legra eig­enda. Þar er miðað við 25 pró­­­­sent beinan eða óbeinan eign­­­­ar­hlut til að aðilar telj­ist tengdir eða aðili telj­ist raun­veru­­­­legur eig­and­i. 

Oddný tal­aði fyrir þess­­ari breyt­ingu á vett­vangi nefnd­­ar­inn­­ar, en hún hlaut ekki hljóm­­grunn hjá hinum nefnd­­ar­­mönn­un­­um. Þeir voru Sig­­urður Þórð­­ar­­son, fyrr­ver­andi rík­­is­end­­ur­­skoð­andi, Elliði Vign­is­­son, bæj­­­ar­­stjóri í Ölf­usi og áður bæj­­­ar­­stjóri Sjálf­­stæð­is­­flokks í Vest­­manna­eyj­um, Bryn­hildur Bene­dikts­dótt­ir, sér­­fræð­ingur í sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráðu­­neyt­inu, og Hulda Árna­dóttir lög­­­mað­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar