Bjuggust ekki við mótbárum gegn hæfum manni sem var til í starfið

Sænski hagfræðiprófessorinn Lars Calmfors segir að norræni stýrihópurinn sem annast útgáfu tímaritsins NEPR hafi verið kominn í tímaþröng með að finna nýjan ritstjóra er Þorvaldi Gylfasyni var boðið starfið.

Þorvaldur Gylfason fékk starfstilboð á samnorrænum vettvangi sem ekki var heimilt að veita honum, áður en fjármála- og efnahagsráðuneytið lagðist gegn ráðningu hans á pólitískum forsendum.
Þorvaldur Gylfason fékk starfstilboð á samnorrænum vettvangi sem ekki var heimilt að veita honum, áður en fjármála- og efnahagsráðuneytið lagðist gegn ráðningu hans á pólitískum forsendum.
Auglýsing

Eins og fram kom í liðinni viku var Þorvaldi Gylfasyni hagfræðiprófessor boðið starf sem ritstjóri norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review (NEPR) í lok október í fyrra. Starfstilboðið þáði Þorvaldur í tölvupóstsamskiptum við Anders Hedberg, starfsmann Norrænu ráðherranefndarinnar, 1. nóvember síðastliðinn. Hann segir það hafa verið án allra fyrirvara.

En ljóst er að þessi tiltekni starfsmaður Norrænu ráðherranefndarinnar hafði enga heimild til þess að bjóða Þorvaldi starfið fyrirvaralaust, þar sem hefð er fyrir því innan norræna stýrihópsins sem stýrir tímaritinu að öll fjármálaráðuneyti Norðurlandanna þurfi að koma sér saman um einstakling í þetta starf. 

Það hafði ekki gerst og síðan lagðist Ísland gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn, á pólitískum forsendum, sem hefur reynst umdeilt. En hvernig stendur þá á því að Þorvaldur fékk tilboðið til að byrja með?

Þegar Kjarninn spurði áðurnefndan starfsmann að því í síðustu viku af hverju starfstilboðið hefði verið veitt, svaraði hann engu og sagði að ákvörðunin um ráðningu ritstjóra NEPR væri á hendi fjármálaráðuneytanna fimm á Norðurlöndunum. „Því ættu allar fyrirspurnir og kröfur í þessu máli að beinast til ráðuneytanna,“ bætti Hedberg við í skriflegu svari sínu.

Samkvæmt tölvupóstsamskiptum Hedberg við Þorvald voru bæði Lars Calmfors, hagfræðiprófessor og fráfarandi ritstjóri NEPR og Kjell Nilsson, stjórnandi norrænu rannsóknastofnunarinar Nordregio, upplýstir um að Þorvaldi hefði verið boðið ritstjórastarfið, en þeir voru cc: tengdir inn á tölvupóstinn. 

Auglýsing

Kjell Nilsson sagði í svari við fyrirspurn Kjarnans að hann hefði ekkert um málið að segja því Nordregio hefði engin áhrif (e. no influence) á það hver væri ráðinn í stöðuna.

Tíminn naumur og enginn bjóst við mótbárum 

Lars Calmfors ræddi við Kjarnann í liðinni viku, en blaðamaður hafði samband við hann aftur til þess að fá útskýringar á því hvernig stæði á því að gengið hefði verið til viðræðna við Þorvald fyrst að formlegt samþykki allra ríkjanna lá ekki fyrir. Calmfors segist telja að Hedberg hafi talið sig vera kominn í tímaþröng með að finna hagfræðing í starfið.Lars Calmfors var sá sem mælti með Þorvaldi Gylfasyni. Honum duttu ekki margir aðrir íslenskir hagfræðingar í hug og óraði ekki fyrir því að íslenska ráðuneytið myndi setja sig upp á móti ráðningunni.

„Svo hann veitti [Þorvaldi] tilboð áður en formleg ákvörðun hafði verið tekin í stýrihópnum, með þær skiljanlegu væntingar að allir yrðu ánægðir með það,“ segir Calmfors og bætir við að búið hafi verið að hafa samband við fjölda hagfræðinga, bæði finnska og norska, en enginn þeirra lýst sig tilbúinn til þess að taka við starfinu fyrr en í fyrsta lagi að ári liðnu. Og Calmfors var harðákveðinn í að hætta þar sem hann var búinn að vera þrjú ár í starfinu og þráði meiri tíma til annarra starfa.

Á þeim tímapunkti lagði hann sjálfur Þorvald til. Hann þekkir hann af störfum þeirra saman við Stokkhólmsháskóla og taldi hann hæfan til að fást við starfið. Calmfors segir að það hafi verið hans mat að það væru ekki margir Íslendingar með þá reynslu á breiðu sviði hagfræðinnar sem þyrfti til þess að geta tekið þessa stöðu að sér, auk þess sem Þorvaldur hefði verið í hagnýtum rannsóknum og unnið mikið með öðrum norrænum hagfræðingum.

Ísland viðraði konu í starfið

Hann segir aðspurður að hann muni til þess að íslenska ráðuneytið hafi viðrað hugmynd um að skoða að minnsta kosti einn hagfræðing í stöðuna, konu, rétt eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt og fulltrúi Finnlands í stýrihópnum hefur sömuleiðis staðfest við Kjarnann.

Calmfors segir að hún hafi verið mjög hæf, en þó var ekki gengið lengra með hugmyndina, þar sem rannsóknir hennar þóttu á fremur þröngu sviði innan hagfræðinnar, auk þess sem hún er búsett í Bandaríkjunum, sem álitið var óhentugt meðal annars sökum þess að ritstjórar þurfa að mæta nokkrum sinnum á ári til funda á Norðurlöndunum. Alls segir Calmfors að rætt hafi verið um örugglega 15-20 einstaklinga innan stýrihópsins.

Calmfors segir að utanumhald þessa fræðatímarits, sem sennilega fæstir nema þeir sem glugga í hagfræðirannsóknir reglulega hafa heyrt um, hafi alla tíð verið mjög óformlegt og afslappað og ritstjórastarfið hafi ekki tekið mikinn tíma frá honum undanfarin ár, raunar bara um það bil einn starfsmánuð sem dreifst hafi yfir árið. 

Þá sé núverandi stýrihópur mannaður starfsfólki ráðuneytanna sem eru komin mislangt á starfsferlinum, Finnland og Noregur séu þar með reyndari fulltrúa en Ísland, Danmörk og Svíþjóð.

Hann hefur bæði undrast og mótmælt pólitískri afstöðu Íslands í garð Þorvalds og segir að hann yrði mjög undrandi á því ef fjármálaráðherrar hinna Norðurlandanna væru að velta því mikið fyrir sér hvaða fræðimaður ritstýri tímaritinu. Hann vonar að slíkt gerist aldrei í Svíþjóð.

„Ég held að þetta sé höndlað á mun lægra stigi. Ef ekki, þá gæfi það til kynna mjög slæma nýtingu á tíma ráðherrans,” segir Calmfors.

Af orðum prófessorsins að dæma er ljóst að það kom flatt upp á þá sem höfðu þegar fengið vitneskju um starfstilboðið til Þorvalds, þegar afstaða Íslands, sem byggðist á pólitískum röksemdum og rangfærslum, kom fram innan stýrihópsins þann 11. nóvember. Hún varð þess valdandi að starfstilboðið var afturkallað munnlega 13. nóvember, eins og fram hefur komið.

Tölvupóstur starfsmanns íslenska fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 11. nóvember í fyrra.

Nú leitar hagfræðiprófessorinn réttar síns þar sem hann telur starfstilboðið í góðu gildi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem mætir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til þess að útskýra af hverju ráðuneyti hans beitti sér gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn í starfið með þeim hætti sem það gerði, hefur sagt að Þorvaldur verði að sækja meintan rétt sinn til þeirra sem veittu honum starfstilboðið, því það hafi ekki verið gert í hans umboði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar