Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá

Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.

Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Auglýsing

Búið er að birta skrá yfir til­kynnta hags­muna­verði á sér­stöku vef­svæði Stjórn­ar­ráðs Íslands. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans var vef­svæðið sett í loftið seint á föstu­dag. 

Á vef­svæð­inu má sjá að hags­muna­gæslu­sam­tök hafa tekið veru­lega við sér eftir að svar Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn þing­manns um fjölda skráðra hags­muna­varða var birt á fimmtu­dag. Í því svari kom fram að einn hags­muna­vörður hafði verið til­kynntur á fyrstu tæpu tveimur mán­uðum árs­ins, þrátt fyrir að lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum, sem sam­þykkt voru á Alþingi í fyrra­sum­ar, hafi tekið gildi um liðin ára­mót. Sam­kvæmt lög­unum áttu allir hags­muna­verð­ir, einnig kall­aðir lobbí­istar, sem reyna að hafa áhrif á ákvarð­ana­töku innan stjórn­ar­ráðs­ins og Alþingis með ýmsum hætti að skrá sig sem slík­a. 

Kjarn­inn greindi frá því í gær að eina skrán­ingin sem barst í tíma hafi verið frá Hags­muna­sam­tökum heim­il­anna, gras­rót­ar­sam­tök á neyt­enda­sviði sem  og að þau hafi skráð þrjá ein­stak­linga.

Til­kynn­ingum rignt inn síð­ustu daga

Laga­­setn­ingin gerði einnig ráð fyrir að skrá yfir til­­kynn­ingar um hags­muna­verði yrði birt á vef Stjórn­­­ar­ráðs­ins. Í svari for­sæt­is­ráð­herra sem birt­ist á fimmtu­dag sagði að vinna við gerð þess væri á loka­stig­i. 

Vef­svæðið var sett í loftið í gær­kvöldi og er nú aðgengi­legt almenn­ingi. Í svari for­sætiráð­herra kom einnig fram að ráðu­neyti hennar hafi sent út ítrekun til stærstu hags­muna­­sam­­taka lands­ins síð­­ast­liðin þriðju­dag þar sem „áréttuð heim­ild þeirra til að senda til­­kynn­ingu um þá ein­stak­l­inga sem sinna hags­muna­­gæslu í umboði þeirra.“ 

Auglýsing
Sú ítrekun hefur skilað skjótum árangri því á vef­svæð­inu kemur fram að tíu hags­muna­gæslu­sam­tök hafi nú til­kynnt alls 27 hags­muna­verði til skrán­ingar hjá Stjórn­ar­ráð­inu. Þar er um að ræða, auk Hags­muna­sam­taka Heim­il­anna, öll helstu hags­muna­gæslu­sam­tök lands­ins: Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA), Sam­orku, Félag atvinnu­rek­enda, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF), Sam­tök frum­lyfja­fram­leið­enda á Íslandi (Frum­tök), Sam­tök versl­unar og þjón­ustu, Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar og Við­skipta­ráð Íslands. Átta af þeim níu hags­muna­gæslu­sam­tökum sem til­kynnt hafa hags­muna­verði sína á allra síð­ustu dögum eru með starf­stöð í sama húsi, Húsi atvinnu­lífs­ins við Borg­ar­tún 35. Ein­ungis Félag atvinnu­rek­enda eru með skrif­stofur ann­ars stað­ar. 

„Gagn­­sæi þarf að ríkja um sam­­skipt­in“

Frum­varp um varnir gegn hags­muna­á­­rekstrum innan Stjórn­­­ar­ráðs­ins, sem for­­sæt­is­ráð­herra lagði fram, var sam­­þykkt í fyrra­sum­­­ar. Sam­­­kvæmt lög­­unum þurftu æðstu stjórn­­­endum Stjórn­­­­­ar­ráðs­ins og aðstoð­­­ar­­­menn ráð­herra að til­­­kynna um eignir sín­­­ar, skuldir og ábyrgðir hér­­­­­lendis og erlend­is, auk sömu upp­­­lýs­inga um maka og ólög­ráða börn á fram­­­færi þeirra frá og með síð­­­ustu ára­­mót­um, þegar lögin tóku gildi. Sama hópi er skylt að til­­­kynna til for­­­sæt­is­ráðu­­­neyt­is­ins gjafir og önnur hlunn­indi og fríð­indi í tengslum við starfið og ráðu­­­neytið ætlar að birta almenn­ingi þessar upp­­­lýs­ingar á vef Stjórn­­­­­ar­ráðs Íslands. 

Í lög­­­unum er líka að finna reglur um auka­­­störf æðstu stjórn­­­enda í Stjórn­­­­­ar­ráð­inu og aðstoð­­­ar­­­manna ráð­herra þar sem kemur fram að störf þeirra telj­ist full störf og að meg­in­­­reglu sé óheim­ilt að sinna auka­­­störfum sam­hliða þeim. 

Í grein sem Katrín Jak­obs­dóttir skrif­aði og birti á Kjarn­­anum í júní 2020 sagði að eitt af meg­in­við­fangs­efnum frum­varps­ins væri að ná utan um sam­­­skipti hand­hafa fram­­­kvæmd­­­ar­­­valds við svo­­­kall­aða hags­muna­verði. „Hug­takið hags­muna­verðir nær yfir þá sem tala máli einka­að­ila gagn­vart stjórn­­­völdum og leit­­­ast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinn­u­­­skyni. Það ber að taka fram í þessu sam­hengi að almennt er sjálf­­­sagt að stjórn­­­völd taki til­­­lit til þarfa og vænt­inga þeirra ein­stak­l­inga og fyr­ir­tækja sem ákvarð­­­anir stjórn­­­­­valda hafa áhrif á. Það er heldur ekki óeðli­­­legt að einka­að­ilar feli hags­muna­vörðum að gæta hags­muna sinna gagn­vart hinu opin­bera, hvorki almennt né í ein­­­stökum mál­u­m.  Gagn­­­sæi þarf hins vegar að ríkja um sam­skipt­in[...]­Með nýjum reglum verður gagn­­­sæi í kringum þessi sam­­­skipti aukið til muna.  Upp­­­lýs­ingar um aðkomu hags­muna­varða og ann­­­arra einka­að­ila að samn­ingu stjórn­­­­­ar­frum­varpa skal til­­­­­greina í grein­­­ar­­­gerð með frum­vörp­­­um. Það er mik­il­vægt til að alþing­is­­­menn og allur almenn­ingur geti hæg­­­lega áttað sig á því þegar stjórn­­­­­ar­frum­varp er samið að til­­­lögu utan­­­að­kom­andi aðila sem getur átt hags­muna að gæta.“

Reynslan mun leiða í ljós hvort þörf sé fyrir strang­­ari reglur

Lögin mæla einnig fyrir um bann við því að æðstu stjórn­­­endur í Stjórn­­­­­ar­ráð­inu og aðstoð­­­ar­­­menn ráð­herra noti upp­­­lýs­ingar sem þeir höfðu aðgang að í starfi sér eða öðrum til óeðli­­­legs ávinn­ings. 

Æðstu stjórn­­­endum verður auk þess óheim­ilt að ger­­­ast hags­muna­verðir í sex mán­uði eftir að störfum fyrir Stjórn­­­­­ar­ráðið lýk­­­ur. For­­­sæt­is­ráðu­­­neytið getur veitt und­an­þágu frá þessu banni ef lítil eða engin hætta er talin á hags­muna­á­­­rekstrum vegna nýja starfs­ins. 

Í áður­­­nefndri grein Katrínar sagði hún að ein­hverjir kynnu að ætla að það að setja skýr­­­ari reglur um hags­muna­­­skrán­ingu og aukið gagn­­­sæi um æðstu stjórn­­­endur í Stjórn­­­­­ar­ráð­inu sýni að eitt­hvað tor­­­trygg­i­­­legt sé í gangi í stjórn­­­­­sýslu rík­­­is­ins. Hún telur þvert á móti að það sýni vilja hand­hafa opin­bers valds til að efla gagn­­­sæi. „Ég tel að þessi lög feli í sér jákvætt skref í átt að opn­­­ari og vand­aðri stjórn­­­­­ar­háttum innan Stjórn­­­­­ar­ráðs­ins. Reynsla af fram­­­kvæmd þeirra mun enn fremur varpa ljósi á það hvort ástæða sé til að leiða í lög strang­­­ari reglur eða sam­­­bæri­­­legar reglur um fleiri hópa opin­berra starfs­­­manna, svo sem for­­­stöð­u­­­menn rík­­­is­­­stofn­ana.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar