Dómsmálaráðuneytið sagði dómstólasýslunni að segja dómstólunum að fara eftir reglum

Eftir fyrirspurnir frá þingmanni Pírata sem leiddu í ljós að ekki var verið að fara eftir reglum við ráðningar aðstoðarmanna við dómstóla landsins skrifaði dómsmálaráðuneytið dómstólasýslunni bréf, með beiðni um að ræða við dómstólana.

Hæstiréttur Íslands hyggst framvegis auglýsa störf aðstoðarmanna dómara, eftir að hafa ráðið 23 án auglýsingar frá árinu 2006.
Hæstiréttur Íslands hyggst framvegis auglýsa störf aðstoðarmanna dómara, eftir að hafa ráðið 23 án auglýsingar frá árinu 2006.
Auglýsing

Um miðjan mán­uð­inn rit­aði dóms­mála­ráðu­neyti Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóm­stóla­sýsl­unni bréf, þar sem stofn­un­in, sem sér um sam­eig­in­lega stjórn­sýslu dóm­stól­anna í land­inu, var beðin um að árétta við for­stöðu­menn þeirra allra að skylda bæri til þess að aug­lýsa störf aðstoð­ar­manna dóm­ara við dóm­stól­ana.

Bréfið var ritað eftir að í ljós kom hjá ráðu­neyt­inu, er það var að taka saman svör við tveimur fyr­ir­spurnum Andr­ésar Inga Jóns­sonar þing­manns Pírata á síð­asta lög­gjaf­ar­þingi, að lausar stöður aðstoð­ar­manna dóm­ara við dóm­stól­ana væru ekki í öllum til­vikum aug­lýstar lausar til umsóknar og að Hæsti­réttur Íslands hefði aldrei ráðið í stöðu aðstoð­ar­manns dóm­ara að und­an­geng­inni aug­lýs­ing­u.

Eins og rakið var í svari dóms­mála­ráð­herra til Andr­ésar Inga á þingi sýndu upp­lýs­ingar sem aflað var hjá Hæsta­rétti að frá árinu 2006 hefði alls 23 ein­stak­lingar verið ráðnir sem aðstoð­ar­menn ráð­herra án aug­lýs­ing­ar, allt lög­fræð­ingar sem útskrif­uð­ust frá Háskóla Íslands.

Dæmi voru um að lög­fræð­ingar hefðu sinnt starf­inu, eftir að hafa hlotið tíma­bundna ráðn­ingu til að byrja með, í allt að fimm ár.

Í bréf­inu, sem sent var 17. ágúst og Kjarn­inn fékk afhent frá ráðu­neyt­inu, áréttar ráðu­neytið að sam­kvæmt ákvæðum laga um dóm­stóla eigi lög um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­manna að gilda um bæði ráðn­ingar og starfs­lok starfs­manna dóm­stól­anna.

Auglýsing

Þar segir að sam­kvæmt þessum lögum eigi að aug­lýsa opin­ber­lega önnur störf en störf emb­ætt­is­manna við dóm­stól­anna, sam­kvæmt reglum sem settar eru af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Í þeim reglum segir að aug­lýsa skuli laus störf og að umsókn­ar­frestur skuli vera að minnsta kosti tíu dagar frá birt­ingu aug­lýs­ing­ar. Einnig eru í ákvæð­inu til­teknar und­an­þágur frá aug­lýs­ingu opin­bera starfa, svo sem ef störf eru tíma­bundin vegna sér­stakra nánar til­greindra ástæðna.

„Af fram­an­greindu leiðir að lausar stöður aðstoð­ar­manna dóm­ara ber að aug­lýsa opin­ber­lega nema þær und­an­þágur sem getið er í 2. gr. reglna nr. 1000/2019 eigi við. Þess skal jafn­framt getið að í frum­varpi því sem varð að gild­andi lögum um dóm­stóla er gengið út frá því að störf við dóm­stóla séu að meg­in­stefnu aug­lýst opin­ber­lega,“ segir í bréfi ráðu­neyt­is­ins.

Ráðu­neytið sagð­ist fara „þess á leit við dóm­stóla­sýslunna að aug­lýs­inga­skylda starfa aðstoð­ar­manna dóm­ara sé áréttuð við for­stöðu­menn hér­aðs­dóm­stól­anna, Lands­réttar og Hæsta­réttar Íslands.“

Breyttir siðir með nýju fólki í Hæsta­rétti

Eins og Kjarn­inn sagði frá í vik­unni hefur Hæsti­réttur ekki aug­lýst störf á und­an­förnum árum og í svari frá fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóra dóm­stóls­ins til Kjarn­ans, sem barst í maí, sagði að áhersla væri lögð á að sem hæf­astir lög­fræð­ingar réð­ust til starfa sem aðstoð­ar­menn hæsta­rétt­ar­dóm­ara.

„Þar sem aðstoð­ar­menn eru í upp­hafi ráðnir tíma­bundið hefur þótt heppi­legra að aug­lýsa ekki þar sem talið hefur verið að hæf­ustu umsækj­endur myndu síður sækja um slík störf,“ sagði í svari Þor­steins A. Jóns­son­ar, lét nýlega af störfum sem skrif­stofu­stjóri dóm­stóls­ins, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Ólöf Finns­dótt­ir, sem tók við starfi skrif­stofu­stjóra af Þor­steini í sum­ar, sagði við Morg­un­blaðið á föstu­dag að með nýju fólki kæmu breyttir sið­ir. Auk þess sem Ólöf hefur tekið við skrif­stofu­stjóra­stöð­unni var Bene­dikt Boga­son nýlega kjör­inn for­seti dóm­stóls­ins.

Fyrir nokkrum dögum var aðstoð­ar­manna­staða við dóm­stól­inn aug­lýst laus til umsóknar og sagði Ólöf við Morg­un­blaðið að sá háttur yrði hafður á hér eft­ir.

„Ég er tals­kona þess að við vinnum fyrir opnum tjöld­um,“ sagði hún.

Úr reglum um auglýsingar lausra starfa

Aug­lýsa skal laus störf og skal umsókn­ar­frestur að lág­marki vera tíu dagar frá birt­ingu aug­lýs­ing­ar. Starf telst nægj­an­lega aug­lýst með birt­ingu á sér­stöku vef­svæði um laus störf hjá rík­inu. Umsókn­­ar­frestur skal mið­ast við fyrstu birt­ingu á hinu sér­staka vef­svæði og skal ljúka á virkum degi.

Ekki er skylt að aug­lýsa störf í eft­ir­far­andi til­vik­um:

  1. Störf sem aðeins eiga að standa í tvo mán­uði eða skem­ur.
  2. Störf sem eru tíma­bundin vegna sér­stakra aðstæðna, svo sem vegna orlofs, veik­inda, fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs, náms­leyf­is, leyfis til starfa á vegum alþjóða­stofn­ana o.þ.u.l., enda sé ráðn­­ing­unni ekki ætlað að standa lengur en 12 mán­uði sam­fellt.
  3. Störf sem aug­lýst hafa verið innan síð­ustu sex mán­aða og í þeirri aug­lýs­ingu hafi þess verið getið að umsóknin geti gilt í sex mán­uði frá birt­ingu.
  4. Störf vegna tíma­bund­inna vinnu­mark­aðsúr­ræða á vegum stjórn­valda og aðila vinn­u­­mark­að­ar­­ins.
  5. Hluta­störf fyrir ein­stak­linga með skerta starfs­getu sem telj­ast til vinnu­mark­aðs­úr­ræða.

Öllum umsóknum skal svarað þegar ákvörðun um ráðn­ingu hefur verið tek­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent