Tuttugu og þrír aðstoðarmenn ráðnir inn í Hæstarétt án auglýsingar frá 2006

Frá árinu 2006 hafa 23 einstaklingar verið ráðnir í störf aðstoðarmanna dómara við Hæstarétt, án auglýsingar í hvert einasta skipti. Allir aðstoðarmennirnir hlutu lögfræðimenntun sína við Háskóla Íslands.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata fékk ítarleg svör um ráðningar aðstoðarmanna við Hæstarétt frá ráðuneyti dómsmála.
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata fékk ítarleg svör um ráðningar aðstoðarmanna við Hæstarétt frá ráðuneyti dómsmála.
Auglýsing

Frá því árið 2006 hafa 23 lög­fræð­ing­ar, sem allir útskrif­uð­ust frá Háskóla Íslands, verið ráðnir til starfa sem aðstoð­ar­menn dóm­ara við Hæsta­rétt Íslands. Það er starf sem sam­kvæmt lögum ber að aug­lýsa nema sér­stakar und­an­þágur gefi til­efni til ann­ars, en það hefur þó ekki verið gert í einu ein­asta til­viki.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra við skrif­legri fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga Jóns­sonar þing­manns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. Þar er einnig greint frá því að dóms­mála­ráðu­neytið hafi ritað dóm­stóla­sýsl­unni erindi og óskað eftir því að stofn­unin árétt­aði aug­lýs­inga­skyldu starfa aðstoð­ar­manna dóm­ara við for­stöðu­menn dóm­stóla lands­ins.

Í svar­inu sem Andrés Ingi fékk við fyr­ir­spurn sinni, sem er síður en svo sú fyrsta sem hann leggur fram og teng­ist ráðn­ingum í störf innan dóms­kerf­is­ins, er dregið fram hversu lengi hver og einn ein­stak­lingur sem ráð­inn var sem aðstoð­ar­maður dóm­ara við Hæsta­rétt sinnti því starfi.

Starf­andi árum saman

Heim­ild er fyrir því að ráða inn í þessa stöðu án aug­lýs­ingar ef um tíma­bundna ráðn­ingu er að ræða, en þegar litið er yfir svör ráðu­neyt­is­ins sést að all­nokkur dæmi eru um að ein­stak­lingar hafi sinnt þessum störfum árum saman eftir að hafa verið ráðnir inn án aug­lýs­ing­ar.

Auglýsing

Þannig starf­aði einn lög­fræð­ingur sem aðstoð­ar­maður dóm­ara við Hæsta­rétt frá febr­úar 2015 og þar til í jan­úar 2020 og annar sinnti starf­anum frá sept­em­ber 2010 og fram í ágúst 2015 þrátt fyrir að starfið hafi ekki verið aug­lýst. Algengt er þó að starf­inu sé sinnt til skemmri tíma og að fólk starfi sem aðstoð­ar­menn dóm­ara við rétt­inn í um það bil eitt ár.

Töldu aug­lýs­ingar fæla frá hæf­asta fólkið

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til Hæsta­réttar á vor­mán­uðum og óskaði eftir skýr­ingum á því af hverju störf aðstoð­ar­manna dóm­ara við rétt­inn hefðu ekki verið aug­lýst á und­an­förnum árum.

Í svari Þor­steins A. Jóns­sonar skrif­stofu­stjóra dóm­stóls­ins við fyr­ir­spurn blaða­manns sagði að dóm­stóll­inn legði áherslu á að sem hæf­astir lög­fræð­ingar réð­ust til starfa sem aðstoð­ar­menn hæsta­rétt­ar­dóm­ara.

„Þar sem aðstoð­ar­menn eru í upp­hafi ráðnir tíma­bundið hefur þótt heppi­legra að aug­lýsa ekki þar sem talið hefur verið að hæf­ustu umsækj­endur myndu síður sækja um slík störf,“ sagði í svari skrif­stofu­stjór­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Starf aug­lýst í þessum mán­uði

Athygli vakti fyrir örfáum dögum er aug­lýs­ingar um lausa stöðu aðstoð­ar­manns dóm­ara við Hæsta­rétt birt­ust í dag­blöðum lands­ins.

Andrés Ingi sagði á Twitter að mögu­lega væri þetta fyrsta aug­lýs­ingin af þessu tagi í sög­unni.

„Svona geta fyr­ir­spurnir ýtt við kerf­in­u!“ skrif­aði þing­mað­ur­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent