Lífeyrissjóðirnir samþykkja að fara ekki út með peninga fyrr en í september

Samkomulag milli Seðlabanka Íslands og íslensku lífeyrissjóðanna um að hinir síðarnefndu kaupi ekki gjaldeyri til erlendra fjárfestinga hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Það mun því gilda í sex mánuði hið minnsta.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa sam­þykkt að fram­lengja hlé á gjald­eyr­is­kaupum sínum til erlendra fjár­fest­inga til 17. sept­em­ber næst­kom­andi. Upp­haf­lega var gert sam­komu­lag við Seðla­banka Íslands 17. mars um að þeir myndu ekki fjár­festa erlendis í þrjá mán­uði til að bregð­ast við miklum sam­drætti útflutn­ings­tekna vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Það sam­komu­lag átti að gilda fram á næsta mið­viku­dag.

Í morgun til­kynnti svo Seðla­bank­inn um að sam­komu­lagið hefði verið fram­lengt. Í til­kynn­ingu hans agði að ljóst væri að hlé á erlendri fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóð­anna hefði „gegnt veiga­miklu hlut­verki í að við­halda þjóð­hags­legum stöð­ug­leika í gegnum þær hol­skeflur sem skollið hafa á þjóð­ar­skút­unni síð­ustu 3 mán­uði. Nú hefur verið ákveðið að fram­lengja hléið um aðra þrjá mán­uði, eða til 17. sept­em­ber nk. Með þessu hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir á ný sýnt stuðn­ing sinn í verki við að stuðla að stöð­ug­leika á gjald­eyr­is­mark­að­i.“

Auglýsing
Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri  segir að Seðla­bank­inn þakki fyrir þá sam­fé­lags­legu ábyrgð sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi sýnt í þeim þreng­ingum sem þjóðin gangi nú í gegn­um. „Sam­vinna bank­ans og sjóð­anna hefur vakið athygli erlendis og hefur m.a. verið sér­stak­lega til­greind í nýlegum umsögnum alþjóð­legra mats­fyr­ir­tækja. Þessi sam­vinna er kvik. Unnt verður að bregð­ast skjótt við ef aðstæður á gjald­eyr­is­mark­aði breyt­ast og svig­rúm skap­ast fyrir sjóð­ina til þess að hefja erlendar fjár­fest­ingar og gjald­eyr­is­kaup þeim tengd á nýjan leik.“

Erlendar fjár­fest­ingar mik­il­vægar í fram­tíð­inni

Ásgeir segir enn fremur að und­an­farin ár hafi Ísland breyst úr því að vera fjár­magnsinn­flytj­andi með þrá­látan við­skipta­halla í fjár­magns­út­flytj­anda með drjúgan við­skipta­af­gang. „Þessi við­snún­ingur stafar að miklu leyti af þeim sparn­aði sem verður jafnt og þétt til í líf­eyr­is­kerf­inu og hefur skapað nýjar for­sendur til þess að við­halda þjóð­hags­legum stöð­ug­leika. Það hefur sann­ar­lega komið land­inu til góða á síð­ustu mán­uð­u­m.“

Seðla­bank­inn árétti þó að erlendar fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna séu mjög mik­il­vægar þegar horft sé fram á veg­inn, hvort sem litið sé til hags­muna sjóð­fé­laga eða þjóð­ar­innar í heild. „Þær fela í sér áhættu­dreif­ingu líf­eyr­is­eigna og koma í veg fyrir nei­kvæð áhrif af útgreiðslu líf­eyris á íslenskt hag­kerfi í fram­tíð­inni. Þá eru erlendar fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða nauð­syn­legar til þess að við­halda jafn­vægi á greiðslu­jöfn­uði við jákvæðan við­skipta­jöfn­uð, útflutn­ings­drif­inn hag­vöxt og sköpun nýrra starfa.“

Krónan hefur sveifl­ast umtals­vert

Íslenska krónan veikt­ist umtals­vert framan af ári, sér­­stak­­lega eftir að COVID-19 far­ald­­ur­inn og efna­hags­­legar afleið­ingar skullu á af fullum krafti. Staðan leiddi meðal ann­­ars til þess að hið ófor­m­­lega sam­komu­lag milli Seðla­­banka Íslands og líf­eyr­is­­sjóða lands­ins var gert um að þeir myndu ekki breyta krónum í annan gjald­eyri í þrjá mán­uði til að hindra enn meiri veik­ingu. Það hefur nú verið fram­lengt um þrjá mán­uði.

Vegna veik­ing­­ar­innar greipa Seðla­­bank­inn nokkrum sinnum inn í gjald­eyr­is­­mark­að­inn í mars og apríl til að draga úr hraða veik­ingu henn­­ar. Í mars seldi hann alls gjald­eyri úr forða sínum fyrir 10,2 millj­­arða króna. Þar á meðal voru við­­skipti upp á 3,6 millj­­arða króna þann 13. mars, sem er hæsta upp­­hæð upp­­­hæð innan dags frá árinu 2008 hið minnsta, þegar banka­hrun varð á Íslandi.

Bank­inn hélt áfram að grípa inn í mark­að­inn í apríl og seldi þá gjald­eyri fyrir alls 7,2 millj­­arða króna. Alls var hlutur Seðla­­bank­ans í veltu á gjald­eyr­is­­mark­aði í þeim mán­uði 36,3 pró­­sent, sem er langt yfir því sem vana­­legt þyk­­ir. Til sam­an­­burðar var hann 17,5 pró­­sent í mars þrátt fyrir umtals­verð inn­­­grip. 

Yfir tíu pró­­sent veik­ing það sem af er ári

Í lok maí, 26. og 27. þess mán­að­­ar, urðu frek­­ari inn­­­grip í mark­að­inn. Nú var Seðla­­bank­inn hins vegar að kaupa gjald­eyri til að draga úr umtals­verðri styrk­ingu krón­unnar sem átt hafði sér stað dag­anna áður. Allt i allt keypti Seðla­­bank­inn gjald­eyri fyrir 2,7 millj­­arða króna í síð­­asta mán­uði og bar ábyrgð á 14,3 pró­­sent af heild­­ar­veltu á gjald­eyr­is­­mark­aði í krón­­um. 

Erfitt er að segja nákvæm­­lega til um hvað olli hinni skynd­i­­legu, og hröðu styrk­ingu krón­unnar sem jók alþjóð­­legt virði króna í vasa íslensks launa­­fólks en fækk­­aði krón­unum sem útflutn­ings­­fyr­ir­tæki fengu fyrir gjald­eyr­inn sem þau skiptu í krón­­ur. Vert er þó að benda á að 27. maí gaf rík­­is­­sjóður Íslands út skulda­bréf upp á 500 millj­­­ónir evra, eða 76 millj­­­arða króna. Mikil eft­ir­­­spurn var eftir kaupum á bréfum úr útgáf­unni og alls bár­ust til­­­­­boð frá yfir 200 aðilum fyrir 3,4 millj­­­arða evra í hana, eða tæp­­­lega sjö sinnum það sem var í boð­i. Það gaf til kynna að rík­­is­­sjóður gæti nokkuð auð­veld­­lega sótt sér meira láns­fjár­­­magn í nán­­ustu fram­­tíð, ef vilji væri til.

Auglýsing
Vegna þess­­­arar miklu umfram­eft­ir­­­spurnar tókst líka að fá betri kjör en upp­­­haf­­­lega var stefnt að, nánar til­­­­­tekið 0,3 pró­­­sent­u­­­stigum lægri vexti. Skulda­bréfin sem gefin voru út bera 0,625 pró­­­sent vexti, eru til sex ára og á ávöxt­un­­­ar­­­kröf­unni 0,667 pró­­­sent. 

Innan árs hefur íslenska krónan veikst gagn­vart evru um 11,7 pró­­sent, en síð­­ast­lið­inn mánuð hefur hún styrkst um rúm­­lega fjögur pró­­sent. Þá er með­­talin umtals­verð veik­ing hennar síð­­­ari hluta lið­innar viku. Gagn­vart Banda­­ríkja­­dal hefur krónan veikst um 10,1 pró­­sent það sem af er ári en styrkst um níu pró­­sent á síð­­ast­liðnum mán­uð­i. 

Eignir líf­eyr­is­sjóða juk­ust um 223 millj­arða á einum mán­uði

Þrátt fyrir að líf­eyr­is­sjóð­irnir megi ekki fara út með pen­inga hafa eignir þeirra stór­auk­ist. Eignir íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins juk­ust til að mynda um 223 millj­­arða króna í apr­íl­mán­uði. Þær hafa aldrei auk­ist um jafn háa upp­­hæð í einum mán­uði áður. Sam­tals námu eign­irn­­ar  5.173,2 millj­­örðum króna í lok apr­íl­mán­að­­ar. Til sam­an­­burðar má nefna að eignir sjóð­anna dróg­ust saman um 209 millj­­arða króna í októ­ber 2008, þegar íslenska banka­­kerfið hrundi. Þá voru heild­­ar­­eignir íslensku líf­eyr­is­­sjóð­anna þó mun minni, eða 1.659 millj­­arðar króna, og hlut­­falls­­legi sam­­drátt­­ur­inn því mun meiri en hlut­­falls­­leg hækkun nú.

Mestu mun­aði um að erlendar eignir sjóð­anna juk­ust um 171,4 millj­­arða króna. Þær voru 1.656,5 millj­­arðar króna í lok apríl og höfðu aldrei verið meiri. Þar virka saman mikil hækkun á alþjóð­­legum hluta­bréfa­­mörk­uðum og veik­ing krón­unnar í apr­íl­mán­uði. Hækk­­unin vakti ekki síður athygli vegna þess að hið ófor­m­­legt sam­komu­lag um að líf­eyr­is­­sjóð­irnir haldi að sér höndum í gjald­eyr­is­­kaup­um, og þar af leið­andi erlendum fjár­­­fest­ing­um, var í gild­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent