Fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍU og SFS á meðal nýrra skrifstofustjóra

Kolbeinn Árnason, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hafa verið skipuð skrifstofustjórar í atvinnuvegaráðuneytinu. Kolbeinn var framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarmanna á árunum 2013-2016.

Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Auglýsing

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands íslenskra útvegs­manna (LÍU) og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) er á meðal þriggja nýrra skrif­stofu­stjóra sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hefur skipað yfir nýjar fag­skrif­stofur innan ráðu­neyt­is­ins. 

Nýtt skipu­rit tók þar gildi í mán­uð­inum og með því urðu til þrjár nýjar fag­skrif­stofur í stað tveggja áður; skrif­stofa land­bún­að­ar­mála, skrif­stofa mat­væla­ör­yggis og fisk­eldis og skrif­stofa sjáv­ar­út­vegs­mála.

Kol­beinn Árna­son, sem var fram­kvæmda­stjóri LÍU og síðan SFS á árunum 2013-2016, verður skrif­stofu­stjóri mat­væla­ör­ygg­is- og fisk­eld­is, Ása Þór­hildur Þórð­ar­dóttir verður skrif­stofu­stjóri land­bún­að­ar­mála og Áslaug Eir Hólm­geirs­dóttir skrif­stofu­stjóri sjáv­ar­út­vegs­mála.

Frá vinstri: Ása Þórhildur Þórðardóttir, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir og Kolbeinn Árnason. Mynd: Stjórnarráðið

Þau voru öll metin mjög vel hæf af ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd, en alls bár­ust 93 umsóknir um störfin þrjú sem voru aug­lýst í júlí. Tíu ein­stak­lingar metnir mjög vel hæfir af nefnd­inni sem var ráð­herra til ráð­gjafar í ferl­inu, sam­kvæmt til­kynn­ingu um þessar skip­anir á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

AuglýsingKol­beinn er með emb­ætt­is­próf í lög­fræði frá Háskóla Íslands og AMP gráðu frá IESE Business School í Barcelona. Auk áður­nefndra starfa í hags­muna­gæslu hefur hann reynslu úr stjórn­sýsl­unni. Á árum áður var hann skrif­stofu­stjóri á tveimur skrif­stofum sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­is­ins og full­trúi þess hjá fasta­nefnd Íslands við Evr­ópu­sam­bandið í Brus­sel. Þá var hann einnig yfir­lög­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri lög­fræði­deildar skila­nefndar og slita­stjórnar Kaup­þings. Síð­ustu ár hefur Kol­beinn starfað sem lög­maður og einnig setið í stjórn LBI, þrota­bús gamla Lands­bank­ans.

Ása Þór­hildur er með meistara­gráðu í lög­fræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskól­anum í Reykja­vík. Hún hefur starfað innan stjórn­ar­ráðs­ins frá árinu 2011 þegar hún hóf störf í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu. Hún var í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu á árunum 2014-2018 en kom til starfa í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu á árinu 2018. Frá 2019 hefur Ása Þór­hildur verið settur skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu mat­væla og land­bún­að­ar.

Áslaug Eir er með BA gráðu í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands og meistara­gráðu í sjáv­ar­út­vegs­fræði frá sama skóla, auk þess sem hún hefur lokið diplóma­námi í haf­rétti frá Rhodes Academy. Áslaug Eir hefur starfað hjá Fiski­stofu frá árinu 2007. Frá árinu 2010 til 2013 var hún deild­ar­stjóri hjá stofn­un­inni og frá 2014 hefur hún gegnt stöðu sviðs­stjóra veiði­eft­ir­lits- og lög­fræðis­viðs og verið stað­geng­ill fiski­stofu­stjóra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent