Þjóð föst í viðjum vanans

Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins finnst ekki ganga nógu hratt að færa ýmsar stórar skipulagsheildir í samfélaginu til nútímahorfs. Íslendingum hafi heilt yfir mistekist að ná fram hagkvæmni í því sem verið er að gera.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Auglýsing

„Við erum föst í viðjum van­ans og erum of hrædd við að gera drastískar breyt­ing­ar, sama hvort við horfum inn í heil­brigð­is­kerf­ið, mennta­kerfið eða stjórn­kerf­ið,“ sagði Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son í sam­tali við Kjarn­ann nýlega og bætti við að hann teldi skipu­lagið á vinnu­mark­aði ekki ákjós­an­legt held­ur, það væri kostn­að­ar­samt og byggi til sóun í kerf­inu.Hann sagði að heilt yfir hefði Íslend­ingum sem þjóð mis­tek­ist að ná fram hag­kvæmni í því sem verið væri að gera og að það væri að reyn­ast okkur þungt að breyta stórum skipu­lags­heildum í sam­fé­lag­inu og færa þær til nútíma­horfs.„Allt er breytt í heim­inum á und­an­förnum 20 árum, en þessar skipu­lags­heild­ir, þessar stoðir sam­fé­lags­ins, þær eru mjög treg­breyt­an­legar og ég hygg að þetta sé ein af þeim áskor­unum sem við stöndum frammi fyrir á næstu árum og ára­tug­um,“ sagði Hall­dór Benja­mín.Hann bætti við að oft væru það per­sónu­legir hags­munir þeirra sem væru við stjórn­völ­inn hverju sinni sem ráði för og nefndi til dæmis tregðu við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga sem dæmi um þetta. Auglýsing„Þrír sveit­ar­stjórar sem hitt­ast að ræða sam­ein­ingu, sjá að þetta er bara stóla­leikur þar sem einn situr eft­ir. Hver ætlar að fá stól­inn? En við eigum að vera stærri en svo og við eigum að gera meiri kröfur til sjálfra okkar en svo að þetta sé ákvörð­un­ar­þátt­ur­inn sem hefur úrslita­á­hrif. Í frum­kvæði er falið mikið vald,“ sagði Hall­dór Benja­mín.Nýsköpun verði drif­kraft­ur­inn næstu árÍ við­tal­inu sagði hann ljóst að nýsköpun hvers­konar yrði drif­kraft­ur­inn í atvinnu­líf­inu á næstu árum, út úr COVID-krepp­unni, en bætti við að ekki væri hægt að taka stjórn­valds­á­kvarð­anir um að nýsköp­un­ar­verk­efni yrðu til og sköp­uðu störf á undra­skjótan máta. Hann hvatti stjórn­völd til að ganga lengra með þá nýsköpun í opin­berri þjón­ustu sem hefur verið í gangi hjá Staf­rænu Íslandi, verk­efna­stofu innan fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, á umliðnum miss­er­um.„Ég hef látið þau skila­boð ganga til stjórn­mála­manna, sama hvar í flokk þau eru, tífaldið fram­lög í þetta, eða tutt­ugu­faldið þau. Þarna er því­lík skil­virkni­aukn­ing og sparn­aður fyrir opin­bera kerf­ið,“ sagði Hall­dór Benja­mín. Við­talið við Hall­dór Benja­mín, sem birt­ist á Kjarn­anum síð­asta laug­ar­dag, má lesa í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent