Matís endurskoðar mannauðsstefnu sína eftir ábendingu um undarlegt ákvæði

Matís er búið að fjarlægja hluta af mannauðsstefnu sinni og ætlar í heildarendurskoðun á henni. Fyrirtækinu var bent á að undarlegt væri að í henni stæði að mikilvægt væri að starfsmenn „töluðu ávallt vel um vinnustað sinn,“ bæði innan hans og utan.

Höfuðstöðvar Matís.
Höfuðstöðvar Matís.
Auglýsing

Opin­bera hluta­fé­lagið Matís vinnur nú að því að end­ur­skoða heild­ar­stefnu sína í mannauðs­málum og hefur þegar tekið út ákveð­inn hluta mannauðs­stefn­unn­ar, eftir að ábend­ing barst um að ankanna­legt væri að þar væri sér­stak­lega tekið fram að mik­il­vægt væri að starfs­menn „töl­uðu ávallt vel um vinnu­stað sinn“, bæði utan hans og inn­an.

Karl Th. Birg­is­son rit­stjóri Herðu­breiðar skrif­aði um þetta í upp­hafi mán­að­ar. Hann velti því fyrir sér hvernig „svona sov­ézkur sjálfs­styrk­ing­ar­texti“ rataði inn í mannauðs­stefnu opin­bers fyr­ir­tæk­is, eða raunar hvaða fyr­ir­tækis sem er. Karl nefndi þó ekki fyr­ir­tækið sjálft í umfjöllun sinni.

Kjarn­inn spurði Hróar Hugosson mannauðs­stjóra Matís út í þetta mál og hvort rétt væri að álykta að með þessu orða­lagi í mannauðs­stefn­unni væri ætl­ast til þess að starfs­menn Matís töl­uðu alltaf jákvætt um vinnu­stað­inn að öllu leyti, við allar aðstæð­ur.

„Arfur ann­arra tíma“

Hróar sagði í svari sínu við fyr­ir­spurn blaða­manns að stefnan hafi verið samin fyrir margt löngu, hún væri „arfur ann­arra tíma“ og greini­legt væri að hlutar hennar ættu ekki við. Við því væri verið að bregð­ast.

Auglýsing

„Eftir þessa góðu ábend­ing­u/áminn­ingu sem við fengum um dag­inn er hún í end­ur­skoð­un. Við erum nú búin að taka út þennan til­tekna hluta en tökum okkur aðeins lengri tíma til að skoða heild­ar­stefn­una,“ segir Hróar í svari sínu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Umrædd klausa sem var í mannauðsstefnu Matís.

Á vef Matís er nú búið að upp­færa þennan til­tekna hluta mannauðs­stefn­unn­ar, en hún var enn óbreytt á fimmtu­dags­kvöld, þegar Kjarn­inn leit yfir hana.

Matís er opin­bert hluta­fé­lag sem heyrir undir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Það varð til árið 2007 með sam­ein­ingu þriggja rík­is­stofn­ana sem unnið höfðu að mat­væla­rann­sóknum og þróun í mat­væla­iðn­aði; Rann­sókna­stofn­unar fisk­iðn­að­ar­ins, Mat­væla­rann­sókna Keldna­holti og Rann­sókna­stofu Umhverf­is­stofn­un­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent