Félag fornleifafræðinga vill að Lilja færi þjóðminjavörð aftur í fyrra starf

Því var haldið fram á forsíðu Fréttablaðsins í morgun að Lilja D. Alfreðsdóttir harmaði skipan nýs þjóðminjavarðar í síðasta mánuði. Ráðherrann hefur nú hafnað því að harma skipanina og segir að það standi ekki til að draga hana til baka.

Lilja D. Alfreðsdóttir skipaði Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar 25. ágúst.
Lilja D. Alfreðsdóttir skipaði Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar 25. ágúst.
Auglýsing

Félag forn­leifa­fræð­inga vill að Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, færi Hörpu Þórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi safn­stjóra Lista­safns Íslands sem skipuð var þjóð­minja­vörður fyrir rúmum mán­uði síð­an, aftur í sitt fyrra starf. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem félagið sendi frá sér í dag. 

­Skipan Hörpu í emb­ætti þjóð­minja­varðar vakti hörð við­brögð þar sem emb­ættið var ekki aug­lýst laust til umsókn­ar. Þess í stað nýtti ráð­herra sér heim­ild í lögum sem gerir henni kleift að færa emb­ætt­is­menn til í starfi. Í til­felli Hörpu taldi Lilja að það væri far­sælt að taka safn­stjóra úr einu höf­uð­safni og færa yfir í það næsta. 

Félag forn­­­leifa­fræð­inga og stjórn Félags íslenskra safna og safn­­­manna (FÍSOS) sendu nær sam­­stundis frá sér harð­orðar yfir­­­lýs­ingar vegna ákvörð­unar Lilju um að skipa Hörpu í emb­ætt­ið. 

Síðar sendi Starfs­­manna­­fé­lag Þjóð­minja­safns­ins frá sér yfir­­lýs­ingu þar sem það tók undir gagn­rýn­ina á verk­lagið og sagði það lýsa „metn­að­­­ar­­­leysi ráðu­­­neyt­is­ins í garð Þjóð­minja­safns Íslands, ber vott um ógagn­­­sæja stjórn­­­­­sýslu og kastar rýrð á mála­­­flokk­inn í heild.“ 

Þá sagði Frið­­­rik Jóns­­­son, for­­­maður BHM, við RÚV í sam­hengi við þessa skipun að tryggja þyrfti heil­indi og traust til stjórn­­­­­sýsl­unnar og ræða heim­ild ráða­­­manna til að færa emb­ætt­is­­­menn til í starf­i. 

Seg­ist ekki harma skipan Hörpu

Frétta­blaðið greindi frá því á for­síðu sinni í morgun að Lilja harm­aði skipan þjóð­minja­varð­ar. Þar var haft eftir Ólöfu Gerði Sig­fús­dótt­ir, for­manni Íslands­deildar alþjóða­ráðs safna, að Lilja hefði harmað að hafa fært Hörpu til í starfi með þeim hætti sem hún gerði. Lilja sagði hins vegar við Vísi eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag að hún harmi ekki skipan Hörpu í stöðu þjóð­minja­varð­ar. Hins vegar hafi mátt aug­lýsa stöð­una til að halda sátt um skip­an­ina. Lilja sagði enn fremur að það stæði ekki til að draga skip­un­ina til bak­a. 

Auglýsing
Félag forn­leifa­fræð­inga fund­aði ásamt fleiri fag­fé­lögum með Lilju um stöðu Þjóð­minja­safns­ins í gær. Í yfir­lýs­ingu félags­ins segir að stjórn þess hafi von­ast eftir heið­ar­leika og hug­rekki að hálfu ráð­herra. „Okkur þykir sárt að þrátt fyrir að harma vinnu­brögð sín hygg­ist ráð­herra ekki leið­rétta þau. Dap­ur­legt er að enn hafi ekki komið fram nein mál­efna­leg eða fag­leg rök fyrir því að skipa þjóð­minja­vörð með þeim hætti sem gert var. Ekk­ert nýtt kom fram í svörum ráðu­neytis hvað það varðar á fund­in­um; enn er skip­an­inni lýst eins og um til­færslu hvers ann­ars emb­ætt­is­manns væri að ræða – ekki for­stöðu­manns eins höf­uð­safna íslenskrar menn­ing­ar.“

Á fund­inum var stofn­aður sam­ráðs­hópur ráðu­neyt­is­ins og umræddum fag­fé­lögum sem á að hitt­ast aftur strax í næstu viku. Þar mun Félag forn­leifa­fræð­inga leggja til að nýlega skip­aður þjóð­minja­vörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. „Önnur lausn sem félagið mun leggja til er að skip­aður verði ráð­gjafa­hópur fag­fólks sem gengið var fram­hjá við skip­an­ina til þess að ræða fram­tíð­ar­stefnu safns­ins og hlut­verk þjóð­minja­varð­ar.“

Á dag­skrá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á morgun

Lilja ræddi þessa skipan við Kjarn­ann um síð­ustu mán­aða­mót og sagði þá meðal ann­­ars að almennt væri hún fylgj­andi því að öll störf væru aug­lýst. Það væri hins vegar heim­ild í lögum um opin­bera starfs­­menn sem gerði ráð­herra kleift að færa þá til í starfi. Í til­­­felli Hörpu taldi Lilja að það gæti verið far­­sælt að taka safn­­stjóra úr einu höf­uð­safni og færa yfir í það næsta. 

Hún sagði hins vegar að við­brögðin hafi verið slík við skipan þjóð­minja­varðar „að maður hugsar um það hvort það sé skyn­­­sam­­­legt að nýta þessa heim­ild yfir höf­uð. [...] Ef það er þannig að umræða í kringum flutn­ing­inn sætir gagn­rýni og sé þá kannski til þess fallin að það geti verið ákveðin áskorun fyrir við­kom­andi for­­­stöð­u­­­mann að hefja störf, að þá er ég bara eins og allir aðrir og hugsa: Ég hefði nú getað gert þetta öðru­­­vísi.“ 

Stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd fjall­aði á fundi sínum þann 5. sept­em­ber um skipun emb­ætt­is­­manna í störf án þess að þau væru aug­lýst laus til umsókn­­ar. Umfjöll­unin var á almennum nót­um, en ekki sér­­tækt vegna ákveð­innar skip­unar en skipun nýs þjóð­minja­varðar í síð­­asta mán­uði hefur vakið hörð við­brögð.

Þór­unn Svein­­bjarn­­ar­dótt­ir, for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann eftir fund­inn að ákveðið hafi verið að hefja frek­­ari gagna­öflun og ræða svo næstu skref. Á meðal þess sem liggur fyrir að hægt sé að gera sé að stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd hefji frum­­kvæð­is­at­hugun á skip­unum sem átt hafa sér stað án þess að störf eða emb­ætti hafi verið aug­lýst laus til umsókn­­ar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Mynd: Eyþór Árnason

Til þess að hefja frum­­kvæð­is­at­hugun þurfa þrír nefnd­­ar­­menn að vera sam­­mála um að gera það, en níu þing­­menn sitja í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd.

Skipun emb­ætt­is­manna án aug­lýs­ingar er á dag­skrá fundar stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar sem fer fram á morg­un, 28. sept­em­ber. Heim­ildir Kjarn­ans herma að nefndin sé enn að bíða eftir gögnum frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu um skip­anir emb­ætt­is­manna án aug­lýs­ing­ar.

Meg­in­reglan í lögum að aug­lýsa skuli laus emb­ætti

Allt frá árinu 1954, þegar lög um rétt­indi og skyldur starfs­­­­­manna rík­­­­­is­ins voru sett, hefur það verið meg­in­regla í lögum á Íslandi að aug­lýsa skuli opin­ber­­­­­lega laus emb­ætti og störf hjá rík­­­­­in­u. 

Þegar lögin voru end­­­­­ur­­­­­skoðuð og ný lög sett árið 1996 voru áfram ákvæði um aug­lýs­inga­­­­­skyld­una. Í þessum reglum er það meg­in­reglan að aug­lýsa skuli laus störf en þau til­­­­­vik þegar ekki er skylt að aug­lýsa störf eru afmörkuð sér­­­­­stak­­­­­lega. Þessar und­an­þágur frá aug­lýs­inga­­­­­skyldu eiga við um störf sem aðeins eiga að standa í tvo mán­uði eða skem­­­­­ur, störf sem eru tíma­bundin vegna sér­­­­­stakra aðstæðna, svo sem vegna orlofs, veik­inda, fæð­ing­­­­­ar- og for­eldra­or­lofs, náms­­­­­leyf­­­­­is, leyfis til starfa á vegum alþjóða­­­­­stofn­ana og því um líkt, enda sé ráðn­­­­­ing­unni ekki ætlað að standa lengur en 12 mán­uði sam­­­­­fellt.

Þá eru und­an­þágur frá regl­unum sem fela í sér að störf sem hafa verið aug­lýst innan síð­­­­­­­­­ustu sex mán­aða ef þess er getið í aug­lýs­ing­unni að umsóknin geti gilt í sex mán­uði frá birt­ingu henn­­­­­ar. Að end­ingu er að finna und­an­þágur um störf vegna tíma­bund­inna vinn­u­­­­­mark­aðsúr­ræða á vegum stjórn­­­­­­­­­valda og aðila vinn­u­­­­­mark­að­­­­­ar­ins og hluta­­­­­störf fyrir ein­stak­l­inga með skerta starfs­­­­­get­u. 

Engar fleiri und­an­þágur er að finna í lög­­­­­un­­­­­um.

Meiri­hluti ráðu­­­­neyt­is­­­­stjóra skip­aðir án aug­lýs­ingar

Það hefur hins vegar færst veru­­­­lega í vöxt hér­­­­­­­lendis að ráð­herrar skipi í emb­ætti án þess að þau séu aug­lýst. Það leiddi meðal ann­­­­ars til þess að umboðs­­­­maður Alþingis tók upp frum­­­­kvæð­is­at­hugun á mál­inu. Hann gafst upp á þeirri athugun í fyrra­vor. 

Í bréfi þar sem þá settur umboðs­­­­maður útskýrði ástæðu þessa kom fram að ekki væri for­svar­an­­­­legt að nýta tak­­­­mark­aðan mann­afla emb­ætt­is­ins til að ljúka frum­­­­kvæð­is­at­hug­un­inni í ljósi þess að ráða­­­­menn færu hvort eð er ekk­ert eftir skýrum reglum og vilja lög­­­­gjafans í þessum mál­u­m. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­­­­skýr­ingu í síð­­­­asta mán­uði að sjö af tólf starf­andi ráðu­­­­neyt­is­­­­stjórum hefðu verið skip­aðir án þess að emb­ættin hafi verið aug­lýst laus til umsókn­­­­ar. Á yfir­­­­stand­andi kjör­­­­tíma­bili hafa þrír af þeim fjórum ráðu­­­­neyt­is­­­­stjórum sem hafa verið skip­aðir fengið þær stöður án þess að þær hafi verið aug­lýstar lausar til umsókn­­­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent