Bjarni: Ekkert annað á ferðinni en frumhlaup starfsmanns stýrinefndarinnar

Fjármála- og efnahagsráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða ráðningu ritstjóra tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.
Auglýsing

„Fyrir mér er ekk­ert annað á ferð­inni en eitt­hvað frum­hlaup starfs­manns sem síðan lendir í vondri stöðu þegar við bregð­umst við með þeim hætti að við teljum að Þor­valdur falli ekki að þessum við­miðum sem við höfum haft, auk þess sem ég hef sagt og stend við það að ég held að hann sé ekki heppi­legur sam­starfs­að­ili ráðu­neyt­is­ins fyrir þetta verk­efn­i.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í morg­un. Á fund­inum átti að ræða verk­lag ráð­herr­ans við til­­­nefn­ingar í stöð­­ur.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að starfs­­­maður fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­­­mála­ráðu­­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­­nefnd­­­ar­innar að ráðu­­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­­valdur Gylfa­­­son, hag­fræð­i­­­pró­­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­­stjóri nor­ræna fræða­­­tíma­­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Auglýsing

Ekki hefð­bundið umsókn­ar­ferli

„Þetta mál er þannig vaxið að fjár­mála­ráðu­neytin á Norð­ur­lönd­un­um, undir hatti Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, eiga með sér sam­starf um útgáfu þessa rits og það mun hafa verið á fyrri hluta þessa árs að menn byrj­uðu að ræða saman um það að velja þyrfti rit­stjóra fyrir þetta tíma­rit. Þá eins og venja var til að leggja í púkk nöfn – en þetta er ekki hefð­bundið umsókn­ar­ferli, þetta er ekki ferli sem er skrifað út í lögum eða með öðrum hætti sam­bæri­legt með stöðum sem losna heldur er þetta sam­starf um útgáfu rits sem er ætla að styðja við stefnu­mótun ríkj­anna,“ sagði Bjarni á fund­in­um. 

Þannig að efn­is­tökin í ritið væru valin í sam­ráði fjár­mála­ráðu­neyt­anna – þannig að þær fræði­greinar sem fædd­ust í þessu sam­starfi væru inn­legg inn í þá stefnu­mótun sem ætti sér stað í ríkj­unum á Norð­ur­lönd­un­um. „Þetta hefur okkur þótt mik­il­vægt,“ sagði Bjarni.

Hann sagði enn fremur að það hefði verði þeirra upp­legg frá upp­hafi í þessu sam­tali sem farið hefði fram með óform­legum hætti að æski­legt væri að sá sem myndi velj­ast til starfs­ins yrði ein­stak­lingur sem hefði nýlega reynslu af stefnu­mótun í þessum mála­flokki. Að við­kom­andi hefði sömu­leiðis reynslu og hefði stundað ein­hver fræði­skrif á við­kom­andi sviði. Einnig sagði Bjarni að þau hefðu talið að tíma­bært væri að kona rit­stýrði rit­inu.

Nafn Þor­valdar kom þeim í opna skjöldu

„Eins og þetta ger­ist í svona óform­legu sam­tali milli ríkja þá eru mörg nöfn nefnd til sög­unn­ar. Þau eru ekki öll alþjóð­lega þekkt eða á vit­orði allra kollega milli ráðu­neyta land­anna og það spil­að­ist þannig úr þessu að okkar til­lögur í þessu efni loð­uðu ekki lengi við í umræð­unni þó að þeim hafi verið gef­inn gaum­ur. Og síðan þegar líður fram á haustið þá heldur þessi vinna áfram og það kom okkur í opna skjöldu þegar kemur til­laga að nafni Íslend­ings inn á þennan vett­vang. Nafn sem ég hef tekið fram að hafi aldrei verið nefnt af okkar hálfu, eng­inn hafði stungið upp á hér heima fyrir og hafði ekki gefið sig fram held­ur.“

Bjarni sagði að þau við­brögð sem hafa verið til umræðu þegar ráðu­neytið svar­aði hug­mynd­inni um Þor­vald Gylfa­son skýr­ast að hans mati af því að það hafði átt sér stað mikið frum­hlaup af hálfu starfs­manns nefnd­ar­innar „með því að hann fer að orða það við Þor­vald að staða gæti verið hans“.

„Menn búnir að stíga í spínat­ið“

Bjarni vildi jafn­framt vekja athygli á því að margar rík­is­stjórnir hefðu starfað und­an­far­inn ára­tug og væri honum ekki kunn­ugt um að nokkur þeirra hefði leitað til Þor­valdar Gylfa­sonar um aðkomu að stefnu­mót­un. „Þannig að hörð við­brögð sem birt­ast í þeim tölvu­póstum sem hafa orðið opin­berir þar sem menn lýsa furðu á þess­ari afstöðu okkar og svo fram­vegis megi skýra af því að menn voru búnir að stíga í spínatið og komnir út af spor­inu. Og búnir að lofa hlutum sem þeir gátu ekki staðið við og voru í algjörri umboðs­leysu að orða stöð­una við mann og farnir að ræða við hann um kaup og kjör. Svo ein­falt er þetta fyrir mér.“

Hann nefndi einnig pró­fessor Lars og sagði að þarna byggi að baki kunn­ings­skapur þess­ara manna sem hefði ráðið för. „Þá finnst mér nú málið í heild sinni komið dálítið langt frá því sem það á að snú­ast um sem er alvöru sam­tal milli ráðu­neyt­anna inn á réttum vett­vangi, það er í þess­ari stýrinefnd um það hvernig menn ætl­uðu að haga þessu í fram­hald­inu.

Að lokum vil ég láta þess getið að af því að hér hefur ítrekað verið nefnt í opin­berri umræðu og kemur aftur fram hér að menn hafi gefið rangar upp­lýs­ingar um að Þor­valdur hafi verið for­maður í stjórn­mála­flokki að þá var ekk­ert full­yrt um það í þessum tölvu­pósti. Í íslenskri þýð­ingu myndi maður þýða þetta ein­hvern veg­inn þannig: Eftir því sem best er vitað er hann ennþá for­mað­ur. Og skömmu síðar er tekið af skarið með það: Hann er ekki for­mað­ur. Það var leið­rétt áður en gengið var frá þessum mál­u­m,“ sagði Bjarni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent