Fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍU og SFS á meðal nýrra skrifstofustjóra

Kolbeinn Árnason, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hafa verið skipuð skrifstofustjórar í atvinnuvegaráðuneytinu. Kolbeinn var framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarmanna á árunum 2013-2016.

Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Auglýsing

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍU) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er á meðal þriggja nýrra skrifstofustjóra sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað yfir nýjar fagskrifstofur innan ráðuneytisins. 

Nýtt skipurit tók þar gildi í mánuðinum og með því urðu til þrjár nýjar fagskrifstofur í stað tveggja áður; skrifstofa landbúnaðarmála, skrifstofa matvælaöryggis og fiskeldis og skrifstofa sjávarútvegsmála.

Kolbeinn Árnason, sem var framkvæmdastjóri LÍU og síðan SFS á árunum 2013-2016, verður skrifstofustjóri matvælaöryggis- og fiskeldis, Ása Þórhildur Þórðardóttir verður skrifstofustjóri landbúnaðarmála og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifstofustjóri sjávarútvegsmála.

Frá vinstri: Ása Þórhildur Þórðardóttir, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir og Kolbeinn Árnason. Mynd: Stjórnarráðið

Þau voru öll metin mjög vel hæf af ráðgefandi hæfnisnefnd, en alls bárust 93 umsóknir um störfin þrjú sem voru auglýst í júlí. Tíu einstaklingar metnir mjög vel hæfir af nefndinni sem var ráðherra til ráðgjafar í ferlinu, samkvæmt tilkynningu um þessar skipanir á vef stjórnarráðsins.

Auglýsing


Kolbeinn er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og AMP gráðu frá IESE Business School í Barcelona. Auk áðurnefndra starfa í hagsmunagæslu hefur hann reynslu úr stjórnsýslunni. Á árum áður var hann skrifstofustjóri á tveimur skrifstofum sjávarútvegsráðuneytisins og fulltrúi þess hjá fastanefnd Íslands við Evrópusambandið í Brussel. Þá var hann einnig yfirlögfræðingur og framkvæmdastjóri lögfræðideildar skilanefndar og slitastjórnar Kaupþings. Síðustu ár hefur Kolbeinn starfað sem lögmaður og einnig setið í stjórn LBI, þrotabús gamla Landsbankans.

Ása Þórhildur er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað innan stjórnarráðsins frá árinu 2011 þegar hún hóf störf í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Hún var í velferðarráðuneytinu á árunum 2014-2018 en kom til starfa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á árinu 2018. Frá 2019 hefur Ása Þórhildur verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla og landbúnaðar.

Áslaug Eir er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sjávarútvegsfræði frá sama skóla, auk þess sem hún hefur lokið diplómanámi í hafrétti frá Rhodes Academy. Áslaug Eir hefur starfað hjá Fiskistofu frá árinu 2007. Frá árinu 2010 til 2013 var hún deildarstjóri hjá stofnuninni og frá 2014 hefur hún gegnt stöðu sviðsstjóra veiðieftirlits- og lögfræðisviðs og verið staðgengill fiskistofustjóra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent