Þjóð föst í viðjum vanans

Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins finnst ekki ganga nógu hratt að færa ýmsar stórar skipulagsheildir í samfélaginu til nútímahorfs. Íslendingum hafi heilt yfir mistekist að ná fram hagkvæmni í því sem verið er að gera.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Auglýsing

„Við erum föst í viðjum van­ans og erum of hrædd við að gera drastískar breyt­ing­ar, sama hvort við horfum inn í heil­brigð­is­kerf­ið, mennta­kerfið eða stjórn­kerf­ið,“ sagði Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son í sam­tali við Kjarn­ann nýlega og bætti við að hann teldi skipu­lagið á vinnu­mark­aði ekki ákjós­an­legt held­ur, það væri kostn­að­ar­samt og byggi til sóun í kerf­inu.Hann sagði að heilt yfir hefði Íslend­ingum sem þjóð mis­tek­ist að ná fram hag­kvæmni í því sem verið væri að gera og að það væri að reyn­ast okkur þungt að breyta stórum skipu­lags­heildum í sam­fé­lag­inu og færa þær til nútíma­horfs.„Allt er breytt í heim­inum á und­an­förnum 20 árum, en þessar skipu­lags­heild­ir, þessar stoðir sam­fé­lags­ins, þær eru mjög treg­breyt­an­legar og ég hygg að þetta sé ein af þeim áskor­unum sem við stöndum frammi fyrir á næstu árum og ára­tug­um,“ sagði Hall­dór Benja­mín.Hann bætti við að oft væru það per­sónu­legir hags­munir þeirra sem væru við stjórn­völ­inn hverju sinni sem ráði för og nefndi til dæmis tregðu við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga sem dæmi um þetta. Auglýsing„Þrír sveit­ar­stjórar sem hitt­ast að ræða sam­ein­ingu, sjá að þetta er bara stóla­leikur þar sem einn situr eft­ir. Hver ætlar að fá stól­inn? En við eigum að vera stærri en svo og við eigum að gera meiri kröfur til sjálfra okkar en svo að þetta sé ákvörð­un­ar­þátt­ur­inn sem hefur úrslita­á­hrif. Í frum­kvæði er falið mikið vald,“ sagði Hall­dór Benja­mín.Nýsköpun verði drif­kraft­ur­inn næstu árÍ við­tal­inu sagði hann ljóst að nýsköpun hvers­konar yrði drif­kraft­ur­inn í atvinnu­líf­inu á næstu árum, út úr COVID-krepp­unni, en bætti við að ekki væri hægt að taka stjórn­valds­á­kvarð­anir um að nýsköp­un­ar­verk­efni yrðu til og sköp­uðu störf á undra­skjótan máta. Hann hvatti stjórn­völd til að ganga lengra með þá nýsköpun í opin­berri þjón­ustu sem hefur verið í gangi hjá Staf­rænu Íslandi, verk­efna­stofu innan fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, á umliðnum miss­er­um.„Ég hef látið þau skila­boð ganga til stjórn­mála­manna, sama hvar í flokk þau eru, tífaldið fram­lög í þetta, eða tutt­ugu­faldið þau. Þarna er því­lík skil­virkni­aukn­ing og sparn­aður fyrir opin­bera kerf­ið,“ sagði Hall­dór Benja­mín. Við­talið við Hall­dór Benja­mín, sem birt­ist á Kjarn­anum síð­asta laug­ar­dag, má lesa í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent