Fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍU og SFS á meðal nýrra skrifstofustjóra

Kolbeinn Árnason, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hafa verið skipuð skrifstofustjórar í atvinnuvegaráðuneytinu. Kolbeinn var framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarmanna á árunum 2013-2016.

Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Auglýsing

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands íslenskra útvegs­manna (LÍU) og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) er á meðal þriggja nýrra skrif­stofu­stjóra sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hefur skipað yfir nýjar fag­skrif­stofur innan ráðu­neyt­is­ins. 

Nýtt skipu­rit tók þar gildi í mán­uð­inum og með því urðu til þrjár nýjar fag­skrif­stofur í stað tveggja áður; skrif­stofa land­bún­að­ar­mála, skrif­stofa mat­væla­ör­yggis og fisk­eldis og skrif­stofa sjáv­ar­út­vegs­mála.

Kol­beinn Árna­son, sem var fram­kvæmda­stjóri LÍU og síðan SFS á árunum 2013-2016, verður skrif­stofu­stjóri mat­væla­ör­ygg­is- og fisk­eld­is, Ása Þór­hildur Þórð­ar­dóttir verður skrif­stofu­stjóri land­bún­að­ar­mála og Áslaug Eir Hólm­geirs­dóttir skrif­stofu­stjóri sjáv­ar­út­vegs­mála.

Frá vinstri: Ása Þórhildur Þórðardóttir, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir og Kolbeinn Árnason. Mynd: Stjórnarráðið

Þau voru öll metin mjög vel hæf af ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd, en alls bár­ust 93 umsóknir um störfin þrjú sem voru aug­lýst í júlí. Tíu ein­stak­lingar metnir mjög vel hæfir af nefnd­inni sem var ráð­herra til ráð­gjafar í ferl­inu, sam­kvæmt til­kynn­ingu um þessar skip­anir á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

AuglýsingKol­beinn er með emb­ætt­is­próf í lög­fræði frá Háskóla Íslands og AMP gráðu frá IESE Business School í Barcelona. Auk áður­nefndra starfa í hags­muna­gæslu hefur hann reynslu úr stjórn­sýsl­unni. Á árum áður var hann skrif­stofu­stjóri á tveimur skrif­stofum sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­is­ins og full­trúi þess hjá fasta­nefnd Íslands við Evr­ópu­sam­bandið í Brus­sel. Þá var hann einnig yfir­lög­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri lög­fræði­deildar skila­nefndar og slita­stjórnar Kaup­þings. Síð­ustu ár hefur Kol­beinn starfað sem lög­maður og einnig setið í stjórn LBI, þrota­bús gamla Lands­bank­ans.

Ása Þór­hildur er með meistara­gráðu í lög­fræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskól­anum í Reykja­vík. Hún hefur starfað innan stjórn­ar­ráðs­ins frá árinu 2011 þegar hún hóf störf í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu. Hún var í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu á árunum 2014-2018 en kom til starfa í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu á árinu 2018. Frá 2019 hefur Ása Þór­hildur verið settur skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu mat­væla og land­bún­að­ar.

Áslaug Eir er með BA gráðu í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands og meistara­gráðu í sjáv­ar­út­vegs­fræði frá sama skóla, auk þess sem hún hefur lokið diplóma­námi í haf­rétti frá Rhodes Academy. Áslaug Eir hefur starfað hjá Fiski­stofu frá árinu 2007. Frá árinu 2010 til 2013 var hún deild­ar­stjóri hjá stofn­un­inni og frá 2014 hefur hún gegnt stöðu sviðs­stjóra veiði­eft­ir­lits- og lög­fræðis­viðs og verið stað­geng­ill fiski­stofu­stjóra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent