Bjarni: Ekkert annað á ferðinni en frumhlaup starfsmanns stýrinefndarinnar

Fjármála- og efnahagsráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða ráðningu ritstjóra tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.
Auglýsing

„Fyrir mér er ekk­ert annað á ferð­inni en eitt­hvað frum­hlaup starfs­manns sem síðan lendir í vondri stöðu þegar við bregð­umst við með þeim hætti að við teljum að Þor­valdur falli ekki að þessum við­miðum sem við höfum haft, auk þess sem ég hef sagt og stend við það að ég held að hann sé ekki heppi­legur sam­starfs­að­ili ráðu­neyt­is­ins fyrir þetta verk­efn­i.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í morg­un. Á fund­inum átti að ræða verk­lag ráð­herr­ans við til­­­nefn­ingar í stöð­­ur.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að starfs­­­maður fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­­­mála­ráðu­­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­­nefnd­­­ar­innar að ráðu­­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­­valdur Gylfa­­­son, hag­fræð­i­­­pró­­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­­stjóri nor­ræna fræða­­­tíma­­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Auglýsing

Ekki hefð­bundið umsókn­ar­ferli

„Þetta mál er þannig vaxið að fjár­mála­ráðu­neytin á Norð­ur­lönd­un­um, undir hatti Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, eiga með sér sam­starf um útgáfu þessa rits og það mun hafa verið á fyrri hluta þessa árs að menn byrj­uðu að ræða saman um það að velja þyrfti rit­stjóra fyrir þetta tíma­rit. Þá eins og venja var til að leggja í púkk nöfn – en þetta er ekki hefð­bundið umsókn­ar­ferli, þetta er ekki ferli sem er skrifað út í lögum eða með öðrum hætti sam­bæri­legt með stöðum sem losna heldur er þetta sam­starf um útgáfu rits sem er ætla að styðja við stefnu­mótun ríkj­anna,“ sagði Bjarni á fund­in­um. 

Þannig að efn­is­tökin í ritið væru valin í sam­ráði fjár­mála­ráðu­neyt­anna – þannig að þær fræði­greinar sem fædd­ust í þessu sam­starfi væru inn­legg inn í þá stefnu­mótun sem ætti sér stað í ríkj­unum á Norð­ur­lönd­un­um. „Þetta hefur okkur þótt mik­il­vægt,“ sagði Bjarni.

Hann sagði enn fremur að það hefði verði þeirra upp­legg frá upp­hafi í þessu sam­tali sem farið hefði fram með óform­legum hætti að æski­legt væri að sá sem myndi velj­ast til starfs­ins yrði ein­stak­lingur sem hefði nýlega reynslu af stefnu­mótun í þessum mála­flokki. Að við­kom­andi hefði sömu­leiðis reynslu og hefði stundað ein­hver fræði­skrif á við­kom­andi sviði. Einnig sagði Bjarni að þau hefðu talið að tíma­bært væri að kona rit­stýrði rit­inu.

Nafn Þor­valdar kom þeim í opna skjöldu

„Eins og þetta ger­ist í svona óform­legu sam­tali milli ríkja þá eru mörg nöfn nefnd til sög­unn­ar. Þau eru ekki öll alþjóð­lega þekkt eða á vit­orði allra kollega milli ráðu­neyta land­anna og það spil­að­ist þannig úr þessu að okkar til­lögur í þessu efni loð­uðu ekki lengi við í umræð­unni þó að þeim hafi verið gef­inn gaum­ur. Og síðan þegar líður fram á haustið þá heldur þessi vinna áfram og það kom okkur í opna skjöldu þegar kemur til­laga að nafni Íslend­ings inn á þennan vett­vang. Nafn sem ég hef tekið fram að hafi aldrei verið nefnt af okkar hálfu, eng­inn hafði stungið upp á hér heima fyrir og hafði ekki gefið sig fram held­ur.“

Bjarni sagði að þau við­brögð sem hafa verið til umræðu þegar ráðu­neytið svar­aði hug­mynd­inni um Þor­vald Gylfa­son skýr­ast að hans mati af því að það hafði átt sér stað mikið frum­hlaup af hálfu starfs­manns nefnd­ar­innar „með því að hann fer að orða það við Þor­vald að staða gæti verið hans“.

„Menn búnir að stíga í spínat­ið“

Bjarni vildi jafn­framt vekja athygli á því að margar rík­is­stjórnir hefðu starfað und­an­far­inn ára­tug og væri honum ekki kunn­ugt um að nokkur þeirra hefði leitað til Þor­valdar Gylfa­sonar um aðkomu að stefnu­mót­un. „Þannig að hörð við­brögð sem birt­ast í þeim tölvu­póstum sem hafa orðið opin­berir þar sem menn lýsa furðu á þess­ari afstöðu okkar og svo fram­vegis megi skýra af því að menn voru búnir að stíga í spínatið og komnir út af spor­inu. Og búnir að lofa hlutum sem þeir gátu ekki staðið við og voru í algjörri umboðs­leysu að orða stöð­una við mann og farnir að ræða við hann um kaup og kjör. Svo ein­falt er þetta fyrir mér.“

Hann nefndi einnig pró­fessor Lars og sagði að þarna byggi að baki kunn­ings­skapur þess­ara manna sem hefði ráðið för. „Þá finnst mér nú málið í heild sinni komið dálítið langt frá því sem það á að snú­ast um sem er alvöru sam­tal milli ráðu­neyt­anna inn á réttum vett­vangi, það er í þess­ari stýrinefnd um það hvernig menn ætl­uðu að haga þessu í fram­hald­inu.

Að lokum vil ég láta þess getið að af því að hér hefur ítrekað verið nefnt í opin­berri umræðu og kemur aftur fram hér að menn hafi gefið rangar upp­lýs­ingar um að Þor­valdur hafi verið for­maður í stjórn­mála­flokki að þá var ekk­ert full­yrt um það í þessum tölvu­pósti. Í íslenskri þýð­ingu myndi maður þýða þetta ein­hvern veg­inn þannig: Eftir því sem best er vitað er hann ennþá for­mað­ur. Og skömmu síðar er tekið af skarið með það: Hann er ekki for­mað­ur. Það var leið­rétt áður en gengið var frá þessum mál­u­m,“ sagði Bjarni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent