Lífeyrissjóðirnir samþykkja að fara ekki út með peninga fyrr en í september

Samkomulag milli Seðlabanka Íslands og íslensku lífeyrissjóðanna um að hinir síðarnefndu kaupi ekki gjaldeyri til erlendra fjárfestinga hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Það mun því gilda í sex mánuði hið minnsta.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa sam­þykkt að fram­lengja hlé á gjald­eyr­is­kaupum sínum til erlendra fjár­fest­inga til 17. sept­em­ber næst­kom­andi. Upp­haf­lega var gert sam­komu­lag við Seðla­banka Íslands 17. mars um að þeir myndu ekki fjár­festa erlendis í þrjá mán­uði til að bregð­ast við miklum sam­drætti útflutn­ings­tekna vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Það sam­komu­lag átti að gilda fram á næsta mið­viku­dag.

Í morgun til­kynnti svo Seðla­bank­inn um að sam­komu­lagið hefði verið fram­lengt. Í til­kynn­ingu hans agði að ljóst væri að hlé á erlendri fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóð­anna hefði „gegnt veiga­miklu hlut­verki í að við­halda þjóð­hags­legum stöð­ug­leika í gegnum þær hol­skeflur sem skollið hafa á þjóð­ar­skút­unni síð­ustu 3 mán­uði. Nú hefur verið ákveðið að fram­lengja hléið um aðra þrjá mán­uði, eða til 17. sept­em­ber nk. Með þessu hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir á ný sýnt stuðn­ing sinn í verki við að stuðla að stöð­ug­leika á gjald­eyr­is­mark­að­i.“

Auglýsing
Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri  segir að Seðla­bank­inn þakki fyrir þá sam­fé­lags­legu ábyrgð sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi sýnt í þeim þreng­ingum sem þjóðin gangi nú í gegn­um. „Sam­vinna bank­ans og sjóð­anna hefur vakið athygli erlendis og hefur m.a. verið sér­stak­lega til­greind í nýlegum umsögnum alþjóð­legra mats­fyr­ir­tækja. Þessi sam­vinna er kvik. Unnt verður að bregð­ast skjótt við ef aðstæður á gjald­eyr­is­mark­aði breyt­ast og svig­rúm skap­ast fyrir sjóð­ina til þess að hefja erlendar fjár­fest­ingar og gjald­eyr­is­kaup þeim tengd á nýjan leik.“

Erlendar fjár­fest­ingar mik­il­vægar í fram­tíð­inni

Ásgeir segir enn fremur að und­an­farin ár hafi Ísland breyst úr því að vera fjár­magnsinn­flytj­andi með þrá­látan við­skipta­halla í fjár­magns­út­flytj­anda með drjúgan við­skipta­af­gang. „Þessi við­snún­ingur stafar að miklu leyti af þeim sparn­aði sem verður jafnt og þétt til í líf­eyr­is­kerf­inu og hefur skapað nýjar for­sendur til þess að við­halda þjóð­hags­legum stöð­ug­leika. Það hefur sann­ar­lega komið land­inu til góða á síð­ustu mán­uð­u­m.“

Seðla­bank­inn árétti þó að erlendar fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna séu mjög mik­il­vægar þegar horft sé fram á veg­inn, hvort sem litið sé til hags­muna sjóð­fé­laga eða þjóð­ar­innar í heild. „Þær fela í sér áhættu­dreif­ingu líf­eyr­is­eigna og koma í veg fyrir nei­kvæð áhrif af útgreiðslu líf­eyris á íslenskt hag­kerfi í fram­tíð­inni. Þá eru erlendar fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða nauð­syn­legar til þess að við­halda jafn­vægi á greiðslu­jöfn­uði við jákvæðan við­skipta­jöfn­uð, útflutn­ings­drif­inn hag­vöxt og sköpun nýrra starfa.“

Krónan hefur sveifl­ast umtals­vert

Íslenska krónan veikt­ist umtals­vert framan af ári, sér­­stak­­lega eftir að COVID-19 far­ald­­ur­inn og efna­hags­­legar afleið­ingar skullu á af fullum krafti. Staðan leiddi meðal ann­­ars til þess að hið ófor­m­­lega sam­komu­lag milli Seðla­­banka Íslands og líf­eyr­is­­sjóða lands­ins var gert um að þeir myndu ekki breyta krónum í annan gjald­eyri í þrjá mán­uði til að hindra enn meiri veik­ingu. Það hefur nú verið fram­lengt um þrjá mán­uði.

Vegna veik­ing­­ar­innar greipa Seðla­­bank­inn nokkrum sinnum inn í gjald­eyr­is­­mark­að­inn í mars og apríl til að draga úr hraða veik­ingu henn­­ar. Í mars seldi hann alls gjald­eyri úr forða sínum fyrir 10,2 millj­­arða króna. Þar á meðal voru við­­skipti upp á 3,6 millj­­arða króna þann 13. mars, sem er hæsta upp­­hæð upp­­­hæð innan dags frá árinu 2008 hið minnsta, þegar banka­hrun varð á Íslandi.

Bank­inn hélt áfram að grípa inn í mark­að­inn í apríl og seldi þá gjald­eyri fyrir alls 7,2 millj­­arða króna. Alls var hlutur Seðla­­bank­ans í veltu á gjald­eyr­is­­mark­aði í þeim mán­uði 36,3 pró­­sent, sem er langt yfir því sem vana­­legt þyk­­ir. Til sam­an­­burðar var hann 17,5 pró­­sent í mars þrátt fyrir umtals­verð inn­­­grip. 

Yfir tíu pró­­sent veik­ing það sem af er ári

Í lok maí, 26. og 27. þess mán­að­­ar, urðu frek­­ari inn­­­grip í mark­að­inn. Nú var Seðla­­bank­inn hins vegar að kaupa gjald­eyri til að draga úr umtals­verðri styrk­ingu krón­unnar sem átt hafði sér stað dag­anna áður. Allt i allt keypti Seðla­­bank­inn gjald­eyri fyrir 2,7 millj­­arða króna í síð­­asta mán­uði og bar ábyrgð á 14,3 pró­­sent af heild­­ar­veltu á gjald­eyr­is­­mark­aði í krón­­um. 

Erfitt er að segja nákvæm­­lega til um hvað olli hinni skynd­i­­legu, og hröðu styrk­ingu krón­unnar sem jók alþjóð­­legt virði króna í vasa íslensks launa­­fólks en fækk­­aði krón­unum sem útflutn­ings­­fyr­ir­tæki fengu fyrir gjald­eyr­inn sem þau skiptu í krón­­ur. Vert er þó að benda á að 27. maí gaf rík­­is­­sjóður Íslands út skulda­bréf upp á 500 millj­­­ónir evra, eða 76 millj­­­arða króna. Mikil eft­ir­­­spurn var eftir kaupum á bréfum úr útgáf­unni og alls bár­ust til­­­­­boð frá yfir 200 aðilum fyrir 3,4 millj­­­arða evra í hana, eða tæp­­­lega sjö sinnum það sem var í boð­i. Það gaf til kynna að rík­­is­­sjóður gæti nokkuð auð­veld­­lega sótt sér meira láns­fjár­­­magn í nán­­ustu fram­­tíð, ef vilji væri til.

Auglýsing
Vegna þess­­­arar miklu umfram­eft­ir­­­spurnar tókst líka að fá betri kjör en upp­­­haf­­­lega var stefnt að, nánar til­­­­­tekið 0,3 pró­­­sent­u­­­stigum lægri vexti. Skulda­bréfin sem gefin voru út bera 0,625 pró­­­sent vexti, eru til sex ára og á ávöxt­un­­­ar­­­kröf­unni 0,667 pró­­­sent. 

Innan árs hefur íslenska krónan veikst gagn­vart evru um 11,7 pró­­sent, en síð­­ast­lið­inn mánuð hefur hún styrkst um rúm­­lega fjögur pró­­sent. Þá er með­­talin umtals­verð veik­ing hennar síð­­­ari hluta lið­innar viku. Gagn­vart Banda­­ríkja­­dal hefur krónan veikst um 10,1 pró­­sent það sem af er ári en styrkst um níu pró­­sent á síð­­ast­liðnum mán­uð­i. 

Eignir líf­eyr­is­sjóða juk­ust um 223 millj­arða á einum mán­uði

Þrátt fyrir að líf­eyr­is­sjóð­irnir megi ekki fara út með pen­inga hafa eignir þeirra stór­auk­ist. Eignir íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins juk­ust til að mynda um 223 millj­­arða króna í apr­íl­mán­uði. Þær hafa aldrei auk­ist um jafn háa upp­­hæð í einum mán­uði áður. Sam­tals námu eign­irn­­ar  5.173,2 millj­­örðum króna í lok apr­íl­mán­að­­ar. Til sam­an­­burðar má nefna að eignir sjóð­anna dróg­ust saman um 209 millj­­arða króna í októ­ber 2008, þegar íslenska banka­­kerfið hrundi. Þá voru heild­­ar­­eignir íslensku líf­eyr­is­­sjóð­anna þó mun minni, eða 1.659 millj­­arðar króna, og hlut­­falls­­legi sam­­drátt­­ur­inn því mun meiri en hlut­­falls­­leg hækkun nú.

Mestu mun­aði um að erlendar eignir sjóð­anna juk­ust um 171,4 millj­­arða króna. Þær voru 1.656,5 millj­­arðar króna í lok apríl og höfðu aldrei verið meiri. Þar virka saman mikil hækkun á alþjóð­­legum hluta­bréfa­­mörk­uðum og veik­ing krón­unnar í apr­íl­mán­uði. Hækk­­unin vakti ekki síður athygli vegna þess að hið ófor­m­­legt sam­komu­lag um að líf­eyr­is­­sjóð­irnir haldi að sér höndum í gjald­eyr­is­­kaup­um, og þar af leið­andi erlendum fjár­­­fest­ing­um, var í gild­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent