Bjuggust ekki við mótbárum gegn hæfum manni sem var til í starfið

Sænski hagfræðiprófessorinn Lars Calmfors segir að norræni stýrihópurinn sem annast útgáfu tímaritsins NEPR hafi verið kominn í tímaþröng með að finna nýjan ritstjóra er Þorvaldi Gylfasyni var boðið starfið.

Þorvaldur Gylfason fékk starfstilboð á samnorrænum vettvangi sem ekki var heimilt að veita honum, áður en fjármála- og efnahagsráðuneytið lagðist gegn ráðningu hans á pólitískum forsendum.
Þorvaldur Gylfason fékk starfstilboð á samnorrænum vettvangi sem ekki var heimilt að veita honum, áður en fjármála- og efnahagsráðuneytið lagðist gegn ráðningu hans á pólitískum forsendum.
Auglýsing

Eins og fram kom í lið­inni viku var Þor­valdi Gylfa­syni hag­fræði­pró­fessor boðið starf sem rit­stjóri nor­ræna fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Review (NEPR) í lok októ­ber í fyrra. Starfstil­boðið þáði Þor­valdur í tölvu­póst­sam­skiptum við And­ers Hed­berg, starfs­mann Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Hann segir það hafa verið án allra fyr­ir­vara.

En ljóst er að þessi til­tekni starfs­maður Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar hafði enga heim­ild til þess að bjóða Þor­valdi starfið fyr­ir­vara­laust, þar sem hefð er fyrir því innan nor­ræna stýri­hóps­ins sem stýrir tíma­rit­inu að öll fjár­mála­ráðu­neyti Norð­ur­land­anna þurfi að koma sér saman um ein­stak­ling í þetta starf. 

Það hafði ekki gerst og síðan lagð­ist Ísland gegn því að Þor­valdur yrði ráð­inn, á póli­tískum for­send­um, sem hefur reynst umdeilt. En hvernig stendur þá á því að Þor­valdur fékk til­boðið til að byrja með?

Þegar Kjarn­inn spurði áður­nefndan starfs­mann að því í síð­ustu viku af hverju starfstil­boðið hefði verið veitt, svar­aði hann engu og sagði að ákvörð­unin um ráðn­ingu rit­stjóra NEPR væri á hendi fjár­mála­ráðu­neyt­anna fimm á Norð­ur­lönd­un­um. „Því ættu allar fyr­ir­spurnir og kröfur í þessu máli að bein­ast til ráðu­neyt­anna,“ bætti Hed­berg við í skrif­legu svari sínu.

Sam­kvæmt tölvu­póst­sam­skiptum Hed­berg við Þor­vald voru bæði Lars Calm­fors, hag­fræði­pró­fessor og frá­far­andi rit­stjóri NEPR og Kjell Nils­son, stjórn­andi nor­rænu rann­sókna­stofn­un­ar­inar Nor­dreg­io, upp­lýstir um að Þor­valdi hefði verið boðið rit­stjóra­starf­ið, en þeir voru cc: tengdir inn á tölvu­póst­inn. 

Auglýsing

Kjell Nils­son sagði í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að hann hefði ekk­ert um málið að segja því Nor­dregio hefði engin áhrif (e. no influ­ence) á það hver væri ráð­inn í stöð­una.

Tím­inn naumur og eng­inn bjóst við mót­bárum 

Lars Calm­fors ræddi við Kjarn­ann í lið­inni viku, en blaða­maður hafði sam­band við hann aftur til þess að fá útskýr­ingar á því hvernig stæði á því að gengið hefði verið til við­ræðna við Þor­vald fyrst að form­legt sam­þykki allra ríkj­anna lá ekki fyr­ir. Calm­fors seg­ist telja að Hed­berg hafi talið sig vera kom­inn í tíma­þröng með að finna hag­fræð­ing í starf­ið.Lars Calmfors var sá sem mælti með Þorvaldi Gylfasyni. Honum duttu ekki margir aðrir íslenskir hagfræðingar í hug og óraði ekki fyrir því að íslenska ráðuneytið myndi setja sig upp á móti ráðningunni.

„Svo hann veitti [Þor­valdi] til­boð áður en form­leg ákvörðun hafði verið tekin í stýri­hópn­um, með þær skilj­an­legu vænt­ingar að allir yrðu ánægðir með það,“ segir Calm­fors og bætir við að búið hafi verið að hafa sam­band við fjölda hag­fræð­inga, bæði finnska og norska, en eng­inn þeirra lýst sig til­bú­inn til þess að taka við starf­inu fyrr en í fyrsta lagi að ári liðnu. Og Calm­fors var harð­á­kveð­inn í að hætta þar sem hann var búinn að vera þrjú ár í starf­inu og þráði meiri tíma til ann­arra starfa.

Á þeim tíma­punkti lagði hann sjálfur Þor­vald til. Hann þekkir hann af störfum þeirra saman við Stokk­hólms­há­skóla og taldi hann hæfan til að fást við starf­ið. Calm­fors segir að það hafi verið hans mat að það væru ekki margir Íslend­ingar með þá reynslu á breiðu sviði hag­fræð­innar sem þyrfti til þess að geta tekið þessa stöðu að sér, auk þess sem Þor­valdur hefði verið í hag­nýtum rann­sóknum og unnið mikið með öðrum nor­rænum hag­fræð­ing­um.

Ísland viðr­aði konu í starfið

Hann segir aðspurður að hann muni til þess að íslenska ráðu­neytið hafi viðrað hug­mynd um að skoða að minnsta kosti einn hag­fræð­ing í stöð­una, konu, rétt eins og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur sagt og full­trúi Finn­lands í stýri­hópnum hefur sömu­leiðis stað­fest við Kjarn­ann.

Calm­fors segir að hún hafi verið mjög hæf, en þó var ekki gengið lengra með hug­mynd­ina, þar sem rann­sóknir hennar þóttu á fremur þröngu sviði innan hag­fræð­inn­ar, auk þess sem hún er búsett í Banda­ríkj­un­um, sem álitið var óhent­ugt meðal ann­ars sökum þess að rit­stjórar þurfa að mæta nokkrum sinnum á ári til funda á Norð­ur­lönd­un­um. Alls segir Calm­fors að rætt hafi verið um örugg­lega 15-20 ein­stak­linga innan stýri­hóps­ins.

Calm­fors segir að utan­um­hald þessa fræða­tíma­rits, sem senni­lega fæstir nema þeir sem glugga í hag­fræði­rann­sóknir reglu­lega hafa heyrt um, hafi alla tíð verið mjög óform­legt og afslappað og rit­stjóra­starfið hafi ekki tekið mik­inn tíma frá honum und­an­farin ár, raunar bara um það bil einn starfs­mánuð sem dreifst hafi yfir árið. 

Þá sé núver­andi stýri­hópur mann­aður starfs­fólki ráðu­neyt­anna sem eru komin mis­langt á starfs­ferl­in­um, Finn­land og Nor­egur séu þar með reynd­ari full­trúa en Ísland, Dan­mörk og Sví­þjóð.

Hann hefur bæði undr­ast og mót­mælt póli­tískri afstöðu Íslands í garð Þor­valds og segir að hann yrði mjög undr­andi á því ef fjár­mála­ráð­herrar hinna Norð­ur­land­anna væru að velta því mikið fyrir sér hvaða fræði­maður rit­stýri tíma­rit­inu. Hann vonar að slíkt ger­ist aldrei í Sví­þjóð.

„Ég held að þetta sé höndlað á mun lægra stigi. Ef ekki, þá gæfi það til kynna mjög slæma nýt­ingu á tíma ráð­herr­ans,” segir Calm­fors.

Af orðum pró­fess­ors­ins að dæma er ljóst að það kom flatt upp á þá sem höfðu þegar fengið vit­neskju um starfstil­boðið til Þor­valds, þegar afstaða Íslands, sem byggð­ist á póli­tískum rök­semdum og rang­færsl­um, kom fram innan stýri­hóps­ins þann 11. nóv­em­ber. Hún varð þess vald­andi að starfstil­boðið var aft­ur­kallað munn­lega 13. nóv­em­ber, eins og fram hefur kom­ið.

Tölvupóstur starfsmanns íslenska fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 11. nóvember í fyrra.

Nú leitar hag­fræði­pró­fess­or­inn réttar síns þar sem hann telur starfstil­boðið í góðu gildi. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra, sem mætir fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis í dag til þess að útskýra af hverju ráðu­neyti hans beitti sér gegn því að Þor­valdur yrði ráð­inn í starfið með þeim hætti sem það gerði, hefur sagt að Þor­valdur verði að sækja mein­tan rétt sinn til þeirra sem veittu honum starfstil­boð­ið, því það hafi ekki verið gert í hans umboði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar