Fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍU og SFS á meðal nýrra skrifstofustjóra

Kolbeinn Árnason, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hafa verið skipuð skrifstofustjórar í atvinnuvegaráðuneytinu. Kolbeinn var framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarmanna á árunum 2013-2016.

Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Auglýsing

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍU) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er á meðal þriggja nýrra skrifstofustjóra sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað yfir nýjar fagskrifstofur innan ráðuneytisins. 

Nýtt skipurit tók þar gildi í mánuðinum og með því urðu til þrjár nýjar fagskrifstofur í stað tveggja áður; skrifstofa landbúnaðarmála, skrifstofa matvælaöryggis og fiskeldis og skrifstofa sjávarútvegsmála.

Kolbeinn Árnason, sem var framkvæmdastjóri LÍU og síðan SFS á árunum 2013-2016, verður skrifstofustjóri matvælaöryggis- og fiskeldis, Ása Þórhildur Þórðardóttir verður skrifstofustjóri landbúnaðarmála og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifstofustjóri sjávarútvegsmála.

Frá vinstri: Ása Þórhildur Þórðardóttir, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir og Kolbeinn Árnason. Mynd: Stjórnarráðið

Þau voru öll metin mjög vel hæf af ráðgefandi hæfnisnefnd, en alls bárust 93 umsóknir um störfin þrjú sem voru auglýst í júlí. Tíu einstaklingar metnir mjög vel hæfir af nefndinni sem var ráðherra til ráðgjafar í ferlinu, samkvæmt tilkynningu um þessar skipanir á vef stjórnarráðsins.

Auglýsing


Kolbeinn er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og AMP gráðu frá IESE Business School í Barcelona. Auk áðurnefndra starfa í hagsmunagæslu hefur hann reynslu úr stjórnsýslunni. Á árum áður var hann skrifstofustjóri á tveimur skrifstofum sjávarútvegsráðuneytisins og fulltrúi þess hjá fastanefnd Íslands við Evrópusambandið í Brussel. Þá var hann einnig yfirlögfræðingur og framkvæmdastjóri lögfræðideildar skilanefndar og slitastjórnar Kaupþings. Síðustu ár hefur Kolbeinn starfað sem lögmaður og einnig setið í stjórn LBI, þrotabús gamla Landsbankans.

Ása Þórhildur er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað innan stjórnarráðsins frá árinu 2011 þegar hún hóf störf í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Hún var í velferðarráðuneytinu á árunum 2014-2018 en kom til starfa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á árinu 2018. Frá 2019 hefur Ása Þórhildur verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla og landbúnaðar.

Áslaug Eir er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sjávarútvegsfræði frá sama skóla, auk þess sem hún hefur lokið diplómanámi í hafrétti frá Rhodes Academy. Áslaug Eir hefur starfað hjá Fiskistofu frá árinu 2007. Frá árinu 2010 til 2013 var hún deildarstjóri hjá stofnuninni og frá 2014 hefur hún gegnt stöðu sviðsstjóra veiðieftirlits- og lögfræðisviðs og verið staðgengill fiskistofustjóra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent