Bjarni: Ekkert annað á ferðinni en frumhlaup starfsmanns stýrinefndarinnar

Fjármála- og efnahagsráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða ráðningu ritstjóra tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.
Auglýsing

„Fyrir mér er ekk­ert annað á ferð­inni en eitt­hvað frum­hlaup starfs­manns sem síðan lendir í vondri stöðu þegar við bregð­umst við með þeim hætti að við teljum að Þor­valdur falli ekki að þessum við­miðum sem við höfum haft, auk þess sem ég hef sagt og stend við það að ég held að hann sé ekki heppi­legur sam­starfs­að­ili ráðu­neyt­is­ins fyrir þetta verk­efn­i.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í morg­un. Á fund­inum átti að ræða verk­lag ráð­herr­ans við til­­­nefn­ingar í stöð­­ur.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að starfs­­­maður fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­­­mála­ráðu­­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­­nefnd­­­ar­innar að ráðu­­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­­valdur Gylfa­­­son, hag­fræð­i­­­pró­­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­­stjóri nor­ræna fræða­­­tíma­­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Auglýsing

Ekki hefð­bundið umsókn­ar­ferli

„Þetta mál er þannig vaxið að fjár­mála­ráðu­neytin á Norð­ur­lönd­un­um, undir hatti Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, eiga með sér sam­starf um útgáfu þessa rits og það mun hafa verið á fyrri hluta þessa árs að menn byrj­uðu að ræða saman um það að velja þyrfti rit­stjóra fyrir þetta tíma­rit. Þá eins og venja var til að leggja í púkk nöfn – en þetta er ekki hefð­bundið umsókn­ar­ferli, þetta er ekki ferli sem er skrifað út í lögum eða með öðrum hætti sam­bæri­legt með stöðum sem losna heldur er þetta sam­starf um útgáfu rits sem er ætla að styðja við stefnu­mótun ríkj­anna,“ sagði Bjarni á fund­in­um. 

Þannig að efn­is­tökin í ritið væru valin í sam­ráði fjár­mála­ráðu­neyt­anna – þannig að þær fræði­greinar sem fædd­ust í þessu sam­starfi væru inn­legg inn í þá stefnu­mótun sem ætti sér stað í ríkj­unum á Norð­ur­lönd­un­um. „Þetta hefur okkur þótt mik­il­vægt,“ sagði Bjarni.

Hann sagði enn fremur að það hefði verði þeirra upp­legg frá upp­hafi í þessu sam­tali sem farið hefði fram með óform­legum hætti að æski­legt væri að sá sem myndi velj­ast til starfs­ins yrði ein­stak­lingur sem hefði nýlega reynslu af stefnu­mótun í þessum mála­flokki. Að við­kom­andi hefði sömu­leiðis reynslu og hefði stundað ein­hver fræði­skrif á við­kom­andi sviði. Einnig sagði Bjarni að þau hefðu talið að tíma­bært væri að kona rit­stýrði rit­inu.

Nafn Þor­valdar kom þeim í opna skjöldu

„Eins og þetta ger­ist í svona óform­legu sam­tali milli ríkja þá eru mörg nöfn nefnd til sög­unn­ar. Þau eru ekki öll alþjóð­lega þekkt eða á vit­orði allra kollega milli ráðu­neyta land­anna og það spil­að­ist þannig úr þessu að okkar til­lögur í þessu efni loð­uðu ekki lengi við í umræð­unni þó að þeim hafi verið gef­inn gaum­ur. Og síðan þegar líður fram á haustið þá heldur þessi vinna áfram og það kom okkur í opna skjöldu þegar kemur til­laga að nafni Íslend­ings inn á þennan vett­vang. Nafn sem ég hef tekið fram að hafi aldrei verið nefnt af okkar hálfu, eng­inn hafði stungið upp á hér heima fyrir og hafði ekki gefið sig fram held­ur.“

Bjarni sagði að þau við­brögð sem hafa verið til umræðu þegar ráðu­neytið svar­aði hug­mynd­inni um Þor­vald Gylfa­son skýr­ast að hans mati af því að það hafði átt sér stað mikið frum­hlaup af hálfu starfs­manns nefnd­ar­innar „með því að hann fer að orða það við Þor­vald að staða gæti verið hans“.

„Menn búnir að stíga í spínat­ið“

Bjarni vildi jafn­framt vekja athygli á því að margar rík­is­stjórnir hefðu starfað und­an­far­inn ára­tug og væri honum ekki kunn­ugt um að nokkur þeirra hefði leitað til Þor­valdar Gylfa­sonar um aðkomu að stefnu­mót­un. „Þannig að hörð við­brögð sem birt­ast í þeim tölvu­póstum sem hafa orðið opin­berir þar sem menn lýsa furðu á þess­ari afstöðu okkar og svo fram­vegis megi skýra af því að menn voru búnir að stíga í spínatið og komnir út af spor­inu. Og búnir að lofa hlutum sem þeir gátu ekki staðið við og voru í algjörri umboðs­leysu að orða stöð­una við mann og farnir að ræða við hann um kaup og kjör. Svo ein­falt er þetta fyrir mér.“

Hann nefndi einnig pró­fessor Lars og sagði að þarna byggi að baki kunn­ings­skapur þess­ara manna sem hefði ráðið för. „Þá finnst mér nú málið í heild sinni komið dálítið langt frá því sem það á að snú­ast um sem er alvöru sam­tal milli ráðu­neyt­anna inn á réttum vett­vangi, það er í þess­ari stýrinefnd um það hvernig menn ætl­uðu að haga þessu í fram­hald­inu.

Að lokum vil ég láta þess getið að af því að hér hefur ítrekað verið nefnt í opin­berri umræðu og kemur aftur fram hér að menn hafi gefið rangar upp­lýs­ingar um að Þor­valdur hafi verið for­maður í stjórn­mála­flokki að þá var ekk­ert full­yrt um það í þessum tölvu­pósti. Í íslenskri þýð­ingu myndi maður þýða þetta ein­hvern veg­inn þannig: Eftir því sem best er vitað er hann ennþá for­mað­ur. Og skömmu síðar er tekið af skarið með það: Hann er ekki for­mað­ur. Það var leið­rétt áður en gengið var frá þessum mál­u­m,“ sagði Bjarni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent